Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar 9. desember 2025 06:31 Nú fer að líða að jólum og skólarnir fara bráðum í verðskuldað frí. Það er mikilvægt að staldra reglulega við og þakka kennurum og öllu starfsfólki skólanna fyrir ómetanlegt starf. Á hverjum einasta degi treystum við þeim fyrir börnunum okkar og það er ekki sjálfsagt. Í skólastarfinu felst oft ósýnileg vinna sem heldur kerfinu gangandi, jafnvel þegar álagið er mikið og aðstæður krefjandi. Á sama tíma er mikilvægt að minna á að við stöndum frammi fyrir kennaraskorti. Þessi þróun hefur þegar haft áhrif á íslenska skóla, bæði leik- og grunnskóla, og í Kópavogi er skorturinn víða orðinn áþreifanlegur. Ef ekkert verður að gert má búast við versnandi stöðu á næstu árum þar sem óvenju stór hópur kennara er að nálgast eftirlaunaaldur. Menntaðir kennarar skipta sköpum fyrir námsárangur, vellíðan og stöðugleika í skólastarfi. Kópavogur á að vera bær sem laðar að sér og heldur í fagfólk og sýnir virðingu fyrir því mikilvæga og krefjandi starfi sem kennarar sinna daglega. Við verðum að skapa raunhæfar leiðir til að fjölga kennurum, þannig að fólk geti menntað sig samhliða starfi án þess að missa tekjur eða þurfa að hætta störfum. Reynslan úr leikskólum Kópavogs er sterk fyrirmynd. Þar hafa leiðbeinendur fengið tækifæri til að mennta sig með stuðningi vinnuveitanda, svigrúmi á vinnutíma og tryggu starfi að námi loknu. Þetta hefur skilað sér í aukinni fagþekkingu, meira öryggi og stöðugleika í starfsemi leikskólanna. Á sama tíma nýtur sveitarfélagið starfskrafta fólksins allan þann tíma sem námið stendur. Það væri eðlilegt næsta skref að bjóða leiðbeinendum í grunnskólum bæjarins upp á sambærilega leið. Í grunnskólum starfar fjölbreyttur hópur leiðbeinenda sem sinnir kennslu af heilindum og fagmennsku og oft vantar aðeins raunhæfa leið til að ljúka leyfisbréfi. Það væri hægt að bjóða starfsfólki upp á að sinna námi samhliða starfi og tryggja þeim svo starf að námi loknu. Slík leið gæti líka laðað að nýtt, menntað starfsfólk sem hefur áhuga á að koma inn í skólakerfið og bæta við sig kennsluréttindum á sveigjanlegan hátt. Þá væri eðlilegt að fara í samstarf við háskólana og bjóða reyndum leiðbeinendum upp á raunfærnimat en margir búa yfir færni sem getur stytt námstíma þeirra verulega. Með því að virkja fólkið sem þegar vinnur í skólunum og bjóða upp á raunhæfar og sveigjanlegar menntunarleiðir getum við byggt upp sterka kennarastétt til framtíðar. Það myndi ekki aðeins mæta þeim skorti sem við stöndum frammi fyrir heldur styrkja allt skólasamfélagið og gera Kópavog að sveitarfélagi sem setur menntamál í forgrunn. Höfundur er varamaður Samfylkingarinnar í Menntaráði Kópavogs og foreldri tveggja barna í leik- og grunnskóla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samfylkingin Kópavogur Skóla- og menntamál Leikskólar Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson skrifar Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp skrifar Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af þessu tvennu, er mikilvægast að gera réttu hlutina Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Leghálsskimun – lítið mál! Vala Smáradóttir skrifar Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson skrifar Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Endurræsum fyrir börnin okkar og kennarana Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Nú fer að líða að jólum og skólarnir fara bráðum í verðskuldað frí. Það er mikilvægt að staldra reglulega við og þakka kennurum og öllu starfsfólki skólanna fyrir ómetanlegt starf. Á hverjum einasta degi treystum við þeim fyrir börnunum okkar og það er ekki sjálfsagt. Í skólastarfinu felst oft ósýnileg vinna sem heldur kerfinu gangandi, jafnvel þegar álagið er mikið og aðstæður krefjandi. Á sama tíma er mikilvægt að minna á að við stöndum frammi fyrir kennaraskorti. Þessi þróun hefur þegar haft áhrif á íslenska skóla, bæði leik- og grunnskóla, og í Kópavogi er skorturinn víða orðinn áþreifanlegur. Ef ekkert verður að gert má búast við versnandi stöðu á næstu árum þar sem óvenju stór hópur kennara er að nálgast eftirlaunaaldur. Menntaðir kennarar skipta sköpum fyrir námsárangur, vellíðan og stöðugleika í skólastarfi. Kópavogur á að vera bær sem laðar að sér og heldur í fagfólk og sýnir virðingu fyrir því mikilvæga og krefjandi starfi sem kennarar sinna daglega. Við verðum að skapa raunhæfar leiðir til að fjölga kennurum, þannig að fólk geti menntað sig samhliða starfi án þess að missa tekjur eða þurfa að hætta störfum. Reynslan úr leikskólum Kópavogs er sterk fyrirmynd. Þar hafa leiðbeinendur fengið tækifæri til að mennta sig með stuðningi vinnuveitanda, svigrúmi á vinnutíma og tryggu starfi að námi loknu. Þetta hefur skilað sér í aukinni fagþekkingu, meira öryggi og stöðugleika í starfsemi leikskólanna. Á sama tíma nýtur sveitarfélagið starfskrafta fólksins allan þann tíma sem námið stendur. Það væri eðlilegt næsta skref að bjóða leiðbeinendum í grunnskólum bæjarins upp á sambærilega leið. Í grunnskólum starfar fjölbreyttur hópur leiðbeinenda sem sinnir kennslu af heilindum og fagmennsku og oft vantar aðeins raunhæfa leið til að ljúka leyfisbréfi. Það væri hægt að bjóða starfsfólki upp á að sinna námi samhliða starfi og tryggja þeim svo starf að námi loknu. Slík leið gæti líka laðað að nýtt, menntað starfsfólk sem hefur áhuga á að koma inn í skólakerfið og bæta við sig kennsluréttindum á sveigjanlegan hátt. Þá væri eðlilegt að fara í samstarf við háskólana og bjóða reyndum leiðbeinendum upp á raunfærnimat en margir búa yfir færni sem getur stytt námstíma þeirra verulega. Með því að virkja fólkið sem þegar vinnur í skólunum og bjóða upp á raunhæfar og sveigjanlegar menntunarleiðir getum við byggt upp sterka kennarastétt til framtíðar. Það myndi ekki aðeins mæta þeim skorti sem við stöndum frammi fyrir heldur styrkja allt skólasamfélagið og gera Kópavog að sveitarfélagi sem setur menntamál í forgrunn. Höfundur er varamaður Samfylkingarinnar í Menntaráði Kópavogs og foreldri tveggja barna í leik- og grunnskóla.
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar
Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun