„Þetta verður óvæntasti sigurinn í boxsögunni“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. nóvember 2025 14:02 Jake Paul er yfirlýsingaglaður fyrir bardaga sinn á móti Anthony Joshua. Getty/ Leonardo Fernandez Youtube-stjarnan Jake Paul hefur boðið einum besta hnefaleikamanni sögunnar upp í dans og hefur fulla trú á því að hann geti fagnað sigri á móti Anthony Joshua í bardaga þeirra í Miami á Flórída í næsta mánuði. aul ræddi komandi bardaga á blaðamannafundi og þar mátti heyra að hann efast ekki um eigið ágæti. Eftir fundinn fór hann síðan inn á samfélagsmiðla sína og gaf út stutta en beitta yfirlýsingu. „Þetta verður óvæntasti sigurinn í boxsögunni,“ skrifaði Jake Paul undir mynd af þeim standandi á móti hvorum öðrum. Þar sást vel hinn mikli stærðarmunur á köppunum en Jake Paul er miklu lágvaxnari. View this post on Instagram A post shared by theScore (@thescore) „Mér finnst gaman að skora á sjálfan mig, mér finnst gaman að berjast við þá stærstu, þá bestu, hvenær sem er, hvar sem er, ég meina það í alvöru,“ sagði Jake Paul á blaðamannafundinum. Veit hvers ég er megnugur „Ég veit hvers ég er megnugur og ég er hér til að koma heiminum á óvart. Við munum fara í stríð. Fólk segir að ég sé genginn af göflunum, en ég er kominn þangað sem ég er í dag vegna óraunhæfrar bjartsýni,“ sagði Paul. „Þannig að þetta er blekking þar til það er það ekki lengur, því sjáið hvar ég er staddur í dag – enginn trúði því að þetta væri mögulegt þegar ég byrjaði, en ég hef komið þeim á óvart, alveg eins og ég mun koma þeim á óvart aftur þann 19. desember,“ sagði Paul. En af hverju Anthony Joshua? Fury var hræddur, eins og venjulega „Við byrjuðum að tala við nokkra. Tommy Fury var hræddur, eins og venjulega, og vildi meiri tíma. Ryan Garcia var hræddur. Terence Crawford sagði já, en vildi gera það seinna á næsta ári. Anthony Joshua sagði já og hann var tilbúinn í desember, svo við létum bara vaða,“ sagði Paul. „Hann er einn besti þungavigtarmaður allra tíma en ég trúi því í alvöru að það geti verið erfitt að berjast við minni mann vegna fótahraðans,“ sagði Paul sem ætlar nýta sér það að hann er fljótari á fótunum. Verð að forðast þetta eina högg „Allur þessi kraftur er frábær og hann hefur rotað fólk, svo ég verð að forðast þetta eina högg í átta lotur, sem ég tel mig geta gert. Ég trúi því að þegar ég skoppa um hringinn, pota, sveigja og geri alla þessa hluti, þá veit ég að ég geri þetta að virkilega góðum bardaga,“ sagði Paul. „Fólk heldur áfram að segja: „Ég ber virðingu fyrir Jake Paul fyrir að fara þarna inn. Nei, berið virðingu fyrir mér því ég er að fara að vinna,“ sagði Paul. View this post on Instagram A post shared by Jake Paul (@jakepaul) Box Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Körfubolti Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ Körfubolti Fleiri fréttir Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti KKÍ stefnir að því að spila jólabolta Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Á leið á Ólympíuleikana ári eftir að hann missti báða foreldra sína í flugslysi „Eitthvað sem ég þarf að venjast“ Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot NFL-meistararnir úr leik í nótt Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Sjá meira
aul ræddi komandi bardaga á blaðamannafundi og þar mátti heyra að hann efast ekki um eigið ágæti. Eftir fundinn fór hann síðan inn á samfélagsmiðla sína og gaf út stutta en beitta yfirlýsingu. „Þetta verður óvæntasti sigurinn í boxsögunni,“ skrifaði Jake Paul undir mynd af þeim standandi á móti hvorum öðrum. Þar sást vel hinn mikli stærðarmunur á köppunum en Jake Paul er miklu lágvaxnari. View this post on Instagram A post shared by theScore (@thescore) „Mér finnst gaman að skora á sjálfan mig, mér finnst gaman að berjast við þá stærstu, þá bestu, hvenær sem er, hvar sem er, ég meina það í alvöru,“ sagði Jake Paul á blaðamannafundinum. Veit hvers ég er megnugur „Ég veit hvers ég er megnugur og ég er hér til að koma heiminum á óvart. Við munum fara í stríð. Fólk segir að ég sé genginn af göflunum, en ég er kominn þangað sem ég er í dag vegna óraunhæfrar bjartsýni,“ sagði Paul. „Þannig að þetta er blekking þar til það er það ekki lengur, því sjáið hvar ég er staddur í dag – enginn trúði því að þetta væri mögulegt þegar ég byrjaði, en ég hef komið þeim á óvart, alveg eins og ég mun koma þeim á óvart aftur þann 19. desember,“ sagði Paul. En af hverju Anthony Joshua? Fury var hræddur, eins og venjulega „Við byrjuðum að tala við nokkra. Tommy Fury var hræddur, eins og venjulega, og vildi meiri tíma. Ryan Garcia var hræddur. Terence Crawford sagði já, en vildi gera það seinna á næsta ári. Anthony Joshua sagði já og hann var tilbúinn í desember, svo við létum bara vaða,“ sagði Paul. „Hann er einn besti þungavigtarmaður allra tíma en ég trúi því í alvöru að það geti verið erfitt að berjast við minni mann vegna fótahraðans,“ sagði Paul sem ætlar nýta sér það að hann er fljótari á fótunum. Verð að forðast þetta eina högg „Allur þessi kraftur er frábær og hann hefur rotað fólk, svo ég verð að forðast þetta eina högg í átta lotur, sem ég tel mig geta gert. Ég trúi því að þegar ég skoppa um hringinn, pota, sveigja og geri alla þessa hluti, þá veit ég að ég geri þetta að virkilega góðum bardaga,“ sagði Paul. „Fólk heldur áfram að segja: „Ég ber virðingu fyrir Jake Paul fyrir að fara þarna inn. Nei, berið virðingu fyrir mér því ég er að fara að vinna,“ sagði Paul. View this post on Instagram A post shared by Jake Paul (@jakepaul)
Box Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Körfubolti Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ Körfubolti Fleiri fréttir Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti KKÍ stefnir að því að spila jólabolta Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Á leið á Ólympíuleikana ári eftir að hann missti báða foreldra sína í flugslysi „Eitthvað sem ég þarf að venjast“ Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot NFL-meistararnir úr leik í nótt Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Sjá meira