Viðskipti innlent

Sif nýr fram­kvæmda­stjóri Aton

Atli Ísleifsson skrifar
Sif Jóhannsdóttir.
Sif Jóhannsdóttir. aton

Aton hefur ráðið Sif Jóhannsdóttur sem nýjan framkvæmdastjóra fyrirtækisins og tekur hún við um áramótin.

Í tilkynningu segir að Sif hafi undanfarin fjögur ár gegnt starfi rekstrarstjóra Aton og taki nú við af Ingvari Sverrissyni sem hafi verið framkvæmdastjóri félagsins undanfarin ár. Ingvar, sem jafnframt er einn eigenda Aton, muni áfram vera í lykilhlutverki innan félagsins, sem ráðgjafi auk, þess sem hann verði stjórnarformaður þess.

„Sif hefur starfað fyrir Aton í yfir sex ár. Hún hóf störf sem ráðgjafi og tók árið 2021 við sem rekstrarstjóri, samhliða setu í framkvæmdastjórn félagsins. Sif er með MBA gráðu frá Háskólanum í Reykjavík auk þess að hafa numið verkefnastjórnun í UCLA í Los Angeles og breytingastjórnun í Harvard háskóla í Boston,“ segir í tilkynningunni. 

Haft er eftir Ingvari að búið sé að byggja upp öflugt félag sem sérhæfi sig í strategískum samskiptum og hönnun, og nú eigi að stíga næsta skref. „Sif þekkir rekstur og starfsemi Aton út og inn og er því enginn betur til þess fallinn að leiða áframhaldandi þróun og vöxt félagsins. Ég mun ekki fara neitt, heldur einbeita mér að öðrum mikilvægum verkefnum,semráðgjafi, eigandi og stjórnarformaður,“ segir Ingvar.

Þá er haft eftir Sif að Aton sé öflugt samskipta- og hönnunarfélag með sérstöðu á markaði og traustan hóp viðskiptavina. „Við byggjum okkar árangur á reynslumiklum og hæfileikaríkum hópi starfsfólks. Við ætlum að byggja ofan á þann árangur, efla teymið enn frekar og leiða félagið inn í næsta þróunar- og vaxtarskeið. Ég hlakka til vegferðarinnar fram undan, “ segir Sif.

Hjá Aton starfa um þrjátíu sérfræðingar í hönnun, samskiptum, stefnumótun og markaðsmálum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×