Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Samúel Karl Ólason skrifar 21. desember 2025 08:09 Jeffrey Epstein og Ghislaine Maxwell. AP/Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna Skjöl sem vonast var til að varpað gætu frekara ljósi á mál barnaníðingsins Jeffrey Epstein virðast innihalda fáar nýjar upplýsingar. Ný skjöl frá 2007 sýna að rannsakendur ræddu við unga konu sem sagðist hafa fengið greitt fyrir að útvega Epstein stúlkur. Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna birti í gær skjöl frá rannsóknum ákærudómstóla á þeim Jeffrey Epstein og Ghislane Maxwell í lok síðasta áratugar. Vonir voru bundnar við að skjölin gætu varpað nýju ljósi á mál barnaníðingsins látna, þar sem mikil leynd hvílir yfirleitt yfir störfum ákærudómstóla. Svo fór þó ekki. Afrit af vitnisburðum og önnur gögn frá þessum rannsóknum bæta litlu sem engu við það sem lá fyrir áður. Eitt skjal frá ákærudómstól sem kallaður var saman árið 2007, áður en Epstein gerðu umdeilt samkomulag við saksóknara í Flórída, sýnir þó að 21 árs kona sagðist hafa fært Epstein stelpur undir lögaldri og fengið greitt fyrir. Löggæslumenn sögðu frá rannsóknum Í skjölunum frá ákærudómstólunum, sem eru um 270 blaðsíður, heyrðu meðlimir ákærudómstólanna ekki frá fórnarlömbum Epsteins, samkvæmt frétt New York Times. Þess í stað báru eingöngu löggæslumenn sem höfðu rannsakað þau Epstein og Maxwell vitni og sögðu frá rannsóknum sínum og þeim sönnunargögnum sem þeir höfðu aflað. Þeir sögðu frá því sem fórnarlömb höfðu sagt þeim en saga þessara fórnarlamba varð svo opinber við réttarhöldin gegn Maxell árið 2021. Hún var dæmd í tuttugu ára fangelsi en Epstein svipti sig lífi í fangelsi árið 2019. Hann var þá 66 ára gamall og hafði verið ákærður fyrir mansal og kynferðisbrot. Í ljós hefur komið að hluti skjalanna sem birt voru á föstudaginn hefur verið fjarlægður aftur. Ekki hefur verið opinberað af hverju. 23 ára kona „of gömul“ Skjöl frá ákærudómstól í Flórída sem kallaður var saman í apríl 2007 sýna að kona sem var þá 21 árs gömul, sagði rannsakendum frá því að þegar hún var sextán ára gömul hefði hún og aðrar jafngamlar vinkonur hennar hitt Epstein og tvo félaga hans á strönd. Hún sagðist hafa fengið peninga fyrir að nudda Epstein þennan sama dag. Nokkrum dögum síðar var hún heima hjá Epstein, þar sem hún hitti einnig Maxell. Hún segist hafa verið sett nakin inn í nuddherbergi þar sem hún nuddaði Epstein. Konan sagði Epstein hafa káfað á sér en að hún hefði mótmælt og þá hafi hann gert annað samkomulag við hana. Hann bauð henni peninga fyrir að útvega honum aðrar stúlkur og ungar konur, sem hún gerði. Samkvæmt frétt CBS News sagðist konan hafa útvegað Epstein sjö til tíu stúlkur og konur og þar á meðal eina 23 ára gamla. Henni var tilkynnt að sú væri of gömul og beðin um að koma ekki aftur með hana. Allar hinar voru sextán til átján ára gamlar, nema ein sem var fjórtán ára gömul og fékk hún tvö hundruð dali fyrir hverja. Allt þetta fór í gegnum Ghislane Maxwell. Konan ræddi við hana um stúlkurnar sem voru tilbúnar til að koma og fékk upplýsingar um hvenær og hvar þær ættu að hitta Epstein. Enn engar upplýsingar um samkomulagið Undir lok árs 2007, þegar Epstein var bæði til rannsóknar hjá lögreglunni í Flórída og Alríkislögreglunni, gerði hann umdeilt samkomulag við saksóknarann Alex Acosta. Samkomulagið fól í sér að Epstein sat í fangelsi í þrettán mánuði fyrir að misnota á fjórða tug ungra stúlkna undir lögaldri í New York og Flórída frá árunum 2002 til 2005. Samkomulagið gerði honum kleift að komast hjá alríkisákærum og kom í veg fyrir að hægt væri að ákæra einhverja af samverkamönnum Epsteins. Acosta starfaði síðar sem ráðherra í fyrstu ríkisstjórn Trumps. Upplýsingar um þetta samkomulag hafa ekki verið birtar enn. Áframhaldandi birtingar skjala Ákærudómstólar eru sérstök bandarísk fyrirbæri þar sem saksóknarar fá almenna borgara til að mynda kviðdóm og fara yfir sönnunargögn og vísbendingar sem búið er að afla í tilteknum málum og segja til um hvort tilefni sé til að leggja fram ákærur, í einföldu máli sagt. Eins og áður segir hvílir yfirleitt mikil leynd yfir störfum þeirra en dómarar heimiluðu birtingu gagnanna á grunni nýrra laga sem skikkuðu ráðuneytið til að birta öll skjöl sem snúa að Epstein. Það átti að gerast fyrir lok föstudags en þá var hluti skjalanna birtur og boðuðu forsvarsmenn ráðuneytisins áframhaldandi birtingu gagna næstu daga og vikur. Búast má við því að óreiðan í kringum birtingu skjalanna verði töluverð og að tíma muni taka að fara í gegnum þau og greina. Sjá einnig: Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Mikið af skjölunum sem birt voru höfðu verið þakin svörtum lit og upplýsingar huldar. Bandaríkin Mál Jeffrey Epstein Erlend sakamál Tengdar fréttir Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Demókratar í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings hafa birt enn fleiri myndir úr einkasafni barnaníðingsins ríka, Jeffreys Epstein. 19. desember 2025 10:34 Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Áður en Jeffrey Epstein var sakaður um að hafa brotið á fjölda stúlkna og ungra kvenna um árabil, hafði hann safnað umfangsmiklum auðæfum. Hvernig hann gerði það hefur aldrei verið ljóst en svo virðist sem hann hafi að mestu gert það með svikum og prettum. 17. desember 2025 14:30 Brestir í MAGA-múrnum Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, stefnir að því að halda nærri því vikulega fjöldafundi með stuðningsmönnum sínum. Gjá er sögð hafa myndast milli forsetans og flestra stuðningsmanna hans í MAGA-hreyfingunni, þó þeir standi enn við bakið á honum. Þessa gjá er forsetinn sagður vilja brúa. 16. desember 2025 14:45 Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Demókratar í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings hafa birt nítján nýjar myndir úr dánarbúi barnaníðingsins Jeffreys Epstein. Á myndunum eru nokkrir auðugir, þekktir og áhrifamiklir menn eins og Donald Trump, Bill Clinton, Bill Gates, Richard Branson, Woody Allen og Steve Bannon. 12. desember 2025 15:28 Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fleiri fréttir Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Sjá meira
Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna birti í gær skjöl frá rannsóknum ákærudómstóla á þeim Jeffrey Epstein og Ghislane Maxwell í lok síðasta áratugar. Vonir voru bundnar við að skjölin gætu varpað nýju ljósi á mál barnaníðingsins látna, þar sem mikil leynd hvílir yfirleitt yfir störfum ákærudómstóla. Svo fór þó ekki. Afrit af vitnisburðum og önnur gögn frá þessum rannsóknum bæta litlu sem engu við það sem lá fyrir áður. Eitt skjal frá ákærudómstól sem kallaður var saman árið 2007, áður en Epstein gerðu umdeilt samkomulag við saksóknara í Flórída, sýnir þó að 21 árs kona sagðist hafa fært Epstein stelpur undir lögaldri og fengið greitt fyrir. Löggæslumenn sögðu frá rannsóknum Í skjölunum frá ákærudómstólunum, sem eru um 270 blaðsíður, heyrðu meðlimir ákærudómstólanna ekki frá fórnarlömbum Epsteins, samkvæmt frétt New York Times. Þess í stað báru eingöngu löggæslumenn sem höfðu rannsakað þau Epstein og Maxwell vitni og sögðu frá rannsóknum sínum og þeim sönnunargögnum sem þeir höfðu aflað. Þeir sögðu frá því sem fórnarlömb höfðu sagt þeim en saga þessara fórnarlamba varð svo opinber við réttarhöldin gegn Maxell árið 2021. Hún var dæmd í tuttugu ára fangelsi en Epstein svipti sig lífi í fangelsi árið 2019. Hann var þá 66 ára gamall og hafði verið ákærður fyrir mansal og kynferðisbrot. Í ljós hefur komið að hluti skjalanna sem birt voru á föstudaginn hefur verið fjarlægður aftur. Ekki hefur verið opinberað af hverju. 23 ára kona „of gömul“ Skjöl frá ákærudómstól í Flórída sem kallaður var saman í apríl 2007 sýna að kona sem var þá 21 árs gömul, sagði rannsakendum frá því að þegar hún var sextán ára gömul hefði hún og aðrar jafngamlar vinkonur hennar hitt Epstein og tvo félaga hans á strönd. Hún sagðist hafa fengið peninga fyrir að nudda Epstein þennan sama dag. Nokkrum dögum síðar var hún heima hjá Epstein, þar sem hún hitti einnig Maxell. Hún segist hafa verið sett nakin inn í nuddherbergi þar sem hún nuddaði Epstein. Konan sagði Epstein hafa káfað á sér en að hún hefði mótmælt og þá hafi hann gert annað samkomulag við hana. Hann bauð henni peninga fyrir að útvega honum aðrar stúlkur og ungar konur, sem hún gerði. Samkvæmt frétt CBS News sagðist konan hafa útvegað Epstein sjö til tíu stúlkur og konur og þar á meðal eina 23 ára gamla. Henni var tilkynnt að sú væri of gömul og beðin um að koma ekki aftur með hana. Allar hinar voru sextán til átján ára gamlar, nema ein sem var fjórtán ára gömul og fékk hún tvö hundruð dali fyrir hverja. Allt þetta fór í gegnum Ghislane Maxwell. Konan ræddi við hana um stúlkurnar sem voru tilbúnar til að koma og fékk upplýsingar um hvenær og hvar þær ættu að hitta Epstein. Enn engar upplýsingar um samkomulagið Undir lok árs 2007, þegar Epstein var bæði til rannsóknar hjá lögreglunni í Flórída og Alríkislögreglunni, gerði hann umdeilt samkomulag við saksóknarann Alex Acosta. Samkomulagið fól í sér að Epstein sat í fangelsi í þrettán mánuði fyrir að misnota á fjórða tug ungra stúlkna undir lögaldri í New York og Flórída frá árunum 2002 til 2005. Samkomulagið gerði honum kleift að komast hjá alríkisákærum og kom í veg fyrir að hægt væri að ákæra einhverja af samverkamönnum Epsteins. Acosta starfaði síðar sem ráðherra í fyrstu ríkisstjórn Trumps. Upplýsingar um þetta samkomulag hafa ekki verið birtar enn. Áframhaldandi birtingar skjala Ákærudómstólar eru sérstök bandarísk fyrirbæri þar sem saksóknarar fá almenna borgara til að mynda kviðdóm og fara yfir sönnunargögn og vísbendingar sem búið er að afla í tilteknum málum og segja til um hvort tilefni sé til að leggja fram ákærur, í einföldu máli sagt. Eins og áður segir hvílir yfirleitt mikil leynd yfir störfum þeirra en dómarar heimiluðu birtingu gagnanna á grunni nýrra laga sem skikkuðu ráðuneytið til að birta öll skjöl sem snúa að Epstein. Það átti að gerast fyrir lok föstudags en þá var hluti skjalanna birtur og boðuðu forsvarsmenn ráðuneytisins áframhaldandi birtingu gagna næstu daga og vikur. Búast má við því að óreiðan í kringum birtingu skjalanna verði töluverð og að tíma muni taka að fara í gegnum þau og greina. Sjá einnig: Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Mikið af skjölunum sem birt voru höfðu verið þakin svörtum lit og upplýsingar huldar.
Bandaríkin Mál Jeffrey Epstein Erlend sakamál Tengdar fréttir Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Demókratar í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings hafa birt enn fleiri myndir úr einkasafni barnaníðingsins ríka, Jeffreys Epstein. 19. desember 2025 10:34 Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Áður en Jeffrey Epstein var sakaður um að hafa brotið á fjölda stúlkna og ungra kvenna um árabil, hafði hann safnað umfangsmiklum auðæfum. Hvernig hann gerði það hefur aldrei verið ljóst en svo virðist sem hann hafi að mestu gert það með svikum og prettum. 17. desember 2025 14:30 Brestir í MAGA-múrnum Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, stefnir að því að halda nærri því vikulega fjöldafundi með stuðningsmönnum sínum. Gjá er sögð hafa myndast milli forsetans og flestra stuðningsmanna hans í MAGA-hreyfingunni, þó þeir standi enn við bakið á honum. Þessa gjá er forsetinn sagður vilja brúa. 16. desember 2025 14:45 Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Demókratar í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings hafa birt nítján nýjar myndir úr dánarbúi barnaníðingsins Jeffreys Epstein. Á myndunum eru nokkrir auðugir, þekktir og áhrifamiklir menn eins og Donald Trump, Bill Clinton, Bill Gates, Richard Branson, Woody Allen og Steve Bannon. 12. desember 2025 15:28 Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fleiri fréttir Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Sjá meira
Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Demókratar í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings hafa birt enn fleiri myndir úr einkasafni barnaníðingsins ríka, Jeffreys Epstein. 19. desember 2025 10:34
Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Áður en Jeffrey Epstein var sakaður um að hafa brotið á fjölda stúlkna og ungra kvenna um árabil, hafði hann safnað umfangsmiklum auðæfum. Hvernig hann gerði það hefur aldrei verið ljóst en svo virðist sem hann hafi að mestu gert það með svikum og prettum. 17. desember 2025 14:30
Brestir í MAGA-múrnum Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, stefnir að því að halda nærri því vikulega fjöldafundi með stuðningsmönnum sínum. Gjá er sögð hafa myndast milli forsetans og flestra stuðningsmanna hans í MAGA-hreyfingunni, þó þeir standi enn við bakið á honum. Þessa gjá er forsetinn sagður vilja brúa. 16. desember 2025 14:45
Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Demókratar í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings hafa birt nítján nýjar myndir úr dánarbúi barnaníðingsins Jeffreys Epstein. Á myndunum eru nokkrir auðugir, þekktir og áhrifamiklir menn eins og Donald Trump, Bill Clinton, Bill Gates, Richard Branson, Woody Allen og Steve Bannon. 12. desember 2025 15:28