„Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar 5. desember 2025 15:01 Orðið "kortræst" hefur á síðustu árum fest sig í sessi á Norðurlöndum sem hugtak yfir vörur sem ferðast stutta leið frá uppruna til neytenda. Jólatré sem ræktað eru hér á landi falla einstaklega vel að þeirri hugsun: þau eru náttúruleg, vistvæn og hluti af sjálfbærri skógrækt sem hefur áratugalanga sögu á Íslandi. Norrænt hugtak, íslensk nálgun Stuttflutt var valið orð ársins í Færeyjum árið 2022 og lýsir vöru sem ferðast stuttan veg. Við Íslendingar tökum sjaldan upp tökuorð úr færeysku, á meðan Færeyingar hafa verið duglegir að tileinka sér íslensk orð; engu að síður kusum við, að ábendingu félagsmanna, að nota hugtakið stuttflutt þar sem það fangar vel þá hugsun sem við viljum miðla. Á Íslandi fellur hugtakið sérlega vel að umræðu um sjálfbærni, þar sem neytendur vilja vita hvaðan hráefni kemur, að það skilji eftir sig lítið kolefnisspor og styðji við nærumhverfið. Íslensk jólatré, sem vaxa í skógum nærri byggð, eru einmitt dæmi um slíka stuttflutta framleiðslu. Lífræn og sjálfbær ræktun Jólatré í íslenskum skógum eru hluti af heildrænum skógarekstri þar sem ekki er notast við tilbúinn áburð né skordýraeitur. Þau eru yfirleitt tekin við fyrstu grisjun á ungum skógum, sem styrkir heilsu skógarins, eykur birtu og stuðlar að fjölbreyttari gróðri. Fyrir hvert tré sem tekið er eru svo gróðursett margfalt fleiri, sem tryggir áframhaldandi vöxt skóga, eflir kolefnisbindingu og styrkir vistkerfið til framtíðar. Samfélagslegur ávinningur Skógræktarfélög um land allt eru almannaheillasamtök og tekjur af jólatrjáasölu renna aftur í verkefni sem styðja skógrækt, útivist og fræðslu. Þannig tengjast jólatré ekki aðeins gróðri og náttúruvernd heldur einnig samfélagsuppbyggingu og aðgengi almennings að heilnæmum grænum svæðum. Jólin og náttúran Fyrir marga eru jólatré ekki bara hluti af jólaskreytingum, heldur af stærri upplifun: að fara út, finna ilm af fersku barrinu og velja tréð sem fylgir fjölskyldunni inn í hátíðina. Trén úti í skóginum lifa í nánu sambýli við sveppi og verja sig meðal annars með ilmkjarnaolíum. Þegar lífrænt, lifandi tré er flutt inn í stofu fer það að gefa frá sér heilnæma lykt sem bætir inniloftið, hefur róandi áhrif á taugakerfið og dýpkar öndun. Skógarbað, sem á rætur í japanskri hugmyndafræði, byggir á þessu sama samspili manns og lifandi gróðurs. Ritrýndar fræðigreinar benda til þess að skógarbað hafi róandi áhrif á streituhormón í allt að viku. Með því að koma með lífrænt íslenskt jólatré inn á heimilið aukast því líkur á slökun um jólin eitthvað sem flest okkar þurfa einmitt um hátíðirnar þegar áreiti og dagskrá eru í hámarki. Sú tenging við náttúruna er stór hluti af þeirri hefð sem hefur fest sig í sessi hér á landi og er enn mikilvægur hluti íslenskra jóla. Stuttflutt jólatré eru því meira en skraut, þau eru hluti af vistvænni, menningarlegri og samfélagslegri jólahefð sem heldur áfram að vaxa og styrkjast. Höfundur er framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tré Skógrækt og landgræðsla Mest lesið Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Mannasættir Teitur Atlason Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Sjá meira
Orðið "kortræst" hefur á síðustu árum fest sig í sessi á Norðurlöndum sem hugtak yfir vörur sem ferðast stutta leið frá uppruna til neytenda. Jólatré sem ræktað eru hér á landi falla einstaklega vel að þeirri hugsun: þau eru náttúruleg, vistvæn og hluti af sjálfbærri skógrækt sem hefur áratugalanga sögu á Íslandi. Norrænt hugtak, íslensk nálgun Stuttflutt var valið orð ársins í Færeyjum árið 2022 og lýsir vöru sem ferðast stuttan veg. Við Íslendingar tökum sjaldan upp tökuorð úr færeysku, á meðan Færeyingar hafa verið duglegir að tileinka sér íslensk orð; engu að síður kusum við, að ábendingu félagsmanna, að nota hugtakið stuttflutt þar sem það fangar vel þá hugsun sem við viljum miðla. Á Íslandi fellur hugtakið sérlega vel að umræðu um sjálfbærni, þar sem neytendur vilja vita hvaðan hráefni kemur, að það skilji eftir sig lítið kolefnisspor og styðji við nærumhverfið. Íslensk jólatré, sem vaxa í skógum nærri byggð, eru einmitt dæmi um slíka stuttflutta framleiðslu. Lífræn og sjálfbær ræktun Jólatré í íslenskum skógum eru hluti af heildrænum skógarekstri þar sem ekki er notast við tilbúinn áburð né skordýraeitur. Þau eru yfirleitt tekin við fyrstu grisjun á ungum skógum, sem styrkir heilsu skógarins, eykur birtu og stuðlar að fjölbreyttari gróðri. Fyrir hvert tré sem tekið er eru svo gróðursett margfalt fleiri, sem tryggir áframhaldandi vöxt skóga, eflir kolefnisbindingu og styrkir vistkerfið til framtíðar. Samfélagslegur ávinningur Skógræktarfélög um land allt eru almannaheillasamtök og tekjur af jólatrjáasölu renna aftur í verkefni sem styðja skógrækt, útivist og fræðslu. Þannig tengjast jólatré ekki aðeins gróðri og náttúruvernd heldur einnig samfélagsuppbyggingu og aðgengi almennings að heilnæmum grænum svæðum. Jólin og náttúran Fyrir marga eru jólatré ekki bara hluti af jólaskreytingum, heldur af stærri upplifun: að fara út, finna ilm af fersku barrinu og velja tréð sem fylgir fjölskyldunni inn í hátíðina. Trén úti í skóginum lifa í nánu sambýli við sveppi og verja sig meðal annars með ilmkjarnaolíum. Þegar lífrænt, lifandi tré er flutt inn í stofu fer það að gefa frá sér heilnæma lykt sem bætir inniloftið, hefur róandi áhrif á taugakerfið og dýpkar öndun. Skógarbað, sem á rætur í japanskri hugmyndafræði, byggir á þessu sama samspili manns og lifandi gróðurs. Ritrýndar fræðigreinar benda til þess að skógarbað hafi róandi áhrif á streituhormón í allt að viku. Með því að koma með lífrænt íslenskt jólatré inn á heimilið aukast því líkur á slökun um jólin eitthvað sem flest okkar þurfa einmitt um hátíðirnar þegar áreiti og dagskrá eru í hámarki. Sú tenging við náttúruna er stór hluti af þeirri hefð sem hefur fest sig í sessi hér á landi og er enn mikilvægur hluti íslenskra jóla. Stuttflutt jólatré eru því meira en skraut, þau eru hluti af vistvænni, menningarlegri og samfélagslegri jólahefð sem heldur áfram að vaxa og styrkjast. Höfundur er framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Reykjavíkur.
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun