Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar 10. desember 2025 13:45 Landspítali tilkynnti nýverið að ný tungumálastefna hefði verið samþykkt sem kveður á um að íslenska sé aðaltungumál spítalans. Starfsfólk skal að jafnaði tala íslensku í starfseminni en ensku ef íslenskukunnátta er ekki til staðar. Íslenskukennsla verður efld og markvisst stutt við starfsfólk af erlendum uppruna að ná tökum á íslensku. Markmiðið með tungumálastefnunni er einfalt: að tryggja öryggi sjúklinga. Með stefnunni vill Landspítali tryggja að starfsfólk skilji mikilvægar upplýsingar og að það geti átt góð samskipti við sjúklinga, aðstandendur og samstarfsfólk. Stefnan hefur hlotið jákvæð viðbrögð, bæði innan spítalans og utan. Það er ekki síst erlent starfsfólk sem fagnar því að nú liggi skýrt fyrir hverjar kröfur og væntingar spítalans eru í þeirra garð. Aðfinnslur í garð starfsfólks sem talar ekki góða íslensku eru ólíðandi Eftir að fjallað var um tungumálastefnuna í fjölmiðlum hefur því miður borið á því að sjúklingar á Landspítala eða aðstandendur þeirra hafi verið með aðfinnslur í garð starfsfólks spítalans sem talar ekki góða íslensku, og mætt þessu starfsfólki með neikvæðu viðmóti. Það er óviðunandi og í andstöðu við markmið tungumálastefnunnar, sem er að tryggja góð samskipti starfsfólks og þeirra sem sækja þjónustu á spítalann. Um 10% starfsfólks Landspítala eru með erlent ríkisfang. Þetta fólk starfar þvert á deildir og er mikilvægur hlekkur í starfsemi spítalans. Það leggur sig fram um að veita góða þjónustu, ekki síður en þau sem hafa íslensku að móðurmáli, og á ekki skilið að verða fyrir ónotum af hálfu notenda þjónustunnar. Ekki aðeins er það vanvirðing heldur er það til þess fallið að valda vanlíðan og letja fólk til að læra málið. Staðreyndin er sú að margt erlent starfsfólk hefur þegar náð góðri færni í íslensku og aðrir eru að læra. Að ná tökum á nýju tungumáli tekur þó tíma, sérstaklega meðfram fullri vinnu og aðlögun að starfi í nýju landi. Við erum raunsæ og vitum að það mun taka nokkur ár áður en íslenskuhæfnin er komin þangað sem við viljum hafa hana. Þangað til er mikilvægt að fólki sé sýndur skilningur og þolinmæði á meðan tekist er á við ólík föll, kyn, hætti og myndir íslenskunnar. Aukin hæfni erlends starfsfólks í íslensku er, og á að vera, samvinnuverkefni okkar allra. Höfundur er framkvæmdastjóri hjúkrunar á Landspítala. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landspítalinn Íslensk tunga Mest lesið Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir skrifar Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hnefaleikameistarinn sem hefur aldrei keppt Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Urðum ekki yfir staðreyndir Anna Sigríður Guðnadóttir skrifar Skoðun Leysum leikskólamálin í Reykjavík Anna Björk Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Bjargráð Heiða Kristín Helgadóttir skrifar Skoðun Prófkjör D-lista í Mosfellsbæ 31. janúar Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Að framkvæma fyrst og spyrja svo Regína Hreinsdóttir skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Hættum að tala niður til barna og ungmenna Ómar Bragi Stefánsson skrifar Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir skrifar Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Æska mótar lífið – lærdómar af einstæðri langtímarannsókn Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Miðstýring sýslumanns Íslands Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Óeðlilegu afskipti Hönnu Katrínar Jón Kaldal skrifar Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri og sterkari skólar Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ævintýri á slóðum Vesturfara Karítas Hrundar Pálsdóttir skrifar Sjá meira
Landspítali tilkynnti nýverið að ný tungumálastefna hefði verið samþykkt sem kveður á um að íslenska sé aðaltungumál spítalans. Starfsfólk skal að jafnaði tala íslensku í starfseminni en ensku ef íslenskukunnátta er ekki til staðar. Íslenskukennsla verður efld og markvisst stutt við starfsfólk af erlendum uppruna að ná tökum á íslensku. Markmiðið með tungumálastefnunni er einfalt: að tryggja öryggi sjúklinga. Með stefnunni vill Landspítali tryggja að starfsfólk skilji mikilvægar upplýsingar og að það geti átt góð samskipti við sjúklinga, aðstandendur og samstarfsfólk. Stefnan hefur hlotið jákvæð viðbrögð, bæði innan spítalans og utan. Það er ekki síst erlent starfsfólk sem fagnar því að nú liggi skýrt fyrir hverjar kröfur og væntingar spítalans eru í þeirra garð. Aðfinnslur í garð starfsfólks sem talar ekki góða íslensku eru ólíðandi Eftir að fjallað var um tungumálastefnuna í fjölmiðlum hefur því miður borið á því að sjúklingar á Landspítala eða aðstandendur þeirra hafi verið með aðfinnslur í garð starfsfólks spítalans sem talar ekki góða íslensku, og mætt þessu starfsfólki með neikvæðu viðmóti. Það er óviðunandi og í andstöðu við markmið tungumálastefnunnar, sem er að tryggja góð samskipti starfsfólks og þeirra sem sækja þjónustu á spítalann. Um 10% starfsfólks Landspítala eru með erlent ríkisfang. Þetta fólk starfar þvert á deildir og er mikilvægur hlekkur í starfsemi spítalans. Það leggur sig fram um að veita góða þjónustu, ekki síður en þau sem hafa íslensku að móðurmáli, og á ekki skilið að verða fyrir ónotum af hálfu notenda þjónustunnar. Ekki aðeins er það vanvirðing heldur er það til þess fallið að valda vanlíðan og letja fólk til að læra málið. Staðreyndin er sú að margt erlent starfsfólk hefur þegar náð góðri færni í íslensku og aðrir eru að læra. Að ná tökum á nýju tungumáli tekur þó tíma, sérstaklega meðfram fullri vinnu og aðlögun að starfi í nýju landi. Við erum raunsæ og vitum að það mun taka nokkur ár áður en íslenskuhæfnin er komin þangað sem við viljum hafa hana. Þangað til er mikilvægt að fólki sé sýndur skilningur og þolinmæði á meðan tekist er á við ólík föll, kyn, hætti og myndir íslenskunnar. Aukin hæfni erlends starfsfólks í íslensku er, og á að vera, samvinnuverkefni okkar allra. Höfundur er framkvæmdastjóri hjúkrunar á Landspítala.
Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar
Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar
Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar