Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Sindri Sverrisson skrifar 26. nóvember 2025 11:00 Penny Oleksiak fær ekki að keppa aftur fyrr en í júlí árið 2027 en það verður í tæka tíð fyrir næstu Ólympíuleika. Getty/Ian MacNicol Hin 25 ára gamla sundkona Penny Oleksiak, sem á flest verðlaun kanadískra kvenna á Ólympíuleikum, hefur verið úrskurðuð í tveggja ára bann fyrir brot á reglum um lyfjapróf. Oleksiak varð algjör stjarna aðeins 16 ára gömul, þegar hún rakaði inn verðlaunum á Ólympíuleikunum í Ríó árið 2016 og varð meðal annars Ólympíumeistari í 100 metra skriðsundi. Oleksiak og kanadíska sundsambandið hafa þvertekið fyrir að hún hafi nokkurn tímann gerst sek um að neyta ólöglegra, árangursaukandi lyfja. Hún þarf engu að síður að sæta tveggja ára banni en það er vegna þess að hún hefur í þrígang gerst sek um að veita ekki réttar upplýsingar um dvalarstað sinn hverju sinni, svo að hægt væri að kalla hana inn í lyfjapróf hvenær sem er. Penny Oleksiak varð að þjóðhetju í Kanada þegar hún vann gull í Ríó árið 2016, aðeins 16 ára gömul. Þær Simone Manuel hlutu báðar gull í 100 metra skriðsundi.Getty/Clive Rose Brotin áttu sér stað frá október í fyrra og fram í júní á þessu ári, og samþykkti Oleksiak bann frá keppni frá og með júlí á meðan að málið var til rannsóknar. Nú hefur hún verið dæmd í tveggja ára bann en það þýðir jafnframt að hún má keppa á næstu Ólympíuleikum sem fram fara í Los Angeles sumarið 2028. Banninu lýkur sem sagt 14. júlí 2027. Samþykkja bannið en hafna því að hún hafi neytt ólöglegra lyfja „Þótt við tökum skýringu Penny gilda um að þessi mistök séu óviljandi og að hún hafi ekki notað ólögleg efni, þá eru lyfjareglur til staðar til að tryggja jafna samkeppnisstöðu íþróttafólks, segir Suzanne Paulins, yfirmaður hjá kanadíska sundsambandinu. Oleksiak hefur ekki tjáð sig um bannið sjálf en sagði eftir að ljóst var að hún yrði ekki með á HM í sumar að hún hefði ekki neytt ólöglegra lyfja. „Ég vil leggja áherslu á að dvalarstaðamálið snýst ekki um neins konar ólögleg efni. Það snýst um hvort ég hafi uppfært upplýsingarnar mínar rétt,“ sagði kanadíska sundkonan þá. Oleksiak hefur alls unnið til sjö verðlauna á Ólympíuleikum, flest allra kanadískra kvenna, auk fjölda verðlauna á heimsmeistaramótum. Sund Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Fleiri fréttir „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot NFL-meistararnir úr leik í nótt Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Stólarnir fyrstir í undanúrslit Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Sjá meira
Oleksiak varð algjör stjarna aðeins 16 ára gömul, þegar hún rakaði inn verðlaunum á Ólympíuleikunum í Ríó árið 2016 og varð meðal annars Ólympíumeistari í 100 metra skriðsundi. Oleksiak og kanadíska sundsambandið hafa þvertekið fyrir að hún hafi nokkurn tímann gerst sek um að neyta ólöglegra, árangursaukandi lyfja. Hún þarf engu að síður að sæta tveggja ára banni en það er vegna þess að hún hefur í þrígang gerst sek um að veita ekki réttar upplýsingar um dvalarstað sinn hverju sinni, svo að hægt væri að kalla hana inn í lyfjapróf hvenær sem er. Penny Oleksiak varð að þjóðhetju í Kanada þegar hún vann gull í Ríó árið 2016, aðeins 16 ára gömul. Þær Simone Manuel hlutu báðar gull í 100 metra skriðsundi.Getty/Clive Rose Brotin áttu sér stað frá október í fyrra og fram í júní á þessu ári, og samþykkti Oleksiak bann frá keppni frá og með júlí á meðan að málið var til rannsóknar. Nú hefur hún verið dæmd í tveggja ára bann en það þýðir jafnframt að hún má keppa á næstu Ólympíuleikum sem fram fara í Los Angeles sumarið 2028. Banninu lýkur sem sagt 14. júlí 2027. Samþykkja bannið en hafna því að hún hafi neytt ólöglegra lyfja „Þótt við tökum skýringu Penny gilda um að þessi mistök séu óviljandi og að hún hafi ekki notað ólögleg efni, þá eru lyfjareglur til staðar til að tryggja jafna samkeppnisstöðu íþróttafólks, segir Suzanne Paulins, yfirmaður hjá kanadíska sundsambandinu. Oleksiak hefur ekki tjáð sig um bannið sjálf en sagði eftir að ljóst var að hún yrði ekki með á HM í sumar að hún hefði ekki neytt ólöglegra lyfja. „Ég vil leggja áherslu á að dvalarstaðamálið snýst ekki um neins konar ólögleg efni. Það snýst um hvort ég hafi uppfært upplýsingarnar mínar rétt,“ sagði kanadíska sundkonan þá. Oleksiak hefur alls unnið til sjö verðlauna á Ólympíuleikum, flest allra kanadískra kvenna, auk fjölda verðlauna á heimsmeistaramótum.
Sund Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Fleiri fréttir „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot NFL-meistararnir úr leik í nótt Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Stólarnir fyrstir í undanúrslit Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Sjá meira