Kynnir stóran pakka um fjölmiðla í næstu viku Margrét Helga Erlingsdóttir og Samúel Karl Ólason skrifa 28. nóvember 2025 14:46 Logi Einarsson, menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra. Vísir/Ívar Logi Einarsson, menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra, segir það mjög slæmt að hætt verði að sýna kvöldfréttir Sýnar um helgar í næsta mánuði. Um sé að ræða lið í langri þróun og að sporna þurfi gegn henni. Stjórnvöld þurfi að koma þar að en einnig þurfi hugarfarsbreytingu hjá almenningi. Hann segist ætla að kynna stóran aðgerðapakka fyrir ríkisstjórninni í næstu viku. „Auðvitað er hugur manns líka hjá starfsfólki sem þarf að glíma við breytt skilyrði en sjónvarpsstöð Sýnar og Stöð 2 þar á undan, hafa gengt ótrúlega stóru hlutverki í miðlun frétta á ljósvakamiðlum síðustu áratugi,“ sagði Logi í samtali við fréttastofu í dag. „Hún hefur líka verið nauðsynlegt mótvægi við sjónvarpsfréttir Ríkisútvarpsins þannig að í öllum skilningi þessa orðs, þá eru þetta slæm tíðindi.“ Hafa unnið að mótvægisaðgerðum Logi sagði einnig að í rúman áratug hefði verið búið að horfa upp á þróun sem hefði bara verið á einn veg. Alþjóðleg samkeppni og tæknibreytingar hefðu gert innlendum fjölmiðlum erfiðara um vik. „Við höfum, frá því að ég tók við í ráðuneytinu fyrir um ellefu mánuðum, unnið sleitulaust að því að reyna að koma með mótvægisaðgerðir. Þetta hvetur okkur enn frekar til dáða og ég mun koma með stóran pakka af möguleikum og kynna fyrir ríkisstjórn í næstu viku.“ Logi segir að í kjölfarið verði málið rætt til umræðu meðal almennings, fjölmiðla og stjórnmálamanna. „Það skiptir máli að það sé breiður stuðningur við að grípa kröftuglega til hendinni til að sporna við þessari þróun.“ Benti hann á að fimmtíu prósent þeirra peninga sem varið er í auglýsingar hér á landi fari til fyrirtækja erlendis, sjötíu prósent landsmanna séu áskrifendur að Netflix en einungis fimmtán prósent landsmanna segjast í könnunum tilbúin til að kaupa aðgang að fréttum. „Þannig að það þarf tvennt að koma til,“ sagði Logi. „Öflugan aðgerðapakka frá stjórnvöldum og hugarfarsbreytingu hjá almenningi.“ Hvort aðgerðapakkinn sé eitthvað sem muna muni um, segir Logi að svo verði að vera. „Við höfum auðvitað á síðustu dögum og vikum átt samtal við alla fjölmiðlana og fengið að heyra þeirra sýn og þeirra skoðun. Við byggjum auðvitað töluvert á því en það er alveg ljóst að bæði þarf að koma til stuðningur til fjölmiðlanna en ekki síst, þá þarf að bæta rekstrarumhverfi þeirra.“ Fjölmiðlar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Ríkisútvarpið Sýn Síminn Menning Tengdar fréttir Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Kvöldfréttir á sjónvarpsstöðinni Sýn verða frá 1. desember sendar út virka daga en ekki um helgar eða á almennum frídögum. Fréttir á Bylgjunni og á Vísi verða á sama tíma efldar enn frekar. 28. nóvember 2025 09:49 Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira
Hann segist ætla að kynna stóran aðgerðapakka fyrir ríkisstjórninni í næstu viku. „Auðvitað er hugur manns líka hjá starfsfólki sem þarf að glíma við breytt skilyrði en sjónvarpsstöð Sýnar og Stöð 2 þar á undan, hafa gengt ótrúlega stóru hlutverki í miðlun frétta á ljósvakamiðlum síðustu áratugi,“ sagði Logi í samtali við fréttastofu í dag. „Hún hefur líka verið nauðsynlegt mótvægi við sjónvarpsfréttir Ríkisútvarpsins þannig að í öllum skilningi þessa orðs, þá eru þetta slæm tíðindi.“ Hafa unnið að mótvægisaðgerðum Logi sagði einnig að í rúman áratug hefði verið búið að horfa upp á þróun sem hefði bara verið á einn veg. Alþjóðleg samkeppni og tæknibreytingar hefðu gert innlendum fjölmiðlum erfiðara um vik. „Við höfum, frá því að ég tók við í ráðuneytinu fyrir um ellefu mánuðum, unnið sleitulaust að því að reyna að koma með mótvægisaðgerðir. Þetta hvetur okkur enn frekar til dáða og ég mun koma með stóran pakka af möguleikum og kynna fyrir ríkisstjórn í næstu viku.“ Logi segir að í kjölfarið verði málið rætt til umræðu meðal almennings, fjölmiðla og stjórnmálamanna. „Það skiptir máli að það sé breiður stuðningur við að grípa kröftuglega til hendinni til að sporna við þessari þróun.“ Benti hann á að fimmtíu prósent þeirra peninga sem varið er í auglýsingar hér á landi fari til fyrirtækja erlendis, sjötíu prósent landsmanna séu áskrifendur að Netflix en einungis fimmtán prósent landsmanna segjast í könnunum tilbúin til að kaupa aðgang að fréttum. „Þannig að það þarf tvennt að koma til,“ sagði Logi. „Öflugan aðgerðapakka frá stjórnvöldum og hugarfarsbreytingu hjá almenningi.“ Hvort aðgerðapakkinn sé eitthvað sem muna muni um, segir Logi að svo verði að vera. „Við höfum auðvitað á síðustu dögum og vikum átt samtal við alla fjölmiðlana og fengið að heyra þeirra sýn og þeirra skoðun. Við byggjum auðvitað töluvert á því en það er alveg ljóst að bæði þarf að koma til stuðningur til fjölmiðlanna en ekki síst, þá þarf að bæta rekstrarumhverfi þeirra.“
Fjölmiðlar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Ríkisútvarpið Sýn Síminn Menning Tengdar fréttir Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Kvöldfréttir á sjónvarpsstöðinni Sýn verða frá 1. desember sendar út virka daga en ekki um helgar eða á almennum frídögum. Fréttir á Bylgjunni og á Vísi verða á sama tíma efldar enn frekar. 28. nóvember 2025 09:49 Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira
Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Kvöldfréttir á sjónvarpsstöðinni Sýn verða frá 1. desember sendar út virka daga en ekki um helgar eða á almennum frídögum. Fréttir á Bylgjunni og á Vísi verða á sama tíma efldar enn frekar. 28. nóvember 2025 09:49