Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar 9. desember 2025 14:33 Íslenskum bönkum ber skylda til að meta raunlæga áhættu á fasteignasafni sínu, bæði íbúðar- og atvinnuhúsnæði, og upplýsa um möguleg áhrif slíkrar áhættu á eignasafnið. Raunlæg áhætta er áhætta sem stafar af umhverfisbreytingum, einkum vegna loftslagsbreytinga. Hún getur m.a. falist í hættu á flóðum vegna hækkunar sjávarstöðu eða aukinnar úrkomu á tilteknum svæðum, auk veðuröfga eins og storma eða langvarandi þurrka. Þar sem lánasöfn bankanna eru að mestu bundin við fasteignir á Íslandi þarf einnig að taka tillit til náttúruvár. Þar er átt við náttúrulega atburði eða fyrirbæri sem geta valdið tjóni, svo sem jarðskjálfta, eldgos og skriðuföll. Tilgangur upplýsingagjafar bankanna er að auka gagnsæi gagnvart hagaðilum um hvernig loftslagsbreytingar og náttúruvá geta haft áhrif á efnahagsreikninga þeirra. Hvað með upplýsingagjöf til eigenda fasteigna? Þrátt fyrir að bönkum beri að meta þessa áhættuþætti, þá ættu þessar upplýsingar erindi við miklu fleiri heldur en bara banka. Ég sem fasteignaeigandi vil geta flett upp hvort að mín eign sé t.d. undir flóðaáhættu eða á sprungusvæði. Þegar einstaklingar kaupa fasteign ætti að liggja fyrir hvort hún sé útsett fyrir áhrifum loftslagsbreytinga og náttúruvár. Verktakar sem eru að fara í ný fasteignaverkefni gætu einnig metið með upplýstari hætti hvernig skuli haga staðsetningum á nýjum verkefnum. Sveitarfélög og ríkisstofnanir væru einnig viðeigandi notendur af viðkomandi upplýsingum, t.d. við skipulagningu nýrra hverfa, og ríkið við forgangsröðun fjárfestinga og uppbyggingu innviða. Hver ber ábyrgð á þessari upplýsingagjöf? Að mínu mati ættu þessar upplýsingar að vera opinberar og aðgengilegar í miðlægum gagnagrunni, þar sem hagaðilar geta nálgast gögn um áhættu sem steðjar að fasteignum á Íslandi. Hingað til hefur reynst erfitt að framkvæma slíkt mat þar sem gögn um Ísland hafa verið takmörkuð og í höndum margra mismunandi stofnanna. Með tilkomu Loftslagsatlass Veðurstofu Íslands hefur orðið mikil framför, en þau gögn ein og sér duga ekki. Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) þyrfti einnig að koma að málinu, þar sem stofnunin hefur upplýsingar um allar fasteignir landsins. Með því að gera þessar upplýsingar opinberar og aðgengilegar tryggjum við að stuðst sé við sömu gögnin við mat á þessum áhættuþáttum, af öllum viðeigandi hagaðilum. Af hverju skiptir þetta máli? Það er hagur fleiri en banka að þessar upplýsingar séu skráðar miðlægt og aðgengi tryggt fyrir alla helstu hagaðila á Íslandi. Með því tryggjum við að mat á raunlægri áhættu sé framkvæmt með samræmdum hætti, sem eykur gagnsæi og traust í ákvarðanatöku. Slíkt kerfi myndi ekki aðeins gagnast fjármálakerfinu, heldur einnig veita fasteignaeigendum, verktökum, sveitarfélögum og opinberum stofnunum nauðsynleg gögn til að skipuleggja, fjárfesta í og vernda innviði með öryggi í huga. Höfundur er forstöðumaður rekstrar- og sjálfbærniáhættu í Arion banka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Arion banki Fjármálafyrirtæki Tryggingar Loftslagsmál Náttúruhamfarir Mest lesið Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal Skoðun Skoðun Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ungmennahús í Hveragerði Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Nýjar leiðbeiningar WHO um geðheilbrigðismál Kristín Einarsdóttir skrifar Skoðun Treystum við ríkisstjórninni fyrir náttúru Íslands? Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Allt hefur sinn tíma Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hernaðaríhlutun og mannréttindi í Venesúela Volker Türk skrifar Skoðun Er verið að svelta millistéttina til hlýðni? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hættum að setja saklaust fólk í fangelsi Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Orð ársins Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mataræðið – mikilvægur hluti af loftslagslausninni Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Allt skal með varúð vinna Hrafnhildur Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Snjór í Ártúnsbrekku Stefán Pálsson skrifar Skoðun Bók ársins Kjartan Valgarðsson skrifar Skoðun Það hefði mátt hlusta á FÍB Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Aðgengi fatlaðs fólks að vinnumarkaði er ekki góðgerð, það er jöfnuður Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Skamm, skamm Davíð Bergmann skrifar Skoðun Utanríkismálaárið 2025 Vilborg Ása Guðjónsdóttir,Erlingur Erlingsson,Guðbjörg Ríkey Th. Hauksdóttir,Guðrún Helga Jóhannsdóttir,Sveinn Helgason skrifar Sjá meira
Íslenskum bönkum ber skylda til að meta raunlæga áhættu á fasteignasafni sínu, bæði íbúðar- og atvinnuhúsnæði, og upplýsa um möguleg áhrif slíkrar áhættu á eignasafnið. Raunlæg áhætta er áhætta sem stafar af umhverfisbreytingum, einkum vegna loftslagsbreytinga. Hún getur m.a. falist í hættu á flóðum vegna hækkunar sjávarstöðu eða aukinnar úrkomu á tilteknum svæðum, auk veðuröfga eins og storma eða langvarandi þurrka. Þar sem lánasöfn bankanna eru að mestu bundin við fasteignir á Íslandi þarf einnig að taka tillit til náttúruvár. Þar er átt við náttúrulega atburði eða fyrirbæri sem geta valdið tjóni, svo sem jarðskjálfta, eldgos og skriðuföll. Tilgangur upplýsingagjafar bankanna er að auka gagnsæi gagnvart hagaðilum um hvernig loftslagsbreytingar og náttúruvá geta haft áhrif á efnahagsreikninga þeirra. Hvað með upplýsingagjöf til eigenda fasteigna? Þrátt fyrir að bönkum beri að meta þessa áhættuþætti, þá ættu þessar upplýsingar erindi við miklu fleiri heldur en bara banka. Ég sem fasteignaeigandi vil geta flett upp hvort að mín eign sé t.d. undir flóðaáhættu eða á sprungusvæði. Þegar einstaklingar kaupa fasteign ætti að liggja fyrir hvort hún sé útsett fyrir áhrifum loftslagsbreytinga og náttúruvár. Verktakar sem eru að fara í ný fasteignaverkefni gætu einnig metið með upplýstari hætti hvernig skuli haga staðsetningum á nýjum verkefnum. Sveitarfélög og ríkisstofnanir væru einnig viðeigandi notendur af viðkomandi upplýsingum, t.d. við skipulagningu nýrra hverfa, og ríkið við forgangsröðun fjárfestinga og uppbyggingu innviða. Hver ber ábyrgð á þessari upplýsingagjöf? Að mínu mati ættu þessar upplýsingar að vera opinberar og aðgengilegar í miðlægum gagnagrunni, þar sem hagaðilar geta nálgast gögn um áhættu sem steðjar að fasteignum á Íslandi. Hingað til hefur reynst erfitt að framkvæma slíkt mat þar sem gögn um Ísland hafa verið takmörkuð og í höndum margra mismunandi stofnanna. Með tilkomu Loftslagsatlass Veðurstofu Íslands hefur orðið mikil framför, en þau gögn ein og sér duga ekki. Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) þyrfti einnig að koma að málinu, þar sem stofnunin hefur upplýsingar um allar fasteignir landsins. Með því að gera þessar upplýsingar opinberar og aðgengilegar tryggjum við að stuðst sé við sömu gögnin við mat á þessum áhættuþáttum, af öllum viðeigandi hagaðilum. Af hverju skiptir þetta máli? Það er hagur fleiri en banka að þessar upplýsingar séu skráðar miðlægt og aðgengi tryggt fyrir alla helstu hagaðila á Íslandi. Með því tryggjum við að mat á raunlægri áhættu sé framkvæmt með samræmdum hætti, sem eykur gagnsæi og traust í ákvarðanatöku. Slíkt kerfi myndi ekki aðeins gagnast fjármálakerfinu, heldur einnig veita fasteignaeigendum, verktökum, sveitarfélögum og opinberum stofnunum nauðsynleg gögn til að skipuleggja, fjárfesta í og vernda innviði með öryggi í huga. Höfundur er forstöðumaður rekstrar- og sjálfbærniáhættu í Arion banka.
Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Aðgengi fatlaðs fólks að vinnumarkaði er ekki góðgerð, það er jöfnuður Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Utanríkismálaárið 2025 Vilborg Ása Guðjónsdóttir,Erlingur Erlingsson,Guðbjörg Ríkey Th. Hauksdóttir,Guðrún Helga Jóhannsdóttir,Sveinn Helgason skrifar
Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun