Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar 4. desember 2025 18:00 Magnús M. Norðdahl lögfræðingur ASÍ ritaði grein sem birtist á Vísi þann 4. desember, Lögmaður á villigötum, í tilefni af grein minni um réttindi hlutastarfandi starfsmanna hjá Reykjavíkurborg sem birt var á Vísi þann 3. desember sl. Inntak greinar hans var að ég hafi fullyrt í grein minni að beiting reglna nr. 1/90 og 2/90 væri með samþykki stéttarfélaga og væri sú fullyrðing bæði röng og meiðandi. Nefndi hann að ASÍ hefði verið í samskiptum við Reykjavíkurborg og ríkið vegna þeirrar mismununar sem reglurnar fælu í sér í garð hlutastarfandi starfsmanna Reykjavíkurborgar og gert kröfu um að þeim yrði breytt en án árangurs. Því hafi samtökin í samstarfi við BSRB og BHM kært ríkið til ESA í febrúar sl. vegna á brota á tilskipun 97/81/EC um hlutastörf. Staðreyndin er sú að reglur nr. 1/90 og 2/90 voru samþykktar í borgarráði 5. júní 1990 og hafa reglurnar ekki tekið breytingum síðan. Þá tóku lög um starfsmenn í hlutastörfum nr. 10/2004 gildi 1. október 2004 og hafa því gilt í rúm 20 ár. Þó að reglurnar hafi upphaflega verið samdar einhliða af Reykjavíkurborg og þær samþykkar í borgarráði, hafa þær frá setningu verið hluti af kjarasamningum Reykjavíkurborgar og þeirra stéttarfélaga sem semja um kaup og kjör fyrir hönd félagsmanna sinna, í rúm 35 ár. Með því að samþykkja kjarasamning voru stéttarfélögin þannig að samþykkja að reglurnar giltu um slysatryggingu hlutastarfandi starfsmanna Reykjavíkurborgar. Undirritaður reiknar með að stéttarfélög og samtök þeirra þekki vel þau réttindi og skyldur sem samið er um í kjarasamningum. Nefndi Magnús einnig að samtökin hafi verið upplýst um að reglunum hafi ekki verið beitt, sem hann reyndar dró í efa án þess að hafa tiltækar sannanir fyrir því. Staðreyndin er sú að í framkvæmd hefur Reykjavíkurborg ítrekað hafnað greiðslu bóta með vísan í að tjónþoli hafi ekki slasast í aðalstarfi sínu. Hefur undirritaður þingfest stefnu á hendur Reykjavíkurborg fyrir héraðsdómi til heimtu bóta í einu af málunum, sem ætla má að verði fordæmisgefandi í öðrum sambærilegum málum. Undirritaður hefði glaður upplýst samtökin um hvernig Reykjavíkurborg framfylgdi reglunum í reynd ef eftir því hefði verið leitað í stað þess að spyrja bara Reykjavíkurborg. Því má velta fyrir sér hver er á villigötum í málinu? Höfundur er hæstaréttarlögmaður hjá Fulltingi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Sveitarstjórnarmál Stéttarfélög Mest lesið Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Öryggi farþega í leigubílum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ekki líta undan Reyn Alpha Magnúsdóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut í samhengi norskra skipaganga Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Magnús M. Norðdahl lögfræðingur ASÍ ritaði grein sem birtist á Vísi þann 4. desember, Lögmaður á villigötum, í tilefni af grein minni um réttindi hlutastarfandi starfsmanna hjá Reykjavíkurborg sem birt var á Vísi þann 3. desember sl. Inntak greinar hans var að ég hafi fullyrt í grein minni að beiting reglna nr. 1/90 og 2/90 væri með samþykki stéttarfélaga og væri sú fullyrðing bæði röng og meiðandi. Nefndi hann að ASÍ hefði verið í samskiptum við Reykjavíkurborg og ríkið vegna þeirrar mismununar sem reglurnar fælu í sér í garð hlutastarfandi starfsmanna Reykjavíkurborgar og gert kröfu um að þeim yrði breytt en án árangurs. Því hafi samtökin í samstarfi við BSRB og BHM kært ríkið til ESA í febrúar sl. vegna á brota á tilskipun 97/81/EC um hlutastörf. Staðreyndin er sú að reglur nr. 1/90 og 2/90 voru samþykktar í borgarráði 5. júní 1990 og hafa reglurnar ekki tekið breytingum síðan. Þá tóku lög um starfsmenn í hlutastörfum nr. 10/2004 gildi 1. október 2004 og hafa því gilt í rúm 20 ár. Þó að reglurnar hafi upphaflega verið samdar einhliða af Reykjavíkurborg og þær samþykkar í borgarráði, hafa þær frá setningu verið hluti af kjarasamningum Reykjavíkurborgar og þeirra stéttarfélaga sem semja um kaup og kjör fyrir hönd félagsmanna sinna, í rúm 35 ár. Með því að samþykkja kjarasamning voru stéttarfélögin þannig að samþykkja að reglurnar giltu um slysatryggingu hlutastarfandi starfsmanna Reykjavíkurborgar. Undirritaður reiknar með að stéttarfélög og samtök þeirra þekki vel þau réttindi og skyldur sem samið er um í kjarasamningum. Nefndi Magnús einnig að samtökin hafi verið upplýst um að reglunum hafi ekki verið beitt, sem hann reyndar dró í efa án þess að hafa tiltækar sannanir fyrir því. Staðreyndin er sú að í framkvæmd hefur Reykjavíkurborg ítrekað hafnað greiðslu bóta með vísan í að tjónþoli hafi ekki slasast í aðalstarfi sínu. Hefur undirritaður þingfest stefnu á hendur Reykjavíkurborg fyrir héraðsdómi til heimtu bóta í einu af málunum, sem ætla má að verði fordæmisgefandi í öðrum sambærilegum málum. Undirritaður hefði glaður upplýst samtökin um hvernig Reykjavíkurborg framfylgdi reglunum í reynd ef eftir því hefði verið leitað í stað þess að spyrja bara Reykjavíkurborg. Því má velta fyrir sér hver er á villigötum í málinu? Höfundur er hæstaréttarlögmaður hjá Fulltingi.
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar
Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun