Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Agnar Már Másson og Rafn Ágúst Ragnarsson skrifa 26. nóvember 2025 20:00 Viðbraðgsaðilar á vettvagi, nokkrum húsum frá Hvíta húsinu. AP Tveir einkennisklæddir hermenn í þjóðvarðliði Bandaríkjanna eru í lífshættu eftir að hafa verið skotnir skammt frá Hvíta húsinu í miðbæ Washington D.C. rétt fyrir klukkan 20 á íslenskum tíma. Meintur árásarmaður hefur verið handtekinn en hann er einnig særður. Donald Trump Bandaríkjaforseti staðfestir þetta á samfélagsmiðlum. Kristi Noem heimavarnaráðherra segir að yfirvöld vinni náið með viðbragðsaðilum á svæðinu. Árásin átti sér stað rétt fyrir klukkan 15 að staðartíma. Tugir viðbragðsaðila eru á vettvangi skotárásarinnar, sem varð á gatnamótum 17th Street NW og I Street, sem er aðeins einni götu frá Hvíta húsinu. Lögreglan í borginni bendir fólki á að forðast svæðið. „Dýrið sem skaut þjóðvarðliðana tvo, sem báðir eru í lífshættu á sitthvorum spítalanum, er einnig afar sært, en mun þrátt fyrir það fá að gjalda afar þungt,“ skrifar þjóðarleiðtoginn á samfélagsmiðlinum Truth Social. Þyrla á vettvangi árásarinnar.AP „Guð blessi okkar frábæra þjóðvarðlið og alla í hernum og lögreglunni. Þetta er frábært fólk að sönnu. Ég, sem forseti Bandaríkjanna, auk allra annarra sem tengjast forsetaembættinu, er með ykkur!“ Rauða blaðran á kortinu merkir vettvang árásarinnar. Skjáskot/Google Maps Trump í Flórída Karoline Leavitte, fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins, segir í yfirlýsingu að ráðamenn séu meðvitaðir um málið og „fylgist grannt með þessu hörmulega ástandi.“ Leavitt segir enn fremur að forsetinn hafi verið upplýstur um málið en hann er staddur í heimaríki sínu, Flórída, þar sem hann heldur upp á þakkargjörðarhátíð Bandaríkjamanna. Umdeild viðvera þjóðvarðliða Viðvera þjóðvarðliða í Washington hefur verið umdeild. Trump ræsti þá út í ágúst til að stemma stigu við meinta glæpaöldu í borginni og lagði löggæslu í borgini undir alríkisstjórn. Þjóðvarðlið Bandaríkjanna er sérstakt hernaðarafl sem er bæði á forræði ríkja og forsetaembættisins. Liðið er einnig hluti af af varaliði Bandaríkjahers. Yfirleitt heyra þjóðvarðliðar undir ríkisstjóra og þeir ræstir út til að bregðast við náttúruhamförum en einnig borgaralegum óeirðum, eins og gert var víða í landinu í Black Lives Matter mótmælunum 2020. Forsetinn getur einnig ræst út þjóðvarðlið við sérstakt tilefni, svo sem gert var þegar ráðist var á þinghús Bandaríkjanna 6. janúar 2021. Í síðustu viku dæmdi dómari í Washington að ákvörðun Trumps væri líklegast ólögleg, einkum þar sem fjöldi þjóðvarðliða hafði verið ræstur út frá öðrum ríkjum. Dómarinn skipaði því Trump-stjórninni að draga þjóðvarðliðana til baka en réttaráhrifum var frestað til 11. desember. Frétt hefur verið uppfærð. Ath. Í fyrri útgáfu af fréttinni kom fram að hinn grunaði hefði verið felldur. Hið rétta er að hann hafi verið handtekinn, samkvæmt fjölmiðlum i Bandaríkjunum. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti staðfestir þetta á samfélagsmiðlum. Kristi Noem heimavarnaráðherra segir að yfirvöld vinni náið með viðbragðsaðilum á svæðinu. Árásin átti sér stað rétt fyrir klukkan 15 að staðartíma. Tugir viðbragðsaðila eru á vettvangi skotárásarinnar, sem varð á gatnamótum 17th Street NW og I Street, sem er aðeins einni götu frá Hvíta húsinu. Lögreglan í borginni bendir fólki á að forðast svæðið. „Dýrið sem skaut þjóðvarðliðana tvo, sem báðir eru í lífshættu á sitthvorum spítalanum, er einnig afar sært, en mun þrátt fyrir það fá að gjalda afar þungt,“ skrifar þjóðarleiðtoginn á samfélagsmiðlinum Truth Social. Þyrla á vettvangi árásarinnar.AP „Guð blessi okkar frábæra þjóðvarðlið og alla í hernum og lögreglunni. Þetta er frábært fólk að sönnu. Ég, sem forseti Bandaríkjanna, auk allra annarra sem tengjast forsetaembættinu, er með ykkur!“ Rauða blaðran á kortinu merkir vettvang árásarinnar. Skjáskot/Google Maps Trump í Flórída Karoline Leavitte, fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins, segir í yfirlýsingu að ráðamenn séu meðvitaðir um málið og „fylgist grannt með þessu hörmulega ástandi.“ Leavitt segir enn fremur að forsetinn hafi verið upplýstur um málið en hann er staddur í heimaríki sínu, Flórída, þar sem hann heldur upp á þakkargjörðarhátíð Bandaríkjamanna. Umdeild viðvera þjóðvarðliða Viðvera þjóðvarðliða í Washington hefur verið umdeild. Trump ræsti þá út í ágúst til að stemma stigu við meinta glæpaöldu í borginni og lagði löggæslu í borgini undir alríkisstjórn. Þjóðvarðlið Bandaríkjanna er sérstakt hernaðarafl sem er bæði á forræði ríkja og forsetaembættisins. Liðið er einnig hluti af af varaliði Bandaríkjahers. Yfirleitt heyra þjóðvarðliðar undir ríkisstjóra og þeir ræstir út til að bregðast við náttúruhamförum en einnig borgaralegum óeirðum, eins og gert var víða í landinu í Black Lives Matter mótmælunum 2020. Forsetinn getur einnig ræst út þjóðvarðlið við sérstakt tilefni, svo sem gert var þegar ráðist var á þinghús Bandaríkjanna 6. janúar 2021. Í síðustu viku dæmdi dómari í Washington að ákvörðun Trumps væri líklegast ólögleg, einkum þar sem fjöldi þjóðvarðliða hafði verið ræstur út frá öðrum ríkjum. Dómarinn skipaði því Trump-stjórninni að draga þjóðvarðliðana til baka en réttaráhrifum var frestað til 11. desember. Frétt hefur verið uppfærð. Ath. Í fyrri útgáfu af fréttinni kom fram að hinn grunaði hefði verið felldur. Hið rétta er að hann hafi verið handtekinn, samkvæmt fjölmiðlum i Bandaríkjunum.
Þjóðvarðlið Bandaríkjanna er sérstakt hernaðarafl sem er bæði á forræði ríkja og forsetaembættisins. Liðið er einnig hluti af af varaliði Bandaríkjahers. Yfirleitt heyra þjóðvarðliðar undir ríkisstjóra og þeir ræstir út til að bregðast við náttúruhamförum en einnig borgaralegum óeirðum, eins og gert var víða í landinu í Black Lives Matter mótmælunum 2020. Forsetinn getur einnig ræst út þjóðvarðlið við sérstakt tilefni, svo sem gert var þegar ráðist var á þinghús Bandaríkjanna 6. janúar 2021.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Sjá meira