Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Samúel Karl Ólason skrifar 27. nóvember 2025 16:51 Til stendur að senda fimm hundruð þjóðvarðliða til Washington DC, til viðbótar við þá sem eru þar fyrir. AP Photo/Anthony Peltier) Afganski maðurinn sem grunaður er um að hafa skotið tvo þjóðvarðliða skammt frá Hvíta húsinu í gær keyrði þvert yfir Bandaríkin til að gera árásina. Tilefni árásarinnar liggur ekki fyrir en maðurinn er sagður hafa starfað með Leyniþjónustu Bandaríkjanna (CIA) í Afganistan á árum áður og fékk hæli fyrr á þessu ári. Maðurinn hefur verið nafngreindur og heitir Rahmanullah Lakanwal. Hann skaut hermennina með .357 Smith & Wesson marghleypu. Báðir eru þeir enn sagðir í alvarlegu ástandi en Lakanwal var einnig skotinn og er á sjúkrahúsi. Hann er ekki í lífshættu en hann stendur frammi fyrir ákærum fyrir morðtilraunir og vopnaburð. Mögulegt er, samkvæmt AP fréttaveitunni, að hann verði ákærður í fleiri liðum seinna meir. Fréttakona Fox News segir að á árum áður hafi Lakanwal, sem er 29 ára gamall, verið meðlimur í afganskri sérsveit sem barðist gegn hryðjuverkastarfsemi og var undir stjórn CIA. Þá er hann sagður hafa tekið þátt í bardögum í Kandahar-héraði í Afganistan, en hörðustu bardagar hins langa stríðs í Afganistan fóru fram þar. Lakanwal var fluttur til Bandaríkjanna í ágúst 2021, þegar Kabúl féll í hendur Talibana og fékk hæli í apríl. Tugir þúsunda Afgana voru fluttir til Bandaríkjanna um svipað leyti og Lakanwal en Donald Trump, forseti, hefur boðað að staða þeirra í Bandaríkjunum verði tekin til endurskoðunar. Þá er búið að stöðva allar dvalarleyfisveitingar til fólks frá Afganistan. Sjá einnig: Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Samkvæmt AP hefur Lakanwal búið í Washington-ríki á vesturströnd Bandaríkjanna, ásamt eiginkonu og fimm börnum. Þaðan keyrði hann þvert yfir Bandaríkin til Washington DC, þar sem hann skaut hermennina, tvítuga konu og 24 ára mann. Árásin er rannsökuð af Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) en Kash Patel, yfirmaður stofnunarinnar, segir að hún sé rannsökuð sem hryðjuverk. Útsendarar FBI eru sagðir hafa gert húsleit víðsvegar um Bandaríkin og hefur Patel heitið því að engu verði til sparað við rannsókn málsins. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Afganistan Donald Trump Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Sjá meira
Maðurinn hefur verið nafngreindur og heitir Rahmanullah Lakanwal. Hann skaut hermennina með .357 Smith & Wesson marghleypu. Báðir eru þeir enn sagðir í alvarlegu ástandi en Lakanwal var einnig skotinn og er á sjúkrahúsi. Hann er ekki í lífshættu en hann stendur frammi fyrir ákærum fyrir morðtilraunir og vopnaburð. Mögulegt er, samkvæmt AP fréttaveitunni, að hann verði ákærður í fleiri liðum seinna meir. Fréttakona Fox News segir að á árum áður hafi Lakanwal, sem er 29 ára gamall, verið meðlimur í afganskri sérsveit sem barðist gegn hryðjuverkastarfsemi og var undir stjórn CIA. Þá er hann sagður hafa tekið þátt í bardögum í Kandahar-héraði í Afganistan, en hörðustu bardagar hins langa stríðs í Afganistan fóru fram þar. Lakanwal var fluttur til Bandaríkjanna í ágúst 2021, þegar Kabúl féll í hendur Talibana og fékk hæli í apríl. Tugir þúsunda Afgana voru fluttir til Bandaríkjanna um svipað leyti og Lakanwal en Donald Trump, forseti, hefur boðað að staða þeirra í Bandaríkjunum verði tekin til endurskoðunar. Þá er búið að stöðva allar dvalarleyfisveitingar til fólks frá Afganistan. Sjá einnig: Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Samkvæmt AP hefur Lakanwal búið í Washington-ríki á vesturströnd Bandaríkjanna, ásamt eiginkonu og fimm börnum. Þaðan keyrði hann þvert yfir Bandaríkin til Washington DC, þar sem hann skaut hermennina, tvítuga konu og 24 ára mann. Árásin er rannsökuð af Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) en Kash Patel, yfirmaður stofnunarinnar, segir að hún sé rannsökuð sem hryðjuverk. Útsendarar FBI eru sagðir hafa gert húsleit víðsvegar um Bandaríkin og hefur Patel heitið því að engu verði til sparað við rannsókn málsins.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Afganistan Donald Trump Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Sjá meira