Körfubolti

Hilmar Smári og fé­lagar tapa og tapa

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Hilmar Smári Henningsson fór beint af EM til Litháen eftir að hafa gengið til liðs við Jonava frá Íslandsmeisturum Stjörnunnar í sumar.
Hilmar Smári Henningsson fór beint af EM til Litháen eftir að hafa gengið til liðs við Jonava frá Íslandsmeisturum Stjörnunnar í sumar. Getty/Marcin Golba

Það gengur lítið hjá Hilmari Smára Henningssyni og félögum í Jonava í litháenska körfuboltanum þessar vikurnar.

Jonava situr í botnsæti deildarinnar eftir fimmta tapið í röð. Liðið tapaði 71-105 í dag á heimavelli á móti Rytas.

Hilmar Smári var með sex stig og tvær stoðsendingar á fimmtán mínútum í leiknum. Hann hitti úr 3 af 7 skotum sínum en klikkaði á öllum þriggja stiga skotum sínum.

Rytas hefur unnið átta af tíu leikjum sínum og komst á toppinn með þessum sigri. Jonava hefur aðeins unnið einn af níu leikjum sínum.

Rytas vann fyrsta leikhluta 29-14 og var komið 22 stigum yfir í hálfleik, 55-33.

Hilmar Smári er á leiðinni í verkefni með íslenska landsliðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×