Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Sunna Sæmundsdóttir skrifar 17. desember 2025 19:00 Geir lést í bruna á Stuðlum þar sem hann var í neyðarvistun og var jarðsunginn á deginum sem hann hefði orðið átján ára gamall. Vísir/Sigurjón Fjölskyldur sem hafa misst syni og lýsa áralangri baráttu við kerfið skoða lagalega stöðu sína og telja að gróflega hafi verið brotið á réttindum barnanna. Faðir drengs sem lést í bruna á Stuðlum segir málaferli virðast þurfa til að eitthvað breytist. Lögregla rannsakar enn brunann og tveir eru með réttarstöðu sakbornings. Geir Örn Jacobsen lést sautján ára gamall í bruna á Stuðlum þar sem hann var í neyðarvistun. Hann var jarðsunginn í nóvember í fyrra, á degi sem hefði verið átján ára afmælisdagur hans. Bruninn er enn til rannsóknar hjá lögreglu og hefur umboðsmaður barna gert athugasemdir við hversu langan tíma rannsóknin hefur tekið, þar sem öryggi barna er undir. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu eru nú tveir starfsmenn Stuðla með réttarstöðu sakbornings í málinu og ekkert hefur verið gefið upp um eldsupptök. Faðir Geirs segir óskiljanlegt að atvikið hafi getað átt sér stað og mun gera bótakröfu sem hann segir þó erfitt að ákvarða. „Þetta snýst ekki um peninga. Ég vil bara að kerfið lagist. Það virðist, til að fá breytingar í þessu þjóðfélagi, þurfi dómsmál,“ segir Jón K. Jacobsen. Í aðdraganda andlátsins telur hann kerfið einnig ítrekað hafa brugðist sér og syni sínum. Hann nefnir sem dæmi að þeir hafi leitað í svokallað MST-úrræði Barna- og fjölskyldustofu fyrir börn sem glíma við alvarlegan hegðunarvanda. Jón K. Jacobsen, faðir Geirs, og fleiri fjölskyldur sem hafa misst börnin sín íhuga málaferli og telja að gróflega hafi verið á réttindum þeirra.Vísir/Sigurjón „Það var margra mánaða biðlisti þangað. Neyslan var þá bara orðin of mikil og vildum frekar fara í meðferð en við gátum ekki verið á báðum biðlistum í einu. Svo þegar við hættum þá með MST var það notað gegn okkur. Þetta er bara ofbeldi.“ Hann lýsir fleiri dæmum þar sem hann og aðrir foreldrar lendi á veggjum í kerfinu og skoðar nú að láta reyna á það hvort brotið sé gegn réttindum barna sem tryggð eru í lögum og barnasáttmálanum. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hafa fleiri fjölskyldur í sömu sporum, sem hafa misst börn sín og lýsa algjöru úrræðaleysi í aðdraganda þess, leitað til lögfræðinga og íhuga málaferli. Minningarathöfnin Drengirnir okkar fór fram við Reykjavíkurtjörn í gær. Það kom fólk saman til að minnast þeirra sem kerfið hefur ekki gripið, líkt og skipuleggjendur orðuðu það.Vísir/Sigurjón „Þegar Geiri dó var hann sá þriðji, af bara hópnum hans Geira. Það var einn sautján ára, einn fimmtán ára og síðan Geiri, sem var sautján ára. Síðan eru þeir ótrúlega margir núna sem eru farnir. Hver ber ábyrgð?“ spyr Jón. „Við þurfum bara að vakna. Ef það þarf að stefna ríkinu og fara í mál að þá bara ætla ég að gera það. Ég er búinn að tala nóg.“ Börn og uppeldi Málefni Stuðla Meðferðarheimili Lögreglumál Dómsmál Mest lesið Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Lögregla eltist við afbrotamenn Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Sjá meira
Geir Örn Jacobsen lést sautján ára gamall í bruna á Stuðlum þar sem hann var í neyðarvistun. Hann var jarðsunginn í nóvember í fyrra, á degi sem hefði verið átján ára afmælisdagur hans. Bruninn er enn til rannsóknar hjá lögreglu og hefur umboðsmaður barna gert athugasemdir við hversu langan tíma rannsóknin hefur tekið, þar sem öryggi barna er undir. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu eru nú tveir starfsmenn Stuðla með réttarstöðu sakbornings í málinu og ekkert hefur verið gefið upp um eldsupptök. Faðir Geirs segir óskiljanlegt að atvikið hafi getað átt sér stað og mun gera bótakröfu sem hann segir þó erfitt að ákvarða. „Þetta snýst ekki um peninga. Ég vil bara að kerfið lagist. Það virðist, til að fá breytingar í þessu þjóðfélagi, þurfi dómsmál,“ segir Jón K. Jacobsen. Í aðdraganda andlátsins telur hann kerfið einnig ítrekað hafa brugðist sér og syni sínum. Hann nefnir sem dæmi að þeir hafi leitað í svokallað MST-úrræði Barna- og fjölskyldustofu fyrir börn sem glíma við alvarlegan hegðunarvanda. Jón K. Jacobsen, faðir Geirs, og fleiri fjölskyldur sem hafa misst börnin sín íhuga málaferli og telja að gróflega hafi verið á réttindum þeirra.Vísir/Sigurjón „Það var margra mánaða biðlisti þangað. Neyslan var þá bara orðin of mikil og vildum frekar fara í meðferð en við gátum ekki verið á báðum biðlistum í einu. Svo þegar við hættum þá með MST var það notað gegn okkur. Þetta er bara ofbeldi.“ Hann lýsir fleiri dæmum þar sem hann og aðrir foreldrar lendi á veggjum í kerfinu og skoðar nú að láta reyna á það hvort brotið sé gegn réttindum barna sem tryggð eru í lögum og barnasáttmálanum. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hafa fleiri fjölskyldur í sömu sporum, sem hafa misst börn sín og lýsa algjöru úrræðaleysi í aðdraganda þess, leitað til lögfræðinga og íhuga málaferli. Minningarathöfnin Drengirnir okkar fór fram við Reykjavíkurtjörn í gær. Það kom fólk saman til að minnast þeirra sem kerfið hefur ekki gripið, líkt og skipuleggjendur orðuðu það.Vísir/Sigurjón „Þegar Geiri dó var hann sá þriðji, af bara hópnum hans Geira. Það var einn sautján ára, einn fimmtán ára og síðan Geiri, sem var sautján ára. Síðan eru þeir ótrúlega margir núna sem eru farnir. Hver ber ábyrgð?“ spyr Jón. „Við þurfum bara að vakna. Ef það þarf að stefna ríkinu og fara í mál að þá bara ætla ég að gera það. Ég er búinn að tala nóg.“
Börn og uppeldi Málefni Stuðla Meðferðarheimili Lögreglumál Dómsmál Mest lesið Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Lögregla eltist við afbrotamenn Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Sjá meira