Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar 8. desember 2025 13:31 Ríkisstjórn Íslands hefur ákveðið að svíkja öryrkja sem búa erlendis um eingreiðslu, sem þeir hafa þó fengið síðustu ár óháð búsetu sinni utan Íslands. Fólk býr erlendis af ýmsum ástæðum. Öryrkjar sem búa erlendis fá ekki auka greiðslur eins og heimilisuppbót eða framfærsluppbót greidd á grundvelli lögheimilis. Þannig að heildargreiðsla til þeirra er um 60.000 kr lægri en öryrkja sem er búsettur er á Íslandi (þetta er eftir aðstæðum, þar sem heimilisuppbót og framfærsluppbót er bundin við hjúskaparstöðu viðkomandi). Ríkisstjórn Íslands er að svíkja öryrkja sem eru búsettir erlendis og það harkalega. Þetta er skömm ríkisstjórnarinnar ef þetta verður að lögum. Þetta er skömm ríkisstjórnarinnar og stjórnmálaflokkana sem standa að ríkisstjórninni sem verður aldrei þvegin í burtu. Þetta er skömm sem verður ekki þvegin í burtu, þó svo að ríkisstjórnin breyti þessum lögum á síðustu stundu. Hérna er einfaldlega verið að ráðast á fátækasta fólk á Íslandi, vegna þess að það býr innan Evrópu og nýtir þann rétt til þess að búa utan Íslands í Evrópu á grundvelli alþjóðlegra samnninga. Umræddur málaflokkur er undir stjórn Flokk Fólksins sem hefur, þegar hann var í stjórnarandstöðu farið mikið um þessa eingreiðslu á hverju ári í Desember. Með fullt af látum og upphrópunum. Þannig að greiðslan hefur fengist í gegn síðan henni var komið á árið 2021 vegna verðbólgu og verðhækkana. Þegar hinsvegar flokkur fólksins komst í ríkisstjórn og í ráðherraembætti. Þá fór að heyrast annað hljóð. Þá skiptu öryrkjar sem búa erlendis ekki neinu máli, það örlar einnig á því að öryrkjar sem búa á Íslandi skipti ekki neinu máli heldur. Stjórnmálaflokkar tala mikið og segja margt. Það sem skiptir máli er hvað þeir gera þegar þeir hafa völdin. Núna hefur það komið í ljós með ríkisstjórnina á Íslandi og þá sérstaklega flokk fólksins hvað þeim finnst og hvað þeir eru tilbúnir að gera þegar þeir eru með völdin. Það er ekki góð ásýnd, þar sem í tilraun til þess að spara er öryrkjum sem búa erlendis refsað fyrir það að búa erlendis með því að svipta þá þessari eingreiðslu. Ríkisstjórn á að hækka skatta á ríkasta fólk Íslands, ekki leita sparnaðar hjá fátækasta fólki Íslands. Í nefndaráliti sem var gefið út í dag (8. Desember 2025). Þá leggur nefndin til þess að frumvarpið fari óbreytt í gegn og verði að lögum. Þannig verði mismunun eftir búsetu lögfest á Íslandi varðandi þessa eingreiðslu, þvert á lög, stjórnarskrá Íslands og EES samninginn. Svona er ekki í lagi verður aldrei í lagi. Sama hvernig stjórnmálamenn reyna að réttlæta svona mismunun gegn fátækasta fólki á Íslandi. Þessi eingreiðsla var greidd til öryrkja sem voru búsettir erlendis árið 2024, árið 2023, árið 2022 og árið 2021. Þarna eru fjögur ár af lagafordæmi sem núverandi ríkisstjórn Íslands ætlar að fara gegn. Nefndarálit Velferðarnefndar Núverandi stjórnarandstaða á Íslandi er ekkert betri. Þau nenntu ekki einu sinni að mæta í vinnuna eða umræddan fund þar sem fjallað var um þetta lagafrumvarp, eða senda inn varamann ef slíkt væri í boði. Höfundur er rithöfundur, borgaralegur vísindamaður og öryrki búsettur í Danmörku vegna stöðu húsnæðismála á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Frímann Jónsson Félagsmál Mest lesið Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Skoðun Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez skrifar Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann skrifar Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson skrifar Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Ríkisstjórn Íslands hefur ákveðið að svíkja öryrkja sem búa erlendis um eingreiðslu, sem þeir hafa þó fengið síðustu ár óháð búsetu sinni utan Íslands. Fólk býr erlendis af ýmsum ástæðum. Öryrkjar sem búa erlendis fá ekki auka greiðslur eins og heimilisuppbót eða framfærsluppbót greidd á grundvelli lögheimilis. Þannig að heildargreiðsla til þeirra er um 60.000 kr lægri en öryrkja sem er búsettur er á Íslandi (þetta er eftir aðstæðum, þar sem heimilisuppbót og framfærsluppbót er bundin við hjúskaparstöðu viðkomandi). Ríkisstjórn Íslands er að svíkja öryrkja sem eru búsettir erlendis og það harkalega. Þetta er skömm ríkisstjórnarinnar ef þetta verður að lögum. Þetta er skömm ríkisstjórnarinnar og stjórnmálaflokkana sem standa að ríkisstjórninni sem verður aldrei þvegin í burtu. Þetta er skömm sem verður ekki þvegin í burtu, þó svo að ríkisstjórnin breyti þessum lögum á síðustu stundu. Hérna er einfaldlega verið að ráðast á fátækasta fólk á Íslandi, vegna þess að það býr innan Evrópu og nýtir þann rétt til þess að búa utan Íslands í Evrópu á grundvelli alþjóðlegra samnninga. Umræddur málaflokkur er undir stjórn Flokk Fólksins sem hefur, þegar hann var í stjórnarandstöðu farið mikið um þessa eingreiðslu á hverju ári í Desember. Með fullt af látum og upphrópunum. Þannig að greiðslan hefur fengist í gegn síðan henni var komið á árið 2021 vegna verðbólgu og verðhækkana. Þegar hinsvegar flokkur fólksins komst í ríkisstjórn og í ráðherraembætti. Þá fór að heyrast annað hljóð. Þá skiptu öryrkjar sem búa erlendis ekki neinu máli, það örlar einnig á því að öryrkjar sem búa á Íslandi skipti ekki neinu máli heldur. Stjórnmálaflokkar tala mikið og segja margt. Það sem skiptir máli er hvað þeir gera þegar þeir hafa völdin. Núna hefur það komið í ljós með ríkisstjórnina á Íslandi og þá sérstaklega flokk fólksins hvað þeim finnst og hvað þeir eru tilbúnir að gera þegar þeir eru með völdin. Það er ekki góð ásýnd, þar sem í tilraun til þess að spara er öryrkjum sem búa erlendis refsað fyrir það að búa erlendis með því að svipta þá þessari eingreiðslu. Ríkisstjórn á að hækka skatta á ríkasta fólk Íslands, ekki leita sparnaðar hjá fátækasta fólki Íslands. Í nefndaráliti sem var gefið út í dag (8. Desember 2025). Þá leggur nefndin til þess að frumvarpið fari óbreytt í gegn og verði að lögum. Þannig verði mismunun eftir búsetu lögfest á Íslandi varðandi þessa eingreiðslu, þvert á lög, stjórnarskrá Íslands og EES samninginn. Svona er ekki í lagi verður aldrei í lagi. Sama hvernig stjórnmálamenn reyna að réttlæta svona mismunun gegn fátækasta fólki á Íslandi. Þessi eingreiðsla var greidd til öryrkja sem voru búsettir erlendis árið 2024, árið 2023, árið 2022 og árið 2021. Þarna eru fjögur ár af lagafordæmi sem núverandi ríkisstjórn Íslands ætlar að fara gegn. Nefndarálit Velferðarnefndar Núverandi stjórnarandstaða á Íslandi er ekkert betri. Þau nenntu ekki einu sinni að mæta í vinnuna eða umræddan fund þar sem fjallað var um þetta lagafrumvarp, eða senda inn varamann ef slíkt væri í boði. Höfundur er rithöfundur, borgaralegur vísindamaður og öryrki búsettur í Danmörku vegna stöðu húsnæðismála á Íslandi.
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun