Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Sindri Sverrisson skrifar 5. desember 2025 15:01 Kjartan Atli Kjartansson er með tvo leikmenn í sínu liði sem spiluðu mikið í nýafstöðnu landsleikjahléi. Vísir / Diego Þráðurinn verður tekinn upp að nýju í Bónus-deild karla í körfubolta í kvöld þegar fjórir leikir fara fram. Álftnesingar frumsýna þá nýjan leikmann sem leikið hefur yfir áttatíu landsleiki fyrir sterkt lið Georgíu, hefur farið á stórmót og leikið nokkur tímabil í efstu deild á Spáni. Kjartan Atli Kjartansson, þjálfari Álftnesinga, ræddi um þennan nýja leikmann, Rati Andronikashvili, sem verður í eldlínunni gegn ÍR í Breiðholtinu í kvöld. Níunda umferð Bónus-deildar karla: Föstudagur: 19.15 Keflavík - KR 19.15 ÍR - Álftanes 19.15 Tindastóll - ÍA 19.15 Valur - Njarðvík Laugardagur: 19.00 Ármann - Þór Þ. Sunnudagur: 19.15 Stjarnan - Grindavík „Rati er mjög skemmtilegur leikmaður. Hann er búinn að vera í þessu sterka georgíska landsliði og þeir Haukur [Helgi Pálsson] eru báðir að koma úr því að spila ansi margar mínútur. Það segir manni hvað þessi landsleikjahlé eru oft „tricky“. Sumir eru að koma úr miklum spiltíma og stórum hlutverkum en aðrir bara búnir að vera að æfa. Rati kemur inn í liðið með margt. Þess vegna fengum við hann til okkar. Hann stýrir leiknum vel, er mjög góður í vörn og bara gæðaleikmaður. Hann hefur ekkert spilað með félagsliði á þessari leiktíð og við sjáum bara til hversu hratt við náum honum í leikform en hann spilaði með georgíska landsliðinu núna í landsliðsglugganum,“ sagði Kjartan við Vísi. Ljóst er að koma Andronikashvili styrkir enn Bónus-deildina sem að sögn Kjartans hefur aldrei verið sterkari: „Deildin er alltaf að stækka og það eru mjög margir öflugir leikmenn hérna. Í hverju liði eru leikmenn sem að hefðu ekkert verið í deildinni þegar ég var að spila í henni. Gæðin aukast með ári hverju og það væri mjög áhugavert að vita hvernig deildin stæði í samanburði við aðrar deildir. Við sjáum Stólana gera mjög vel í sinni Evrópukeppni. Við höfum verið að fara til Króatíu og Portúgals á undirbúningstímabilinu, þrjú ár í röð, og spilað við sterk lið á meginlandinu og við sjáum að deildin okkar er að verða mjög samkeppnishæf við sterk lið í Evrópu,“ sagði Kjartan, ánægður með að nú sé aftur spilað eftir landsleikjahléið: „En það var fínt að fá smá hlé í þetta. Hlutirnir gerast svolítið hratt fyrstu vikurnar á mótinu og gott að komast aðeins í burtu frá leiknum. Við tókum okkur þriggja daga frí og menn fengu smáhlé frá hefðbundnum æfingum og leikjum, sem er bara mjög gott.“ Leikur ÍR og Álftaness hefst klukkan 19:15 í kvöld og er sýndur á Sýn Sport Ísland 3. Allir leikir kvöldsins eru svo á Skiptiborðinu á Sýn Sport Ísland. „ÍR-ingar eru mjög öflugt lið. Borche og ÍR er eitthvað sem passar rosalega vel saman. ÍR-liðið endurspeglar rosalega vel það sem ÍR hefur staðið fyrir; vinnusemi, dugnað og kraft. Þetta er rosalega öflugt lið og eins og allir leikir í þessari deild þá verður þetta jafn og spennandi leikur. Það verður gaman að fara í Breiðholtið í kvöld,“ sagði Kjartan. Bónus-deild karla UMF Álftanes Mest lesið Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Fótbolti Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Sjá meira
Kjartan Atli Kjartansson, þjálfari Álftnesinga, ræddi um þennan nýja leikmann, Rati Andronikashvili, sem verður í eldlínunni gegn ÍR í Breiðholtinu í kvöld. Níunda umferð Bónus-deildar karla: Föstudagur: 19.15 Keflavík - KR 19.15 ÍR - Álftanes 19.15 Tindastóll - ÍA 19.15 Valur - Njarðvík Laugardagur: 19.00 Ármann - Þór Þ. Sunnudagur: 19.15 Stjarnan - Grindavík „Rati er mjög skemmtilegur leikmaður. Hann er búinn að vera í þessu sterka georgíska landsliði og þeir Haukur [Helgi Pálsson] eru báðir að koma úr því að spila ansi margar mínútur. Það segir manni hvað þessi landsleikjahlé eru oft „tricky“. Sumir eru að koma úr miklum spiltíma og stórum hlutverkum en aðrir bara búnir að vera að æfa. Rati kemur inn í liðið með margt. Þess vegna fengum við hann til okkar. Hann stýrir leiknum vel, er mjög góður í vörn og bara gæðaleikmaður. Hann hefur ekkert spilað með félagsliði á þessari leiktíð og við sjáum bara til hversu hratt við náum honum í leikform en hann spilaði með georgíska landsliðinu núna í landsliðsglugganum,“ sagði Kjartan við Vísi. Ljóst er að koma Andronikashvili styrkir enn Bónus-deildina sem að sögn Kjartans hefur aldrei verið sterkari: „Deildin er alltaf að stækka og það eru mjög margir öflugir leikmenn hérna. Í hverju liði eru leikmenn sem að hefðu ekkert verið í deildinni þegar ég var að spila í henni. Gæðin aukast með ári hverju og það væri mjög áhugavert að vita hvernig deildin stæði í samanburði við aðrar deildir. Við sjáum Stólana gera mjög vel í sinni Evrópukeppni. Við höfum verið að fara til Króatíu og Portúgals á undirbúningstímabilinu, þrjú ár í röð, og spilað við sterk lið á meginlandinu og við sjáum að deildin okkar er að verða mjög samkeppnishæf við sterk lið í Evrópu,“ sagði Kjartan, ánægður með að nú sé aftur spilað eftir landsleikjahléið: „En það var fínt að fá smá hlé í þetta. Hlutirnir gerast svolítið hratt fyrstu vikurnar á mótinu og gott að komast aðeins í burtu frá leiknum. Við tókum okkur þriggja daga frí og menn fengu smáhlé frá hefðbundnum æfingum og leikjum, sem er bara mjög gott.“ Leikur ÍR og Álftaness hefst klukkan 19:15 í kvöld og er sýndur á Sýn Sport Ísland 3. Allir leikir kvöldsins eru svo á Skiptiborðinu á Sýn Sport Ísland. „ÍR-ingar eru mjög öflugt lið. Borche og ÍR er eitthvað sem passar rosalega vel saman. ÍR-liðið endurspeglar rosalega vel það sem ÍR hefur staðið fyrir; vinnusemi, dugnað og kraft. Þetta er rosalega öflugt lið og eins og allir leikir í þessari deild þá verður þetta jafn og spennandi leikur. Það verður gaman að fara í Breiðholtið í kvöld,“ sagði Kjartan.
Níunda umferð Bónus-deildar karla: Föstudagur: 19.15 Keflavík - KR 19.15 ÍR - Álftanes 19.15 Tindastóll - ÍA 19.15 Valur - Njarðvík Laugardagur: 19.00 Ármann - Þór Þ. Sunnudagur: 19.15 Stjarnan - Grindavík
Bónus-deild karla UMF Álftanes Mest lesið Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Fótbolti Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Sjá meira