Fólk farið að reykja kókaínið Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 8. desember 2025 19:20 Svala Jóhannesdóttir formaður Matthildar skaðaminnkunarsamtaka segist sjá aukningu í ópíóða- og kókaínvanda. Fólk sé í neyslu úr öllum stéttum landsins. Samtökin reka nýtt úrræði sem nefnist Reykur sem er skaðaminnkandi þjónusta þar sem fólk með vímuefnavanda getur fengið hreinan búnað og ráðgjöf og stuðning. Vísir Ópíóða- og kókaínfíkn er að aukast og reglulega kemur fólk sem reykir kókaín sem er enn hættulegra að sögn formanns Matthildarsamtakanna. Hún telur núverandi stefnu stjórnvalda í málaflokknum hafa gengið sér til húðar því þrátt fyrir met í haldlagningu vímuefna séu vísbendingar um að bæði framboð og eftirspurn hafi aukist á árinu. Lög-og tollgæsla hafa slegið hvert Íslandsmetið á fætur öðru í haldlagningu á fíkniefnum í ár. Stjórnendur þar telja að það sé vísbending um betri aðferðir en líka um að framboð og eftirspurn hér sé meira en áður. Svala Jóhannesdóttir formaður Matthildar skaðaminnkunarsamtök sem hefur starfað í málaflokknum í næstum tvo áratugi telur seinni kostinn líklegri. „Þessar haldlagningar hafa því miður ekki haft nein áhrif á framboð á markaði eða aðgengi að efnunum. Það er eins á öðrum Norðurlöndum og alþjóðlega þ.e. þó efni séu haldlögð í stórum stíl hefur framboðið ekki minnkað þar,“ segir hún. Hún finni fyrir aukningu í gegnum átakið Reykur sem er þjónusta samtakanna fyrir fólk sem reykir ópíóða og örvandi vímuefni. Hættulegra að reykja kókaínið „Við höfum verulegar áhyggjur því ópíóðavandi á landinu er enn að aukast. Annað sem við sjáum er að fólk er að þróa með sér meiri kókaínvanda. Við erum líka reglulega að fá fólk til okkar sem er að reykja kókaín og það er gríðarlega flókin vímuefnavandi,“ segir Svala. Svala segir að fíknin fari ekki í manngreiningarálit og í hópnum sé alls konar fólk. „Þetta er fólk með vímuefnavanda úr öllum stéttum landsins.“ Hátt í tvö hundruð nýtt sér úrræðið Alls hafa um 170 manns leitað til samtakanna vegna Reyks skaðaminnkandi þjónustu frá því hún hófst í febrúar á þessu ári. Það sem felst t.d. í þjónustunni er hreinn álpappír og glerpípur. Einföld vímuefnapróf, Naloxone nefúði og ráðgjöf og stuðningur. Svala segir hafa komið sér í opna skjöldu hversu fáir í hópnum höfðu leitað sér hjálpar áður. „Það sem hefur komið mér mest á óvart er að langflestir sem hafa leitað til okkar eru ekki í neinni annarri þjónustu. Við erum í raun eina úrræðið sem þau fá stuðning og skaðaminnkandi þjónustu frá. Reykur er oft fyrsti snertipunktur fólks í að leita sér aðstoðar,“ segir Svala. Endurskoðun á löggjöf nauðsynleg Hún telur núverandi stefnu stjórnvalda í málaflokknum hafa gengið sér til húðar. „Ef við viljum draga úr framboði, aðgengi og eftirspurn eftir efnunum verðum við að endurskoða stefnuna okkar og löggjöf. Mögulega væri fyrsta skrefið að byrja að skoða hvort að núverandi stefna hafi skilað okkur einhverjum árangri. Núverandi bann og refsistefna hefur ekki skilað þeim árangri sem vonast var eftir,“ segir Svala. Fíkn Lögreglan Lögreglumál Fíkniefnabrot Tengdar fréttir Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Tollgæslan hefur kært hátt í þrjú hundruð mál vegna innflutnings á fíkniefnum- og lyfjum á þessu ári. Tæplega helmingur málanna flokkast sem stórfelld brot. Hvert Íslandsmetið á fætur öðru hefur fallið í ár þegar kemur að haldlagningu á efnum á landamærum. 4. desember 2025 19:00 Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Fjórir erlendir ríkisborgarar hafa verið handteknir vegna stórfellds fíkniefnainnflutnings í tveimur aðskildum málum í tengslum við komu Norrænu til Seyðisfjarðar. Það tók tollgæslu marga klukkutíma að finna efnin sem voru kyrfilega falin í bílum. Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir að samfélagið verði að staldra við og spyrja sig af hverju eftirspurnin eftir fíkniefnum sé svona mikil. 3. desember 2025 19:10 Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Tveir rúmlega tvítugir karlmenn hafa verið dæmdir að mestu í skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa haft í hótunum og rænt ungmenni í Hafnarfirði í fyrrasumar. Fleiri mál þeim tengd eru til meðferðar í kerfinu sem tengjast líkamsárásum, skemmdarverkum og fleira. Unglingsdrengir sem voru rændir lýstu því að hafa verið mjög hræddir og óttast um líf sitt þegar grímuklæddir „arabalegir“ menn veittust að þeim. 3. desember 2025 11:40 Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Komust yfir myndband af slysinu Innlent Fleiri fréttir Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Sjá meira
Lög-og tollgæsla hafa slegið hvert Íslandsmetið á fætur öðru í haldlagningu á fíkniefnum í ár. Stjórnendur þar telja að það sé vísbending um betri aðferðir en líka um að framboð og eftirspurn hér sé meira en áður. Svala Jóhannesdóttir formaður Matthildar skaðaminnkunarsamtök sem hefur starfað í málaflokknum í næstum tvo áratugi telur seinni kostinn líklegri. „Þessar haldlagningar hafa því miður ekki haft nein áhrif á framboð á markaði eða aðgengi að efnunum. Það er eins á öðrum Norðurlöndum og alþjóðlega þ.e. þó efni séu haldlögð í stórum stíl hefur framboðið ekki minnkað þar,“ segir hún. Hún finni fyrir aukningu í gegnum átakið Reykur sem er þjónusta samtakanna fyrir fólk sem reykir ópíóða og örvandi vímuefni. Hættulegra að reykja kókaínið „Við höfum verulegar áhyggjur því ópíóðavandi á landinu er enn að aukast. Annað sem við sjáum er að fólk er að þróa með sér meiri kókaínvanda. Við erum líka reglulega að fá fólk til okkar sem er að reykja kókaín og það er gríðarlega flókin vímuefnavandi,“ segir Svala. Svala segir að fíknin fari ekki í manngreiningarálit og í hópnum sé alls konar fólk. „Þetta er fólk með vímuefnavanda úr öllum stéttum landsins.“ Hátt í tvö hundruð nýtt sér úrræðið Alls hafa um 170 manns leitað til samtakanna vegna Reyks skaðaminnkandi þjónustu frá því hún hófst í febrúar á þessu ári. Það sem felst t.d. í þjónustunni er hreinn álpappír og glerpípur. Einföld vímuefnapróf, Naloxone nefúði og ráðgjöf og stuðningur. Svala segir hafa komið sér í opna skjöldu hversu fáir í hópnum höfðu leitað sér hjálpar áður. „Það sem hefur komið mér mest á óvart er að langflestir sem hafa leitað til okkar eru ekki í neinni annarri þjónustu. Við erum í raun eina úrræðið sem þau fá stuðning og skaðaminnkandi þjónustu frá. Reykur er oft fyrsti snertipunktur fólks í að leita sér aðstoðar,“ segir Svala. Endurskoðun á löggjöf nauðsynleg Hún telur núverandi stefnu stjórnvalda í málaflokknum hafa gengið sér til húðar. „Ef við viljum draga úr framboði, aðgengi og eftirspurn eftir efnunum verðum við að endurskoða stefnuna okkar og löggjöf. Mögulega væri fyrsta skrefið að byrja að skoða hvort að núverandi stefna hafi skilað okkur einhverjum árangri. Núverandi bann og refsistefna hefur ekki skilað þeim árangri sem vonast var eftir,“ segir Svala.
Fíkn Lögreglan Lögreglumál Fíkniefnabrot Tengdar fréttir Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Tollgæslan hefur kært hátt í þrjú hundruð mál vegna innflutnings á fíkniefnum- og lyfjum á þessu ári. Tæplega helmingur málanna flokkast sem stórfelld brot. Hvert Íslandsmetið á fætur öðru hefur fallið í ár þegar kemur að haldlagningu á efnum á landamærum. 4. desember 2025 19:00 Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Fjórir erlendir ríkisborgarar hafa verið handteknir vegna stórfellds fíkniefnainnflutnings í tveimur aðskildum málum í tengslum við komu Norrænu til Seyðisfjarðar. Það tók tollgæslu marga klukkutíma að finna efnin sem voru kyrfilega falin í bílum. Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir að samfélagið verði að staldra við og spyrja sig af hverju eftirspurnin eftir fíkniefnum sé svona mikil. 3. desember 2025 19:10 Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Tveir rúmlega tvítugir karlmenn hafa verið dæmdir að mestu í skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa haft í hótunum og rænt ungmenni í Hafnarfirði í fyrrasumar. Fleiri mál þeim tengd eru til meðferðar í kerfinu sem tengjast líkamsárásum, skemmdarverkum og fleira. Unglingsdrengir sem voru rændir lýstu því að hafa verið mjög hræddir og óttast um líf sitt þegar grímuklæddir „arabalegir“ menn veittust að þeim. 3. desember 2025 11:40 Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Komust yfir myndband af slysinu Innlent Fleiri fréttir Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Sjá meira
Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Tollgæslan hefur kært hátt í þrjú hundruð mál vegna innflutnings á fíkniefnum- og lyfjum á þessu ári. Tæplega helmingur málanna flokkast sem stórfelld brot. Hvert Íslandsmetið á fætur öðru hefur fallið í ár þegar kemur að haldlagningu á efnum á landamærum. 4. desember 2025 19:00
Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Fjórir erlendir ríkisborgarar hafa verið handteknir vegna stórfellds fíkniefnainnflutnings í tveimur aðskildum málum í tengslum við komu Norrænu til Seyðisfjarðar. Það tók tollgæslu marga klukkutíma að finna efnin sem voru kyrfilega falin í bílum. Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir að samfélagið verði að staldra við og spyrja sig af hverju eftirspurnin eftir fíkniefnum sé svona mikil. 3. desember 2025 19:10
Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Tveir rúmlega tvítugir karlmenn hafa verið dæmdir að mestu í skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa haft í hótunum og rænt ungmenni í Hafnarfirði í fyrrasumar. Fleiri mál þeim tengd eru til meðferðar í kerfinu sem tengjast líkamsárásum, skemmdarverkum og fleira. Unglingsdrengir sem voru rændir lýstu því að hafa verið mjög hræddir og óttast um líf sitt þegar grímuklæddir „arabalegir“ menn veittust að þeim. 3. desember 2025 11:40