Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar 30. nóvember 2025 07:02 Stafrænt ofbeldi rænir þolendur öryggi — hvar sem þeir eru og hvert sem þeir fara. Gerendur ofbeldis leita stöðugt nýrra leiða til að ganga lengra í stjórn og hrellingum, og stafrænar tæknilausnir hafa opnað áður óþekkt tækifæri til að beita ofbeldi og eftirliti. Nauðungarstjórnun (coercive control) er kerfisbundið, endurtekið og stýrandi ofbeldi þar sem gerandinn nýtir ýmsar leiðir til að taka yfir líf þolandans. Vegna stöðugrar hræðslu við afleiðingarnar forgangsraða þolendur oft þörfum og kröfum gerandans fram yfir eigið öryggi — stundum án þess að gera sér fulla grein fyrir því. Í Bjarkarhlíð sjáum við allt of oft að þolendur geta ekki mætt í viðtöl á eigin bíl eða þurfa að skilja síma eftir á „samþykktum“ stöðum, eins og heima eða á vinnustað — þeim stöðum þar sem gerandi samykkir. Þannig stuðlar gerandinn að einangrun og bjargarleysi. Þolendur greina frá því að þeir þori hvorki að hringja né senda skilaboð til aðila sem gætu stutt þá, af ótta við að gerandinn sjái samskiptin og refsi þeim. Sá ótti er ekki ástæðulaus. Gerendur geta afritað síma, fylgst með staðsetningu, hlerað símtöl, skilaboð og tölvupósta, og jafnvel sent skilaboð eða birt efni í nafni þolandans. Þeir nýta einnig viðkvæmar myndir eða myndefni — raunverulegt eða falsað — til að ala á ótta og viðhalda stjórn. Þróun stafræna lausna felur í sér bæði tækifæri og hættu. Hún getur umbreytt lífum og hagkerfum, en á sama tíma styrkt neikvæða hegðun gerenda og skert öryggi þolenda, sérstaklega kvenna og stúlkna, og þannig styrkt úrelt og rótgróin valdakerfi. Aukin útbreiðsla internetsins, hröð dreifing upplýsinga og samfélagsmiðlar hafa gert stafrænt ofbeldi að alvarlegu alþjóðlegu vandamáli með bæði samfélagslegum og oft efnahagslegum afleiðingum fyrir þolendur. Rannsóknir Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar sýna að ein af hverjum þremur konum verður fyrir ofbeldi á lífsleiðinni og talið er að ein af hverjum tíu konum hafi upplifað stafrænt ofbeldi allt frá 15 ára aldri. Þar sem netaðgangur er orðinn grunnforsenda bæði tækifæra og mannréttinda er brýnt að stafrænt rými sé öruggt og valdeflandi fyrir alla — þar á meðal konur og stúlkur. Tæknin hefur einnig áhrif á hvernig við upplifum kynverund okkar. Kynlífstengd samskipti í stafrænu rými hafa aukist og mörkin á milli samþykktra og ósamþykktra samskipta geta verið óljós. Þetta skapar hættu á þrýstingi, áreitni og kynferðislegu ofbeldi. Í ársskýrslu Bjarkarhlíðar fyrir árið 2024 var bent á niðurstöður Dr. Jane Monckton Smith um þrjá áhættuþætti sem geta bent til lífshættulegrar stigmögnunar í ofbeldissamböndum: kyrkingartök, kynferðislegt ofbeldi og eltihrellihegðun. Úttekt Bjarkarhlíðar sýndi að 35 einstaklingar, eða 4,7% þeirra sem leituðu til okkar, höfðu orðið fyrir öllum þessum þremur tegundum ofbeldis samtímis — og eltihrellihegðun birtist sífellt oftar í stafrænu formi. Auk þess greindu 22% þjónustunotenda frá stafrænu ofbeldi. Slíkar aðstæður takmarka líf þolenda mjög: margir upplifa sig stöðugt undir eftirliti, geta ekki slakað á og tæki sem venjulega auka öryggi umbreytast í ógnartól. Snjalltæki eru stundum hökkuð, staðsetningarbúnaður settur upp