Íslensk samvinna fyrir loftslag og náttúru. Skógræktarfélag Íslands, Votlendissjóður og Carbfix Brynjólfur Jónsson, Ólafur Elínarson og Þórunn Inga Ingjaldsdóttir skrifa 28. nóvember 2025 14:03 Við Íslendingar búum að náttúru sem er bæði gjöful og viðkvæm. Til þess að geta notið hennar og nýtt náttúruna á sjálfbæran hátt á landi og hafi þurfum við að beita aðferðum sem vernda hana til lengri tíma. Á þann hátt getur Ísland sýnt forystu á heimsvísu í aðgerðum sem stuðla að því að vernda þessi gæði sem við eigum. Því við stöndum á tímamótum í loftslagsmálum. Það er orðið ljóst að engin ein aðferð, engin ein lausn, mun nægja til að snúa við hlýnun Jarðar. Lausnin liggur í samvinnu, í því að sameina ólíkar leiðir sem styðja hver aðra. Carbfix, Votlendissjóður og Skógræktarfélag Íslands nýta þrjár ólíkar en traustar aðferðir við kolefnisbindingu og sameinast um markmiðið að draga úr losun, auka bindingu og auka líffræðilegan fjölbreytileika á íslenskum forsendum. Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra hefur lagt áherslu á að aðgerðir Íslands í loftslagsmálum verði bæði raunhæfar og mælanlegar. Hann hefur minnt á að náttúruvernd og sjálfbær nýting verði ekki andstæðir pólar heldur samverkandi markmið. Þessar áherslur spegla norrænar áherslur þar sem tækni, vistkerfi og samfélag haldast í hendur. Þegar horft er á Ísland í þessu samhengi sést hversu einstakt tækifæri við höfum. Við höfum bæði unnið okkur forskot í tækni sem umbreytir koldíoxíði í stein, byggt upp þekkingu á endurheimt vistkerfa sem stöðvar losun úr landi, og þróað fjölbreytta skógrækt við erfiðar aðstæður sem bindur kolefni og skapar ný svæði til útivistar ásamt nýtanlegum við til innlendrar vinnslu. Þrjár leiðir til að spyrna við hlýnun Jarðar af mannavöldum 1. Binding djúpt í berggrunninum. Carbfix hefur þróað aðferð sem hermir eftir ferlum náttúrunnar sem breytir koldíoxíði í stein með því að leysa það upp í vatni og dæla niður í basaltberg, þar sem það hvarfast við berglögin og er bundið varanlega sem nýjar steindir. Kosturinn við aðferðina er hversu stórtæk hún getur verið en það eru milljónatonna möguleikar til bindingar í ungu berginu. Aðferðin hentar einkum fyrir stóra losendur svo sem stóriðjuna á Íslandi sem nýtir aðeins endurnýjanlega orku en við efnahavörf í framleiðslunni losnar koldíoxíð (CO2) sem þarf að fanga og binda. Carbfix aðferðin er nýtanleg sem útflutningsgrein og skapar störf og tekjur. 2. Endurheimt votlendis Votlendissjóður vinnur að því að endurheimta framræst svæði sem losa mikið magn kolefnis. Þessi aðferð er einföld í framkvæmd, skjótvirk og áhrifarík. Hún getur stöðvað losun nánast samstundis þegar vatn fer aftur að flæða í jarðveginn. Hver hektari af endurheimtu votlendi getur stöðvað losun sem nemur tugum tonna af CO₂ á ári. En votlendi er ekki aðeins tæki til loftslagsaðgerða, heldur stuðlar einnig að endurreisn votlendisvistkerfa sem veita fuglum skjól, hreinsa vatn, halda jarðvegi á sínum stað og auka líffræðilega fjölbreytni. Þetta er dæmi um aðgerðir sem bæta bæði náttúru og dýralíf í senn. Um þessar mundir er verið að vinna spennandi starf á vegum Lands og skógar við gerð vottaðrar aðferðafræði til þess að staðfesta vottun á stöðvun losunar kolefnis út í andrúmloftið sem gefur möguleika á mun fleiri endurheimtarverkefnum fyrir Votlendissjóð. 3. Skógrækt og gróðurbinding Skógræktarfélag Íslands vinnur að því að endurheimta skóga og rækta nýja. Nýr skógur bindur kolefni, bætir jarðveg og skapar líffræðilegan fjölbreytileika. Samkvæmt mælingum bindur íslensk skógrækt 564 þúsund tonna koldíoxíðs á ári, og enn eru ótal tækifæri á lítt grónu landinu. Þrjátíu ára staðfestar mælingar á bindingu kolefnis í íslenskum skógum hafa lagt grunn að upplýsingum sem staðfestar hafa verið af Rammasamningi Sameinuðu þjóðanna og eru mikilvægt innlegg í kolefnisbókhald Íslands. Skógrækt hefur einnig samfélagsleg áhrif, hún skapar störf á landsvísu, eykur útivist og tengsl fólks við náttúruna sem hefur mælanleg jákvæð áhrif á andlega heilsu okkar. Mælanlegt, öruggt og á íslenskum forsendum Með því að nýta þær auðlindir sem við eigum til ofan- og neðanjarðar er möguleiki til þess að ná miklum árangri í loftslagsmálum og auka lífsgæði í takt við náttúruna. Þetta er gert með því að treysta á vísindalegar aðferðir og nýta vottunarkerfi til þess að tryggja gæði. Á þann hátt er hægt að skapa ný störf og þekkingu í heimi þar sem meiri þörf verður á slíkum aðgerðum. Ef Ísland nýtir allar þessar aðferðir samhliða getum við náð árangri sem hvorki tækni né náttúra nær ein og sér. Með endurheimt votlendis stöðvast losun kolefnis, áður horfinn votlendisgróður kemur til baka og vistkerfi fá nýtt líf með aukinni líffræðilegri fjölbreytni. Skógrækt byggir upp bindingu í trjám, myndar skjól og skapar grundvöll fyrir fjölbreyttara lífríki og nærir þau sem skógana sækja. Að binda CO2 í berg með íslensku hugviti tryggir varanleika og stærðarhagkvæmni. Á Norðurlöndum hefur lengi verið lögð áhersla á samráð, gagnsæi og trausta stjórnsýslu í umhverfismálum. Traustir ferlar og sterkar stofnanir geta vísað okkur veginn áfram um hvernig við tryggjum góða framkvæmd. Með því að tengja saman þessar aðferðir, skógana, votlendið og berggrunninn getum við ná meiri árangri sem þjónar bæði samfélögum og náttúru. Þannig verður Ísland ekki aðeins nær markmiðum sínum um kolefnishlutleysi heldur fyrirmynd þess hvernig lítil þjóð getur haft mikil áhrif, með því að vinna saman á breiðum grunni. Höfundar eru frá Votlendissjóði, Carbfix og Skógræktarfélagi Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Skógrækt og landgræðsla Mest lesið Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Sjá meira
Við Íslendingar búum að náttúru sem er bæði gjöful og viðkvæm. Til þess að geta notið hennar og nýtt náttúruna á sjálfbæran hátt á landi og hafi þurfum við að beita aðferðum sem vernda hana til lengri tíma. Á þann hátt getur Ísland sýnt forystu á heimsvísu í aðgerðum sem stuðla að því að vernda þessi gæði sem við eigum. Því við stöndum á tímamótum í loftslagsmálum. Það er orðið ljóst að engin ein aðferð, engin ein lausn, mun nægja til að snúa við hlýnun Jarðar. Lausnin liggur í samvinnu, í því að sameina ólíkar leiðir sem styðja hver aðra. Carbfix, Votlendissjóður og Skógræktarfélag Íslands nýta þrjár ólíkar en traustar aðferðir við kolefnisbindingu og sameinast um markmiðið að draga úr losun, auka bindingu og auka líffræðilegan fjölbreytileika á íslenskum forsendum. Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra hefur lagt áherslu á að aðgerðir Íslands í loftslagsmálum verði bæði raunhæfar og mælanlegar. Hann hefur minnt á að náttúruvernd og sjálfbær nýting verði ekki andstæðir pólar heldur samverkandi markmið. Þessar áherslur spegla norrænar áherslur þar sem tækni, vistkerfi og samfélag haldast í hendur. Þegar horft er á Ísland í þessu samhengi sést hversu einstakt tækifæri við höfum. Við höfum bæði unnið okkur forskot í tækni sem umbreytir koldíoxíði í stein, byggt upp þekkingu á endurheimt vistkerfa sem stöðvar losun úr landi, og þróað fjölbreytta skógrækt við erfiðar aðstæður sem bindur kolefni og skapar ný svæði til útivistar ásamt nýtanlegum við til innlendrar vinnslu. Þrjár leiðir til að spyrna við hlýnun Jarðar af mannavöldum 1. Binding djúpt í berggrunninum. Carbfix hefur þróað aðferð sem hermir eftir ferlum náttúrunnar sem breytir koldíoxíði í stein með því að leysa það upp í vatni og dæla niður í basaltberg, þar sem það hvarfast við berglögin og er bundið varanlega sem nýjar steindir. Kosturinn við aðferðina er hversu stórtæk hún getur verið en það eru milljónatonna möguleikar til bindingar í ungu berginu. Aðferðin hentar einkum fyrir stóra losendur svo sem stóriðjuna á Íslandi sem nýtir aðeins endurnýjanlega orku en við efnahavörf í framleiðslunni losnar koldíoxíð (CO2) sem þarf að fanga og binda. Carbfix aðferðin er nýtanleg sem útflutningsgrein og skapar störf og tekjur. 2. Endurheimt votlendis Votlendissjóður vinnur að því að endurheimta framræst svæði sem losa mikið magn kolefnis. Þessi aðferð er einföld í framkvæmd, skjótvirk og áhrifarík. Hún getur stöðvað losun nánast samstundis þegar vatn fer aftur að flæða í jarðveginn. Hver hektari af endurheimtu votlendi getur stöðvað losun sem nemur tugum tonna af CO₂ á ári. En votlendi er ekki aðeins tæki til loftslagsaðgerða, heldur stuðlar einnig að endurreisn votlendisvistkerfa sem veita fuglum skjól, hreinsa vatn, halda jarðvegi á sínum stað og auka líffræðilega fjölbreytni. Þetta er dæmi um aðgerðir sem bæta bæði náttúru og dýralíf í senn. Um þessar mundir er verið að vinna spennandi starf á vegum Lands og skógar við gerð vottaðrar aðferðafræði til þess að staðfesta vottun á stöðvun losunar kolefnis út í andrúmloftið sem gefur möguleika á mun fleiri endurheimtarverkefnum fyrir Votlendissjóð. 3. Skógrækt og gróðurbinding Skógræktarfélag Íslands vinnur að því að endurheimta skóga og rækta nýja. Nýr skógur bindur kolefni, bætir jarðveg og skapar líffræðilegan fjölbreytileika. Samkvæmt mælingum bindur íslensk skógrækt 564 þúsund tonna koldíoxíðs á ári, og enn eru ótal tækifæri á lítt grónu landinu. Þrjátíu ára staðfestar mælingar á bindingu kolefnis í íslenskum skógum hafa lagt grunn að upplýsingum sem staðfestar hafa verið af Rammasamningi Sameinuðu þjóðanna og eru mikilvægt innlegg í kolefnisbókhald Íslands. Skógrækt hefur einnig samfélagsleg áhrif, hún skapar störf á landsvísu, eykur útivist og tengsl fólks við náttúruna sem hefur mælanleg jákvæð áhrif á andlega heilsu okkar. Mælanlegt, öruggt og á íslenskum forsendum Með því að nýta þær auðlindir sem við eigum til ofan- og neðanjarðar er möguleiki til þess að ná miklum árangri í loftslagsmálum og auka lífsgæði í takt við náttúruna. Þetta er gert með því að treysta á vísindalegar aðferðir og nýta vottunarkerfi til þess að tryggja gæði. Á þann hátt er hægt að skapa ný störf og þekkingu í heimi þar sem meiri þörf verður á slíkum aðgerðum. Ef Ísland nýtir allar þessar aðferðir samhliða getum við náð árangri sem hvorki tækni né náttúra nær ein og sér. Með endurheimt votlendis stöðvast losun kolefnis, áður horfinn votlendisgróður kemur til baka og vistkerfi fá nýtt líf með aukinni líffræðilegri fjölbreytni. Skógrækt byggir upp bindingu í trjám, myndar skjól og skapar grundvöll fyrir fjölbreyttara lífríki og nærir þau sem skógana sækja. Að binda CO2 í berg með íslensku hugviti tryggir varanleika og stærðarhagkvæmni. Á Norðurlöndum hefur lengi verið lögð áhersla á samráð, gagnsæi og trausta stjórnsýslu í umhverfismálum. Traustir ferlar og sterkar stofnanir geta vísað okkur veginn áfram um hvernig við tryggjum góða framkvæmd. Með því að tengja saman þessar aðferðir, skógana, votlendið og berggrunninn getum við ná meiri árangri sem þjónar bæði samfélögum og náttúru. Þannig verður Ísland ekki aðeins nær markmiðum sínum um kolefnishlutleysi heldur fyrirmynd þess hvernig lítil þjóð getur haft mikil áhrif, með því að vinna saman á breiðum grunni. Höfundar eru frá Votlendissjóði, Carbfix og Skógræktarfélagi Íslands.
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar