Körfubolti

Stjarnan og Grinda­vík mætast í bikarnum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ægir Þór Steinarsson og félagar í Stjörnunni fá Grindavík í heimsókn í bikarnum snemma á næsta ári.
Ægir Þór Steinarsson og félagar í Stjörnunni fá Grindavík í heimsókn í bikarnum snemma á næsta ári. Vísir/Guðmundur

Íslandsmeistarar Stjörnunnar og topplið Grindavíkur munu mætast í átta liða úrslitum VÍS-bikars karla en þetta varð ljóst þegar dregið var í hádeginu.

KR og Tindastóll mæta bæði neðri deildarliðum en annar stórleikur er leikur Vals og Keflavíkur á Hlíðarenda.

KR fær 1. deildarlið Breiðabliks í heimsókn en 1. deildarlið Snæfells tekur á móti Tindastól í Stykkishólmi.

Stórleikurinn hjá konunum er á milli Keflavíkur og Íslandsmeistara Hauka en það er allt opið líka í hinum leikjunum. 

Tindastóll lenti á móti KR en fær leikinn í Síkinu á Króknum, Ármann fær Hamar/Þór í heimsókn í Laugardalshöllina og Grindavík tekur á móti Aþenu. Vissulega erfitt verkefni fyrir 1. deildarlið Aþenu.

Leikirnir fara fram á á nýju ári, karlarnir spila frá 11. til 12. janúar en konurnar frá 10. til 11. janúar.

  • Átta liða úrslit VÍS-bikars karla:
  • KR-Breiðablik
  • Stjarnan-Grindavík
  • Snæfell-Tindastóll
  • Valur-Keflavík
  • - Leikið verður 11.-12 janúar 2026.
  • -
  • Átta liða úrslit VÍS-bikars kvenna:
  • Tindastóll-KR
  • Keflavík-Haukar
  • Grindavík-Aþena
  • Ármann-Hamar/Þór
  • - Leikið verður 10.-11 janúar 2026.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×