Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar 13. desember 2025 08:16 Um daginn ritaði ég nokkur orð, undir titlinum „Skamm! (-sýni)“. Fékk í framhaldinu spurningar um skógrækt og ritaði því snöggvast nokkur orð til viðbótar. Fyrir mér er skógrækt lykilþáttur íslenskrar náttúru. Í bland við vötn, læki, jökla og votlendi, hraun- og mosabreiður, sanda og fjöll styður skógurinn við ríkulegt lífríki plantna, dýra og sveppa. Í íslensku skóglendi hef ég tínt mér blá-, hrúta- og hindber til matar. Heilsað upp á rjúpurnar, hlustað á hrossagaukinn, dáðst að flórgoðanum á aðliggjandi vatni. Séð fiðruðu frændurna auðnutittlinga og krossnefi nærast á trjáfræjum á meðan maríuerlur safna skordýrum í gogginn. Ég horfi á þetta sem yndislega heild, en fyrir sumum er þetta stanslaus barátta um landamæri og yfirráð. Hvoru tveggja er rétt. Sumir bara kjósa að horfa á náttúruna og lífið í sinni hráustu mynd, frekar en að njóta fegurðarinnar í samspilinu. Skjólbelti og axlabönd Útivistarskógar, skjólbelti, kolefnisbinding, nytjaskógar til timburframleiðslu og jólatrjáa. Allt er þetta af hinu góða. Skógrækt er þó auðvitað ekki heilög, frekar en neitt annað. Nauðsynlegt er að standa vel að verki ásamt því að velja trjátegundir og staðsetningar eftir því sem best hentar. Við búum sem betur fer að sérfræðiþekkingu Skógræktarinnar (nú hluti af Land og Skógur) sem stundað hefur rannsóknir á þessu sviði frá 1908 og aðlagar sig sífellt að nýjustu þekkingu. Einnig er passað upp á skógrækt með lögum, reglugerðum og ýmsum skipulagsreglum sveitarfélaga, þ.m.t. um minja- og náttúruvernd. Forðast skal þó óraunhæfar eða óþarflega íþyngjandi hindranir, sem jafnvel gætu verið til þess eins gerðar að hreinlega stöðva skógrækt. Skógarþjóðin Íslendingar versla í vaxandi mæli jólatré úr innlendri ræktun og er stafafura þar langvinsælust. Þetta eru mjög góðar fréttir, því samanburð við kolefnisspor innfluttra jólatrjáa þarf vart að nefna. Það kom því ekki á óvart að sjá könnun fyrir nokkrum árum sýna 93% þjóðarinnar jákvæða gagnvart skógrækt. Einungis 1,6% voru neikvæðir og virðist sem hluta þeirra hafi sviðið sú staðreynd gríðarlega. Sjálfsagt er þar að finna fólkið sem hvað mest hefur lagt á sig undanfarið til að hafa áhrif á skoðanir okkar hinna. Húsið logar „Æ, við skulum ekki hringja á slökkviliðið, þá lenda allar bækurnar mínar bara í vatnsskemmdum. Húsið hlýtur að hætta að loga bráðum.“ En valið er einfaldlega ekki á milli þess hvort bækurnar séu blautar eða ekki. Valið stendur á milli þess hvort bækurnar séu blautur pappír, eða aska. Ásamt húsinu sjálfu og öllu öðru sem í því er. Jafnt opinbert, sem bakvið tjöldin, virðist hópur fólks hafa reynt að leita í allar áttir. Hvað sem er, í von um að grípa einhver eyru, eða leggja a.m.k. einhvern stein í götu skógræktar á Íslandi. Að því er virðist gegn vilja þjóðarinnar, gegn því sem best er fyrir framtíðar kynslóðir, jafnvel gegn hagsmunum Íslands. Sýnist mér þar hópur sem vill vernda núverandi ástand. Óháð því hvort núverandi ástand er í alla staði gott eða slæmt, æskilegt eða óæskilegt til frambúðar. Óháð því hvort það er yfir höfuð raunhæft að stöðva tímann á nokkrum tímapunkti. Íhaldssemi er jú í grunninn andstæð breytingum, hvað þá nýjungum og ekki skrýtið að hún krefjist þess að engu sé breytt til að viðhalda núverandi ástandi. Jafnvel að sjálfsblekkingum sé beitt til sannfæringar á því að aðgerðarleysi skili árangri og aðgerðir geri bara allt verra. Erfiður er því sá biti fyrir þá að kyngja, að grípa þurfi til allra varna til þess að hægja á breytingum. Að nýjunga og stórvirkra aðgerða sé þörf til þess vernda núverandi ástand. Dregið úr hraðanum? Ef því fólki væri raunverulega annt um náttúruna, Ísland og loftslagsmál hlyti markmið þeirra vera að beita öllum ráðum samtímis, sem sýnt hafa raunverulegan árangur í loftslagsmálum. Hvort sem það væri skógrækt, endurheimt votlendis, niðurdælingar í berggrunn eða annað. Það væri gert af krafti, óháð því hvort það kallaði á utanaðkomandi aðstoð í formi fjármagns eða plantna. Ekki síst þegar raunverulegar efndir stórra yfirlýsinga virðast varla hafa náð broti af því sem vera þyrfti. Jafnvel mætti reikna með að eitthvað af þessu myndi vera atvinnuskapandi, svo ekki sé minnst á að hjálpa okkur að verða sjálfbærari á ýmsan hátt. Fyrir flesta skiptir það máli, þó ekki alla. Falskur finnst mér tónninn sem dásamar náttúruna, en bara á eigin forsendum. Sem segist vilja allt fyrir hana gera, en bara eftir fjölmörgum ströngum skilyrðum, sem útiloka flestar raunhæfar aðgerðir og finna þeim allt til foráttu. Fagran samhljóm finnum við seint með fölskum tónum. Höfundur er plöntunörd. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Loftslagsmál Skógrækt og landgræðsla Mest lesið Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson skrifar Sjá meira
Um daginn ritaði ég nokkur orð, undir titlinum „Skamm! (-sýni)“. Fékk í framhaldinu spurningar um skógrækt og ritaði því snöggvast nokkur orð til viðbótar. Fyrir mér er skógrækt lykilþáttur íslenskrar náttúru. Í bland við vötn, læki, jökla og votlendi, hraun- og mosabreiður, sanda og fjöll styður skógurinn við ríkulegt lífríki plantna, dýra og sveppa. Í íslensku skóglendi hef ég tínt mér blá-, hrúta- og hindber til matar. Heilsað upp á rjúpurnar, hlustað á hrossagaukinn, dáðst að flórgoðanum á aðliggjandi vatni. Séð fiðruðu frændurna auðnutittlinga og krossnefi nærast á trjáfræjum á meðan maríuerlur safna skordýrum í gogginn. Ég horfi á þetta sem yndislega heild, en fyrir sumum er þetta stanslaus barátta um landamæri og yfirráð. Hvoru tveggja er rétt. Sumir bara kjósa að horfa á náttúruna og lífið í sinni hráustu mynd, frekar en að njóta fegurðarinnar í samspilinu. Skjólbelti og axlabönd Útivistarskógar, skjólbelti, kolefnisbinding, nytjaskógar til timburframleiðslu og jólatrjáa. Allt er þetta af hinu góða. Skógrækt er þó auðvitað ekki heilög, frekar en neitt annað. Nauðsynlegt er að standa vel að verki ásamt því að velja trjátegundir og staðsetningar eftir því sem best hentar. Við búum sem betur fer að sérfræðiþekkingu Skógræktarinnar (nú hluti af Land og Skógur) sem stundað hefur rannsóknir á þessu sviði frá 1908 og aðlagar sig sífellt að nýjustu þekkingu. Einnig er passað upp á skógrækt með lögum, reglugerðum og ýmsum skipulagsreglum sveitarfélaga, þ.m.t. um minja- og náttúruvernd. Forðast skal þó óraunhæfar eða óþarflega íþyngjandi hindranir, sem jafnvel gætu verið til þess eins gerðar að hreinlega stöðva skógrækt. Skógarþjóðin Íslendingar versla í vaxandi mæli jólatré úr innlendri ræktun og er stafafura þar langvinsælust. Þetta eru mjög góðar fréttir, því samanburð við kolefnisspor innfluttra jólatrjáa þarf vart að nefna. Það kom því ekki á óvart að sjá könnun fyrir nokkrum árum sýna 93% þjóðarinnar jákvæða gagnvart skógrækt. Einungis 1,6% voru neikvæðir og virðist sem hluta þeirra hafi sviðið sú staðreynd gríðarlega. Sjálfsagt er þar að finna fólkið sem hvað mest hefur lagt á sig undanfarið til að hafa áhrif á skoðanir okkar hinna. Húsið logar „Æ, við skulum ekki hringja á slökkviliðið, þá lenda allar bækurnar mínar bara í vatnsskemmdum. Húsið hlýtur að hætta að loga bráðum.“ En valið er einfaldlega ekki á milli þess hvort bækurnar séu blautar eða ekki. Valið stendur á milli þess hvort bækurnar séu blautur pappír, eða aska. Ásamt húsinu sjálfu og öllu öðru sem í því er. Jafnt opinbert, sem bakvið tjöldin, virðist hópur fólks hafa reynt að leita í allar áttir. Hvað sem er, í von um að grípa einhver eyru, eða leggja a.m.k. einhvern stein í götu skógræktar á Íslandi. Að því er virðist gegn vilja þjóðarinnar, gegn því sem best er fyrir framtíðar kynslóðir, jafnvel gegn hagsmunum Íslands. Sýnist mér þar hópur sem vill vernda núverandi ástand. Óháð því hvort núverandi ástand er í alla staði gott eða slæmt, æskilegt eða óæskilegt til frambúðar. Óháð því hvort það er yfir höfuð raunhæft að stöðva tímann á nokkrum tímapunkti. Íhaldssemi er jú í grunninn andstæð breytingum, hvað þá nýjungum og ekki skrýtið að hún krefjist þess að engu sé breytt til að viðhalda núverandi ástandi. Jafnvel að sjálfsblekkingum sé beitt til sannfæringar á því að aðgerðarleysi skili árangri og aðgerðir geri bara allt verra. Erfiður er því sá biti fyrir þá að kyngja, að grípa þurfi til allra varna til þess að hægja á breytingum. Að nýjunga og stórvirkra aðgerða sé þörf til þess vernda núverandi ástand. Dregið úr hraðanum? Ef því fólki væri raunverulega annt um náttúruna, Ísland og loftslagsmál hlyti markmið þeirra vera að beita öllum ráðum samtímis, sem sýnt hafa raunverulegan árangur í loftslagsmálum. Hvort sem það væri skógrækt, endurheimt votlendis, niðurdælingar í berggrunn eða annað. Það væri gert af krafti, óháð því hvort það kallaði á utanaðkomandi aðstoð í formi fjármagns eða plantna. Ekki síst þegar raunverulegar efndir stórra yfirlýsinga virðast varla hafa náð broti af því sem vera þyrfti. Jafnvel mætti reikna með að eitthvað af þessu myndi vera atvinnuskapandi, svo ekki sé minnst á að hjálpa okkur að verða sjálfbærari á ýmsan hátt. Fyrir flesta skiptir það máli, þó ekki alla. Falskur finnst mér tónninn sem dásamar náttúruna, en bara á eigin forsendum. Sem segist vilja allt fyrir hana gera, en bara eftir fjölmörgum ströngum skilyrðum, sem útiloka flestar raunhæfar aðgerðir og finna þeim allt til foráttu. Fagran samhljóm finnum við seint með fölskum tónum. Höfundur er plöntunörd.
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun