Viðskipti innlent

Frá Logos til Sam­taka fyrir­tækja í sjávar­út­vegi

Árni Sæberg skrifar
Gunnar Jónsson hefur hafið störf hjá SFS.
Gunnar Jónsson hefur hafið störf hjá SFS. SFS

Gunnar Jónsson lögfræðingur hefur hafið störf hjá Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi, SFS. Hann kemur til samtakanna frá lögmannsstofunni Logos.

Í tilkynningu á vef SFS segir að verkefni Gunnars muni meðal annars lúta að lögfræðilegri ráðgjöf, samningagerð, vinnslu álitsgerða og umsagna, alþjóðlegu samstarfi tengdu sjávarútvegi og aðstoð við félagsmenn. 

Gunnar sé með BA- og meistaragráðu í lögfræði frá lagadeild Háskóla Íslands og réttindi sem lögmaður. Hann hafi starfað hjá Logos lögmannsþjónustu frá árinu 2010, nú síðast sem sérfræðingur. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×