„Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. desember 2025 10:02 Kristinn Óskarsson dómari reynir að silla til friðar á milli Grindvíkingsins Jordan Semple og Stjörnumannsins Giannis Agravanis. Grindvíkingurinn Jordan Semple var sendur snemma í sturtu í stórleik Stjörnunnar og Grindavíkur í Bónusdeild karla í körfubolta í gær. Bónus Körfuboltakvöld fór yfir ástæðuna fyrir því að Semple var rekinn út úr húsi af dómurum leiksins. Semple var búinn að spila vel í upphafi leiks enda kominn með fjórtán stig á fyrstu þrettán mínútum leiksins. „Semple var frábær í þessum körfuboltaleik þegar hann var inni á vellinum og hann var að stefna í að eiga einhvern algjöran tröllaleik,“ sagði Stefán Árni Pálsson. Svo sprakk allt í andlitið á honum í öðrum leikhluta. Voru einstaklega vanstilltir fyrir þennan leik „Þetta er óvanalegt. Ég hef ekki séð hann svona mikið missa marks tilfinningalega séð. Þeir voru nokkrir þarna í Grindavík sem voru bara alveg einstaklega vanstilltir fyrir þennan leik,“ sagði Ómar Sævarsson, sérfræðingur Körfuboltakvölds. Klippa: Körfuboltakvöld um brottrekstur Jordan Semple út úr húsi Semple fékk fyrst tæknivillu fyrir tuð eftir að Stjörnumaðurinn Giannis Agravanis lét hann finna fyrir því. Það liðu síðan aðeins átján sekúndur af leiktímanum þar til að Semple krækti sér í aðra tæknivillu og var í beinu framhaldinu rekinn út úr húsi. „Hann biður um að láta reka sig út,“ sagði Stefán Árni. Óheyrilega heimskulegt „Þetta er alveg óheyrilega heimskulegt. Í hinni tæknivillunni þá hefði dómarinn mögulega getað sagt honum bara aðeins að róa sig. Hann er leikreyndur leikmaður en bara biður um að láta fleygja sér út. Dómarinn getur ekkert annað gert en að dæma á þetta. Hann gefur dómurunum ekki tækifæri á að gera neitt annað,“ sagði Ómar. „Ég myndi bróka hann inn í klefa,“ sagði Stefán. Mikið í því að láta vorkenna sér „Þetta er bara mikil vanstilling, en þeir eiga það til að missa hausinn. Kane missir mjög oft hausinn og það er svo sem ekkert óeðlilegt að einhverjir aðrir svona eigi það til að missa hausinn líka,“ sagði Sævar Sævarsson, sérfræðingur Körfuboltakvölds. „Þeir voru aðeins of mikið í því að láta vorkenna sér,“ sagði Sævar. Það má horfa á umfjöllunina um tæknivilluna og brottreksturinn hér fyrir ofan. Bónus-deild karla Körfuboltakvöld UMF Grindavík Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? Enski boltinn Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Enski boltinn Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Fótbolti „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Ljóstrað upp um svindl eftir asna á Extraleikunum Sjáðu Grindavík klúðra viljandi til að vinna lygilegan sigur Tapað öllum án Sigurðar: „Ef hann er heill þá er hann bara í botni“ Uppfært: Þóttist mæta í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum „Eitt og annað sem við þurfum að vinna í“ Sjá meira
Semple var búinn að spila vel í upphafi leiks enda kominn með fjórtán stig á fyrstu þrettán mínútum leiksins. „Semple var frábær í þessum körfuboltaleik þegar hann var inni á vellinum og hann var að stefna í að eiga einhvern algjöran tröllaleik,“ sagði Stefán Árni Pálsson. Svo sprakk allt í andlitið á honum í öðrum leikhluta. Voru einstaklega vanstilltir fyrir þennan leik „Þetta er óvanalegt. Ég hef ekki séð hann svona mikið missa marks tilfinningalega séð. Þeir voru nokkrir þarna í Grindavík sem voru bara alveg einstaklega vanstilltir fyrir þennan leik,“ sagði Ómar Sævarsson, sérfræðingur Körfuboltakvölds. Klippa: Körfuboltakvöld um brottrekstur Jordan Semple út úr húsi Semple fékk fyrst tæknivillu fyrir tuð eftir að Stjörnumaðurinn Giannis Agravanis lét hann finna fyrir því. Það liðu síðan aðeins átján sekúndur af leiktímanum þar til að Semple krækti sér í aðra tæknivillu og var í beinu framhaldinu rekinn út úr húsi. „Hann biður um að láta reka sig út,“ sagði Stefán Árni. Óheyrilega heimskulegt „Þetta er alveg óheyrilega heimskulegt. Í hinni tæknivillunni þá hefði dómarinn mögulega getað sagt honum bara aðeins að róa sig. Hann er leikreyndur leikmaður en bara biður um að láta fleygja sér út. Dómarinn getur ekkert annað gert en að dæma á þetta. Hann gefur dómurunum ekki tækifæri á að gera neitt annað,“ sagði Ómar. „Ég myndi bróka hann inn í klefa,“ sagði Stefán. Mikið í því að láta vorkenna sér „Þetta er bara mikil vanstilling, en þeir eiga það til að missa hausinn. Kane missir mjög oft hausinn og það er svo sem ekkert óeðlilegt að einhverjir aðrir svona eigi það til að missa hausinn líka,“ sagði Sævar Sævarsson, sérfræðingur Körfuboltakvölds. „Þeir voru aðeins of mikið í því að láta vorkenna sér,“ sagði Sævar. Það má horfa á umfjöllunina um tæknivilluna og brottreksturinn hér fyrir ofan.
Bónus-deild karla Körfuboltakvöld UMF Grindavík Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? Enski boltinn Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Enski boltinn Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Fótbolti „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Ljóstrað upp um svindl eftir asna á Extraleikunum Sjáðu Grindavík klúðra viljandi til að vinna lygilegan sigur Tapað öllum án Sigurðar: „Ef hann er heill þá er hann bara í botni“ Uppfært: Þóttist mæta í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum „Eitt og annað sem við þurfum að vinna í“ Sjá meira