Sigursæl knattspyrnukona í herferð fyrir einstæðar mæður Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. nóvember 2025 09:30 Kadeisha Buchanan hefur unnið átta landslitla á síðustu níu árum með Lyon og Chelsea. Getty/Ali Painte Margaldur meistari í bæði franska boltanum og enska boltanum er að stofna baráttusamtök fyrir einstæðar mæður í Kanada. Kadeisha Buchanan er varnarmaður ensku meistaranna í Chelsea og hefur auk þess spilað 154 landsleiki fyrir Kanada. Hún nýtir eigin reynslu af því að alast upp á heimili með einstæðu foreldri til að hjálpa öðrum. Kanadíska landsliðskonan, sem ólst upp með sex systrum, varð vitni að fjárhagslegum erfiðleikum móður sinnar við að ala upp fjölskylduna eina. Nú er Buchanan að stofna sjóð til að styðja einstæðar mæður og dætur þeirra við að fá auðveldari aðgang að tækifærum í fótbolta. View this post on Instagram A post shared by VERSUS (@versus) Þessi þrítuga knattspyrnukona er ein af fjórtán konum í fótbolta á heimsvísu sem FIFA hefur valið til að taka þátt í nýrri áætlun um samfélagsleg áhrif. Hver leikmaður hefur lagt fram verkefni sem miðar að því að skapa jákvæðar breytingar í kvennaknattspyrnu og fær 25 þúsund dollara í upphafsstyrk ásamt faglegum stuðningi og viðbótarúrræðum. Það jafngildir meira en þremur milljónum íslenskra króna. Tillaga Buchanan beinist að því að veita styrki fyrir samgöngur, skráningargjöld og búninga, auk ókeypis miða á leiki og viðburði kanadíska landsliðsins. Sjóðurinn hennar verður settur á laggirnar í janúar og fyrstu æfingabúðirnar eru áætlaðar í apríl. Buchanan segir að hvatning hennar komi beint frá uppeldi hennar. „Fótboltinn var alltaf mitt athvarf,“ útskýrði hún og minntist erfiðleikanna við að alast upp í félagslegu húsnæði á bótum á meðan móðir hennar vann hörðum höndum að því að framfleyta fjölskyldunni. Hún vill að framtak hennar fjarlægi fjárhagslegar hindranir svo börnum líði ekki óþægilega við að biðja um hjálp bara til að geta spilað. Áætlunin, sem er undir stjórn Sarai Bareman, yfirmanns kvennaknattspyrnu hjá FIFA, og Jill Ellis, yfirmanns knattspyrnumála, nær til leikmanna á borð við Alessiu Russo, Khadija Shaw og Mary Earps. Hver þátttakandi einbeitir sér að mismunandi málefnum, allt frá stuðningi eftir meiðsli til leiðtogaþróunar. FIFA áformar að gera áætlunina að árlegu tækifæri og gefa nýjum leikmönnum kost á að hafa þýðingarmikil áhrif bæði innan og utan vallar. Kadeisha Buchanan hefur verið mjög sigursæl á ferli sínum. Hún hefur unnið þrjá Englandsmeistaratitla með Chelsea og varð einnig fimm sinnum franskur meistari með Olympique Lyonnais. Með Lyon vann hún einnig Meistaradeildina fimm sinnum þar af tvisvar sinnum með Söru Björk Gunnarsdóttur. Enski boltinn FIFA Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Fleiri fréttir Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Sjá meira
Kadeisha Buchanan er varnarmaður ensku meistaranna í Chelsea og hefur auk þess spilað 154 landsleiki fyrir Kanada. Hún nýtir eigin reynslu af því að alast upp á heimili með einstæðu foreldri til að hjálpa öðrum. Kanadíska landsliðskonan, sem ólst upp með sex systrum, varð vitni að fjárhagslegum erfiðleikum móður sinnar við að ala upp fjölskylduna eina. Nú er Buchanan að stofna sjóð til að styðja einstæðar mæður og dætur þeirra við að fá auðveldari aðgang að tækifærum í fótbolta. View this post on Instagram A post shared by VERSUS (@versus) Þessi þrítuga knattspyrnukona er ein af fjórtán konum í fótbolta á heimsvísu sem FIFA hefur valið til að taka þátt í nýrri áætlun um samfélagsleg áhrif. Hver leikmaður hefur lagt fram verkefni sem miðar að því að skapa jákvæðar breytingar í kvennaknattspyrnu og fær 25 þúsund dollara í upphafsstyrk ásamt faglegum stuðningi og viðbótarúrræðum. Það jafngildir meira en þremur milljónum íslenskra króna. Tillaga Buchanan beinist að því að veita styrki fyrir samgöngur, skráningargjöld og búninga, auk ókeypis miða á leiki og viðburði kanadíska landsliðsins. Sjóðurinn hennar verður settur á laggirnar í janúar og fyrstu æfingabúðirnar eru áætlaðar í apríl. Buchanan segir að hvatning hennar komi beint frá uppeldi hennar. „Fótboltinn var alltaf mitt athvarf,“ útskýrði hún og minntist erfiðleikanna við að alast upp í félagslegu húsnæði á bótum á meðan móðir hennar vann hörðum höndum að því að framfleyta fjölskyldunni. Hún vill að framtak hennar fjarlægi fjárhagslegar hindranir svo börnum líði ekki óþægilega við að biðja um hjálp bara til að geta spilað. Áætlunin, sem er undir stjórn Sarai Bareman, yfirmanns kvennaknattspyrnu hjá FIFA, og Jill Ellis, yfirmanns knattspyrnumála, nær til leikmanna á borð við Alessiu Russo, Khadija Shaw og Mary Earps. Hver þátttakandi einbeitir sér að mismunandi málefnum, allt frá stuðningi eftir meiðsli til leiðtogaþróunar. FIFA áformar að gera áætlunina að árlegu tækifæri og gefa nýjum leikmönnum kost á að hafa þýðingarmikil áhrif bæði innan og utan vallar. Kadeisha Buchanan hefur verið mjög sigursæl á ferli sínum. Hún hefur unnið þrjá Englandsmeistaratitla með Chelsea og varð einnig fimm sinnum franskur meistari með Olympique Lyonnais. Með Lyon vann hún einnig Meistaradeildina fimm sinnum þar af tvisvar sinnum með Söru Björk Gunnarsdóttur.
Enski boltinn FIFA Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Fleiri fréttir Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Sjá meira