Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Kjartan Kjartansson skrifar 21. nóvember 2025 09:04 Luiz Inacio Lula da Silva, forseti Brasilíu, á COP30-ráðstefnunni. Fulltrúar hans fjarlægðu vísanir í jarðefnaeldsneyti úr drögum að ályktun ráðstefnunnar vegna þrýstings olíuríkja. Vísir/EPA Ágreiningur ríkir nú um orðalag lokaályktunar loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Brasilíu þar sem svo virðist að hvergi verði minnst á nauðsyn þess að draga úr notkun jarðefnaeldsneytis. Tæplega þrjátíu ríki mótmæltu áformum gestgjafanna harðlega í gærkvöldi, Ísland þeirra á meðal. COP30-loftslagsráðstefnunni í Belém í Brasilíu á að ljúka í dag. Allar líkur eru þó taldar á að samningaviðræður ríkja dragist á langinn inn í helgina en slíkt er alsiða á ráðstefnum sem þessum. Allt fór í bál og brand í gær eftir brasilískir gestgjafar ráðstefnunnar höfðu uppi áform um að leggja fram drög að ályktun þar sem búið var að fjarlægja allar vísanir í bruna á jarðefnaeldsneyti en hann er meginorsök þeirra loftslagsbreytinga sem er viðfangsefni ráðstefnunnar. Ekki bætti úr skák að eldur braust út á ráðstefnustaðnum og þurftu sendinefndir að hafa sig burt í flýti. Að minnsta kosti 29 ríki skrifuðu undir harðort bréf til Brasilíumannanna þar sem þau kröfðust þess að í lokaályktuninni væri vegvísir að orkuskiptum frá jarðefnaeldsneyti. Breska blaðið The Guardian segir að Ísland hafi verið á meðal þessara ríkja. Brasilíska nefndin er sögð hafa fjarlægt tilvísanir í jarðefnaeldsneyti undir þrýstingi frá olíuríkjum eins og Sádi-Arabíu og Rússlandi ásamt Indlandi sem brennir miklu magni jarðefnaeldsneytis. Fulltrúar þeirra hafi hótað að ganga út fengju þau ekki vilja sínum fram í gær. Vegvísirnir umdeildi byggir á ákvörðun sem var tekin á COP28-ráðstefnunni í Dúbaí árið 2023 þar sem öll ríki hétu því í fyrsta skipti að skipta út jarðefnaeldsneyti. Engin tímalína var þó ákveðin og ekki heldur leiðir að markmiðinu. Markmiðin enn of veikburða Fleiri mál eru óútkljáð á ráðstefnunni, þar á meðal sú staðreynd að markmið aðildarríkja Parísarsamningsins eru enn of veikburða til þess að hægt verði að ná markmiði hans um að halda hnattrænni hlýnun innan við 1,5 gráður. Enn er heldur engin niðurstaða um hvernig iðnríki, sem bera nær alla ábyrgðina á núverandi og komandi loftslagsbreytingum, ætla að aðstoða þróunarríki að aðlagast hlýnandi heimi. Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Brasilía Loftslagsmál Utanríkismál Jarðefnaeldsneyti Orkuskipti Mest lesið Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Innlent Sérsveitin aðstoðaði lögregluna Innlent Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana Erlent Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Innlent Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Erlent „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Erlent Fleiri fréttir Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Fækkar ráðlögðum bóluefnum „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Hæddist að vörnum Dana á Grænlandi: „Þeir bættu við einum hundasleða“ Upphaf langra málaferla Ítrekaðar íhlutanir í „bakgarði“ Bandaríkjanna Fjallaljón banaði konu eftir að ráðist var á mann Maduro verður leiddur fyrir dómara síðdegis Rétta yfir löggu fyrir aðgerðaleysi á meðan börn og kennarar voru myrt Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Reyna að koma sextán skipum gegnum herkví Rannsaka klámmyndir spjallmennis Musk af táningum Aðgerðasinnar tóku rafmagnið af Berlín Rúmlega þrjátíu Kúbverjar sagðir hafa fallið í Venesúela Búið að bera kennsl á alla sem létust í brunanum Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd „Nú er nóg komið“ „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Stjórn Maduro situr sem fastast „En við þurfum samt Grænland“ Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Sjá meira
COP30-loftslagsráðstefnunni í Belém í Brasilíu á að ljúka í dag. Allar líkur eru þó taldar á að samningaviðræður ríkja dragist á langinn inn í helgina en slíkt er alsiða á ráðstefnum sem þessum. Allt fór í bál og brand í gær eftir brasilískir gestgjafar ráðstefnunnar höfðu uppi áform um að leggja fram drög að ályktun þar sem búið var að fjarlægja allar vísanir í bruna á jarðefnaeldsneyti en hann er meginorsök þeirra loftslagsbreytinga sem er viðfangsefni ráðstefnunnar. Ekki bætti úr skák að eldur braust út á ráðstefnustaðnum og þurftu sendinefndir að hafa sig burt í flýti. Að minnsta kosti 29 ríki skrifuðu undir harðort bréf til Brasilíumannanna þar sem þau kröfðust þess að í lokaályktuninni væri vegvísir að orkuskiptum frá jarðefnaeldsneyti. Breska blaðið The Guardian segir að Ísland hafi verið á meðal þessara ríkja. Brasilíska nefndin er sögð hafa fjarlægt tilvísanir í jarðefnaeldsneyti undir þrýstingi frá olíuríkjum eins og Sádi-Arabíu og Rússlandi ásamt Indlandi sem brennir miklu magni jarðefnaeldsneytis. Fulltrúar þeirra hafi hótað að ganga út fengju þau ekki vilja sínum fram í gær. Vegvísirnir umdeildi byggir á ákvörðun sem var tekin á COP28-ráðstefnunni í Dúbaí árið 2023 þar sem öll ríki hétu því í fyrsta skipti að skipta út jarðefnaeldsneyti. Engin tímalína var þó ákveðin og ekki heldur leiðir að markmiðinu. Markmiðin enn of veikburða Fleiri mál eru óútkljáð á ráðstefnunni, þar á meðal sú staðreynd að markmið aðildarríkja Parísarsamningsins eru enn of veikburða til þess að hægt verði að ná markmiði hans um að halda hnattrænni hlýnun innan við 1,5 gráður. Enn er heldur engin niðurstaða um hvernig iðnríki, sem bera nær alla ábyrgðina á núverandi og komandi loftslagsbreytingum, ætla að aðstoða þróunarríki að aðlagast hlýnandi heimi.
Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Brasilía Loftslagsmál Utanríkismál Jarðefnaeldsneyti Orkuskipti Mest lesið Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Innlent Sérsveitin aðstoðaði lögregluna Innlent Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana Erlent Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Innlent Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Erlent „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Erlent Fleiri fréttir Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Fækkar ráðlögðum bóluefnum „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Hæddist að vörnum Dana á Grænlandi: „Þeir bættu við einum hundasleða“ Upphaf langra málaferla Ítrekaðar íhlutanir í „bakgarði“ Bandaríkjanna Fjallaljón banaði konu eftir að ráðist var á mann Maduro verður leiddur fyrir dómara síðdegis Rétta yfir löggu fyrir aðgerðaleysi á meðan börn og kennarar voru myrt Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Reyna að koma sextán skipum gegnum herkví Rannsaka klámmyndir spjallmennis Musk af táningum Aðgerðasinnar tóku rafmagnið af Berlín Rúmlega þrjátíu Kúbverjar sagðir hafa fallið í Venesúela Búið að bera kennsl á alla sem létust í brunanum Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd „Nú er nóg komið“ „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Stjórn Maduro situr sem fastast „En við þurfum samt Grænland“ Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Sjá meira
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð