Innlent

Tvær ís­lenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Fólkið er tengt fjölskylduböndum.
Fólkið er tengt fjölskylduböndum.

Táningsstúlka og eldri kona frá Íslandi létust í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku á miðvikudag. Karlmaður slasaðist lífshættulega í slysinu og liggur á sjúkrahúsi ytra.

Vísir greindi frá slysinu fyrr í dag. Um er að ræða einstaklinga sem eru skyldir og voru á ferðalagi í landinu. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafa náin skyldmenni þeirra sem létust og slösuðust ferðast utan í kjölfar slyssins.

Bústaðakirkja opnaði dyr sínar í dag fyrir aðstandendur og vini hinna látnu og þess slasaða. Athöfnin var vel sótt og fjölmenntu samnemendur stúlkunnar meðal annars til að minnast hennar, sýna samstöðu og samhug.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×