Innherji

Sjóðir Stefnis stækka hratt stöðu sína í Skaga

Hörður Ægisson skrifar
Haraldur Þórðarson, forstjóri Skaga.
Haraldur Þórðarson, forstjóri Skaga. Skagi

Hlutabréfaverð Skaga hefur fallið um liðlega fimmtán prósent frá því að hópur fjárfesta, leiddur af Heiðari Guðjónssyni, fór fram á það í byrjun síðustu viku að efnt yrði til stjórnarkjörs hjá Íslandsbanka en fjármálafyrirtækin tvö eiga í formlegum samrunaviðræðum. Hlutabréfasjóðir Stefnis hafa bætt talsvert við stöðu sína í Skaga í þessum mánuði og stærsti einkafjárfestirinn hefur síðustu daga einnig haldið áfram að kaupa í félaginu.


Tengdar fréttir

Ávinningur hlut­hafa af sam­runa geti „var­lega“ áætlað numið um 15 milljörðum

Samruni Íslandsbanka og Skaga ætti að geta skilað sér í árlegri heildarsamlegð upp á um tvo milljarða, samkvæmt útreikningum hlutabréfagreinenda, en þar munar langsamlega mestu um verulegt kostnaðarhagræði en á móti verður nokkur „neikvæð samlegð“ í þóknanatekjum. Þá telur annar sérfræðingur á markaði að varlega áætlað muni þetta þýða að ávinningurinn fyrir hluthafa geta numið samtals um 15 milljörðum. 

Norræni bankinn ABG SC væri „afar áhuga­verður kostur“ fyrir Ís­lands­banka

Áform Íslandsbanka um að ráðstafa mögulega allt að fimmtán milljörðum af umfram eigin fé sínu til fjárfestinga erlendis vekja sérstaklega athygli, að sögn hlutabréfagreinenda, sem telur að kaup á norræna fjárfestingabankanum ABG Sundal Collier væri „afar áhugaverður kostur“ í því samhengi.

Áforma að nýta tug­milljarða um­fram eigið fé til að stækka lána­bókina er­lendis

Arðsemi Íslandsbanka á þriðja fjórðungi, sem einkenndist af ágætis gangi í kjarnarekstrinum, var á pari við væntingar greinenda en ólíkt hinum bönkunum var bókfærð jákvæð virðisbreyting á lánasafninu. Stjórnendur sjá fyrir sér að ríflega fjörutíu milljarða umfram eigið Íslandsbanka verði mögulega nýtt að stórum hluta til að sækja fram í erlendum lánveitingum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×