Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar 11. desember 2025 08:15 Tímabilið sem hófst 2013, þegar núverandi formaður Miðflokksins leiddi Framsókn í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokki, og næstu tíu árin á eftir, þegar Framsókn og Sjálfstæðisflokkur sátu meira og minna í ríkisstjórn, einkenndist fyrst og síðast af innleiðingu á skattalækkunum og -ívilnunum fyrir valda hópa í samfélaginu. Þessar ákvarðanir lækkuðu tekjur ríkissjóðs, juku innviðaskuld og drógu úr velferð en skildu meira eftir í vasanum á ríkustu tíu prósentum landsmanna. Allir aðrir hópar, 90 prósent þjóðarinnar, urðu fyrir því að skattbyrði þeirra var hækkuð. Það má sjá á meðfylgjandi mynd. Ný ríkisstjórn lofaði því í stjórnarsáttmála sínum að hún ætlaði að „bæta skattskil, loka glufum og fækka undanþágum í skattkerfinu“. Með öðrum orðum að gera skattkerfið almennara þannig að það sama sé yfir alla látið ganga. Það er enginn að taka persónuafsláttinn af launafólki Það er hún til dæmis að gera með því að afnema tvöfaldan skattafslátt fjármagnseigenda sem geta nýtt sér bæði persónuafslátt og frítekjumark til frádráttar. Til að vera með fjármagnstekjur þarf einstaklingur að eiga viðbótarfjármagn sem hann getur látið vinna fyrir sig og af þeim ávinningi greiðir hann mun lægri skatta en fólk af launum sínum. Nú skuluð þið athuga að 70 prósent allra fjármagnstekna fara til ríkustu tíu prósenta landsmanna, alls nálægt 250 milljörðum króna árlega. Þessi hópur þarf ekki tvöfaldan skattaafslátt. Ýmsir stjórnarandstæðingar hafa, með fullri meðvitund, reynt að segja almenningi að í þessari aðgerð felist afnám persónuafsláttar almennt, þegar í henni felast engin áhrif á fólk sem þiggur laun fyrir sína vinnu. Þetta er ósatt. Þvæla. Svo er verið að afnema samnýtingu skattþrepa, sem þau sex prósent landsmanna með hæstu launin geta nýtt sér. Um er að ræða skattalega ívilnun til sambúðarfólks þar sem annar aðilinn hefur tekjur í efsta skattþrepi en hinn ekki. Þá getur sá sem þénar meira nýtt sér skattþrep hins til að borga lægri skatta. Til að falla undir þessa skilgreiningu þarf tekjuhærri aðilinn að vera með að minnsta kosti 1.325 þúsund krónur í mánaðarlaun, eða tvöfalt hærri laun en miðgildi mánaðarlauna var á Íslandi í fyrra. Þetta hafa stjórnarandstæðingar kallað afnám samsköttunar, líkt og hjón og sambúðarfólk geti þá ekki lengur talið saman fram til skatts. Þetta er ósatt. Þvæla. Hér er einungis stiklað á stóru um glufurnar og afslættina sem sumir fá en aðrir ekki. Samanlagt skilar afnám þessara tveggja glufna því að ríkissjóður fær um fjóra milljarða króna í viðbótartekjur á ári en ríkasta fólk landsins þarf í staðinn að greiða skatta án undanþágu, líkt og þorri landsmanna gerir undanbragðalaust. Fjóra milljarða króna sem geta nýst í samfélagslega uppbyggingu. Þetta er það sem stjórnarandstaðan á við þegar hún öskrar „skattahækkanir“ í sífellu. Þetta eru hóparnir og hagsmunirnir sem hún vinnur fyrst og síðast fyrir. Það er enginn að stela ofgreiddum skatti af ykkur Nýjasta útspil minnihlutans og miðla í tengslum við hann er að reyna að klæða breytingu á heimild Skattsins til að bæta réttarstöðu almennings gagnvart stofnuninni sem einhvers konar heimild honum til handa til að stela af fólki ofgreiddum skatti. Varaformaður Sjálfstæðisflokksins deildi meira að segja frétt um þessa þvælu og skrifaði við að það ætti „að gera það nánast ómögulegt að fá endurgreiddan ofgreiddan skatt“. Staðreyndin er sú að breytingin sem verið er að gera veitir skattgreiðendum annars vegar skýrari rétt til að láta óháða aðila endurskoða synjanir Skattsins með því að gera þær kæranlegar til yfirskattanefndar sér að kostnaðarlausu, sem þær eru ekki í dag. Hins vegar setur hún kröfu um verulega hagsmuni sem gengur á báða bóga. Skatturinn mun því ekki getað krafið fólk um endurgreiðslu á óverulegum fjárhæðum og gömlum skuldum í kjölfar dóms eða úrskurðar nema um verulega hagsmuni sé að ræða og sömuleiðis verður Skattinum heimilt að synja beiðni um leiðréttingu ef fjárhæðin er lág eða krafan gömul. Þessi breyting breytir engu um þá almennu leiðréttingu sem fer fram í kjölfar skila á skattframtali á hverju ári, og flestir kannast við að bíða spenntir eftir hvort skili þeim óvæntri greiðslu eða vonbrigðunum sem fylgja því að skulda skatt. Áhrif breytingarinnar, sem hvílir á skilyrðum um verulega hagsmuni sem hafa verið í lögum árum saman, hafa engin áhrif á tekjur ríkissjóðs. Núll. Það er, með öðrum orðum, ekki verið að taka krónu af neinum heldur verið að færa skattgreiðendum aukin réttindi. Þetta á minnihlutinn á Alþingi að vita. Samt kýs hann að segja ósatt um málið. Þvæla það. Dreifa röngum upplýsingum af ásetningi Upplýsingaóreiða er það þegar röngum eða misvísandi upplýsingum er deilt til þess að valda skaða eða rugla umræðu. Þetta er orðið viðurkennt tól til notkunar í stjórnmálum nútímans, því miður. Á Íslandi er svona óreiða að verða mest nýtti þjónn stjórnarandstöðunnar og þeirra sem ganga erinda hennar. Ofangreint sýnir það skýrt. Kannski er það vegna þess að minnihlutinn skilur raunverulega ekki málin sem hann er að fjalla um. Ef svo er þá er það ekki gott fyrir neinn, vegna þess að það er ábyrgðarhlutverk að sitja á þingi. Líklegra er þó að þetta sé gert af ásetningi. Að vissu leyti er það ágætt, og til marks um hversu vel sitjandi ríkisstjórn er að standa sig, að minnihlutinn og miðlunarglundroðasólkerfi hans þurfa að festa sig í að dreifa röngum upplýsingum vegna þess að þau sjá ekki raunverulega veikleika á stefnumálum stjórnarinnar. Það má raunar líta á slíkt sem ákveðna gæðavottun. Höfundur er framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórður Snær Júlíusson Skattar, tollar og gjöld Fjármál heimilisins Mest lesið Múslimar Evrópu einangraðir Fastir pennar Tímamót Þorsteinn Pálsson Fastir pennar Róttæk hugsun Fastir pennar Refsivöndur Moskvuvaldsins Auðunn Arnórsson Fastir pennar Lærum af reynslunni Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Lúxusverkir Lára G. Sigurðardóttir Bakþankar Skítlegt eðli kvótakerfisins Skoðun Undirfjármagnaður Háskóli Aron Ólafsson Skoðun Opnari staða Þorsteinn Pálsson Fastir pennar Opinberar yfirheyrslur Jón Kaldal Fastir pennar Skoðun Skoðun Eru mannréttindi martröð? Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Deilan sem afhjúpar tómarúm í vísindum Hafró Svanur Guðmundsson,Altair Agmata skrifar Skoðun Læsisátök Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Eru opinberir starfsmenn ekki íbúar? Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Lesskilningur, lesblinda og lýðræðið Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og kynslóðaskipti - Erþaðþáskattur? Helgi Már Jósepsson,Cristina Cretu skrifar Skoðun Lausnin er bland í poka Hlédís M. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar: Umhyggja og framfarir Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að mæla? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynsla og léttleiki – Aðalsteinn fyrir Reykjavík Dóra Sif Tynes skrifar Skoðun Skálum fyrir íslensku þversögninni Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvað er húsfélag? Jónína Þórdís Karlsdóttir skrifar Skoðun Það er hægt að snúa við verri stöðu en er í Reykjavík í dag Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson skrifar Skoðun Að hamstra húsnæði Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Heilnæmt umhverfi – má brjóta verkefnið upp? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Fyrir heimabæinn minn Hilmar Gunnarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: aðferð til að tryggja mannréttindi Anna Lára Steindal,Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Hjóla – og göngustígar í Reykjavík: Metnaður á pappír, en brotakennd framkvæmd Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Þegar kristin trú er sögð án krossins — Hvar sagan byrjar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hver er sinnar gæfu smiður, hver er næstur sjálfum sér Jón Þór Júlíusson skrifar Skoðun Samráðsleysi um atvinnuleysistryggingar er feigðarflan Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Gefum íslensku séns Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ný nálgun á foreldrasamstarf Valgeir Þór Jakobsson skrifar Skoðun Hvenær er það besta nógu gott? Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð íslenskrar líftækni Jens Bjarnason skrifar Skoðun Sjókvíaeldi og framtíð villta laxins Brynjar Arnarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: martraðarkenndur draumur Gunnar Salvarsson skrifar Sjá meira
Tímabilið sem hófst 2013, þegar núverandi formaður Miðflokksins leiddi Framsókn í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokki, og næstu tíu árin á eftir, þegar Framsókn og Sjálfstæðisflokkur sátu meira og minna í ríkisstjórn, einkenndist fyrst og síðast af innleiðingu á skattalækkunum og -ívilnunum fyrir valda hópa í samfélaginu. Þessar ákvarðanir lækkuðu tekjur ríkissjóðs, juku innviðaskuld og drógu úr velferð en skildu meira eftir í vasanum á ríkustu tíu prósentum landsmanna. Allir aðrir hópar, 90 prósent þjóðarinnar, urðu fyrir því að skattbyrði þeirra var hækkuð. Það má sjá á meðfylgjandi mynd. Ný ríkisstjórn lofaði því í stjórnarsáttmála sínum að hún ætlaði að „bæta skattskil, loka glufum og fækka undanþágum í skattkerfinu“. Með öðrum orðum að gera skattkerfið almennara þannig að það sama sé yfir alla látið ganga. Það er enginn að taka persónuafsláttinn af launafólki Það er hún til dæmis að gera með því að afnema tvöfaldan skattafslátt fjármagnseigenda sem geta nýtt sér bæði persónuafslátt og frítekjumark til frádráttar. Til að vera með fjármagnstekjur þarf einstaklingur að eiga viðbótarfjármagn sem hann getur látið vinna fyrir sig og af þeim ávinningi greiðir hann mun lægri skatta en fólk af launum sínum. Nú skuluð þið athuga að 70 prósent allra fjármagnstekna fara til ríkustu tíu prósenta landsmanna, alls nálægt 250 milljörðum króna árlega. Þessi hópur þarf ekki tvöfaldan skattaafslátt. Ýmsir stjórnarandstæðingar hafa, með fullri meðvitund, reynt að segja almenningi að í þessari aðgerð felist afnám persónuafsláttar almennt, þegar í henni felast engin áhrif á fólk sem þiggur laun fyrir sína vinnu. Þetta er ósatt. Þvæla. Svo er verið að afnema samnýtingu skattþrepa, sem þau sex prósent landsmanna með hæstu launin geta nýtt sér. Um er að ræða skattalega ívilnun til sambúðarfólks þar sem annar aðilinn hefur tekjur í efsta skattþrepi en hinn ekki. Þá getur sá sem þénar meira nýtt sér skattþrep hins til að borga lægri skatta. Til að falla undir þessa skilgreiningu þarf tekjuhærri aðilinn að vera með að minnsta kosti 1.325 þúsund krónur í mánaðarlaun, eða tvöfalt hærri laun en miðgildi mánaðarlauna var á Íslandi í fyrra. Þetta hafa stjórnarandstæðingar kallað afnám samsköttunar, líkt og hjón og sambúðarfólk geti þá ekki lengur talið saman fram til skatts. Þetta er ósatt. Þvæla. Hér er einungis stiklað á stóru um glufurnar og afslættina sem sumir fá en aðrir ekki. Samanlagt skilar afnám þessara tveggja glufna því að ríkissjóður fær um fjóra milljarða króna í viðbótartekjur á ári en ríkasta fólk landsins þarf í staðinn að greiða skatta án undanþágu, líkt og þorri landsmanna gerir undanbragðalaust. Fjóra milljarða króna sem geta nýst í samfélagslega uppbyggingu. Þetta er það sem stjórnarandstaðan á við þegar hún öskrar „skattahækkanir“ í sífellu. Þetta eru hóparnir og hagsmunirnir sem hún vinnur fyrst og síðast fyrir. Það er enginn að stela ofgreiddum skatti af ykkur Nýjasta útspil minnihlutans og miðla í tengslum við hann er að reyna að klæða breytingu á heimild Skattsins til að bæta réttarstöðu almennings gagnvart stofnuninni sem einhvers konar heimild honum til handa til að stela af fólki ofgreiddum skatti. Varaformaður Sjálfstæðisflokksins deildi meira að segja frétt um þessa þvælu og skrifaði við að það ætti „að gera það nánast ómögulegt að fá endurgreiddan ofgreiddan skatt“. Staðreyndin er sú að breytingin sem verið er að gera veitir skattgreiðendum annars vegar skýrari rétt til að láta óháða aðila endurskoða synjanir Skattsins með því að gera þær kæranlegar til yfirskattanefndar sér að kostnaðarlausu, sem þær eru ekki í dag. Hins vegar setur hún kröfu um verulega hagsmuni sem gengur á báða bóga. Skatturinn mun því ekki getað krafið fólk um endurgreiðslu á óverulegum fjárhæðum og gömlum skuldum í kjölfar dóms eða úrskurðar nema um verulega hagsmuni sé að ræða og sömuleiðis verður Skattinum heimilt að synja beiðni um leiðréttingu ef fjárhæðin er lág eða krafan gömul. Þessi breyting breytir engu um þá almennu leiðréttingu sem fer fram í kjölfar skila á skattframtali á hverju ári, og flestir kannast við að bíða spenntir eftir hvort skili þeim óvæntri greiðslu eða vonbrigðunum sem fylgja því að skulda skatt. Áhrif breytingarinnar, sem hvílir á skilyrðum um verulega hagsmuni sem hafa verið í lögum árum saman, hafa engin áhrif á tekjur ríkissjóðs. Núll. Það er, með öðrum orðum, ekki verið að taka krónu af neinum heldur verið að færa skattgreiðendum aukin réttindi. Þetta á minnihlutinn á Alþingi að vita. Samt kýs hann að segja ósatt um málið. Þvæla það. Dreifa röngum upplýsingum af ásetningi Upplýsingaóreiða er það þegar röngum eða misvísandi upplýsingum er deilt til þess að valda skaða eða rugla umræðu. Þetta er orðið viðurkennt tól til notkunar í stjórnmálum nútímans, því miður. Á Íslandi er svona óreiða að verða mest nýtti þjónn stjórnarandstöðunnar og þeirra sem ganga erinda hennar. Ofangreint sýnir það skýrt. Kannski er það vegna þess að minnihlutinn skilur raunverulega ekki málin sem hann er að fjalla um. Ef svo er þá er það ekki gott fyrir neinn, vegna þess að það er ábyrgðarhlutverk að sitja á þingi. Líklegra er þó að þetta sé gert af ásetningi. Að vissu leyti er það ágætt, og til marks um hversu vel sitjandi ríkisstjórn er að standa sig, að minnihlutinn og miðlunarglundroðasólkerfi hans þurfa að festa sig í að dreifa röngum upplýsingum vegna þess að þau sjá ekki raunverulega veikleika á stefnumálum stjórnarinnar. Það má raunar líta á slíkt sem ákveðna gæðavottun. Höfundur er framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar.
Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar
Skoðun Erfðafjárskattur og kynslóðaskipti - Erþaðþáskattur? Helgi Már Jósepsson,Cristina Cretu skrifar
Skoðun Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: aðferð til að tryggja mannréttindi Anna Lára Steindal,Katarzyna Kubiś skrifar
Skoðun Hjóla – og göngustígar í Reykjavík: Metnaður á pappír, en brotakennd framkvæmd Gunnar Einarsson skrifar