Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar 20. nóvember 2025 15:17 Í október síðast liðnum mælti ég fyrir frumvarpi þess efnis að hækkun bæði elli- og örorkulífeyris um hver áramót taki framvegis mið af launavísitölu í stað vísitölu neysluverðs og áætlunar um launaþróun. Ef verðlag hækkar umfram laun verður hins vegar áfram miðað við vísitölu neysluverðs. Til lengri tíma litið verður þessi breyting ein stærsta kjarabót sem efnaminni eldri borgarar og öryrkjar hafa fengið. Það er í raun ígildi þess að fá sæti við kjaraborðið að tekjur þessara hópa hækki árlega í samræmi við almenna launaþróun. Eins og staðan er núna geta eldi borgarar haft atvinnutekjur upp að 200 þúsund krónum á mánuði án skerðinga á bótum almannatrygginga og svo verður áfram. Í dag mæli ég hins vegar fyrir öðru frumvarpi sem snýst um að bæta kjör aldraðra enn frekar. Verði frumvarpið að lögum mun það nær tvöfalda frítekjumark ellilífeyris vegna fjármagnstekna og greiðslna frá lífeyrissjóðum (almenna frítekjumarkið) á næstu þremur árum. Þetta er mikilvæg réttarbót fyrir eldri borgara, enda er lífeyrir þeirra skertur allt of mikið í núverandi kerfi. Við í Flokki fólksins höfum ávallt haft það markmið að draga úr skerðingum almannatrygginga og tryggja öllum mannsæmandi framfærslu. Þetta frumvarp er mikilvægt skref á þeirri vegferð. Frumvarpið sem ég mæli fyrir í dag mun ekki einungis hækka almenna frítekjumarkið, heldur einnig tryggja að öryrkjar haldi aldurstengdri örorkuuppbót sinni eftir að þeir ná ellilífeyrisaldri. Eins og kerfið er í dag fá þeir sem verða öryrkjar á unga aldri svo kallaða aldurstengda örorkuuppbót. Upphæð hennar ræðst af því hversu ungur viðkomandi var þegar viðkomandi varð öryrki. Rétt er að benda á að aldurstengda uppbótin tekur mið af nýju almannatryggingarkerfi sem tók gildi 1. september síðast liðinn. Fólk hefur hins vegar hingað til misst þessa aldurstengdu örorkuuppbót við það eitt að ná 67 ára aldri og fara á ellilífeyri. Með frumvarpinu sem ég mæli fyrir í dag verður bundinn endi á þetta óréttlæti og fólk fær að halda uppbótinni ævilangt. Höfundur er félags- og húsnæðismálaráðherra og formaður Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flokkur fólksins Eldri borgarar Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Kjaramál Félagsmál Inga Sæland Mest lesið Múslimar Evrópu einangraðir Fastir pennar Álitsgjafinn Jón Kaldal Fastir pennar Aðhaldsleysi Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Lærum af reynslunni Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Tilfinningar og eiginhagsmunir Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Ísland á jaðrinum Auðunn Arnórsson Fastir pennar Tímamót Þorsteinn Pálsson Fastir pennar Prófsteinn í orkunýtingarmálum Þorsteinn Pálsson Fastir pennar Lending í sátt Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir Fastir pennar Á matarslóðum Fastir pennar Skoðun Skoðun Eru mannréttindi martröð? Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Deilan sem afhjúpar tómarúm í vísindum Hafró Svanur Guðmundsson,Altair Agmata skrifar Skoðun Læsisátök Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Eru opinberir starfsmenn ekki íbúar? Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Lesskilningur, lesblinda og lýðræðið Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og kynslóðaskipti - Erþaðþáskattur? Helgi Már Jósepsson,Cristina Cretu skrifar Skoðun Lausnin er bland í poka Hlédís M. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar: Umhyggja og framfarir Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að mæla? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynsla og léttleiki – Aðalsteinn fyrir Reykjavík Dóra Sif Tynes skrifar Skoðun Skálum fyrir íslensku þversögninni Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvað er húsfélag? Jónína Þórdís Karlsdóttir skrifar Skoðun Það er hægt að snúa við verri stöðu en er í Reykjavík í dag Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson skrifar Skoðun Að hamstra húsnæði Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Heilnæmt umhverfi – má brjóta verkefnið upp? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Fyrir heimabæinn minn Hilmar Gunnarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: aðferð til að tryggja mannréttindi Anna Lára Steindal,Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Hjóla – og göngustígar í Reykjavík: Metnaður á pappír, en brotakennd framkvæmd Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Þegar kristin trú er sögð án krossins — Hvar sagan byrjar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hver er sinnar gæfu smiður, hver er næstur sjálfum sér Jón Þór Júlíusson skrifar Skoðun Samráðsleysi um atvinnuleysistryggingar er feigðarflan Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Gefum íslensku séns Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ný nálgun á foreldrasamstarf Valgeir Þór Jakobsson skrifar Skoðun Hvenær er það besta nógu gott? Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð íslenskrar líftækni Jens Bjarnason skrifar Skoðun Sjókvíaeldi og framtíð villta laxins Brynjar Arnarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: martraðarkenndur draumur Gunnar Salvarsson skrifar Sjá meira
Í október síðast liðnum mælti ég fyrir frumvarpi þess efnis að hækkun bæði elli- og örorkulífeyris um hver áramót taki framvegis mið af launavísitölu í stað vísitölu neysluverðs og áætlunar um launaþróun. Ef verðlag hækkar umfram laun verður hins vegar áfram miðað við vísitölu neysluverðs. Til lengri tíma litið verður þessi breyting ein stærsta kjarabót sem efnaminni eldri borgarar og öryrkjar hafa fengið. Það er í raun ígildi þess að fá sæti við kjaraborðið að tekjur þessara hópa hækki árlega í samræmi við almenna launaþróun. Eins og staðan er núna geta eldi borgarar haft atvinnutekjur upp að 200 þúsund krónum á mánuði án skerðinga á bótum almannatrygginga og svo verður áfram. Í dag mæli ég hins vegar fyrir öðru frumvarpi sem snýst um að bæta kjör aldraðra enn frekar. Verði frumvarpið að lögum mun það nær tvöfalda frítekjumark ellilífeyris vegna fjármagnstekna og greiðslna frá lífeyrissjóðum (almenna frítekjumarkið) á næstu þremur árum. Þetta er mikilvæg réttarbót fyrir eldri borgara, enda er lífeyrir þeirra skertur allt of mikið í núverandi kerfi. Við í Flokki fólksins höfum ávallt haft það markmið að draga úr skerðingum almannatrygginga og tryggja öllum mannsæmandi framfærslu. Þetta frumvarp er mikilvægt skref á þeirri vegferð. Frumvarpið sem ég mæli fyrir í dag mun ekki einungis hækka almenna frítekjumarkið, heldur einnig tryggja að öryrkjar haldi aldurstengdri örorkuuppbót sinni eftir að þeir ná ellilífeyrisaldri. Eins og kerfið er í dag fá þeir sem verða öryrkjar á unga aldri svo kallaða aldurstengda örorkuuppbót. Upphæð hennar ræðst af því hversu ungur viðkomandi var þegar viðkomandi varð öryrki. Rétt er að benda á að aldurstengda uppbótin tekur mið af nýju almannatryggingarkerfi sem tók gildi 1. september síðast liðinn. Fólk hefur hins vegar hingað til misst þessa aldurstengdu örorkuuppbót við það eitt að ná 67 ára aldri og fara á ellilífeyri. Með frumvarpinu sem ég mæli fyrir í dag verður bundinn endi á þetta óréttlæti og fólk fær að halda uppbótinni ævilangt. Höfundur er félags- og húsnæðismálaráðherra og formaður Flokks fólksins.
Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar
Skoðun Erfðafjárskattur og kynslóðaskipti - Erþaðþáskattur? Helgi Már Jósepsson,Cristina Cretu skrifar
Skoðun Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: aðferð til að tryggja mannréttindi Anna Lára Steindal,Katarzyna Kubiś skrifar
Skoðun Hjóla – og göngustígar í Reykjavík: Metnaður á pappír, en brotakennd framkvæmd Gunnar Einarsson skrifar