Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar 11. desember 2025 16:01 Íslenska er ekki sjálfgefin á Íslandi. Skrýtið!? Enska er sjálfgefna málið í samskiptum Íslendinga og innflytjenda. Aðeins 18% innflytjenda telja sig kunna góða íslensku.En kannski er það ekki skrýtið ef „allir“ tala ensku við innflytjendur, líka þegar þeir, innflytjendur, kunna ekki ensku. Enska er meira að segja oft töluð við börn og þá ekki einu sinni börn sem hafa ensku að móðurmáli. Stóra spurningin er: Viljum við þetta? Viljum við skipta fólki í þá sem málið kunna og þá sem það ekki kunna? Ef svarið við þeirri spurningu er „já“ þá er íslenskt samfélag á hárréttri leið. Sé vilji til að snúa af þeirri braut er margt sem laga þarf, margt sem leysa þarf. Málið verður ekki leyst á einni nóttu. Málið verður heldur ekki leyst með frösum og innantómu gjálfri stjórnmálamanna núverandi og fyrrverandi. Það er margt sem þarf að koma til FRAMKVÆMDA. Einn þáttur sem er mjög vegamikill, kannski sá mikilvægasti og hann er sá að móðurmálshafi þarf að vera meðvitaður um að hann hafi ýmislegt til málanna að leggja, að hann geti haft áhrif. Hér koma því nokkrir punktar sem mætti spyrða saman við hugtakið almannakennari sem komið er frá Peter Weiss. Hann lagði átakinu Íslenskuvænt samfélag – við erum öll almannakennarar téð hugtak á sínum tíma. Punktunum er ekki ætlað að vera heilagur sannleikur heldur eitthvað sem vekur kannski til umhugsunar. Hér er enga töfralausn að finna en kannski hluti lausnar. -Þú þarft ekki að tala ensku þótt töluð sé enska við þig. Þér ber engin skylda til þess. Ef þú vilt ekki tala ensku þá er það í fínu lagi. Enginn ætti að krefjast þess af þér. Og ef fólk skilur ekki þegar þú talar íslensku þá er það örugglega stærra vandamál fyrir það en þig. Þitt hlutverk er að leita allra leiða til að fólk skilji þig og nota til þess „allskonar“ íslensku, einfalda, hægja á þér, endurorða, benda, stytta setningar … Skilji fólk ekki hvað þú segir ætti það að senda þau skilaboð að ef til vill ætti það að leggja harðar að sér við að ná tökum á málinu. Kurteisi og bros er æskilegt undir þessum kringumstæðum. Sé vilji til þess að íslenska verði sjálfgefna málið þarf að hafa fyrir því. Enginn lærir íslenska nema hún sé notuð, fáir telja sig þurfa að nota íslensku sé ekki ætlast til þess af þeim. -Það er besta mál að kvarta undan því þegar íslenska er ekki í boði. Rétt er þó að beina þeim umkvörtunum á réttan stað. Það er nefnilega sjaldnast starfsfólkið sem leggur línurnar. Það er atvinnurekandinn sem hefur meira um það að segja hvort íslenska sé í boði. Jú, og yfirvaldið líka. Samt er auðvitað enginn ástæða til að skipta yfir á ensku frekar en þú vilt. -Viðhorfið smá enska hér, smá enska þar skaðar ekki, hvort sem það er á matseðlum, skiltum eða í samskiptum er skaðlegt viðhorf. Það grefur undan íslenskunni smátt og smátt. Margt smátt gerir eitt stórt. -Enska leiðir saman en sundrar einnig. Hún skapar aðgreiningu: Þeir sem kunna málið og þeir sem kunna það ekki. Hverjir verða fremur ofan á í samfélaginu? Íslenskukunnátta jafnar möguleika fólks og setur það við sama borð. Það er gott að það hafa í huga. Við þessa punkta má svo spinna að vild. Það er vonandi að jólagjöf íslensks samfélags til sjálfs síns verði í formi þess að gera íslensku að sjálfgefna málinu á Íslandi. Höfundur er kennari í íslensku sem öðru máli við Háskóla Íslands og stofnandi verkefnisins Gefum íslensku séns – íslenskuvænt samfélag innan Háskólaseturs Vestfjarða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslensk tunga Íslensk fræði Innflytjendamál Mest lesið Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Mannasættir Teitur Atlason Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Sjá meira
Íslenska er ekki sjálfgefin á Íslandi. Skrýtið!? Enska er sjálfgefna málið í samskiptum Íslendinga og innflytjenda. Aðeins 18% innflytjenda telja sig kunna góða íslensku.En kannski er það ekki skrýtið ef „allir“ tala ensku við innflytjendur, líka þegar þeir, innflytjendur, kunna ekki ensku. Enska er meira að segja oft töluð við börn og þá ekki einu sinni börn sem hafa ensku að móðurmáli. Stóra spurningin er: Viljum við þetta? Viljum við skipta fólki í þá sem málið kunna og þá sem það ekki kunna? Ef svarið við þeirri spurningu er „já“ þá er íslenskt samfélag á hárréttri leið. Sé vilji til að snúa af þeirri braut er margt sem laga þarf, margt sem leysa þarf. Málið verður ekki leyst á einni nóttu. Málið verður heldur ekki leyst með frösum og innantómu gjálfri stjórnmálamanna núverandi og fyrrverandi. Það er margt sem þarf að koma til FRAMKVÆMDA. Einn þáttur sem er mjög vegamikill, kannski sá mikilvægasti og hann er sá að móðurmálshafi þarf að vera meðvitaður um að hann hafi ýmislegt til málanna að leggja, að hann geti haft áhrif. Hér koma því nokkrir punktar sem mætti spyrða saman við hugtakið almannakennari sem komið er frá Peter Weiss. Hann lagði átakinu Íslenskuvænt samfélag – við erum öll almannakennarar téð hugtak á sínum tíma. Punktunum er ekki ætlað að vera heilagur sannleikur heldur eitthvað sem vekur kannski til umhugsunar. Hér er enga töfralausn að finna en kannski hluti lausnar. -Þú þarft ekki að tala ensku þótt töluð sé enska við þig. Þér ber engin skylda til þess. Ef þú vilt ekki tala ensku þá er það í fínu lagi. Enginn ætti að krefjast þess af þér. Og ef fólk skilur ekki þegar þú talar íslensku þá er það örugglega stærra vandamál fyrir það en þig. Þitt hlutverk er að leita allra leiða til að fólk skilji þig og nota til þess „allskonar“ íslensku, einfalda, hægja á þér, endurorða, benda, stytta setningar … Skilji fólk ekki hvað þú segir ætti það að senda þau skilaboð að ef til vill ætti það að leggja harðar að sér við að ná tökum á málinu. Kurteisi og bros er æskilegt undir þessum kringumstæðum. Sé vilji til þess að íslenska verði sjálfgefna málið þarf að hafa fyrir því. Enginn lærir íslenska nema hún sé notuð, fáir telja sig þurfa að nota íslensku sé ekki ætlast til þess af þeim. -Það er besta mál að kvarta undan því þegar íslenska er ekki í boði. Rétt er þó að beina þeim umkvörtunum á réttan stað. Það er nefnilega sjaldnast starfsfólkið sem leggur línurnar. Það er atvinnurekandinn sem hefur meira um það að segja hvort íslenska sé í boði. Jú, og yfirvaldið líka. Samt er auðvitað enginn ástæða til að skipta yfir á ensku frekar en þú vilt. -Viðhorfið smá enska hér, smá enska þar skaðar ekki, hvort sem það er á matseðlum, skiltum eða í samskiptum er skaðlegt viðhorf. Það grefur undan íslenskunni smátt og smátt. Margt smátt gerir eitt stórt. -Enska leiðir saman en sundrar einnig. Hún skapar aðgreiningu: Þeir sem kunna málið og þeir sem kunna það ekki. Hverjir verða fremur ofan á í samfélaginu? Íslenskukunnátta jafnar möguleika fólks og setur það við sama borð. Það er gott að það hafa í huga. Við þessa punkta má svo spinna að vild. Það er vonandi að jólagjöf íslensks samfélags til sjálfs síns verði í formi þess að gera íslensku að sjálfgefna málinu á Íslandi. Höfundur er kennari í íslensku sem öðru máli við Háskóla Íslands og stofnandi verkefnisins Gefum íslensku séns – íslenskuvænt samfélag innan Háskólaseturs Vestfjarða.
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar