Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar 2. desember 2025 16:00 Hvar er andlit Krists? Jólin eru í nánd og senn fögnum við því að 2025 ár eru liðin frá fæðingu frelsarans. Sá atburður er svo merkilegur og svo samofinn allri menningu okkar að við miðum tímatalið sjálft við hann en virðumst þó á sama tíma oft gleyma hinni raunverulegu merkingu hans. Við þekkjum öll jólaguðspjallið: María og Jósef leggjast á flótta, finna sér hvergi húsaskjól og Jesúbarnið fæðist í jötu í fullkominni auðmýkt. Kristur fæddist hvorki sem konungur eða auðmaður heldur gerði hann sig smáan og varnarlausan og það er þannig sem hann ríkir; Hann birtist okkur ekki yfirþyrmandi og sterkur heldur biður okkur um að elska sig sem barn. Guð gerði sig lítinn svo við myndum ekki óttast dýrð hans, svo við gætum skilið hann í einfaldleika sínum, boðið hann velkominn og elskað hann. Þar með var öllum fyrri forsendum mannkynssögunar snúið á hvolf, andlit Guðs birtist okkur í hjálparlausu barni og fullkomnaðist síðar í písl hans og upprisu. Við kristnir menn höfum löngum litið á Maríu Mey sem sérstaka fyrirmynd okkar. Hún er ekki aðeins móðir Guðs heldur einnig fullkomin birtingarmynd trúarinnar: hún efaðist aldrei og fylgdi Kristi alla tíð, jafnvel í gegnum písl hans. Hún var þar með vitni að- og upplifði þjáningar sem er nánast ómögulegt að ímynda sér. Það hefði verið auðveldara að flýja eða líta undan eins og flestir lærisveinar Krists gerðu raunar. En Guð skapaði okkur ekki til að lifa þægilegu lífi heldur, þvert á móti, til dýrðar. Þar er ekki átt við við hina heiðnu dýrð afls og ríkidæmis, heldur einmitt þá auðmýkt sem birtist okkur í Jesúbarninu í jötunni og þeim styrk sem felst í samneyti við Drottin sjálfan: að líta ekki undan þegar aðrir þjást heldur leita að andliti Krists sem þjáist sjálfur með þeim. Ég hef fylgst nýlega með fréttum af Kaffistofu Samhjálpar sem glímir við mikinn húsnæðisvanda. Stofan er tímabundið til húsnæðis í kjallara Hvítasunnukirkjunnar og svo virðist sem að töluverð mótstaða hafi myndast meðal verðandi nágranna hennar við Grensásveg m.a vegna ótta við þá sem sækja stofuna og mögulegra neikvæðra áhrifa starfseminnar á húsnæðisverð. Þetta eru skiljanlegar áhyggjur í öfugsnúnu samfélagi en þegar slíkar kenndir bera okkur ofurliði þá verðum við að leita í kjarnaboðskap kristinnar trúar til að eiga okkur einhverrar viðreisnar von. Frelsarinn sagði okkur jú ekki að hafa áhyggjur af rýrnandi húsnæðisverði, sígarettureyk eða ónæði heldur talaði hann skýrum orðum um að hafna auðsöfnun, sjálfselsku og harðlyndi og lagði raunar sinnuleysi að jöfnu við að vanrækja Drottin sjálfan: „Sannlega segi ég yður: Það allt sem þér gjörðuð ekki einum hinna minnstu bræðra minna, það hafið þér ekki heldur gjört mér.” (Matt 25.45) Samhjálp vinnur mjög mikilvægt starf og þangað sækja minnstu bræður okkar og systur í samfélaginu: fólk sem vegna fátæktar og fíknar á vart í sig og á og reiðir sig því á þessa þjónustu. Það er lífsnauðsynlegt fyrir þau að þessi starfsemi haldist til streitu. Ég vil því hvetja verðandi nágranna Kaffistofu Samhjálpar að taka þeim fagnandi og hugsa jákvætt um starfsemi hennar - sem tækifæri til að snerta guðdóminn sjálfan með því að elska náunga sinn. Ég vil einnig hvetja alla lesendur sem hafa færi á að hjálpa starfsemi Samhjálpar á einhvern hátt til að gera það. Það má t.d að gera á einfaldan hátt hér. Höfundur er listamaður og leikmaður í kaþólsku kirkjunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kaffistofa Samhjálpar Mest lesið Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun Skoðun Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir skrifar Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Árangur byrjar í starfsmannahópnum Jana Katrín Knútsdóttir skrifar Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson skrifar Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir skrifar Sjá meira
Hvar er andlit Krists? Jólin eru í nánd og senn fögnum við því að 2025 ár eru liðin frá fæðingu frelsarans. Sá atburður er svo merkilegur og svo samofinn allri menningu okkar að við miðum tímatalið sjálft við hann en virðumst þó á sama tíma oft gleyma hinni raunverulegu merkingu hans. Við þekkjum öll jólaguðspjallið: María og Jósef leggjast á flótta, finna sér hvergi húsaskjól og Jesúbarnið fæðist í jötu í fullkominni auðmýkt. Kristur fæddist hvorki sem konungur eða auðmaður heldur gerði hann sig smáan og varnarlausan og það er þannig sem hann ríkir; Hann birtist okkur ekki yfirþyrmandi og sterkur heldur biður okkur um að elska sig sem barn. Guð gerði sig lítinn svo við myndum ekki óttast dýrð hans, svo við gætum skilið hann í einfaldleika sínum, boðið hann velkominn og elskað hann. Þar með var öllum fyrri forsendum mannkynssögunar snúið á hvolf, andlit Guðs birtist okkur í hjálparlausu barni og fullkomnaðist síðar í písl hans og upprisu. Við kristnir menn höfum löngum litið á Maríu Mey sem sérstaka fyrirmynd okkar. Hún er ekki aðeins móðir Guðs heldur einnig fullkomin birtingarmynd trúarinnar: hún efaðist aldrei og fylgdi Kristi alla tíð, jafnvel í gegnum písl hans. Hún var þar með vitni að- og upplifði þjáningar sem er nánast ómögulegt að ímynda sér. Það hefði verið auðveldara að flýja eða líta undan eins og flestir lærisveinar Krists gerðu raunar. En Guð skapaði okkur ekki til að lifa þægilegu lífi heldur, þvert á móti, til dýrðar. Þar er ekki átt við við hina heiðnu dýrð afls og ríkidæmis, heldur einmitt þá auðmýkt sem birtist okkur í Jesúbarninu í jötunni og þeim styrk sem felst í samneyti við Drottin sjálfan: að líta ekki undan þegar aðrir þjást heldur leita að andliti Krists sem þjáist sjálfur með þeim. Ég hef fylgst nýlega með fréttum af Kaffistofu Samhjálpar sem glímir við mikinn húsnæðisvanda. Stofan er tímabundið til húsnæðis í kjallara Hvítasunnukirkjunnar og svo virðist sem að töluverð mótstaða hafi myndast meðal verðandi nágranna hennar við Grensásveg m.a vegna ótta við þá sem sækja stofuna og mögulegra neikvæðra áhrifa starfseminnar á húsnæðisverð. Þetta eru skiljanlegar áhyggjur í öfugsnúnu samfélagi en þegar slíkar kenndir bera okkur ofurliði þá verðum við að leita í kjarnaboðskap kristinnar trúar til að eiga okkur einhverrar viðreisnar von. Frelsarinn sagði okkur jú ekki að hafa áhyggjur af rýrnandi húsnæðisverði, sígarettureyk eða ónæði heldur talaði hann skýrum orðum um að hafna auðsöfnun, sjálfselsku og harðlyndi og lagði raunar sinnuleysi að jöfnu við að vanrækja Drottin sjálfan: „Sannlega segi ég yður: Það allt sem þér gjörðuð ekki einum hinna minnstu bræðra minna, það hafið þér ekki heldur gjört mér.” (Matt 25.45) Samhjálp vinnur mjög mikilvægt starf og þangað sækja minnstu bræður okkar og systur í samfélaginu: fólk sem vegna fátæktar og fíknar á vart í sig og á og reiðir sig því á þessa þjónustu. Það er lífsnauðsynlegt fyrir þau að þessi starfsemi haldist til streitu. Ég vil því hvetja verðandi nágranna Kaffistofu Samhjálpar að taka þeim fagnandi og hugsa jákvætt um starfsemi hennar - sem tækifæri til að snerta guðdóminn sjálfan með því að elska náunga sinn. Ég vil einnig hvetja alla lesendur sem hafa færi á að hjálpa starfsemi Samhjálpar á einhvern hátt til að gera það. Það má t.d að gera á einfaldan hátt hér. Höfundur er listamaður og leikmaður í kaþólsku kirkjunni.
Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun
Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun
Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun