Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar 15. desember 2025 14:33 Staðfest hefur verið að alls 35 lönd taki þátt í Eurovision í Austurríki í maí 2026. Þar á meðal eru stofnaðilar keppninnar Frakkland, Þýskaland, Ítalía, Stóra-Bretland, öll Norðurlöndin, öll Eystrasaltslöndin og gestgjafarnir, Austurríki. Upphaflegi tilgangur Eurovision-söngvakeppninnar var fyrst og fremst afþreying, en einnig pólitískur, tæknilegur og menningarlegur. Eurovision er menningarlegt friðarverkefni Eurovision var stofnuð af Evrópska útvarpssambandinu (EBU), og fyrsta keppnin var haldin í Lugano í Sviss árið 1956. Markmiðin voru að sameina Evrópu eftir seinni heimsstyrjöldina og að skapa sameiginlega evrópska menningarupplifun með því að efla samkennd og samvinnu milli þjóða. Með öðrum orðum, að sýna fram á að lönd gætu keppt sín á milli án vopna. Á þann hátt má segja að Eurovision hafi verið eins konar menningarlegt friðarverkefni. Eurovision var einnig tæknilegt tilraunaverkefni, sem fólst í því að sýna beinar útsendingar samtímis milli landa og að samhæfa sjónvarpskerfi ólíkra ríkja. Keppnin átti einnig að sýna fram á að evrópskt samstarf í fjölmiðlum væri mögulegt. Hvað með Ísrael? Margir spyrja nú hvers vegna Ísrael taki þátt í Eurovision-keppninni? Ástæðan er sú að keppnin er skipulögð af Evrópska útvarpssambandinu (EBU), en ekki af Evrópusambandinu eða með tilliti til landafræði Evrópu, og vegna þess að Ísrael er aðili að EBU. Sú aðild ræðst af útvarps- og fjarskiptasamstarfi en ekki af landfræðilegri staðsetningu. Sama á við um önnur lönd, eins og Ástralíu og áður Marokkó. Hvað með þátttöku Íslands? Logi Einarsson, ráðherra menningar-, nýsköpunar- og háskólamála, sagði að það væri hans persónulega skoðun að Ísland ætti ekki að taka þátt í Eurovision-keppninni, „það sé óheppilegt við núverandi aðstæður“ þ.e. vegna þess að Ísrael hafi ekki verið meinuð þátttaka í keppninni. Áður hafði utanríkisráðherra Íslands, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, lýst því yfir að það væri „óeðlilegt að Ísrael fengi að taka þátt í Eurovision-keppninni“ og sagðist vilja að Ísland beitti sér á vettvangi Samtaka evrópskra sjónvarpsstöðva gegn þátttöku Ísraela. Eftir höfðinu dansa limirnir. Þann 10. desember 2025 ákvað pólitískt skipuð stjórn Ríkisútvarpsins (RÚV) að Ísland tæki ekki þátt í Eurovision í maí 2026. Fulltrúar Miðflokks og Sjálfstæðisflokks lýstu sig mótfallna þessari ákvörðun RÚV: Í bókun þremenninganna segir svo: „Í ljósi fyrri umfjöllunar á stjórnarfundum RÚV í aðdraganda þessarar ákvörðunar lýsum við enn og aftur þeirri afstöðu okkar að við teljum það ekki vera í verkahring RÚV taka pólitískar ákvarðanir. Eurovision er alþjóðleg söngvakeppni sem haldin er árlega undir kjörorðinu „United by Music“. Eurovision er ekki vettvangur til að senda hvers konar pólitísk skilaboð á milli ríkja.Á lögmætum vettvangi EBU hefur verið tekin sú ákvörðun að víkja ekki Ísrael úr keppninni og er það t.d. í samræmi við ákvarðanir alþjóðlegra íþróttasamtaka um þátttökurétt Ísraels í íþróttamótum. Þá hefur mikill meirihluti þjóða Evrópu þegar tilkynnt um þátttöku sinna ríkja í Eurovision. Samkvæmt lögum um RÚV ber RÚV að stuðla að menningarlegri fjölbreytni í starfsemi sinni og metfjöldi laga hefur þegar borist í íslenska hluta söngvakeppninnar.Með framangreint og margt fleira í huga styðjum við ekki tillögu um að RÚV sniðgangi Eurovision vegna þátttöku Ísraels í keppninni.“ Hverjum er verið að refsa? Ísland hefur tekið þátt í Eurovision-keppninni allt frá árinu 1986.Ísland er örríki, og í ljósi þess má telja árangur landsins mjög góðan, þar sem það hefur tvisvar sinnum náð 2. sæti (Selma og Jóhanna Guðrún). Eurovision-keppnin er stærsti lifandi tónlistarviðburður heims, með á bilinu 100–180 milljónir áhorfenda. Fyrir íslenska listamenn þýðir þetta tafarlausan aðgang að alþjóðlegum tónlistarmarkaði, ásamt mikilli umfjöllun í erlendum miðlum sem annars væri torfengin. Þátttaka Íslands leiðir einnig til aukins streymis og aukinna tekna á streymisveitum og samfélagsmiðlum, sem og til fleiri bókana íslenskra tónlistarmanna.Íslendingar munu sitja sem límdir við sjónvarpsskjáinn dagana 12., 14. og 16. maí 2026. Þá verður þáttaröðin „Hvað getum við gert?“ endursýnd, þar sem Stjörnu-Sævar vekur á ný ótta meðal ungs fólks á Íslandi með boðskap loftslagskirkjunnar um loftslagsvá og svonefnda „hamfarahlýnun“. Þáttagerðin hlaut ríflegt framlag úr loftslagssjóði Evrópusambandsins. Kristileg siðfræði boðar kærleika, miskunn og sjálfsafneitun. Hefnd er hafnað í kristinni siðfræði. Fyrirgefning er ekki valkostur heldur siðferðileg skylda. Í íslam er heimilt að bregðast við ranglæti með réttlátri og lögbundinni refsingu, en fyrirgefning og þolinmæði eru taldar siðferðilega æðri. Til að finna hugmyndina um hefndarskyldu þarf því að leita aftur til heiðinna siða.Í maí 2026 munu íbúar 35 Evrópulanda skemmta sér við tónlist og söng en Íslendingar verða þá hins vegar límdir við skjá RÚV, uggandi yfir dramatískum loftslagsboðskap svonefndrar „loftslagskirkju“. Fyrir hvað er verið að refsa okkur Íslendingum? Höfundur er tónlistarmaður. ref. https://www.ruv.is/frettir/innlent/2025-12-09-radherra-telur-oheppilegt-ad-island-taki-thatt-i-eurovision-461101 https://www.visir.is/g/20252717286d/-skritid-og-o-edli-legt-ad-israel-fai-ad-vera-med-i-euro-vision https://www.ruv.is/frettir/innlent/2025-12-10-thrju-i-stjorninni-voru-osammala-eurovision-akvorduninni-461261 https://www.ruv.is/oflokka-eldra-efni/sterk-vidbrogd-vid-hvad-hofum-vid-gert Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Júlíus Valsson Eurovision 2026 Eurovision Ríkisútvarpið Mest lesið Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Mannasættir Teitur Atlason Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson Skoðun Skoðun Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Sjá meira
Staðfest hefur verið að alls 35 lönd taki þátt í Eurovision í Austurríki í maí 2026. Þar á meðal eru stofnaðilar keppninnar Frakkland, Þýskaland, Ítalía, Stóra-Bretland, öll Norðurlöndin, öll Eystrasaltslöndin og gestgjafarnir, Austurríki. Upphaflegi tilgangur Eurovision-söngvakeppninnar var fyrst og fremst afþreying, en einnig pólitískur, tæknilegur og menningarlegur. Eurovision er menningarlegt friðarverkefni Eurovision var stofnuð af Evrópska útvarpssambandinu (EBU), og fyrsta keppnin var haldin í Lugano í Sviss árið 1956. Markmiðin voru að sameina Evrópu eftir seinni heimsstyrjöldina og að skapa sameiginlega evrópska menningarupplifun með því að efla samkennd og samvinnu milli þjóða. Með öðrum orðum, að sýna fram á að lönd gætu keppt sín á milli án vopna. Á þann hátt má segja að Eurovision hafi verið eins konar menningarlegt friðarverkefni. Eurovision var einnig tæknilegt tilraunaverkefni, sem fólst í því að sýna beinar útsendingar samtímis milli landa og að samhæfa sjónvarpskerfi ólíkra ríkja. Keppnin átti einnig að sýna fram á að evrópskt samstarf í fjölmiðlum væri mögulegt. Hvað með Ísrael? Margir spyrja nú hvers vegna Ísrael taki þátt í Eurovision-keppninni? Ástæðan er sú að keppnin er skipulögð af Evrópska útvarpssambandinu (EBU), en ekki af Evrópusambandinu eða með tilliti til landafræði Evrópu, og vegna þess að Ísrael er aðili að EBU. Sú aðild ræðst af útvarps- og fjarskiptasamstarfi en ekki af landfræðilegri staðsetningu. Sama á við um önnur lönd, eins og Ástralíu og áður Marokkó. Hvað með þátttöku Íslands? Logi Einarsson, ráðherra menningar-, nýsköpunar- og háskólamála, sagði að það væri hans persónulega skoðun að Ísland ætti ekki að taka þátt í Eurovision-keppninni, „það sé óheppilegt við núverandi aðstæður“ þ.e. vegna þess að Ísrael hafi ekki verið meinuð þátttaka í keppninni. Áður hafði utanríkisráðherra Íslands, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, lýst því yfir að það væri „óeðlilegt að Ísrael fengi að taka þátt í Eurovision-keppninni“ og sagðist vilja að Ísland beitti sér á vettvangi Samtaka evrópskra sjónvarpsstöðva gegn þátttöku Ísraela. Eftir höfðinu dansa limirnir. Þann 10. desember 2025 ákvað pólitískt skipuð stjórn Ríkisútvarpsins (RÚV) að Ísland tæki ekki þátt í Eurovision í maí 2026. Fulltrúar Miðflokks og Sjálfstæðisflokks lýstu sig mótfallna þessari ákvörðun RÚV: Í bókun þremenninganna segir svo: „Í ljósi fyrri umfjöllunar á stjórnarfundum RÚV í aðdraganda þessarar ákvörðunar lýsum við enn og aftur þeirri afstöðu okkar að við teljum það ekki vera í verkahring RÚV taka pólitískar ákvarðanir. Eurovision er alþjóðleg söngvakeppni sem haldin er árlega undir kjörorðinu „United by Music“. Eurovision er ekki vettvangur til að senda hvers konar pólitísk skilaboð á milli ríkja.Á lögmætum vettvangi EBU hefur verið tekin sú ákvörðun að víkja ekki Ísrael úr keppninni og er það t.d. í samræmi við ákvarðanir alþjóðlegra íþróttasamtaka um þátttökurétt Ísraels í íþróttamótum. Þá hefur mikill meirihluti þjóða Evrópu þegar tilkynnt um þátttöku sinna ríkja í Eurovision. Samkvæmt lögum um RÚV ber RÚV að stuðla að menningarlegri fjölbreytni í starfsemi sinni og metfjöldi laga hefur þegar borist í íslenska hluta söngvakeppninnar.Með framangreint og margt fleira í huga styðjum við ekki tillögu um að RÚV sniðgangi Eurovision vegna þátttöku Ísraels í keppninni.“ Hverjum er verið að refsa? Ísland hefur tekið þátt í Eurovision-keppninni allt frá árinu 1986.Ísland er örríki, og í ljósi þess má telja árangur landsins mjög góðan, þar sem það hefur tvisvar sinnum náð 2. sæti (Selma og Jóhanna Guðrún). Eurovision-keppnin er stærsti lifandi tónlistarviðburður heims, með á bilinu 100–180 milljónir áhorfenda. Fyrir íslenska listamenn þýðir þetta tafarlausan aðgang að alþjóðlegum tónlistarmarkaði, ásamt mikilli umfjöllun í erlendum miðlum sem annars væri torfengin. Þátttaka Íslands leiðir einnig til aukins streymis og aukinna tekna á streymisveitum og samfélagsmiðlum, sem og til fleiri bókana íslenskra tónlistarmanna.Íslendingar munu sitja sem límdir við sjónvarpsskjáinn dagana 12., 14. og 16. maí 2026. Þá verður þáttaröðin „Hvað getum við gert?“ endursýnd, þar sem Stjörnu-Sævar vekur á ný ótta meðal ungs fólks á Íslandi með boðskap loftslagskirkjunnar um loftslagsvá og svonefnda „hamfarahlýnun“. Þáttagerðin hlaut ríflegt framlag úr loftslagssjóði Evrópusambandsins. Kristileg siðfræði boðar kærleika, miskunn og sjálfsafneitun. Hefnd er hafnað í kristinni siðfræði. Fyrirgefning er ekki valkostur heldur siðferðileg skylda. Í íslam er heimilt að bregðast við ranglæti með réttlátri og lögbundinni refsingu, en fyrirgefning og þolinmæði eru taldar siðferðilega æðri. Til að finna hugmyndina um hefndarskyldu þarf því að leita aftur til heiðinna siða.Í maí 2026 munu íbúar 35 Evrópulanda skemmta sér við tónlist og söng en Íslendingar verða þá hins vegar límdir við skjá RÚV, uggandi yfir dramatískum loftslagsboðskap svonefndrar „loftslagskirkju“. Fyrir hvað er verið að refsa okkur Íslendingum? Höfundur er tónlistarmaður. ref. https://www.ruv.is/frettir/innlent/2025-12-09-radherra-telur-oheppilegt-ad-island-taki-thatt-i-eurovision-461101 https://www.visir.is/g/20252717286d/-skritid-og-o-edli-legt-ad-israel-fai-ad-vera-med-i-euro-vision https://www.ruv.is/frettir/innlent/2025-12-10-thrju-i-stjorninni-voru-osammala-eurovision-akvorduninni-461261 https://www.ruv.is/oflokka-eldra-efni/sterk-vidbrogd-vid-hvad-hofum-vid-gert
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar