Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Jón Ísak Ragnarsson og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa 12. desember 2025 00:06 Guðmundur Ari Sigurjónsson, þingflokksformaður Samfylkingarinnar og Sigríður Andersen, þingflokksformaður Miðflokksins fóru yfir málið í kvöldfréttum Sýnar. Sýn Sigríður Á. Andersen, þingflokksformaður Miðflokksins, segir að frumvarp ríkisstjórnarinnar um kílómetragjald sé ekki tilbúið að taka gildi eins og stefnt er að um áramótin, og gerir við það ýmsar athugasemdir. Guðmundur Ari Sigurjónsson, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, segir að frumvarpið hafi orðið til á síðasta vorþingi og hafi tekið ýmsum breytingum og fengið góða umfjöllun í nefnd. Kílómetragjaldið er enn og aftur á dagskrá þingsins í dag. Önnur umræða um frumvarp fjármálaráðherra er enn í gangi og búið er að boða til þingfundar bæði á morgun og á laugardag. Vegið að undirstöðum ferðaþjónustunnar Sigríður Andersen segir eitt og annað við frumvarpið að athuga. „Það er nú kannski einkum tvennt, frumvarpið er lagt fram í því skyni að einfalda gjaldheimtu af bifreiðum, en reyndin er sú að það er í rauninni engin einföldun, það er bara verið að breyta nafni á einum gjaldflokki yfir í annan.“ „Hins vegar er það líka boðað að ástæðan fyrir frumvarpinu sé sú að það þurfi að fjármagna vegakerfið, það liggur hins vegar á sama tíma fyrir, að gjaldtaka af bifreiðaeigendum, hefur verið langt umfram það sem nokkurn tímann hefur verið sett í vegasamgöngur á Íslandi.“ Einnig liggi fyrir að með frumvarpinu sé vegið að undirstöðum ferðaþjónustunnar, sem hafi látið í sér heyra í þessu sambandi. „Þannig að við teljum þetta mál í rauninni ekki tilbúið til að taka gildi eins og stenft er að nú um áramótin, og höfum fullan hug á að koma þeim sjónarmiðum okkar á framfæri.“ Komið hafi verið til móts við athugasemdir Guðmundur Ari segir að frumvarpið hafi fengið góða umfjöllun, og komið hafi verið til móts við margar af þeim athugasemdum sem bárust. „Varðandi kílómetragjaldið er það einfaldlega þannig að þetta er kerfisbreyting þar sem að þeir greiða sem nota vegina, það hefur verið þannig að með sparneytnari bílum hefur þessi tekjustofn fallið hjá ríkinu.“ „Á sama tíma og við ætlum að ráðast í stórtæka uppbyggingu á vegakerfi landsins, byrja aftur að bora göng, eyða einbreiðum brúm og svo framvegis, þá ætlum við að tryggja það að við náum hallalausum rekstri, og þá er mikilvægt að hafa trygga fjármögnun á vegakerfinu, og kílómetragjaldið er mjög auðveld lausn til að gera það.“ „Sérstaklega í því ljósi að við erum þegar búin að innleiða þetta kerfi varðandi rafmagnsbílana, og því er tiltölulega einföld lausn að taka þetta kerfi upp og á sama tíma fella niður skatta og gjöld á eldsneyti, sem lækkar bensínverð á dælu fyrir eigendur bíla á Íslandi.“ „Þetta er einföld breyting sem í raun innleiðir kerfi sem þegar er komið í notkun.“ Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni í spilaranum ofar í fréttinni. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Miðflokkurinn Samfylkingin Skattar, tollar og gjöld Samgöngur Mest lesið Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Eldur í sendibíl á Miklubraut Innlent Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Erlent Fleiri fréttir Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Sjá meira
Kílómetragjaldið er enn og aftur á dagskrá þingsins í dag. Önnur umræða um frumvarp fjármálaráðherra er enn í gangi og búið er að boða til þingfundar bæði á morgun og á laugardag. Vegið að undirstöðum ferðaþjónustunnar Sigríður Andersen segir eitt og annað við frumvarpið að athuga. „Það er nú kannski einkum tvennt, frumvarpið er lagt fram í því skyni að einfalda gjaldheimtu af bifreiðum, en reyndin er sú að það er í rauninni engin einföldun, það er bara verið að breyta nafni á einum gjaldflokki yfir í annan.“ „Hins vegar er það líka boðað að ástæðan fyrir frumvarpinu sé sú að það þurfi að fjármagna vegakerfið, það liggur hins vegar á sama tíma fyrir, að gjaldtaka af bifreiðaeigendum, hefur verið langt umfram það sem nokkurn tímann hefur verið sett í vegasamgöngur á Íslandi.“ Einnig liggi fyrir að með frumvarpinu sé vegið að undirstöðum ferðaþjónustunnar, sem hafi látið í sér heyra í þessu sambandi. „Þannig að við teljum þetta mál í rauninni ekki tilbúið til að taka gildi eins og stenft er að nú um áramótin, og höfum fullan hug á að koma þeim sjónarmiðum okkar á framfæri.“ Komið hafi verið til móts við athugasemdir Guðmundur Ari segir að frumvarpið hafi fengið góða umfjöllun, og komið hafi verið til móts við margar af þeim athugasemdum sem bárust. „Varðandi kílómetragjaldið er það einfaldlega þannig að þetta er kerfisbreyting þar sem að þeir greiða sem nota vegina, það hefur verið þannig að með sparneytnari bílum hefur þessi tekjustofn fallið hjá ríkinu.“ „Á sama tíma og við ætlum að ráðast í stórtæka uppbyggingu á vegakerfi landsins, byrja aftur að bora göng, eyða einbreiðum brúm og svo framvegis, þá ætlum við að tryggja það að við náum hallalausum rekstri, og þá er mikilvægt að hafa trygga fjármögnun á vegakerfinu, og kílómetragjaldið er mjög auðveld lausn til að gera það.“ „Sérstaklega í því ljósi að við erum þegar búin að innleiða þetta kerfi varðandi rafmagnsbílana, og því er tiltölulega einföld lausn að taka þetta kerfi upp og á sama tíma fella niður skatta og gjöld á eldsneyti, sem lækkar bensínverð á dælu fyrir eigendur bíla á Íslandi.“ „Þetta er einföld breyting sem í raun innleiðir kerfi sem þegar er komið í notkun.“ Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni í spilaranum ofar í fréttinni.
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Miðflokkurinn Samfylkingin Skattar, tollar og gjöld Samgöngur Mest lesið Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Eldur í sendibíl á Miklubraut Innlent Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Erlent Fleiri fréttir Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Sjá meira