Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar 22. desember 2025 07:16 Fyrir marga eru jólin tími gleði, samveru og eftirvæntingar. Heimili fyllast af ilmi af jólabakstri, ljósum og tónlist við undirbúning jólanna. En fyrir fólk sem er með gigtarsjúkdóma geta jólin líka verið krefjandi tími – bæði líkamlega og andlega. Gigt er ekki einn sjúkdómur heldur yfir 100 mismunandi sjúkdómar sem geta haft áhrif á liðamót, vöðva, sinar og bandvef, og í sumum tilvikum einnig innri líffæri. Einkenni eins og verkir, stirðleiki, bólgur, lamandi þreyta og orkuleysi gera það að verkum að það sem öðrum finnst sjálfsagt getur orðið erfitt eða jafnvel ómögulegt. Aukin álagstími Jólin fela oft í sér aukið álag. Það þarf að þrífa, baka, kaupa gjafir, elda og mæta í heimsóknir eða boð. Fyrir fólk með gigt getur þetta valdið því að einkenni versna. Kuldinn á veturna getur aukið verki og stirðleika, og streita – jafnvel jákvæð streita – hefur áhrif á líkamann. Margir með gigt upplifa samviskubit yfir því að geta ekki „tekið fullan þátt“. Þeir þurfa kannski að hvíla sig þegar aðrir eru á fullu, eða sleppa viðburðum sem skipta þá miklu máli. Þessi ósýnilegi þáttur sjúkdómsins, þar sem fólk lítur oft út fyrir að vera „í lagi“, getur verið sérstaklega erfiður á tímum þar sem væntingar eru miklar. Að leyfa jólunum að vera öðruvísi Það er mikilvægt að muna að jólin þurfa ekki að vera fullkomin til að vera góð. Fyrir fólk með gigt getur skipt sköpum að forgangsraða, dreifa verkefnum, fá hjálp og leyfa sér að segja nei. Að einfalda jólin er ekki merki um uppgjöf – heldur um styrk sem fellst í því að hlusta á eigin líkama og þarfir. Smá breytingar geta haft mikil áhrif: að kaupa hluta af jólabakkelsinu tilbúið, stytta heimsóknir, taka pásur og hvíla sig án samviskubits. Samkennd skiptir máli Fyrir aðstandendur og samfélagið allt skiptir miklu máli að sýna skilning. Spurningin „hvað get ég gert til að hjálpa?“ getur verið dýrmæt. Það getur falist í því að bjóða fram aðstoð, sýna sveigjanleika eða einfaldlega skilja þegar einhver þarf að hægja á sér. Jólin snúast ekki um hversu margir sortir eru á kökuborðinu eða hversu glansandi heimilið er. Þau snúast um tengsl, hlýju og að líða sem best – hver á sinn hátt. Fyrir fólk með gigt eru jólin kannski ekki sársaukalaus, en með skilningi, aðlögun og umhyggju geta þau samt verið innihaldsrík, hlý og ánægjuleg. Það er það sem skiptir mestu máli. Höfundur er formaður Gigtarfélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Eldri borgarar Mest lesið Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson skrifar Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp skrifar Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af þessu tvennu, er mikilvægast að gera réttu hlutina Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Leghálsskimun – lítið mál! Vala Smáradóttir skrifar Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson skrifar Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson skrifar Sjá meira
Fyrir marga eru jólin tími gleði, samveru og eftirvæntingar. Heimili fyllast af ilmi af jólabakstri, ljósum og tónlist við undirbúning jólanna. En fyrir fólk sem er með gigtarsjúkdóma geta jólin líka verið krefjandi tími – bæði líkamlega og andlega. Gigt er ekki einn sjúkdómur heldur yfir 100 mismunandi sjúkdómar sem geta haft áhrif á liðamót, vöðva, sinar og bandvef, og í sumum tilvikum einnig innri líffæri. Einkenni eins og verkir, stirðleiki, bólgur, lamandi þreyta og orkuleysi gera það að verkum að það sem öðrum finnst sjálfsagt getur orðið erfitt eða jafnvel ómögulegt. Aukin álagstími Jólin fela oft í sér aukið álag. Það þarf að þrífa, baka, kaupa gjafir, elda og mæta í heimsóknir eða boð. Fyrir fólk með gigt getur þetta valdið því að einkenni versna. Kuldinn á veturna getur aukið verki og stirðleika, og streita – jafnvel jákvæð streita – hefur áhrif á líkamann. Margir með gigt upplifa samviskubit yfir því að geta ekki „tekið fullan þátt“. Þeir þurfa kannski að hvíla sig þegar aðrir eru á fullu, eða sleppa viðburðum sem skipta þá miklu máli. Þessi ósýnilegi þáttur sjúkdómsins, þar sem fólk lítur oft út fyrir að vera „í lagi“, getur verið sérstaklega erfiður á tímum þar sem væntingar eru miklar. Að leyfa jólunum að vera öðruvísi Það er mikilvægt að muna að jólin þurfa ekki að vera fullkomin til að vera góð. Fyrir fólk með gigt getur skipt sköpum að forgangsraða, dreifa verkefnum, fá hjálp og leyfa sér að segja nei. Að einfalda jólin er ekki merki um uppgjöf – heldur um styrk sem fellst í því að hlusta á eigin líkama og þarfir. Smá breytingar geta haft mikil áhrif: að kaupa hluta af jólabakkelsinu tilbúið, stytta heimsóknir, taka pásur og hvíla sig án samviskubits. Samkennd skiptir máli Fyrir aðstandendur og samfélagið allt skiptir miklu máli að sýna skilning. Spurningin „hvað get ég gert til að hjálpa?“ getur verið dýrmæt. Það getur falist í því að bjóða fram aðstoð, sýna sveigjanleika eða einfaldlega skilja þegar einhver þarf að hægja á sér. Jólin snúast ekki um hversu margir sortir eru á kökuborðinu eða hversu glansandi heimilið er. Þau snúast um tengsl, hlýju og að líða sem best – hver á sinn hátt. Fyrir fólk með gigt eru jólin kannski ekki sársaukalaus, en með skilningi, aðlögun og umhyggju geta þau samt verið innihaldsrík, hlý og ánægjuleg. Það er það sem skiptir mestu máli. Höfundur er formaður Gigtarfélags Íslands.
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar
Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun