Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Lovísa Arnardóttir skrifar 23. desember 2025 06:31 Linda Dröfn segir þurfa skýrt áhættumat til að meta hvenær líf fólks sé í hættu vegna heimilisofbeldis. Vísir/Anton Brink Linda Dröfn Gunnardóttir, framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins, segir mikilvægt að fólk hafi einhverjar aðrar leiðir en að hringja bara í 112 til að tilkynna grun um ofbeldi í nánum samböndum. Hún kallar eftir því að þróað verði áhættumat sem nýtist fólki í framlínu til að meta hvort að rjúfa eigi þagnarskyldu og bregðast við því þegar fagaðilar telja þá líf einstaklings í hættu vegna heimilisofbeldis. Eldri konum, sem eru beittar ofbeldi af maka eða uppkomnu barni, hefur fjölgað hjá Kvennaathvarfinu í ár. Linda segir nauðsynlegt í slíkum málum að geta brugðist við um leið. „Þessar konur bíða ekki,“ segir Linda. Steinunn Þórðardóttir, formaður Læknafélags Íslands, hefur kallað eftir því að ákvæði heilbrigðislaga verði gerð skýrari svo læknar hafi einhver ráð til að bregðast við þegar grunur leikur á að skjólstæðingar þeirra séu beittir svo miklu ofbeldi að líf þeirra liggi við. Alma Möller heilbrigðisráðherra hefur boðað að hún ætli að kalla helstu málsaðila á fund og meta næstu skref svo hægt verði að skýra hvenær heilbrigðisstarfsmenn geti verið undanþegnir þagnarskyldu. Tilefnið er dómur yfir Margréti Höllu Löf í síðustu viku. Hún var dæmd í 16 ára fangelsi fyrir að hafa drepið föður sinn og stórfellda og sérstaklega hættulega líkamsárás gegn móður sinni. Báðir foreldrar hennar höfðu fyrir þessa árás oft leitað til lækna sem margir höfðu áhyggjur af ofbeldinu sem þau voru beitt. Foreldrar hennar vildu þó ekki að málið yrði tilkynnt eða leitað til lögreglu og kom fram í dómi að þau óttuðust viðbrögð dóttur sinnar og annarra. Verði að geta metið þegar aðstæður eru lífshættulegar Linda Dröfn segir þeirra verklag og verklag lögreglu mjög ólíkt en hjá þeim snúist hvert mál alltaf um það að varðveita og tryggja traust. Hún segir samt sem áður alveg á hreinu að það vanti betra áhættumat til að meta þegar fólk er í lífshættulegum aðstæðum. Annars vegar þurfi áhættumat fyrir viðkvæma hópa eins og eldri borgara, fatlað fólk, fólk af erlendum uppruna og aðra, og hins vegar fyrir konur sem eru í ofbeldissambandi sem ekki tilheyra neinum jaðarhópi. Linda nefnir í þessu samhengi manndráp á Akureyri í fyrra. Þar var Þorsteinn Hermann Þorbjörnsson sakfelldur í Landsrétti fyrir að svipta sambýliskonu sína lífi á heimili þeirra í Naustahverfi á Akureyri í apríl í fyrra og dæmdur í sextán ára fangelsi. Fjöldi vitna í málinu lýsti fyrir dómi áralöngu grófu heimilisofbeldi af hálfu Þorsteins. Synir þeirra sögðu báðir fyrir dómi að andlát móður þeirra væri léttir. Í dómi kom til dæmis fram að lögregla aflaði gagna, eftir andlát konunnar, um sögu sambands mannsins og konunnar í gegnum tíðina, meðal annars frá heilbrigðisstofnunum, barnavernd og félagsþjónustu auk gagna úr málaskrá lögreglu. Lögreglumaður tók þannig saman yfirlit þar um atvik sem náðu allt aftur til ársins 1999 en vörðuðu þó einkum árin 2008 til 2015 og frá árinu 2021 þar til atvik máls þessa urðu. Samkvæmt fréttum var niðurstaða lögreglumannsins að Þorsteinn beitti konuna líklega heimilisofbeldi í á þriðja tug ára og hún hafi, vegna meðvirkni gagnvart ástandinu, að mestu og nánast alltaf neitað samvinnu við lögreglu. Hún hafi kallað á hjálp þegar þau bjuggu á ótilgreindum stað á árunum 2009 og 2011 en verklag þess tíma og meðvirkni hennar orðið til þess að málin hafi ekki fengið framgang og hún farið heim í sama ástandið aftur og aftur. „Þarna var kona sem var búin að búa við ofbeldi í tugi ára og hafði enga burði til að koma sér út úr því, en allir vita af því. Það er vitað að það er eitthvað skakkt í gangi og þetta endar með morði.“ Setjast niður og fara yfir málið Linda segir að í þessu tilfelli, og öðrum álíka, gæti hjálpað að vera með betra áhættumat og nefnir í því MARAC-áhættumatið sem er notað í til dæmis Bretlandi og Finnlandi og þar sé til dæmis þolandi jafnvel fenginn að borðinu séu aðstæður þannig. Þá sé hægt að lýsa því fyrir þolanda hvar hann er staddur í áhættumatinu og reynt að vinna málið með þolanda. „Þar koma lögregla og fleiri aðilar að borðinu og meta áhættuna og hættuna sem viðkomandi er í. Þá er það til dæmis barnavernd, félagsráðgjöfin og Kvennaathvarfið. Þeir sem þurfa hverju sinni setjast yfir málið og meta áhættuna út frá ýmsum sjónarhornum og svo eru teknar ákvarðanir út frá því hvar viðkomandi skorar í áhættumatinu.“ Með þessu mati sé hægt að nota skala um nauðungarstjórnun sem lögreglan hafi talað fyrir. Samkvæmt heimasíðu lögreglunnar er nauðungarstjórnun þegar annar aðili í nánu sambandi tekur stjórn á lífi hins. Það er samkvæmt skilgreiningu oft hluti af ofbeldi í nánu sambandi. Stigin eru átta og er það síðasta manndráp. „Það á að á að geta verið ágætis mælitæki. Það er búið að vinna alls konar áhættumat upp úr því þar sem við getum metið hvar fólk er á skalanum. Af því það er vissulega þannig að það eru oft mál þar sem þarf að grípa inn í, þó svo þolandi vilji það ekki eða bara þori því ekki,“ segir Linda. Sama verklag og í barnavernd Linda Dröfn telur mikilvægt að í heimilisofbeldismálum sé notað sama verklag hjá fullorðnum og hjá börnum í barnavernd. Félagsráðgjafar og lögregla fái tækifæri til að raða saman tilkynningum til ólíkra aðila til að sjá heildarmynd. Eftir það sé hægt að nota áhættumat til að meta hvort líf fólks sé í hættu og sé það staðan hafi lögregla og aðrir viðbragðsaðilar og stuðningsaðilar, eins og Kvennaathvarfið, tækifæri og tól til að stíga inn í aðstæður. Þannig gæti fólk sent inn nafnlausar ábendingar um grun um heimilisofbeldi. Lögreglan gæti þá safnað þessum gögnum saman og safnað í áhættumat slíkum tilkynningum til að meta hvenær eða hvort lögreglan stígur inn í málið. Ofbeldi í nánum samböndum sé langt ferli og oft þurfi að líta jafnvel tíu eða tuttugu ár aftur í tímann til að fá einhverja heildarmynd og til að ákvarða raunverulega hvar einstaklingurinn sem er verið að skoða er staddur í áhættumatinu. Sem dæmi hefði verið fyrir löngu síðan hægt að staðsetja foreldra Margrétar Löf efst á skala um nauðungarstjórnun. Þar hefði, til dæmis, getað skipt sköpum hefði fólk haft einhvern farveg fyrir tilkynningar sínar. Maðurinn í hesthúsinu sem varð vitni að ofbeldi, nágranni þeirra sem sá þau oft sitja úti í bíl, afi hennar sem grunaði ofbeldi og svo framvegis. Hefðu þau öll getað tilkynnt og tilkynningarnar svo verið orðnar tíu til fimmtán hefði lögregla einhvern grundvöll til að skoða málið betur. Ekkert endilega líkamlegt ofbeldi Linda segir rannsóknir í Ástralíu til dæmis hafa sýnt fram á að í um 30 prósent nauðungarstjórnunarmála sé engu líkamlegu ofbeldi beitt í aðdraganda manndráps og nefnir í því samhengi morðið á íslenskri konu í Danmörku fyrir rúmum fjórum árum. „Við vitum, til dæmis, um mál uppkominna barna sem beita foreldra ofbeldi, og félagsþjónustan veit af ofbeldinu, en getur í rauninni ekkert aðhafst fyrr en einhver skyldur eða tengdur tilkynnir ofbeldið.“ Linda segir oft ekki þýða að bíða eftir því. Systkini eða aðrir tengdir séu oft sjálfir hræddir við þennan einstakling og því sé ofbeldið aldrei tilkynnt. „Fólk er oft í rosalega snúinni stöðu að ætla að fara á labba á lögreglustöð eða til félagsráðgjafa og ætla að tilkynna ofbeldi inni á heimili. Það þarf vissulega að mjög háu marki að virða þolendur og þeirra óskir og þeirra traust af því þetta er flókið ferli að stíga út úr ofbeldi og tekur tíma og það þarf að gefa þér rými. En það eru til ýmis tæki til þess að greina hvenær þarf að taka völdin af fólki og stíga inn til að tryggja öryggi þeirra.“ Hætta á stigmögnun Linda segir alltaf hættu á því að, ef lögregla stígur inn án samþykkis þolenda, að ofbeldið stigmagnist og versni. Þess vegna verði að vera trygg úrræði fyrir þolendur ætli lögregla eða aðrir að fara þessa leið. Hættan á auknu og jafnvel verra ofbeldi sé helsta ástæða þess að starfsfólk Kvennaathvarfs, lögregla og aðrir séu tregir til að brjóta þennan trúnað. Linda segist samt hafa trú á því að ef áhættumatið er nógu gott og fólkið sem vinnur að slíku mati er nógu þjálfað sé hægt að stíga inn án þess að leggja líf fólks í hættu. Þá sé samt sem áður mjög mikilvægt að viðbragðsaðilar hafi úr einhverju meiru að moða en kannski bara einni tilkynningu til lögreglu. Þess vegna sé mikilvægt að koma upp einhverju vefsvæði þar sem fólk getur skilað inn nafnlausum ábendingum, eins og er hjá barnavernd. „Þannig fólk hafi fleiri verkfæri heldur en bara að hringja á lögreglu sem getur hvort eð er ekkert gert.“ Safnist slíkar tilkynningar saman sé auðveldara fyrir lögreglu að sjá heildarmyndina þegar mál er tekið til skoðunar og þannig hægt að meta hvort líf og limir fólks séu í raunverulegri hættu. Hægt að bjóða þolanda að vera með, án vitneskju geranda Linda áréttar að slíkt mat yrði alltaf framkvæmt með faglegum hætti þannig að til dæmis gerandi viti ekki af því að verið sé að framkvæma slíkt mat. „Það þarf að gera þetta mjög vel og fagmannlega,“ segir Linda og að málið á Akureyri sé skólabókardæmi um atvik þar sem slíkt mat hefði getað gagnast. Móðir konunnar hafi ítrekað lýst yfir áhyggjum af dóttur sinni auk þess sem allir í nánasta umhverfi fólksins hafi vitað hver staðan væri. Börnin voru komin af heimilinu, nágranni hafi verið meðvitaður og konan hafi leitað til læknis á heilsugæslu, en það hafi ekkert verið hægt að gera því konan hafi ekki viljað eða þorað stíga út úr þessum aðstæðum. „Þarna var líf þessarar konu komið í hættu,“ segir Linda Dröfn og að ef lögregla hefði haft gott áhættumat, og úr einhverju að moða, eins og tilkynningum frá nánasta umhverfi hennar, hefði lögreglan mögulega getað púslað saman myndinni og stigið inn í málið. „Það er svo margt hægt að gera til að lækka óttann og koma þeim úr þessum aðstæðum,“ segir hún og að þolendur, sem hafi búið við ofbeldi í um tuttugu ár, sjái yfirleitt ekki fyrir sér hvernig þau geti komið sér út eða hvernig þau geti skapað sér annað líf. Hræðileg staða á mörgum heimilum Hvað varðar stöðu eldra fólks segir Linda hræðilega stöðu inni á mörgum heimilum og starfsfólk í heimaþjónustu, til dæmis, gefist oft upp. Það horfi upp á hrikalegt ofbeldi og geti ekkert gert. „Svo kannski gerir fólk sér ekki grein fyrir því hversu lítill bógur kona er orðin sem er búin að búa við ofbeldi árum saman. Þótt hún sé ekki lítill bógur út á við. Hún er geggjuð í vinnunni sinni og frábær mamma en hún er algjörlega með engin vopn þegar kemur að því að ætla að fara að standa upp gegn sínum maka. Hún er skríthrædd ef hún er komin á þennan stað í lífinu og hefur ástæðu til þess.“ Linda segir þannig nauðsynlegt að tryggja öryggi kvenna í þessari stöðu. Það sé ekki nóg að setja menn í fangelsi í tvo daga og sleppt svo út. Það megi alls ekki koma í hausinn á þessari konu að það sé verið að grípa inni í. „Þetta er mjög flókið og sérstaklega þegar kemur að málum með uppkomin börn. Við erum búnar að vera að fá konur sem eru að flýja uppkomin börnin í Kvennaathvarfið og skömmin er svo svakaleg og tengingin við gerandann er náttúrulega svo ótrúlega margslungin. Þetta er barnið þitt og þér finnst þetta auðvitað bara þér að kenna. Þú feilaðir í uppeldinu og átt þetta skilið.“ Eldri konum hafi fjölgað í Kvennaathvarfinu Linda segir að samhliða fjölmiðlaumfjöllun um slík mál fjölgi málunum hjá þeim. Framlínan verði meðvitaðri og þegar mál Margrétar Löf kom fyrst upp hafi félagsráðgjafar komið með tvær konur í Kvennaathvarfið sem þeir töldu í hættu vegna uppkominna barna. „Þetta höfðum við ekki séð lengi. En umræðan verður til þess að félagsráðgjafar og lögregla verða meðvitaðri og meta að það gæti verið hætta á ferð þótt það sé ekki karlmaður að berja konuna sína. Þannig þetta hefur áhrif og segir okkur að þessar konur, og þessir þolendur, eru úti um allt.“ Þrjár konur hafi dvalið í athvarfinu á árinu vegna ofbeldis uppkominna barna og málin hafi öll endað með misjöfnum hætti. Ein konan hafi farið aftur heim í sömu aðstæður, einu uppkomnu barni hafi verið komið fyrir annars staðar og sú þriðja hafi fengið pláss á hjúkrunarheimili. Linda segir einnig óvenjulegt hversu margar konur hafi leitað til þeirra á árinu sem hafi verið búnar að búa við ofbeldi tugum ára saman. Til dæmis hafi leitað til þeirra tvær konur yfir áttrætt. Önnur konan hafi endað á því að fara aftur í sömu aðstæður en hin komið sér úr ofbeldissambandinu. „Í þessum málum þarf allt að gerast mjög hratt. Þær eru ekki að bíða í nokkra mánuði eftir húsnæði. Hættan á að þær fari til baka er svo rosaleg að það þarf allt að fara í túrbó-gír,“ segir hún og að fyrir konur í þessari stöðu sé það eitt og sér að stíga út rosalega stórt skref. Þess vegna sé svo mikilvægt að það sé hægt að tilkynna og lögregla geti púslað saman einhverri mynd og noti til þess áreiðanlega mælikvarða slíks áhættumats. Hún segir verklag áhættumatsins gera ráð fyrir því að hver sem er geti lagt til að slíkt mál verði tekið fyrir hjá lögreglu og samkvæmt mati sé ekki gert ráð fyrir að það liggi fyrir, til dæmis, kæra. Kvennaathvarfið geti til dæmis lagt fyrir mál sem lögreglunni eða félagsþjónustunni sé mögulega ekkert kunnugt um. Þá myndi hópurinn koma saman, hver með sitt bakland og gleraugu. „Af því barnavernd hugsar allt öðruvísi en lögregla og lögregla hugsar allt öðruvísi en við. En þarna myndum við setjumst öll niður með okkar gleraugu og sjá hvernig viðkomandi skorar í þessu áhættumati.“ Þolendur verði að fá sinn tíma Linda segir þannig ýmislegt hægt að gera en stundum sé staðan þó þannig, þrátt fyrir hræðilegt ofbeldi, að þolendur séu í ofboðslegri afneitun, ætli ekki að fara af heimilinu og í þeim tilvikum sé ekki endilega tímabært að stíga inn. Kona og aðrir þolendur þurfi í slíkum aðstæðum meiri tíma. „Þetta er snúið en þetta er hægt. Þetta er ekki ósvikult en þetta þarf, af því þetta er upp á líf og dauða.“ Linda segir ýmis úrræði standa til boða þó að þetta sé ekki komið til framkvæmda. Til dæmis geti félagsráðgjafar sótt um nálgunarbann fyrir hönd þolenda, þó alltaf með þeirra samþykki, en það sé þörf á fleiri verkfærum en bara tilkynningu frá nákomnum. Linda segir það auðvitað þá almennu reglu að aldrei sé gripið fram fyrir hendur þolenda. Langflest mál séu þannig að þolendur séu ekki í lífshættu og verði að fá að fara sína leið úr ofbeldishringnum. En sé fólk komið efst í skalann á nauðungarstjórnun séu málin hreinlega þannig að það sé verið að leika sér með líf þeirra. Dómsmál Heimilisofbeldi Kynbundið ofbeldi Félagasamtök Lögreglan Félagsmál Barnavernd Manndráp í Súlunesi Manndráp í Naustahverfi á Akureyri Morð í Malling Tengdar fréttir Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Andrés Proppé Ragnarsson sálfræðingur og stofnandi meðferðarúrræðisins Heimilisfriðar segir að í allri meðferð hjá þeim þurfi gerendur að taka ábyrgð á sinni ofbeldishegðun. Hann segir rannsóknir sýna fram á að úrræðið virki og að meirihluti gerenda beiti minna ofbeldi eða hætti því eftir að hafa sótt meðferðina. Andrés segir meðferðina yfirleitt virka best þegar fólk tekur sér góðan tíma og mætir af fúsum og frjálsum vilja. 16. nóvember 2025 07:02 Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Um sex hundruð miðar með orðsendingum sem fundust á heimili Margrétar Höllu Hansdóttur Löf og foreldra hennar, þar sem hún myrti föður sinn, vöktu sérstaka athygli rannsóknarlögreglumanna. Svo virðist sem samskipti fjölskyldunnar hafi að miklu leyti farið fram í gegnum miðasendingar og sumar þeirra eru æði hrottalegar. 17. desember 2025 14:57 „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Margrét Halla Löf las upp yfirlýsingu fyrir dómi við upphaf aðalmeðferðar þar sem hún mótmælti lýsingu ákæruvaldsins og lýsti sig saklausa. Í dómi héraðsdóms sem birtur var í dag kemur fram að Margrét hafi þar viðurkennt erfið og stundum líkamleg átök í samskiptum við foreldra sína. Hún sagði hins vegar að aldrei hafi verið um barsmíðar, vopn eða ásetning til að skaða að ræða og lagði áherslu á að umhyggja hefði alltaf verið til staðar þrátt fyrir ágreining. 16. desember 2025 20:31 Mest lesið Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Allt annað barn eftir nokkrar vikur í Suður-Afríku Innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Innlent Fleiri fréttir Stjórnvöld eigi að sjá sóma sinn í að greiða allan kostnað Ráðning ráðgjafafyrirtækja skekki myndina milli stjórnar og stjórnarandstöðu „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Sjá meira
Eldri konum, sem eru beittar ofbeldi af maka eða uppkomnu barni, hefur fjölgað hjá Kvennaathvarfinu í ár. Linda segir nauðsynlegt í slíkum málum að geta brugðist við um leið. „Þessar konur bíða ekki,“ segir Linda. Steinunn Þórðardóttir, formaður Læknafélags Íslands, hefur kallað eftir því að ákvæði heilbrigðislaga verði gerð skýrari svo læknar hafi einhver ráð til að bregðast við þegar grunur leikur á að skjólstæðingar þeirra séu beittir svo miklu ofbeldi að líf þeirra liggi við. Alma Möller heilbrigðisráðherra hefur boðað að hún ætli að kalla helstu málsaðila á fund og meta næstu skref svo hægt verði að skýra hvenær heilbrigðisstarfsmenn geti verið undanþegnir þagnarskyldu. Tilefnið er dómur yfir Margréti Höllu Löf í síðustu viku. Hún var dæmd í 16 ára fangelsi fyrir að hafa drepið föður sinn og stórfellda og sérstaklega hættulega líkamsárás gegn móður sinni. Báðir foreldrar hennar höfðu fyrir þessa árás oft leitað til lækna sem margir höfðu áhyggjur af ofbeldinu sem þau voru beitt. Foreldrar hennar vildu þó ekki að málið yrði tilkynnt eða leitað til lögreglu og kom fram í dómi að þau óttuðust viðbrögð dóttur sinnar og annarra. Verði að geta metið þegar aðstæður eru lífshættulegar Linda Dröfn segir þeirra verklag og verklag lögreglu mjög ólíkt en hjá þeim snúist hvert mál alltaf um það að varðveita og tryggja traust. Hún segir samt sem áður alveg á hreinu að það vanti betra áhættumat til að meta þegar fólk er í lífshættulegum aðstæðum. Annars vegar þurfi áhættumat fyrir viðkvæma hópa eins og eldri borgara, fatlað fólk, fólk af erlendum uppruna og aðra, og hins vegar fyrir konur sem eru í ofbeldissambandi sem ekki tilheyra neinum jaðarhópi. Linda nefnir í þessu samhengi manndráp á Akureyri í fyrra. Þar var Þorsteinn Hermann Þorbjörnsson sakfelldur í Landsrétti fyrir að svipta sambýliskonu sína lífi á heimili þeirra í Naustahverfi á Akureyri í apríl í fyrra og dæmdur í sextán ára fangelsi. Fjöldi vitna í málinu lýsti fyrir dómi áralöngu grófu heimilisofbeldi af hálfu Þorsteins. Synir þeirra sögðu báðir fyrir dómi að andlát móður þeirra væri léttir. Í dómi kom til dæmis fram að lögregla aflaði gagna, eftir andlát konunnar, um sögu sambands mannsins og konunnar í gegnum tíðina, meðal annars frá heilbrigðisstofnunum, barnavernd og félagsþjónustu auk gagna úr málaskrá lögreglu. Lögreglumaður tók þannig saman yfirlit þar um atvik sem náðu allt aftur til ársins 1999 en vörðuðu þó einkum árin 2008 til 2015 og frá árinu 2021 þar til atvik máls þessa urðu. Samkvæmt fréttum var niðurstaða lögreglumannsins að Þorsteinn beitti konuna líklega heimilisofbeldi í á þriðja tug ára og hún hafi, vegna meðvirkni gagnvart ástandinu, að mestu og nánast alltaf neitað samvinnu við lögreglu. Hún hafi kallað á hjálp þegar þau bjuggu á ótilgreindum stað á árunum 2009 og 2011 en verklag þess tíma og meðvirkni hennar orðið til þess að málin hafi ekki fengið framgang og hún farið heim í sama ástandið aftur og aftur. „Þarna var kona sem var búin að búa við ofbeldi í tugi ára og hafði enga burði til að koma sér út úr því, en allir vita af því. Það er vitað að það er eitthvað skakkt í gangi og þetta endar með morði.“ Setjast niður og fara yfir málið Linda segir að í þessu tilfelli, og öðrum álíka, gæti hjálpað að vera með betra áhættumat og nefnir í því MARAC-áhættumatið sem er notað í til dæmis Bretlandi og Finnlandi og þar sé til dæmis þolandi jafnvel fenginn að borðinu séu aðstæður þannig. Þá sé hægt að lýsa því fyrir þolanda hvar hann er staddur í áhættumatinu og reynt að vinna málið með þolanda. „Þar koma lögregla og fleiri aðilar að borðinu og meta áhættuna og hættuna sem viðkomandi er í. Þá er það til dæmis barnavernd, félagsráðgjöfin og Kvennaathvarfið. Þeir sem þurfa hverju sinni setjast yfir málið og meta áhættuna út frá ýmsum sjónarhornum og svo eru teknar ákvarðanir út frá því hvar viðkomandi skorar í áhættumatinu.“ Með þessu mati sé hægt að nota skala um nauðungarstjórnun sem lögreglan hafi talað fyrir. Samkvæmt heimasíðu lögreglunnar er nauðungarstjórnun þegar annar aðili í nánu sambandi tekur stjórn á lífi hins. Það er samkvæmt skilgreiningu oft hluti af ofbeldi í nánu sambandi. Stigin eru átta og er það síðasta manndráp. „Það á að á að geta verið ágætis mælitæki. Það er búið að vinna alls konar áhættumat upp úr því þar sem við getum metið hvar fólk er á skalanum. Af því það er vissulega þannig að það eru oft mál þar sem þarf að grípa inn í, þó svo þolandi vilji það ekki eða bara þori því ekki,“ segir Linda. Sama verklag og í barnavernd Linda Dröfn telur mikilvægt að í heimilisofbeldismálum sé notað sama verklag hjá fullorðnum og hjá börnum í barnavernd. Félagsráðgjafar og lögregla fái tækifæri til að raða saman tilkynningum til ólíkra aðila til að sjá heildarmynd. Eftir það sé hægt að nota áhættumat til að meta hvort líf fólks sé í hættu og sé það staðan hafi lögregla og aðrir viðbragðsaðilar og stuðningsaðilar, eins og Kvennaathvarfið, tækifæri og tól til að stíga inn í aðstæður. Þannig gæti fólk sent inn nafnlausar ábendingar um grun um heimilisofbeldi. Lögreglan gæti þá safnað þessum gögnum saman og safnað í áhættumat slíkum tilkynningum til að meta hvenær eða hvort lögreglan stígur inn í málið. Ofbeldi í nánum samböndum sé langt ferli og oft þurfi að líta jafnvel tíu eða tuttugu ár aftur í tímann til að fá einhverja heildarmynd og til að ákvarða raunverulega hvar einstaklingurinn sem er verið að skoða er staddur í áhættumatinu. Sem dæmi hefði verið fyrir löngu síðan hægt að staðsetja foreldra Margrétar Löf efst á skala um nauðungarstjórnun. Þar hefði, til dæmis, getað skipt sköpum hefði fólk haft einhvern farveg fyrir tilkynningar sínar. Maðurinn í hesthúsinu sem varð vitni að ofbeldi, nágranni þeirra sem sá þau oft sitja úti í bíl, afi hennar sem grunaði ofbeldi og svo framvegis. Hefðu þau öll getað tilkynnt og tilkynningarnar svo verið orðnar tíu til fimmtán hefði lögregla einhvern grundvöll til að skoða málið betur. Ekkert endilega líkamlegt ofbeldi Linda segir rannsóknir í Ástralíu til dæmis hafa sýnt fram á að í um 30 prósent nauðungarstjórnunarmála sé engu líkamlegu ofbeldi beitt í aðdraganda manndráps og nefnir í því samhengi morðið á íslenskri konu í Danmörku fyrir rúmum fjórum árum. „Við vitum, til dæmis, um mál uppkominna barna sem beita foreldra ofbeldi, og félagsþjónustan veit af ofbeldinu, en getur í rauninni ekkert aðhafst fyrr en einhver skyldur eða tengdur tilkynnir ofbeldið.“ Linda segir oft ekki þýða að bíða eftir því. Systkini eða aðrir tengdir séu oft sjálfir hræddir við þennan einstakling og því sé ofbeldið aldrei tilkynnt. „Fólk er oft í rosalega snúinni stöðu að ætla að fara á labba á lögreglustöð eða til félagsráðgjafa og ætla að tilkynna ofbeldi inni á heimili. Það þarf vissulega að mjög háu marki að virða þolendur og þeirra óskir og þeirra traust af því þetta er flókið ferli að stíga út úr ofbeldi og tekur tíma og það þarf að gefa þér rými. En það eru til ýmis tæki til þess að greina hvenær þarf að taka völdin af fólki og stíga inn til að tryggja öryggi þeirra.“ Hætta á stigmögnun Linda segir alltaf hættu á því að, ef lögregla stígur inn án samþykkis þolenda, að ofbeldið stigmagnist og versni. Þess vegna verði að vera trygg úrræði fyrir þolendur ætli lögregla eða aðrir að fara þessa leið. Hættan á auknu og jafnvel verra ofbeldi sé helsta ástæða þess að starfsfólk Kvennaathvarfs, lögregla og aðrir séu tregir til að brjóta þennan trúnað. Linda segist samt hafa trú á því að ef áhættumatið er nógu gott og fólkið sem vinnur að slíku mati er nógu þjálfað sé hægt að stíga inn án þess að leggja líf fólks í hættu. Þá sé samt sem áður mjög mikilvægt að viðbragðsaðilar hafi úr einhverju meiru að moða en kannski bara einni tilkynningu til lögreglu. Þess vegna sé mikilvægt að koma upp einhverju vefsvæði þar sem fólk getur skilað inn nafnlausum ábendingum, eins og er hjá barnavernd. „Þannig fólk hafi fleiri verkfæri heldur en bara að hringja á lögreglu sem getur hvort eð er ekkert gert.“ Safnist slíkar tilkynningar saman sé auðveldara fyrir lögreglu að sjá heildarmyndina þegar mál er tekið til skoðunar og þannig hægt að meta hvort líf og limir fólks séu í raunverulegri hættu. Hægt að bjóða þolanda að vera með, án vitneskju geranda Linda áréttar að slíkt mat yrði alltaf framkvæmt með faglegum hætti þannig að til dæmis gerandi viti ekki af því að verið sé að framkvæma slíkt mat. „Það þarf að gera þetta mjög vel og fagmannlega,“ segir Linda og að málið á Akureyri sé skólabókardæmi um atvik þar sem slíkt mat hefði getað gagnast. Móðir konunnar hafi ítrekað lýst yfir áhyggjum af dóttur sinni auk þess sem allir í nánasta umhverfi fólksins hafi vitað hver staðan væri. Börnin voru komin af heimilinu, nágranni hafi verið meðvitaður og konan hafi leitað til læknis á heilsugæslu, en það hafi ekkert verið hægt að gera því konan hafi ekki viljað eða þorað stíga út úr þessum aðstæðum. „Þarna var líf þessarar konu komið í hættu,“ segir Linda Dröfn og að ef lögregla hefði haft gott áhættumat, og úr einhverju að moða, eins og tilkynningum frá nánasta umhverfi hennar, hefði lögreglan mögulega getað púslað saman myndinni og stigið inn í málið. „Það er svo margt hægt að gera til að lækka óttann og koma þeim úr þessum aðstæðum,“ segir hún og að þolendur, sem hafi búið við ofbeldi í um tuttugu ár, sjái yfirleitt ekki fyrir sér hvernig þau geti komið sér út eða hvernig þau geti skapað sér annað líf. Hræðileg staða á mörgum heimilum Hvað varðar stöðu eldra fólks segir Linda hræðilega stöðu inni á mörgum heimilum og starfsfólk í heimaþjónustu, til dæmis, gefist oft upp. Það horfi upp á hrikalegt ofbeldi og geti ekkert gert. „Svo kannski gerir fólk sér ekki grein fyrir því hversu lítill bógur kona er orðin sem er búin að búa við ofbeldi árum saman. Þótt hún sé ekki lítill bógur út á við. Hún er geggjuð í vinnunni sinni og frábær mamma en hún er algjörlega með engin vopn þegar kemur að því að ætla að fara að standa upp gegn sínum maka. Hún er skríthrædd ef hún er komin á þennan stað í lífinu og hefur ástæðu til þess.“ Linda segir þannig nauðsynlegt að tryggja öryggi kvenna í þessari stöðu. Það sé ekki nóg að setja menn í fangelsi í tvo daga og sleppt svo út. Það megi alls ekki koma í hausinn á þessari konu að það sé verið að grípa inni í. „Þetta er mjög flókið og sérstaklega þegar kemur að málum með uppkomin börn. Við erum búnar að vera að fá konur sem eru að flýja uppkomin börnin í Kvennaathvarfið og skömmin er svo svakaleg og tengingin við gerandann er náttúrulega svo ótrúlega margslungin. Þetta er barnið þitt og þér finnst þetta auðvitað bara þér að kenna. Þú feilaðir í uppeldinu og átt þetta skilið.“ Eldri konum hafi fjölgað í Kvennaathvarfinu Linda segir að samhliða fjölmiðlaumfjöllun um slík mál fjölgi málunum hjá þeim. Framlínan verði meðvitaðri og þegar mál Margrétar Löf kom fyrst upp hafi félagsráðgjafar komið með tvær konur í Kvennaathvarfið sem þeir töldu í hættu vegna uppkominna barna. „Þetta höfðum við ekki séð lengi. En umræðan verður til þess að félagsráðgjafar og lögregla verða meðvitaðri og meta að það gæti verið hætta á ferð þótt það sé ekki karlmaður að berja konuna sína. Þannig þetta hefur áhrif og segir okkur að þessar konur, og þessir þolendur, eru úti um allt.“ Þrjár konur hafi dvalið í athvarfinu á árinu vegna ofbeldis uppkominna barna og málin hafi öll endað með misjöfnum hætti. Ein konan hafi farið aftur heim í sömu aðstæður, einu uppkomnu barni hafi verið komið fyrir annars staðar og sú þriðja hafi fengið pláss á hjúkrunarheimili. Linda segir einnig óvenjulegt hversu margar konur hafi leitað til þeirra á árinu sem hafi verið búnar að búa við ofbeldi tugum ára saman. Til dæmis hafi leitað til þeirra tvær konur yfir áttrætt. Önnur konan hafi endað á því að fara aftur í sömu aðstæður en hin komið sér úr ofbeldissambandinu. „Í þessum málum þarf allt að gerast mjög hratt. Þær eru ekki að bíða í nokkra mánuði eftir húsnæði. Hættan á að þær fari til baka er svo rosaleg að það þarf allt að fara í túrbó-gír,“ segir hún og að fyrir konur í þessari stöðu sé það eitt og sér að stíga út rosalega stórt skref. Þess vegna sé svo mikilvægt að það sé hægt að tilkynna og lögregla geti púslað saman einhverri mynd og noti til þess áreiðanlega mælikvarða slíks áhættumats. Hún segir verklag áhættumatsins gera ráð fyrir því að hver sem er geti lagt til að slíkt mál verði tekið fyrir hjá lögreglu og samkvæmt mati sé ekki gert ráð fyrir að það liggi fyrir, til dæmis, kæra. Kvennaathvarfið geti til dæmis lagt fyrir mál sem lögreglunni eða félagsþjónustunni sé mögulega ekkert kunnugt um. Þá myndi hópurinn koma saman, hver með sitt bakland og gleraugu. „Af því barnavernd hugsar allt öðruvísi en lögregla og lögregla hugsar allt öðruvísi en við. En þarna myndum við setjumst öll niður með okkar gleraugu og sjá hvernig viðkomandi skorar í þessu áhættumati.“ Þolendur verði að fá sinn tíma Linda segir þannig ýmislegt hægt að gera en stundum sé staðan þó þannig, þrátt fyrir hræðilegt ofbeldi, að þolendur séu í ofboðslegri afneitun, ætli ekki að fara af heimilinu og í þeim tilvikum sé ekki endilega tímabært að stíga inn. Kona og aðrir þolendur þurfi í slíkum aðstæðum meiri tíma. „Þetta er snúið en þetta er hægt. Þetta er ekki ósvikult en þetta þarf, af því þetta er upp á líf og dauða.“ Linda segir ýmis úrræði standa til boða þó að þetta sé ekki komið til framkvæmda. Til dæmis geti félagsráðgjafar sótt um nálgunarbann fyrir hönd þolenda, þó alltaf með þeirra samþykki, en það sé þörf á fleiri verkfærum en bara tilkynningu frá nákomnum. Linda segir það auðvitað þá almennu reglu að aldrei sé gripið fram fyrir hendur þolenda. Langflest mál séu þannig að þolendur séu ekki í lífshættu og verði að fá að fara sína leið úr ofbeldishringnum. En sé fólk komið efst í skalann á nauðungarstjórnun séu málin hreinlega þannig að það sé verið að leika sér með líf þeirra.
Dómsmál Heimilisofbeldi Kynbundið ofbeldi Félagasamtök Lögreglan Félagsmál Barnavernd Manndráp í Súlunesi Manndráp í Naustahverfi á Akureyri Morð í Malling Tengdar fréttir Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Andrés Proppé Ragnarsson sálfræðingur og stofnandi meðferðarúrræðisins Heimilisfriðar segir að í allri meðferð hjá þeim þurfi gerendur að taka ábyrgð á sinni ofbeldishegðun. Hann segir rannsóknir sýna fram á að úrræðið virki og að meirihluti gerenda beiti minna ofbeldi eða hætti því eftir að hafa sótt meðferðina. Andrés segir meðferðina yfirleitt virka best þegar fólk tekur sér góðan tíma og mætir af fúsum og frjálsum vilja. 16. nóvember 2025 07:02 Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Um sex hundruð miðar með orðsendingum sem fundust á heimili Margrétar Höllu Hansdóttur Löf og foreldra hennar, þar sem hún myrti föður sinn, vöktu sérstaka athygli rannsóknarlögreglumanna. Svo virðist sem samskipti fjölskyldunnar hafi að miklu leyti farið fram í gegnum miðasendingar og sumar þeirra eru æði hrottalegar. 17. desember 2025 14:57 „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Margrét Halla Löf las upp yfirlýsingu fyrir dómi við upphaf aðalmeðferðar þar sem hún mótmælti lýsingu ákæruvaldsins og lýsti sig saklausa. Í dómi héraðsdóms sem birtur var í dag kemur fram að Margrét hafi þar viðurkennt erfið og stundum líkamleg átök í samskiptum við foreldra sína. Hún sagði hins vegar að aldrei hafi verið um barsmíðar, vopn eða ásetning til að skaða að ræða og lagði áherslu á að umhyggja hefði alltaf verið til staðar þrátt fyrir ágreining. 16. desember 2025 20:31 Mest lesið Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Allt annað barn eftir nokkrar vikur í Suður-Afríku Innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Innlent Fleiri fréttir Stjórnvöld eigi að sjá sóma sinn í að greiða allan kostnað Ráðning ráðgjafafyrirtækja skekki myndina milli stjórnar og stjórnarandstöðu „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Sjá meira
Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Andrés Proppé Ragnarsson sálfræðingur og stofnandi meðferðarúrræðisins Heimilisfriðar segir að í allri meðferð hjá þeim þurfi gerendur að taka ábyrgð á sinni ofbeldishegðun. Hann segir rannsóknir sýna fram á að úrræðið virki og að meirihluti gerenda beiti minna ofbeldi eða hætti því eftir að hafa sótt meðferðina. Andrés segir meðferðina yfirleitt virka best þegar fólk tekur sér góðan tíma og mætir af fúsum og frjálsum vilja. 16. nóvember 2025 07:02
Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Um sex hundruð miðar með orðsendingum sem fundust á heimili Margrétar Höllu Hansdóttur Löf og foreldra hennar, þar sem hún myrti föður sinn, vöktu sérstaka athygli rannsóknarlögreglumanna. Svo virðist sem samskipti fjölskyldunnar hafi að miklu leyti farið fram í gegnum miðasendingar og sumar þeirra eru æði hrottalegar. 17. desember 2025 14:57
„Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Margrét Halla Löf las upp yfirlýsingu fyrir dómi við upphaf aðalmeðferðar þar sem hún mótmælti lýsingu ákæruvaldsins og lýsti sig saklausa. Í dómi héraðsdóms sem birtur var í dag kemur fram að Margrét hafi þar viðurkennt erfið og stundum líkamleg átök í samskiptum við foreldra sína. Hún sagði hins vegar að aldrei hafi verið um barsmíðar, vopn eða ásetning til að skaða að ræða og lagði áherslu á að umhyggja hefði alltaf verið til staðar þrátt fyrir ágreining. 16. desember 2025 20:31