Erlent

Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“

Samúel Karl Ólason skrifar
Nokkrar af nýjum myndum sem birtar voru í gærkvöldi.
Nokkrar af nýjum myndum sem birtar voru í gærkvöldi.

Demókratar í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings hafa birt enn fleiri myndir úr einkasafni barnaníðingsins ríka, Jeffreys Epstein. 

Birtar voru 68 nýjar myndir í gærkvöldi. Hluti þeirra eru teikningar af húsum á eyju Epsteins, Littlu Saint James. Eyjan er hluti af bandarísku Jómfrúareyjum og er um 0,3 ferkílómetrar að stærð. Til samanburðar má benda á að Engey er 0,4 ferkílómetrar.

Í heildina eru rúmlega 95 þúsund myndir í safni Epsteins og Repúblikanar í nefndinni hafa gagnrýnt Demókrata fyrir að birta handvaldar myndir úr því. Demókratar segja hins vegar að myndbirtingunum sé ætlað að varpa ljósi á líferni Epsteins og tenginga hans við ríkt og áhrifamikið fólk.

Myndir úr safni Epsteins hafa nokkrum sinnum verið birtar áður.

Sjá einnig: Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum

A þessu sinni sýna myndirnar meðal annars Epstein með ungum konum. Þær sýna vegabréf kvenna og skilaboð um að verið væri að senda ungar konur til einhvers og að mögulega gæti ein þeirra verið „góð fyrir J“. Ekki fylgir sögunni hver J gæti verið eða hver sendir þessi skilaboð en þar kemur fram að kona sem sér um að finna stúlkur og konur hafi krafist þúsund dala fyrir hverja þeirra.

Svo virðist sem þær hafi verið fengnar að víðsvegar frá heiminum.

Einnig eru myndir af Epstein með Noam Chomsky, Woody Allen, Stephen Bannon og öðrum.

Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur frest út daginn í dag til að birta Epstein-skjölin svokölluðu eftir að Demókrötum tókst, með aðstoð nokkurra Repúblikana, að þvinga leiðtoga Repúblikanaflokksins til að halda atkvæðagreiðslu um lagafrumvarp um birtingu skjalanna. Það frumvarp varð að lögum.

Sjá einnig: Heimila nú birtingu gagna úr rann­sókn á Epstein

Lögin sem um ræðir snúa að skjölum sem dómsmálaráðuneytið hefur aflað í tengslum við rannsóknir í garð Jeffreys Epstein og annarra sem honum tengjast í gegnum árin.

Allar myndirnar 68 sem birtar voru í gærkvöldi má finna hér. Helstu myndirnar af þessum 68 má sjá hér að neðan. Demókratar segjast hafa afmáð upplýsingar 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×