Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 5. desember 2025 07:03 Fram kom á fréttavef Ríkisútvarpsins í vikunni að Evrópusambandið hefði kynnt áætlanir um 90 milljarða evra fjárstuðning við Úkraínu næstu tvö árin sem annað hvort yrði fjármagnað með lántökum eða frystum eignum rússneska seðlabankans í ríkjum sambandsins. Hins vegar liggur fyrir á sama tíma að ríki Evrópusambandsins hafa greitt meira fyrir jarðefnaeldsneyti frá Rússlandi frá innrás rússneska hersins í landið í lok febrúar 2022 en í fjárstyrk til Úkraínumanna á sama tíma. Maria Malmer Stenergard, utanríkisráðherra Svíþjóðar, vakti athygli á þessu nýverið. Ríki Evrópusambandsins hefðu þannig greitt yfir 200 milljarða evra til Rússlands á sama tíma og fjárstuðningur þeirra við Úkraínu hefði numið 187 milljörðum. Væri allt sem ríkin hefðu keypt frá Rússlandi talið með hefðu 311 milljarðar evra skilað sér þangað. Í frétt Euronews segir að væri annar stuðningur þeirra við Úkraínu tekinn með, þar með talin ógreidd loforð, næði hann ekki þeirri upphæð. Við það bætist að ríki Evrópusambandsins eru enn að kaupa verulegt magn af einkum gasi frá Rússlandi sem refsiaðgerðir sambandsins ná ekki til þó verulega hafi dregið úr í þeim efnum. Er gert ráð fyrir því að ríkin muni ekki hætta þeim viðskiptum endanlega fyrr en 2027. Upphaflega var miðað við 2028 en það var endurskoðað vegna þrýstings frá Bandaríkjunum. Hvort það stenzt á eftir að koma í ljós. Aðeins í október síðastliðnum greiddu ríkin hátt í milljarð evra til Rússlands. Forystumenn Evrópusambandsins hafa viðurkennt að með þessu og háum greiðslum til Rússlands fyrir jarðefnaeldsneyti árum og áratugum saman fyrir innrásina haf ríki þess í raun fjármagnað hernaðaruppbyggingu rússneskra stjórnvalda og síðan hernað þeirra gegn Úkraínu. Þau ríki sambandsins sem kaupa mest af jarðefnaeldsneyti frá Rússlandi eru Belgía, Frakkland, Rúmenía, Slóvakía og Ungverjaland. Þá eru ríki þess enn stærstu kaupendur rússnesks gass í fljótandi formi. Með vítaverðu dómgreindarleysi sínu tókst forystumönnum Evrópusambandsins að setja efnahagsmál og orkuöryggi þess í fullkomið uppnám sem leiddi meðal annars til stóraukinnar verðbólgu sem síðar skilaði sér meðal annars hingað til lands í gegnum hærri framleiðslukostnað á meginlandinu og þar með hærri kostnað við innfluttar vörur þaðan. Fyrir utan annað er þetta fólkið sem Evrópusambandssinnar telja treystandi fyrir stjórn Íslands með inngöngu í sambandið. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Mest lesið Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani Skoðun Mannasættir Teitur Atlason Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk Skoðun Halldór 03.1.2026 Halldór Skoðun Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Sjá meira
Fram kom á fréttavef Ríkisútvarpsins í vikunni að Evrópusambandið hefði kynnt áætlanir um 90 milljarða evra fjárstuðning við Úkraínu næstu tvö árin sem annað hvort yrði fjármagnað með lántökum eða frystum eignum rússneska seðlabankans í ríkjum sambandsins. Hins vegar liggur fyrir á sama tíma að ríki Evrópusambandsins hafa greitt meira fyrir jarðefnaeldsneyti frá Rússlandi frá innrás rússneska hersins í landið í lok febrúar 2022 en í fjárstyrk til Úkraínumanna á sama tíma. Maria Malmer Stenergard, utanríkisráðherra Svíþjóðar, vakti athygli á þessu nýverið. Ríki Evrópusambandsins hefðu þannig greitt yfir 200 milljarða evra til Rússlands á sama tíma og fjárstuðningur þeirra við Úkraínu hefði numið 187 milljörðum. Væri allt sem ríkin hefðu keypt frá Rússlandi talið með hefðu 311 milljarðar evra skilað sér þangað. Í frétt Euronews segir að væri annar stuðningur þeirra við Úkraínu tekinn með, þar með talin ógreidd loforð, næði hann ekki þeirri upphæð. Við það bætist að ríki Evrópusambandsins eru enn að kaupa verulegt magn af einkum gasi frá Rússlandi sem refsiaðgerðir sambandsins ná ekki til þó verulega hafi dregið úr í þeim efnum. Er gert ráð fyrir því að ríkin muni ekki hætta þeim viðskiptum endanlega fyrr en 2027. Upphaflega var miðað við 2028 en það var endurskoðað vegna þrýstings frá Bandaríkjunum. Hvort það stenzt á eftir að koma í ljós. Aðeins í október síðastliðnum greiddu ríkin hátt í milljarð evra til Rússlands. Forystumenn Evrópusambandsins hafa viðurkennt að með þessu og háum greiðslum til Rússlands fyrir jarðefnaeldsneyti árum og áratugum saman fyrir innrásina haf ríki þess í raun fjármagnað hernaðaruppbyggingu rússneskra stjórnvalda og síðan hernað þeirra gegn Úkraínu. Þau ríki sambandsins sem kaupa mest af jarðefnaeldsneyti frá Rússlandi eru Belgía, Frakkland, Rúmenía, Slóvakía og Ungverjaland. Þá eru ríki þess enn stærstu kaupendur rússnesks gass í fljótandi formi. Með vítaverðu dómgreindarleysi sínu tókst forystumönnum Evrópusambandsins að setja efnahagsmál og orkuöryggi þess í fullkomið uppnám sem leiddi meðal annars til stóraukinnar verðbólgu sem síðar skilaði sér meðal annars hingað til lands í gegnum hærri framleiðslukostnað á meginlandinu og þar með hærri kostnað við innfluttar vörur þaðan. Fyrir utan annað er þetta fólkið sem Evrópusambandssinnar telja treystandi fyrir stjórn Íslands með inngöngu í sambandið. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun