Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar 27. nóvember 2025 12:02 Iðnnám Íslendinga Iðnnám Íslendinga er að öllu jöfnu gott og nánast á pari við Norðurlandaþjóðirnar þegar kemur að inntaki og lengd námsins þar sem iðnnám hér á landi er að jafnaði fjögur ár. Að námi loknu þegar nemi hefur útskrifast úr verkmenntaskóla getur hann sótt um að fara í sveinspróf, sem er í höndum atvinnulífsins. Að loknu sveinsprófi er formlegu iðnnámi lokið og neminn orðin nýsveinn í sinni iðn. En það eru nokkur varúðarflögg komin á loft hér á Íslandi sem brýnt er að bregðast við. Þeirra á meðal eru aðkoma skrifstofunnar ENIC/NARIC (E/N), sem tekur að sér að meta erlent iðnnám, þekkingarleysi sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu við að kanna réttmæti gagna og svonefnd Ferilbók sem býður upp þá freistingu nemenda að stytta sitt starfsnám, þótt bókin segi annað. ENIC/NARIC E/N skrifstofan hefur um áraraðir tekið að sér að meta erlent akademískt nám á háskólastigi. Eftir að Menntamálastofnun var lögð niður tímabundið var mat á erlendu iðnnámi fært yfir til E/N en mat á því var áður hjá Menntamálastofnun. Að mati E/N er leiðin að sveinsréttindum í Austur-Evrópu sú sama og hér á Íslandi þó svo að inntak og lengd námsins sé langt í frá að vera sambærilegt við íslenska iðnnámið. Víða í Austur-Evrópu nægir að sýna fram á að þú hafir unnið við tiltekið fag í þrjú ár og þá færðu sveinsréttindi í því fagi. Einstaklingar frá Austur-Evrópu framvísa þessum pappírum hér á landi og fá þá metna til jafns við íslensk sveinsréttindi. Það er brot á lögum og reglugerðum. Þeim sem unnið hefur við sitt fag hér á Íslandi og vill fá það metið til að öðlast sveinsréttindi stendur til boða að fara í raunfærnimat þar sem hæfni viðkomandi er metin. Í raunfærnimati er metið hvaða áfanga viðkomandi þarf ekki að taka í skóla. Aðrir áfangar eru ekki metnir. Það veldur því að umræddur aðili þarf alltaf að taka eitthvað í skóla. Að námi loknu þarf viðkomandi að fara í sveinspróf. Hér er augljós mismunun og þeim sem tekur námið á Íslandi er mismunað sakir þjóðernis. Sveinsréttindin eru mikilvæg réttindi sem veita sveinum aðgegni að háskóla og meistaraskóla. E/N þarf að fara að lögum. Sýslumannsembættið á höfuðborgarsvæðinu Sýslumannsembættið á höfuðborgarsvæðinu hefur fengið ábendingar um vankunnáttu E/N við að meta erlenda iðnmenntun. Það hefur ekki treyst sér til að meta réttmæti gagna þó svo að ítrekað sé búið að benda embættinu á hlutverk þess samkvæmt lögum um handiðnað. Það er að meta réttmæti gagna og leita álits hjá landssamtökum iðnmeistara til að fá þeirra álit á álitaefnum þessu tengdu. Ferilbókin Ferilbókin er á ábyrgð iðnnema þar sem þeir eiga að merkja við þá hæfni sem þeir hafa náð í þeim verkþáttum sem þeim er uppálagt að vinna við. Ferilbókin á að varða leiðina í iðnnáminu og tryggja að iðnneminn fái víðtæka reynslu. Gallinn við Ferilbókina er að það er enginn lágmarkstími starfsnáms heldur eingöngu hámarkstími. Nemendur freistast til að merkja við hæfni sem þeir telja sig hafa náð í öllu á mjög skömmum tíma. Mörg dæmi eru um að iðnnemar merki við að hafa náð því öllu á einum degi. Þegar iðnnemi hefur merkt við hæfni sem hann hefur náð þarf iðnmeistari að samþykkja það. Vandinn er sá að margir meistarar taka ekki slaginn af ótta við að missa efnilega iðnnema. Ferilbókin býður því upp á freistivanda sem getur leitt til gjaldfellingar á iðnnáminu. Festa þarf í sessi lágmarkstíma sem krafist er til að öðlast tiltekna verklega hæfni. Kerfið fyrir Ferilbókina var að iðnnemi þurfti að vinna við fagið í tæp tvö ár á námssamningi hjá meistara. Hann þurfti einnig að skila inn yfirliti frá lífeyrissjóði því til staðfestingar að iðnneminn hafi þegið laun hjá umræddu fyrirtæki. Gamla fyrirkomulagið var skilvirkara þar sem komið var á samningi milli iðnnema og iðnmeistara sem var trygging fyrir báða aðila um tveggja ára samstarf. Iðnnám Ljóst er að þeir sem mest hafa vit á uppbyggingu iðnnáms eru þeir sem hafa sjálfir farið í gegnum iðnnám. Það er því brýnt að snúa frá þeirra þróun sem er að eiga sér stað varðandi iðnnám Íslendinga. Þeir sem ekki hafa hlotið iðnmenntun eiga ekki að vera að breyta iðnnámi sem hefur virkað vel svo árum skiptir. Með lögum skal land byggja. Höfundur er formaður Félags pípulagningameistara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Skoðun Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Iðnnám Íslendinga Iðnnám Íslendinga er að öllu jöfnu gott og nánast á pari við Norðurlandaþjóðirnar þegar kemur að inntaki og lengd námsins þar sem iðnnám hér á landi er að jafnaði fjögur ár. Að námi loknu þegar nemi hefur útskrifast úr verkmenntaskóla getur hann sótt um að fara í sveinspróf, sem er í höndum atvinnulífsins. Að loknu sveinsprófi er formlegu iðnnámi lokið og neminn orðin nýsveinn í sinni iðn. En það eru nokkur varúðarflögg komin á loft hér á Íslandi sem brýnt er að bregðast við. Þeirra á meðal eru aðkoma skrifstofunnar ENIC/NARIC (E/N), sem tekur að sér að meta erlent iðnnám, þekkingarleysi sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu við að kanna réttmæti gagna og svonefnd Ferilbók sem býður upp þá freistingu nemenda að stytta sitt starfsnám, þótt bókin segi annað. ENIC/NARIC E/N skrifstofan hefur um áraraðir tekið að sér að meta erlent akademískt nám á háskólastigi. Eftir að Menntamálastofnun var lögð niður tímabundið var mat á erlendu iðnnámi fært yfir til E/N en mat á því var áður hjá Menntamálastofnun. Að mati E/N er leiðin að sveinsréttindum í Austur-Evrópu sú sama og hér á Íslandi þó svo að inntak og lengd námsins sé langt í frá að vera sambærilegt við íslenska iðnnámið. Víða í Austur-Evrópu nægir að sýna fram á að þú hafir unnið við tiltekið fag í þrjú ár og þá færðu sveinsréttindi í því fagi. Einstaklingar frá Austur-Evrópu framvísa þessum pappírum hér á landi og fá þá metna til jafns við íslensk sveinsréttindi. Það er brot á lögum og reglugerðum. Þeim sem unnið hefur við sitt fag hér á Íslandi og vill fá það metið til að öðlast sveinsréttindi stendur til boða að fara í raunfærnimat þar sem hæfni viðkomandi er metin. Í raunfærnimati er metið hvaða áfanga viðkomandi þarf ekki að taka í skóla. Aðrir áfangar eru ekki metnir. Það veldur því að umræddur aðili þarf alltaf að taka eitthvað í skóla. Að námi loknu þarf viðkomandi að fara í sveinspróf. Hér er augljós mismunun og þeim sem tekur námið á Íslandi er mismunað sakir þjóðernis. Sveinsréttindin eru mikilvæg réttindi sem veita sveinum aðgegni að háskóla og meistaraskóla. E/N þarf að fara að lögum. Sýslumannsembættið á höfuðborgarsvæðinu Sýslumannsembættið á höfuðborgarsvæðinu hefur fengið ábendingar um vankunnáttu E/N við að meta erlenda iðnmenntun. Það hefur ekki treyst sér til að meta réttmæti gagna þó svo að ítrekað sé búið að benda embættinu á hlutverk þess samkvæmt lögum um handiðnað. Það er að meta réttmæti gagna og leita álits hjá landssamtökum iðnmeistara til að fá þeirra álit á álitaefnum þessu tengdu. Ferilbókin Ferilbókin er á ábyrgð iðnnema þar sem þeir eiga að merkja við þá hæfni sem þeir hafa náð í þeim verkþáttum sem þeim er uppálagt að vinna við. Ferilbókin á að varða leiðina í iðnnáminu og tryggja að iðnneminn fái víðtæka reynslu. Gallinn við Ferilbókina er að það er enginn lágmarkstími starfsnáms heldur eingöngu hámarkstími. Nemendur freistast til að merkja við hæfni sem þeir telja sig hafa náð í öllu á mjög skömmum tíma. Mörg dæmi eru um að iðnnemar merki við að hafa náð því öllu á einum degi. Þegar iðnnemi hefur merkt við hæfni sem hann hefur náð þarf iðnmeistari að samþykkja það. Vandinn er sá að margir meistarar taka ekki slaginn af ótta við að missa efnilega iðnnema. Ferilbókin býður því upp á freistivanda sem getur leitt til gjaldfellingar á iðnnáminu. Festa þarf í sessi lágmarkstíma sem krafist er til að öðlast tiltekna verklega hæfni. Kerfið fyrir Ferilbókina var að iðnnemi þurfti að vinna við fagið í tæp tvö ár á námssamningi hjá meistara. Hann þurfti einnig að skila inn yfirliti frá lífeyrissjóði því til staðfestingar að iðnneminn hafi þegið laun hjá umræddu fyrirtæki. Gamla fyrirkomulagið var skilvirkara þar sem komið var á samningi milli iðnnema og iðnmeistara sem var trygging fyrir báða aðila um tveggja ára samstarf. Iðnnám Ljóst er að þeir sem mest hafa vit á uppbyggingu iðnnáms eru þeir sem hafa sjálfir farið í gegnum iðnnám. Það er því brýnt að snúa frá þeirra þróun sem er að eiga sér stað varðandi iðnnám Íslendinga. Þeir sem ekki hafa hlotið iðnmenntun eiga ekki að vera að breyta iðnnámi sem hefur virkað vel svo árum skiptir. Með lögum skal land byggja. Höfundur er formaður Félags pípulagningameistara.
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun