Frosti og Arnþrúður fá styrki Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 22. desember 2025 11:11 Fjölmiðlar Frosta Logasonar og Arnþrúðar Karlsdóttur eru meðal þeirra sem fá styrki í fyrsta sinn í ár. Úthlutunarnefnd um úthlutun rekstrarstuðnings til einkarekinna fjölmiðla hefur lokið störfum í ár. Fá alls 28 fjölmiðlar 550 milljónir króna sem deilt er þeirra á milli en líkt og á síðasta ári hljóta Árvakur og Sýn hæstu styrkina, um 104 milljónir króna hvort fyrirtækið en Sameinaða útgáfufyrirtækið sem gefur út Heimildina og Mannlíf er í þriðja sæti, fær tæpar 78 milljónir. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef stjórnarráðsins og á vef Fjölmiðlanefndar. Úthlutunin er framlenging á styrkjakerfi til einkarekinna fjölmiðla sem samþykkt var að framlengja út árið 2025. Boðaðar hafa verið breytingar og viðbætur sem verða innleiddar í áföngum. Í tilkynningunni segir að alls hafi borist þrjátíu umsóknir um rekstrarstuðning til einkarekinna fjölmiðla, samtals sótt um rúman einn milljarð. Til úthlutunar voru 550 milljónir, að frádregnum kostnaði vegna umsýslu, auglýsinga, þóknunar fyrir störf úthlutunarnefndar og fleira, sem hafu numið tæpum sex milljónum og til úthlutnar því 544 milljónir. Segir að umsókn frá þremur umsækjendum hafi verið hafnað, meðal annars frá Bændasamtökum Íslands þar sem umsókn barst að umsóknarfresti liðnum. Þá var umsóknum frá Kaffinu fjölmiðli ehf og Spássíu ehf hafnað þar sem þær uppfylltu ekki skilyrði. Meðal þeirra sem hljóta styrk í ár en fengu ekki í fyrra er Brotkast ehf í eigu Frosta Logasonar en félagið hlaut rúmar sjö milljónir króna í styrk. Þá er Útvarp saga í eigu Arnþrúðar Karlsdóttur einnig á lista og fær rúmar átta milljónir króna. Tæpar 87 milljónir króna fara til héraðs- og hverfismiðla. Fjórtán slíkir eru á lista. Á eftir Sýn og Árvakri er líkt og áður segir Sameinaða útgáfufélagið sem gefur út Heimildina með hæsta styrkinn, tæpar 78 milljónir króna. Þar næst er Myllusetur sem rekur meðal annars Viðskiptablaðið með 42 milljónir, þar á eftir Fjölmiðlatorgið ehf í eigu Helga Magnússonar sem rekur DV.is með tæpar 39 milljónir króna í styrk. Árvakur hf. – 103.905.866 kr. (Morgunblaðið, mbl.is, K100, Retró) Birtingur útgáfufélag ehf. – 11.412.717 kr. (Gestgjafinn, Hús og híbýli, Vikan, Sumarhúsið og garðurinn) Brotkast ehf. – 7.296.558 kr. Eigin herra ehf. – 7.096.346 kr. (Akureyri.net) Elísa Guðrún ehf. – 6.544.050 kr. (Lifandi vísindi, visindi.is) Eyjasýn ehf. – 3.608.423 kr. (Eyjafréttir, eyjafrettir.is) Farteski útgáfufélag ehf. – 5.759.018 kr. (ff7.is) Fjölmiðlatorgið ehf. – 38.854.610 kr. (DV.is, Hringbraut.is, Pressan.is, Eyjan.is, Icelandmag.is, 433.is) Fótbolti ehf. – 11.518.761 kr. (fotbolti.net) Fröken ehf. – 12.986.765 kr. (Reykjavík Grapevine) Hönnunarhúsið ehf. – 1.573.081 kr. (Fjarðarfréttir, fjardarfrettir.is) Iceland Review ehf. – 14.785.571 kr. (Iceland Review) Leturstofan Vestmannaeyjum ehf. – 8.569.702 kr. (Tígull) Mosfellingur ehf. – 2.057.440 kr. Myllusetur ehf. – 42.424.679 kr. (Viðskiptablaðið, vb.is, Frjáls verslun, Fiskifréttir, fiskifrettir.is, Hestablaðið, hestabladid.is) Nýprent ehf. – 5.125.032 kr. (Feykir) Prentmet Oddi ehf. – 5.209.703 kr. (Dagskráin – Fréttablað Suðurlands, dfs.is) SagaNet – Útvarp Saga ehf. – 8.369.710 kr. (Útvarp Saga) Sameinaða útgáfufélagið ehf. – 77.699.850 kr. (Heimildin, Heimildin.is, Mannlíf.is) Samstöðin ehf. – 11.571.060 kr. (Samstöðin) Skessuhorn ehf. – 16.599.863 kr. (Skessuhorn) Skrautás ehf. – 2.035.388 kr. (Grafarvogsblaðið, Árbæjarblaðið, Grafarholtsblaðið) Steinprent ehf. – 4.301.743 kr. (Bæjarblaðið Jökull) Sýn hf. – 103.905.866 kr. (Vísir, Sýn, Sýn Sport, Sýn Sport Viaplay, Sýn Vísir, X977, Bylgjan, Gull Bylgjan, Létt Bylgjan, FM957, Íslenska Bylgjan, Country Bylgjan) Tunnan prentþjónusta ehf. – 2.882.329 kr. (DB blaðið, Hellan) Útgáfufélag Austurlands ehf. – 7.348.817 kr. (Austurglugginn) Útgáfufélagið ehf. – 7.402.678 kr. (Vikublaðið, Vikublaðið.is) Víkurfréttir ehf. – 13.175.346 kr. (Víkurfréttir) Úthlutunarnefnd skipa Anna Mjöll Karlsdóttir lögfræðingur (formaður), samkvæmt tilnefningu Hæstaréttar Íslands, Gunnar Þór Tómasson löggiltur endurskoðandi, samkvæmt tilnefningu Ríkisendurskoðunar og Jón Gunnar Ólafsson, lektor við Háskóla Íslands, samkvæmt tilnefningu samstarfsnefndar háskólastigsins. Fjölmiðlanefnd sá um umsýslu umsókna og veitti úthlutunarnefnd sérfræðiaðstoð vegna þeirra. Vísir er í eigu Sýnar. Fjölmiðlar Rekstur hins opinbera Tengdar fréttir Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Úthlutunarnefnd um úthlutun rekstrarstuðnings til einkarekinna fjölmiðla hefur lokið störfum og verður um 550 milljónum króna deilt milli alls 27 fjölmiðla. Árvakur og Sýn hljóta hæstu styrkina, um 124 milljónir króna hvor. 5. nóvember 2024 07:44 Mest lesið Verðbólga eykst verulega Viðskipti innlent Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Hvetja neytendur til að vera á varðbergi eftir áramót Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Atvinnulíf Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Fleiri fréttir Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu á vef stjórnarráðsins og á vef Fjölmiðlanefndar. Úthlutunin er framlenging á styrkjakerfi til einkarekinna fjölmiðla sem samþykkt var að framlengja út árið 2025. Boðaðar hafa verið breytingar og viðbætur sem verða innleiddar í áföngum. Í tilkynningunni segir að alls hafi borist þrjátíu umsóknir um rekstrarstuðning til einkarekinna fjölmiðla, samtals sótt um rúman einn milljarð. Til úthlutunar voru 550 milljónir, að frádregnum kostnaði vegna umsýslu, auglýsinga, þóknunar fyrir störf úthlutunarnefndar og fleira, sem hafu numið tæpum sex milljónum og til úthlutnar því 544 milljónir. Segir að umsókn frá þremur umsækjendum hafi verið hafnað, meðal annars frá Bændasamtökum Íslands þar sem umsókn barst að umsóknarfresti liðnum. Þá var umsóknum frá Kaffinu fjölmiðli ehf og Spássíu ehf hafnað þar sem þær uppfylltu ekki skilyrði. Meðal þeirra sem hljóta styrk í ár en fengu ekki í fyrra er Brotkast ehf í eigu Frosta Logasonar en félagið hlaut rúmar sjö milljónir króna í styrk. Þá er Útvarp saga í eigu Arnþrúðar Karlsdóttur einnig á lista og fær rúmar átta milljónir króna. Tæpar 87 milljónir króna fara til héraðs- og hverfismiðla. Fjórtán slíkir eru á lista. Á eftir Sýn og Árvakri er líkt og áður segir Sameinaða útgáfufélagið sem gefur út Heimildina með hæsta styrkinn, tæpar 78 milljónir króna. Þar næst er Myllusetur sem rekur meðal annars Viðskiptablaðið með 42 milljónir, þar á eftir Fjölmiðlatorgið ehf í eigu Helga Magnússonar sem rekur DV.is með tæpar 39 milljónir króna í styrk. Árvakur hf. – 103.905.866 kr. (Morgunblaðið, mbl.is, K100, Retró) Birtingur útgáfufélag ehf. – 11.412.717 kr. (Gestgjafinn, Hús og híbýli, Vikan, Sumarhúsið og garðurinn) Brotkast ehf. – 7.296.558 kr. Eigin herra ehf. – 7.096.346 kr. (Akureyri.net) Elísa Guðrún ehf. – 6.544.050 kr. (Lifandi vísindi, visindi.is) Eyjasýn ehf. – 3.608.423 kr. (Eyjafréttir, eyjafrettir.is) Farteski útgáfufélag ehf. – 5.759.018 kr. (ff7.is) Fjölmiðlatorgið ehf. – 38.854.610 kr. (DV.is, Hringbraut.is, Pressan.is, Eyjan.is, Icelandmag.is, 433.is) Fótbolti ehf. – 11.518.761 kr. (fotbolti.net) Fröken ehf. – 12.986.765 kr. (Reykjavík Grapevine) Hönnunarhúsið ehf. – 1.573.081 kr. (Fjarðarfréttir, fjardarfrettir.is) Iceland Review ehf. – 14.785.571 kr. (Iceland Review) Leturstofan Vestmannaeyjum ehf. – 8.569.702 kr. (Tígull) Mosfellingur ehf. – 2.057.440 kr. Myllusetur ehf. – 42.424.679 kr. (Viðskiptablaðið, vb.is, Frjáls verslun, Fiskifréttir, fiskifrettir.is, Hestablaðið, hestabladid.is) Nýprent ehf. – 5.125.032 kr. (Feykir) Prentmet Oddi ehf. – 5.209.703 kr. (Dagskráin – Fréttablað Suðurlands, dfs.is) SagaNet – Útvarp Saga ehf. – 8.369.710 kr. (Útvarp Saga) Sameinaða útgáfufélagið ehf. – 77.699.850 kr. (Heimildin, Heimildin.is, Mannlíf.is) Samstöðin ehf. – 11.571.060 kr. (Samstöðin) Skessuhorn ehf. – 16.599.863 kr. (Skessuhorn) Skrautás ehf. – 2.035.388 kr. (Grafarvogsblaðið, Árbæjarblaðið, Grafarholtsblaðið) Steinprent ehf. – 4.301.743 kr. (Bæjarblaðið Jökull) Sýn hf. – 103.905.866 kr. (Vísir, Sýn, Sýn Sport, Sýn Sport Viaplay, Sýn Vísir, X977, Bylgjan, Gull Bylgjan, Létt Bylgjan, FM957, Íslenska Bylgjan, Country Bylgjan) Tunnan prentþjónusta ehf. – 2.882.329 kr. (DB blaðið, Hellan) Útgáfufélag Austurlands ehf. – 7.348.817 kr. (Austurglugginn) Útgáfufélagið ehf. – 7.402.678 kr. (Vikublaðið, Vikublaðið.is) Víkurfréttir ehf. – 13.175.346 kr. (Víkurfréttir) Úthlutunarnefnd skipa Anna Mjöll Karlsdóttir lögfræðingur (formaður), samkvæmt tilnefningu Hæstaréttar Íslands, Gunnar Þór Tómasson löggiltur endurskoðandi, samkvæmt tilnefningu Ríkisendurskoðunar og Jón Gunnar Ólafsson, lektor við Háskóla Íslands, samkvæmt tilnefningu samstarfsnefndar háskólastigsins. Fjölmiðlanefnd sá um umsýslu umsókna og veitti úthlutunarnefnd sérfræðiaðstoð vegna þeirra. Vísir er í eigu Sýnar.
Fjölmiðlar Rekstur hins opinbera Tengdar fréttir Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Úthlutunarnefnd um úthlutun rekstrarstuðnings til einkarekinna fjölmiðla hefur lokið störfum og verður um 550 milljónum króna deilt milli alls 27 fjölmiðla. Árvakur og Sýn hljóta hæstu styrkina, um 124 milljónir króna hvor. 5. nóvember 2024 07:44 Mest lesið Verðbólga eykst verulega Viðskipti innlent Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Hvetja neytendur til að vera á varðbergi eftir áramót Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Atvinnulíf Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Fleiri fréttir Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes Sjá meira
Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Úthlutunarnefnd um úthlutun rekstrarstuðnings til einkarekinna fjölmiðla hefur lokið störfum og verður um 550 milljónum króna deilt milli alls 27 fjölmiðla. Árvakur og Sýn hljóta hæstu styrkina, um 124 milljónir króna hvor. 5. nóvember 2024 07:44