og gerendur finna sífellt nýjar leiðir til að hafa samband eða valda skaða — jafnvel eftir sambandslit. Dæmi eru um að gerendur opni bílrúður að næturlagi til að rigni eða fenni inn í bíla þolenda, eða sendi skilaboð með smágreiðslum í forritum eins og Aur þegar aðrir samskiptamiðlar hafa verið lokaðir. Hræðsla er algeng og eðlileg tilfinning eftir að ofbeldissambandi lýkur. Óttinn við að ofbeldið versni er raunverulegur, og oft er hættulegasti tíminn þegar þolandi fer frá gerandanum. Hótanir, ótti um börn og fjölskyldu og stöðug árvekni yfir því hvað gerandinn gæti gert fylgir mörgum löngu eftir sambandsslitið. Óttinn birtist í svefni, samskiptum, líkamlegum viðbrögðum þar sem þolandinn þarf að vera í sífelldri árvekni og í því að líta um öxl. Kvíði verður bæði sálrænt og líkamlegt ástand sem fylgir einstaklingum eins og skuggi. Það er heldur ekki óalgengt að þolendur kenni sjálfum sér um ofbeldið, upplifi sjálfsásökun og sektarkennd. Gerendur nýta sér þetta og ýta undir þessar hugsanir með því að varpa ábyrgð yfir á þolandann og kenna honum um ofbeldið sem hann verður fyrir. Okkar hlutverk sem samfélags er að bregðast við þessari ógn og senda skýr skilaboð um að ofbeldi — stafrænt eða annars konar — sé aldrei liðið. Höfundur er teymisstýra Bjarkarhlíðar Greinin er skrifuð í tilefni 16 daga átaks gegn kynbundnu ofbeldi sem stendur frá 25. nóvember til 10. desember. Áhersla alþjóðlega átaksins í ár er á stafrænt ofbeldi undir yfirskriftinni “Ending Digital Violence Against All Women and Girls”. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stafrænt ofbeldi Kynbundið ofbeldi 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Mest lesið Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Sjá meira
Stafrænt ofbeldi rænir þolendur öryggi — hvar sem þeir eru og hvert sem þeir fara. Gerendur ofbeldis leita stöðugt nýrra leiða til að ganga lengra í stjórn og hrellingum, og stafrænar tæknilausnir hafa opnað áður óþekkt tækifæri til að beita ofbeldi og eftirliti. Nauðungarstjórnun (coercive control) er kerfisbundið, endurtekið og stýrandi ofbeldi þar sem gerandinn nýtir ýmsar leiðir til að taka yfir líf þolandans. Vegna stöðugrar hræðslu við afleiðingarnar forgangsraða þolendur oft þörfum og kröfum gerandans fram yfir eigið öryggi — stundum án þess að gera sér fulla grein fyrir því. Í Bjarkarhlíð sjáum við allt of oft að þolendur geta ekki mætt í viðtöl á eigin bíl eða þurfa að skilja síma eftir á „samþykktum“ stöðum, eins og heima eða á vinnustað — þeim stöðum þar sem gerandi samykkir. Þannig stuðlar gerandinn að einangrun og bjargarleysi. Þolendur greina frá því að þeir þori hvorki að hringja né senda skilaboð til aðila sem gætu stutt þá, af ótta við að gerandinn sjái samskiptin og refsi þeim. Sá ótti er ekki ástæðulaus. Gerendur geta afritað síma, fylgst með staðsetningu, hlerað símtöl, skilaboð og tölvupósta, og jafnvel sent skilaboð eða birt efni í nafni þolandans. Þeir nýta einnig viðkvæmar myndir eða myndefni — raunverulegt eða falsað — til að ala á ótta og viðhalda stjórn. Þróun stafræna lausna felur í sér bæði tækifæri og hættu. Hún getur umbreytt lífum og hagkerfum, en á sama tíma styrkt neikvæða hegðun gerenda og skert öryggi þolenda, sérstaklega kvenna og stúlkna, og þannig styrkt úrelt og rótgróin valdakerfi. Aukin útbreiðsla internetsins, hröð dreifing upplýsinga og samfélagsmiðlar hafa gert stafrænt ofbeldi að alvarlegu alþjóðlegu vandamáli með bæði samfélagslegum og oft efnahagslegum afleiðingum fyrir þolendur. Rannsóknir Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar sýna að ein af hverjum þremur konum verður fyrir ofbeldi á lífsleiðinni og talið er að ein af hverjum tíu konum hafi upplifað stafrænt ofbeldi allt frá 15 ára aldri. Þar sem netaðgangur er orðinn grunnforsenda bæði tækifæra og mannréttinda er brýnt að stafrænt rými sé öruggt og valdeflandi fyrir alla — þar á meðal konur og stúlkur. Tæknin hefur einnig áhrif á hvernig við upplifum kynverund okkar. Kynlífstengd samskipti í stafrænu rými hafa aukist og mörkin á milli samþykktra og ósamþykktra samskipta geta verið óljós. Þetta skapar hættu á þrýstingi, áreitni og kynferðislegu ofbeldi. Í ársskýrslu Bjarkarhlíðar fyrir árið 2024 var bent á niðurstöður Dr. Jane Monckton Smith um þrjá áhættuþætti sem geta bent til lífshættulegrar stigmögnunar í ofbeldissamböndum: kyrkingartök, kynferðislegt ofbeldi og eltihrellihegðun. Úttekt Bjarkarhlíðar sýndi að 35 einstaklingar, eða 4,7% þeirra sem leituðu til okkar, höfðu orðið fyrir öllum þessum þremur tegundum ofbeldis samtímis — og eltihrellihegðun birtist sífellt oftar í stafrænu formi. Auk þess greindu 22% þjónustunotenda frá stafrænu ofbeldi. Slíkar aðstæður takmarka líf þolenda mjög: margir upplifa sig stöðugt undir eftirliti, geta ekki slakað á og tæki sem venjulega auka öryggi umbreytast í ógnartól. Snjalltæki eru stundum hökkuð, staðsetningarbúnaður settur upp og gerendur finna sífellt nýjar leiðir til að hafa samband eða valda skaða — jafnvel eftir sambandslit. Dæmi eru um að gerendur opni bílrúður að næturlagi til að rigni eða fenni inn í bíla þolenda, eða sendi skilaboð með smágreiðslum í forritum eins og Aur þegar aðrir samskiptamiðlar hafa verið lokaðir. Hræðsla er algeng og eðlileg tilfinning eftir að ofbeldissambandi lýkur. Óttinn við að ofbeldið versni er raunverulegur, og oft er hættulegasti tíminn þegar þolandi fer frá gerandanum. Hótanir, ótti um börn og fjölskyldu og stöðug árvekni yfir því hvað gerandinn gæti gert fylgir mörgum löngu eftir sambandsslitið. Óttinn birtist í svefni, samskiptum, líkamlegum viðbrögðum þar sem þolandinn þarf að vera í sífelldri árvekni og í því að líta um öxl. Kvíði verður bæði sálrænt og líkamlegt ástand sem fylgir einstaklingum eins og skuggi. Það er heldur ekki óalgengt að þolendur kenni sjálfum sér um ofbeldið, upplifi sjálfsásökun og sektarkennd. Gerendur nýta sér þetta og ýta undir þessar hugsanir með því að varpa ábyrgð yfir á þolandann og kenna honum um ofbeldið sem hann verður fyrir. Okkar hlutverk sem samfélags er að bregðast við þessari ógn og senda skýr skilaboð um að ofbeldi — stafrænt eða annars konar — sé aldrei liðið. Höfundur er teymisstýra Bjarkarhlíðar Greinin er skrifuð í tilefni 16 daga átaks gegn kynbundnu ofbeldi sem stendur frá 25. nóvember til 10. desember. Áhersla alþjóðlega átaksins í ár er á stafrænt ofbeldi undir yfirskriftinni “Ending Digital Violence Against All Women and Girls”.
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar