Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar 9. desember 2025 11:15 Alþingi samþykkti í síðustu viku að styrkja grunnstoðir íslensks þekkingarsamfélags. Ákveðið var að veita milljarði króna til viðbótar í rannsóknir og nýsköpun strax á næsta ári. Af þeirri hækkun renna 300 milljónir króna til Tækniþróunarsjóðs og 700 milljónir króna til Rannsóknasjóðs. Þessir sjóðir gegna gríðarmikilvægu hlutverki fyrir íslenskt þekkingarsamfélag og er þessi innspýting því kærkomin og alveg skýrt að við þurfum að halda áfram að styrkja sjóðina með myndarlegum hætti. Á undanförnum árum hafa sífellt fleiri umsóknir í þessa sjóði fengið synjun, þrátt fyrir að fá hæstu gæðaeinkunn fagaðila. Færri doktorsnemar, nýdoktorar og frumkvöðlar fá þá tækifæri til að taka sín fyrstu skref. Von mín er að þessi hækkun sjóða hvetji okkar öfluga vísindafólk og frumkvöðla til að halda áfram sínu mikilvæga starfi. Við vitum að fjárfesting í rannsóknum og nýsköpun skilar sér margfalt til baka. Samkeppnissjóðirnir styðja verkefni á upphafsreit – þar sem hugmyndir verða að þekkingu, þekking verður að lausnum og lausnir verða að fyrirtækjum, störfum og verðmætasköpun. Mörg framsæknustu útflutningsfyrirtæki landsins hófu vegferð sína með styrk úr samkeppnissjóðum á sviði nýsköpunar og rannsókna. Nýtum fjármagnið vel En það skiptir ekki aðeins máli hversu miklu fjármagni við verjum í sjóðina heldur einnig hvernig kerfið er byggt upp. Ég hef lagt fram frumvarp á Alþingi um stuðning við vísindi og nýsköpun þar sem sjö sjóðum er fækkað í fjóra og skerpt er á hlutverki Rannís sem þjónustumiðstöð þekkingarsamfélagsins. Í frumvarpinu er jafnframt kveðið á um kerfisbundna söfnun tölulegra gagna um umsóknir og úthlutanir, áhrifamat á þriggja ára fresti og aukið aðgengi að niðurstöðum verkefna, þar á meðal rannsóknargögnum. Markmiðið er einfaldara kerfi, skýrari markmið og betri yfirsýn yfir hvernig opinberir fjármunir nýtast. Öflugir samkeppnissjóðir og skilvirkt regluverk eru tvær mikilvægar forsendur þess að Ísland standi áfram framarlega sem þekkingarsamfélag á alþjóðavísu. Höfundur er menningar-, nýsköpunar og háskólaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Logi Einarsson Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Nýsköpun Fjárlagafrumvarp 2026 Mest lesið Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen Skoðun Skoðun Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Sjá meira
Alþingi samþykkti í síðustu viku að styrkja grunnstoðir íslensks þekkingarsamfélags. Ákveðið var að veita milljarði króna til viðbótar í rannsóknir og nýsköpun strax á næsta ári. Af þeirri hækkun renna 300 milljónir króna til Tækniþróunarsjóðs og 700 milljónir króna til Rannsóknasjóðs. Þessir sjóðir gegna gríðarmikilvægu hlutverki fyrir íslenskt þekkingarsamfélag og er þessi innspýting því kærkomin og alveg skýrt að við þurfum að halda áfram að styrkja sjóðina með myndarlegum hætti. Á undanförnum árum hafa sífellt fleiri umsóknir í þessa sjóði fengið synjun, þrátt fyrir að fá hæstu gæðaeinkunn fagaðila. Færri doktorsnemar, nýdoktorar og frumkvöðlar fá þá tækifæri til að taka sín fyrstu skref. Von mín er að þessi hækkun sjóða hvetji okkar öfluga vísindafólk og frumkvöðla til að halda áfram sínu mikilvæga starfi. Við vitum að fjárfesting í rannsóknum og nýsköpun skilar sér margfalt til baka. Samkeppnissjóðirnir styðja verkefni á upphafsreit – þar sem hugmyndir verða að þekkingu, þekking verður að lausnum og lausnir verða að fyrirtækjum, störfum og verðmætasköpun. Mörg framsæknustu útflutningsfyrirtæki landsins hófu vegferð sína með styrk úr samkeppnissjóðum á sviði nýsköpunar og rannsókna. Nýtum fjármagnið vel En það skiptir ekki aðeins máli hversu miklu fjármagni við verjum í sjóðina heldur einnig hvernig kerfið er byggt upp. Ég hef lagt fram frumvarp á Alþingi um stuðning við vísindi og nýsköpun þar sem sjö sjóðum er fækkað í fjóra og skerpt er á hlutverki Rannís sem þjónustumiðstöð þekkingarsamfélagsins. Í frumvarpinu er jafnframt kveðið á um kerfisbundna söfnun tölulegra gagna um umsóknir og úthlutanir, áhrifamat á þriggja ára fresti og aukið aðgengi að niðurstöðum verkefna, þar á meðal rannsóknargögnum. Markmiðið er einfaldara kerfi, skýrari markmið og betri yfirsýn yfir hvernig opinberir fjármunir nýtast. Öflugir samkeppnissjóðir og skilvirkt regluverk eru tvær mikilvægar forsendur þess að Ísland standi áfram framarlega sem þekkingarsamfélag á alþjóðavísu. Höfundur er menningar-, nýsköpunar og háskólaráðherra.
Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun