Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar 27. nóvember 2025 08:31 Á síðustu sjö vikum hef ég heimsótt alla opinberu framhaldsskólana, 27 um land allt. Í þessum heimsóknum hef ég kynnst og rætt við kennara, nemendur, stjórnendur og starfsfólk sem allt vinnur að því að skapa öflugt og lifandi skólasamfélag. Heimsóknirnar hafa verið bæði lærdómsríkar og hvetjandi og mikils vert að fá tækifæri til að kynnast framhaldsskólasamfélaginu betur. Sóknaráætlun fyrir framhaldsskólana og nemendur Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er talað um að hefja sókn í menntamálum. Sú sókn snýst ekki um hagræðingu eða sameiningu skóla. Hún snýst um að efla skólastarfið, styrkja fagmennsku og bæta stuðning við framhaldsskólana og nemendur þeirra. Við viljum efla samstarf án þess að skerða sérstöðu hvers skóla. Til að ná þeim markmiðum hef ég lagt til breytingar á skólakerfinu sem fela í sér að byggja upp svæðisbundnar stjórnsýslu- og þjónustuskrifstofur sem geta stutt við þau fjölmörgu verkefni sem unnin eru innan skólanna og og veitt stuðning við kennara, starfsfólk, stjórnendur og nemendur í daglegu starfi. Þannig aukum við þjónustu og stuðning við skólana, þar á meðal ráðgjöf og sérfræðiaðstoð í flóknum málum, og tryggjum að allir nemendur landsins hafi jafnan aðgang að þjónustu. Að sjálfsögðu munu nemendur fá áfram þá þjónustu sem þeir þurfa í sínum eigin skóla, við ætlum ekki að lengja sporin. Kerfi þróað í nánu samstarfi við skólasamfélagið Markmiðið með heimsóknum mínum til framhaldsskólanna er að eiga raunverulegt samtal um mótun og útfærslur hins nýja kerfis. Almennt ríkir víðtæk samstaða um að þörf sé á auknum stuðningi við starfsemi framhaldsskólanna og ekki síst við nemendur þeirra. Margir hafa þó sagt mér að sporin hræði, að ný verkefni hafi áður verið kynnt með góðum hug en skilað óljósum ávinningi fyrir skólana sjálfa. Ég tek slíkum ábendingum alvarlega enda hef ég alltaf lagt áherslu á að hlusta á raddir skólasamfélagsins í þessu breytingaferli og hafa hag nemenda í forgrunni. Ég hef þegar fengið fjölmargar gagnlegar og uppbyggilegar ábendingar sem lofa góðu um framhaldið. Sem dæmi má nefna að mikil áhersla hefur verið lögð á að skýra ábyrgð og hlutverk skólastjórnenda í nýju skipulagi. Í samtölum hafa góð rök verið færð fyrir því að ekki sé æskilegt að færa daglegar stjórnunarheimildir frá þeim, til dæmis varðandi ráðningar eða fjármál. Þau rök tel ég traust og hef því ákveðið að daglegur rekstur verði áfram innan skólanna þó að ekki sé loku fyrir skotið að einhverjar breytingar verði með tilkomu stjórnsýslu- og þjónustuskrifstofa. Þá hafa sumir kennarar bent á hugsanlega aukna möguleika á sérhæfingu og starfsþróun í þessu sambandi. Jafnframt telja flestir jákvætt að færa ákveðna þjónustu og ráðgjöf nær skólunum þannig að hún verði ekki bundin við ráðuneytið sjálft. Þannig megi aðgreina betur stefnumótunar-, eftirlits- og úrskurðarhlutverk ráðuneytisins frá daglegri ráðgjöf og þjónustu við rekstur og stjórnsýslu skólanna. Sameiginlegt verkefni allra Við þurfum að tryggja að framhaldsskólarnir hafi aðstöðu, stuðning og svigrúm til að sinna fjölbreyttum hópi nemenda. Ég finn víða mikla eftirvæntingu og þakklæti fyrir að menntamálin séu komin aftur á dagskrá. Í þessum heimsóknum mínum í alla þessa skóla hef ég einnig fengið fjölmargar aðrar ábendingar sem varða skólakerfið sem munu svona sannarlega koma að gagni. Sóknin í menntamálum er verkefni okkar allra: Kennara, starfsfólks, stjórnenda, nemenda, foreldra og stjórnvalda. Við eigum að hlusta, læra hvert af öðru og byggja áfram á styrkleikum kerfisins. Við ætlum ekki að brjóta niður heldur byggja upp. Þannig gerum við góða skóla enn betri. Höfundur er mennta- og barnamálaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Guðmundur Ingi Kristinsson Framhaldsskólar Stjórnsýsla Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson Skoðun Skoðun Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Sjá meira
Á síðustu sjö vikum hef ég heimsótt alla opinberu framhaldsskólana, 27 um land allt. Í þessum heimsóknum hef ég kynnst og rætt við kennara, nemendur, stjórnendur og starfsfólk sem allt vinnur að því að skapa öflugt og lifandi skólasamfélag. Heimsóknirnar hafa verið bæði lærdómsríkar og hvetjandi og mikils vert að fá tækifæri til að kynnast framhaldsskólasamfélaginu betur. Sóknaráætlun fyrir framhaldsskólana og nemendur Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er talað um að hefja sókn í menntamálum. Sú sókn snýst ekki um hagræðingu eða sameiningu skóla. Hún snýst um að efla skólastarfið, styrkja fagmennsku og bæta stuðning við framhaldsskólana og nemendur þeirra. Við viljum efla samstarf án þess að skerða sérstöðu hvers skóla. Til að ná þeim markmiðum hef ég lagt til breytingar á skólakerfinu sem fela í sér að byggja upp svæðisbundnar stjórnsýslu- og þjónustuskrifstofur sem geta stutt við þau fjölmörgu verkefni sem unnin eru innan skólanna og og veitt stuðning við kennara, starfsfólk, stjórnendur og nemendur í daglegu starfi. Þannig aukum við þjónustu og stuðning við skólana, þar á meðal ráðgjöf og sérfræðiaðstoð í flóknum málum, og tryggjum að allir nemendur landsins hafi jafnan aðgang að þjónustu. Að sjálfsögðu munu nemendur fá áfram þá þjónustu sem þeir þurfa í sínum eigin skóla, við ætlum ekki að lengja sporin. Kerfi þróað í nánu samstarfi við skólasamfélagið Markmiðið með heimsóknum mínum til framhaldsskólanna er að eiga raunverulegt samtal um mótun og útfærslur hins nýja kerfis. Almennt ríkir víðtæk samstaða um að þörf sé á auknum stuðningi við starfsemi framhaldsskólanna og ekki síst við nemendur þeirra. Margir hafa þó sagt mér að sporin hræði, að ný verkefni hafi áður verið kynnt með góðum hug en skilað óljósum ávinningi fyrir skólana sjálfa. Ég tek slíkum ábendingum alvarlega enda hef ég alltaf lagt áherslu á að hlusta á raddir skólasamfélagsins í þessu breytingaferli og hafa hag nemenda í forgrunni. Ég hef þegar fengið fjölmargar gagnlegar og uppbyggilegar ábendingar sem lofa góðu um framhaldið. Sem dæmi má nefna að mikil áhersla hefur verið lögð á að skýra ábyrgð og hlutverk skólastjórnenda í nýju skipulagi. Í samtölum hafa góð rök verið færð fyrir því að ekki sé æskilegt að færa daglegar stjórnunarheimildir frá þeim, til dæmis varðandi ráðningar eða fjármál. Þau rök tel ég traust og hef því ákveðið að daglegur rekstur verði áfram innan skólanna þó að ekki sé loku fyrir skotið að einhverjar breytingar verði með tilkomu stjórnsýslu- og þjónustuskrifstofa. Þá hafa sumir kennarar bent á hugsanlega aukna möguleika á sérhæfingu og starfsþróun í þessu sambandi. Jafnframt telja flestir jákvætt að færa ákveðna þjónustu og ráðgjöf nær skólunum þannig að hún verði ekki bundin við ráðuneytið sjálft. Þannig megi aðgreina betur stefnumótunar-, eftirlits- og úrskurðarhlutverk ráðuneytisins frá daglegri ráðgjöf og þjónustu við rekstur og stjórnsýslu skólanna. Sameiginlegt verkefni allra Við þurfum að tryggja að framhaldsskólarnir hafi aðstöðu, stuðning og svigrúm til að sinna fjölbreyttum hópi nemenda. Ég finn víða mikla eftirvæntingu og þakklæti fyrir að menntamálin séu komin aftur á dagskrá. Í þessum heimsóknum mínum í alla þessa skóla hef ég einnig fengið fjölmargar aðrar ábendingar sem varða skólakerfið sem munu svona sannarlega koma að gagni. Sóknin í menntamálum er verkefni okkar allra: Kennara, starfsfólks, stjórnenda, nemenda, foreldra og stjórnvalda. Við eigum að hlusta, læra hvert af öðru og byggja áfram á styrkleikum kerfisins. Við ætlum ekki að brjóta niður heldur byggja upp. Þannig gerum við góða skóla enn betri. Höfundur er mennta- og barnamálaráðherra.
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar