Kynnir stóran pakka um fjölmiðla í næstu viku Margrét Helga Erlingsdóttir og Samúel Karl Ólason skrifa 28. nóvember 2025 14:46 Logi Einarsson, menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra. Vísir/Ívar Logi Einarsson, menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra, segir það mjög slæmt að hætt verði að sýna kvöldfréttir Sýnar um helgar í næsta mánuði. Um sé að ræða lið í langri þróun og að sporna þurfi gegn henni. Stjórnvöld þurfi að koma þar að en einnig þurfi hugarfarsbreytingu hjá almenningi. Hann segist ætla að kynna stóran aðgerðapakka fyrir ríkisstjórninni í næstu viku. „Auðvitað er hugur manns líka hjá starfsfólki sem þarf að glíma við breytt skilyrði en sjónvarpsstöð Sýnar og Stöð 2 þar á undan, hafa gengt ótrúlega stóru hlutverki í miðlun frétta á ljósvakamiðlum síðustu áratugi,“ sagði Logi í samtali við fréttastofu í dag. „Hún hefur líka verið nauðsynlegt mótvægi við sjónvarpsfréttir Ríkisútvarpsins þannig að í öllum skilningi þessa orðs, þá eru þetta slæm tíðindi.“ Hafa unnið að mótvægisaðgerðum Logi sagði einnig að í rúman áratug hefði verið búið að horfa upp á þróun sem hefði bara verið á einn veg. Alþjóðleg samkeppni og tæknibreytingar hefðu gert innlendum fjölmiðlum erfiðara um vik. „Við höfum, frá því að ég tók við í ráðuneytinu fyrir um ellefu mánuðum, unnið sleitulaust að því að reyna að koma með mótvægisaðgerðir. Þetta hvetur okkur enn frekar til dáða og ég mun koma með stóran pakka af möguleikum og kynna fyrir ríkisstjórn í næstu viku.“ Logi segir að í kjölfarið verði málið rætt til umræðu meðal almennings, fjölmiðla og stjórnmálamanna. „Það skiptir máli að það sé breiður stuðningur við að grípa kröftuglega til hendinni til að sporna við þessari þróun.“ Benti hann á að fimmtíu prósent þeirra peninga sem varið er í auglýsingar hér á landi fari til fyrirtækja erlendis, sjötíu prósent landsmanna séu áskrifendur að Netflix en einungis fimmtán prósent landsmanna segjast í könnunum tilbúin til að kaupa aðgang að fréttum. „Þannig að það þarf tvennt að koma til,“ sagði Logi. „Öflugan aðgerðapakka frá stjórnvöldum og hugarfarsbreytingu hjá almenningi.“ Hvort aðgerðapakkinn sé eitthvað sem muna muni um, segir Logi að svo verði að vera. „Við höfum auðvitað á síðustu dögum og vikum átt samtal við alla fjölmiðlana og fengið að heyra þeirra sýn og þeirra skoðun. Við byggjum auðvitað töluvert á því en það er alveg ljóst að bæði þarf að koma til stuðningur til fjölmiðlanna en ekki síst, þá þarf að bæta rekstrarumhverfi þeirra.“ Fjölmiðlar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Ríkisútvarpið Sýn Síminn Menning Tengdar fréttir Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Kvöldfréttir á sjónvarpsstöðinni Sýn verða frá 1. desember sendar út virka daga en ekki um helgar eða á almennum frídögum. Fréttir á Bylgjunni og á Vísi verða á sama tíma efldar enn frekar. 28. nóvember 2025 09:49 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fleiri fréttir Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Sjá meira
Hann segist ætla að kynna stóran aðgerðapakka fyrir ríkisstjórninni í næstu viku. „Auðvitað er hugur manns líka hjá starfsfólki sem þarf að glíma við breytt skilyrði en sjónvarpsstöð Sýnar og Stöð 2 þar á undan, hafa gengt ótrúlega stóru hlutverki í miðlun frétta á ljósvakamiðlum síðustu áratugi,“ sagði Logi í samtali við fréttastofu í dag. „Hún hefur líka verið nauðsynlegt mótvægi við sjónvarpsfréttir Ríkisútvarpsins þannig að í öllum skilningi þessa orðs, þá eru þetta slæm tíðindi.“ Hafa unnið að mótvægisaðgerðum Logi sagði einnig að í rúman áratug hefði verið búið að horfa upp á þróun sem hefði bara verið á einn veg. Alþjóðleg samkeppni og tæknibreytingar hefðu gert innlendum fjölmiðlum erfiðara um vik. „Við höfum, frá því að ég tók við í ráðuneytinu fyrir um ellefu mánuðum, unnið sleitulaust að því að reyna að koma með mótvægisaðgerðir. Þetta hvetur okkur enn frekar til dáða og ég mun koma með stóran pakka af möguleikum og kynna fyrir ríkisstjórn í næstu viku.“ Logi segir að í kjölfarið verði málið rætt til umræðu meðal almennings, fjölmiðla og stjórnmálamanna. „Það skiptir máli að það sé breiður stuðningur við að grípa kröftuglega til hendinni til að sporna við þessari þróun.“ Benti hann á að fimmtíu prósent þeirra peninga sem varið er í auglýsingar hér á landi fari til fyrirtækja erlendis, sjötíu prósent landsmanna séu áskrifendur að Netflix en einungis fimmtán prósent landsmanna segjast í könnunum tilbúin til að kaupa aðgang að fréttum. „Þannig að það þarf tvennt að koma til,“ sagði Logi. „Öflugan aðgerðapakka frá stjórnvöldum og hugarfarsbreytingu hjá almenningi.“ Hvort aðgerðapakkinn sé eitthvað sem muna muni um, segir Logi að svo verði að vera. „Við höfum auðvitað á síðustu dögum og vikum átt samtal við alla fjölmiðlana og fengið að heyra þeirra sýn og þeirra skoðun. Við byggjum auðvitað töluvert á því en það er alveg ljóst að bæði þarf að koma til stuðningur til fjölmiðlanna en ekki síst, þá þarf að bæta rekstrarumhverfi þeirra.“
Fjölmiðlar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Ríkisútvarpið Sýn Síminn Menning Tengdar fréttir Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Kvöldfréttir á sjónvarpsstöðinni Sýn verða frá 1. desember sendar út virka daga en ekki um helgar eða á almennum frídögum. Fréttir á Bylgjunni og á Vísi verða á sama tíma efldar enn frekar. 28. nóvember 2025 09:49 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fleiri fréttir Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Sjá meira
Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Kvöldfréttir á sjónvarpsstöðinni Sýn verða frá 1. desember sendar út virka daga en ekki um helgar eða á almennum frídögum. Fréttir á Bylgjunni og á Vísi verða á sama tíma efldar enn frekar. 28. nóvember 2025 09:49