Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar 23. desember 2025 20:02 Enskar bókmenntir hafa að geyma eina þekktustu jólasögu allra tíma, Jólaævintýri eftir Charles Dickens. Þar segir frá nirflinum Ebeneser Scrooge (Skröggur), ríkum einstæðingi sem kann ekki að gleðast, bölvar jólahátíðina í sand og ösku, þrælar út skrifara sínum fyrir lúsarlaun og neitar að hjálpa þeim sem til hans leita. En á jólanótt fær Skröggur þrjár einkennilegar heimsóknir. Hver af öðrum mæta þrír andar inn í svefnherbergi hans og sýna honum hver um sig jól fortíðar, nútíðar og framtíðar. Síðastur þessara anda er ógnvænlegur: Andi hins ókomna. Hlutverk hans er að sýna Skröggi hvað bíður hans í framtíð ef hann bætir ekki ráð sitt. Gegn eigin vilja verður hann vitni að eigin dauðdaga, og kemst að því að dauði hans verður samborgurum hans fyrst og fremst tilefni til fagnaðar. Hann verður að athlægi margra, og fyrirlitningin leynir sér varla hjá þeim sem minnast hans. En andi hins ókomna minnir hann á að framtíðin er opin: enn er möguleiki á að breyta þessari óglæsilegu framtíðarsýn. Nirfillinn Skröggur. Hvort eru andarnir raunverulegir, eða segir sagan einfaldlega frá óþægilegri martröð gamals manns með ríkulegt ímyndunarafl? Dickens lætur það ósagt, en það breytir ekki niðurstöðunni: þessi lífsreynsla fær Skrögg til að líta heiminn öðrum augum. Það fyrsta sem hann gerir daginn eftir þessa heimsókn er að kaupa stærsta kalkúninn sem hann finnur í kjötbúðinni og láta senda hann til Bob Cratchit skrifara hans í jólagjöf. Á yfirborðinu virðist sagan fyrst og fremst snúast um hefðbundinn jólaboðskap: verið góð við hvort annað og hjálpið hvor öðrum. En þegar betur er að gáð er boðskapurinn kannski mun dýpri: saga Skröggs minnir okkur á að það er í eðli mannsins að láta stjórnast af skammtímahagsmunum, oft á kosnað langtímahagsmuna. Skröggur er ekki eingöngu fjandsamlegur öðrum, heldur fyrst og fremst sjálfum sér: með nísku sinni er hann að fórna eitt af því sem er okkur dýrmætast: álit annara í nútíð og orðspor okkar um ókomna tíð. Hann er fastur í því að hámarka „lífsgæði“ í nútíð á kostnað framtíðarsjálfs síns, og þessi nirfilsháttur hans gæti orðið dýru verði keypt: að deyja einmana og hataður af öllum er ekki uppörvandi framtíðarsýn. Ein merkilegasta uppgötvun taugavísinda á síðari árum er að við upplifum framtíðarsjálfið okkar allt öðruvísi en nútíðarsjálfið. Í ítrekuðum tilraunum hafa vísindamenn komist að því að þegar við hugsum um okkur sjálf í nútíð er ákveðinn hluti heilans mjög virkur. Þegar við hugsum hins vegar um okkur sjálf í fjarlægri framtíð, segjum 10-20 ár, verður virknin á sama svæði heilans mjög lítið, eins og við værum í raun að hugsa um ókunnuga manneskju, sem við höfum mjög takmarkaða samúð með. Þetta útskýrir þá skammtímahugsun sem einkennir margt að því sem við gerum og gerir okkur erfitt fyrir að samræma hegðun við langtímahagsmuni okkar. Nútíðarskekkjan birgir okkur sýn. Sagan um Skrögg er kannski áminning um það sem getur hjálpað okkur til við að komast út úr þessari nútíðarskekkju: sögur. Með því að taka okkur smá hlé frá nútíðinni og gefa okkur tíma til að velta fyrir okkur hvernig framtíðin gæti litið út, fáum við aðra sýn á því sem mestu máli skiptir: hvert er heimurinn að stefna? Hvar verðum við eftir 10, 20, 30 ár og hvert verður okkar hlutverk í þeirri framtíða? Hvernig munum við og komandi kynslóðir líta til baka á okkar athæfi og ákvarðanir? Hverjir verða hetjurnar og hverjir skúrkarnir í sögubókum framtíðarinnar? Þannig byrjum við að finna til með framtíðarsjálfið okkar og sjáum hlutina í stærra samhengi, eins og Skröggur gerði þegar Andi hins ókomna sýndi honum þau örlög sem biðu hans. Þegar hætturnar sem við stöndum frammi fyrir eru nýstárlegar, óáþreifanlegar og virðast fjarlægar í tíma og rúmi er enn meiri hætta á að við festumst í nútíðarskekkjunni. Hnattræna umhverfisváin sem hefur verið að byggjast upp á undanförnum áratugum er einmitt af þessum toga: hún er framandi og virðist varla raunveruleg. Við höfum aldrei upplifað breytingar á loftslagi á þeim skala og hraða sem um ræðir, og getum því ekki lært af reynslunni. Það er erfitt að kenna barni sem hefur aldrei brennt sig að hræðast eldinum. En þar hafa rithöfundar og aðrir listamenn kannski mikilvægu hlutverki að gegna: með því að bregða sér í gervi Andans hins ókomna geta þeir hjálpað okkur við að komast andartak frá nútíðinni, og leitt okkur í ferðalag á ókunnum slóðum framtíðarinnar. Við getum séð okkur sem hluti af henni og upplifað samúð með framtíðarsjálfum okkar. Þannig vöknum við kannski allt í einu á jóladag eins og Skröggur og sjáum hlutina í stærra samhengi: kannski eru efnisleg „lífsgæði“ okkar í nútíð ekki aðalatriðið í stóra samhenginu. Að eignast stærri íbúð en nágraninn, flottari bíl en vinnufélagarnir, að fara í enn eina utanlandsferðin hinum megin á hnettinum, með tilheyrandi mont-færslu á Facebook: er þetta líklegt til að vekja aðdáun hjá kviðdómi framtíðarinnar? Verður okkur minnst sem kynslóðin sem sagaði greinina sem hún sat á af fullkomnu kæruleysi? Sú sem slátraði gullgæsinni í von um skammtíma gróða? Eða mun okkur takast, eins og Skrögg, að bjarga andlitinu á síðustu stundu? Helsta forgangsmál núverandi ríkisstjórnar virðist vera það að „skapa verðmæti“ til skamms tíma, sama hvað það kostar. Það virðist litlu máli skipta hvort sú „verðmætasköpun“ kalli á aukna notkun á jarðefnaeldsneyti og aukna losun gróðurhúsalofttegunda, og verði þannig á kostnað framtíðarhagsmuna og orðspor núverandi kynslóða. Flest bendir til þess að skammsýnin fái að vera áfram við stýrið. Andi hins ókomna hefur greinilega aldrei komið í heimsókn á stjórnarheimilinu… Greinarhöfundur er sjálfstætt starfandi blaðamaður og meðlimur í loftslagshópnum París 1,5, sem vinnur að því að Ísland leggi sitt af mörkum til að leysa loftslagsvandann. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Mest lesið Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Sjá meira
Enskar bókmenntir hafa að geyma eina þekktustu jólasögu allra tíma, Jólaævintýri eftir Charles Dickens. Þar segir frá nirflinum Ebeneser Scrooge (Skröggur), ríkum einstæðingi sem kann ekki að gleðast, bölvar jólahátíðina í sand og ösku, þrælar út skrifara sínum fyrir lúsarlaun og neitar að hjálpa þeim sem til hans leita. En á jólanótt fær Skröggur þrjár einkennilegar heimsóknir. Hver af öðrum mæta þrír andar inn í svefnherbergi hans og sýna honum hver um sig jól fortíðar, nútíðar og framtíðar. Síðastur þessara anda er ógnvænlegur: Andi hins ókomna. Hlutverk hans er að sýna Skröggi hvað bíður hans í framtíð ef hann bætir ekki ráð sitt. Gegn eigin vilja verður hann vitni að eigin dauðdaga, og kemst að því að dauði hans verður samborgurum hans fyrst og fremst tilefni til fagnaðar. Hann verður að athlægi margra, og fyrirlitningin leynir sér varla hjá þeim sem minnast hans. En andi hins ókomna minnir hann á að framtíðin er opin: enn er möguleiki á að breyta þessari óglæsilegu framtíðarsýn. Nirfillinn Skröggur. Hvort eru andarnir raunverulegir, eða segir sagan einfaldlega frá óþægilegri martröð gamals manns með ríkulegt ímyndunarafl? Dickens lætur það ósagt, en það breytir ekki niðurstöðunni: þessi lífsreynsla fær Skrögg til að líta heiminn öðrum augum. Það fyrsta sem hann gerir daginn eftir þessa heimsókn er að kaupa stærsta kalkúninn sem hann finnur í kjötbúðinni og láta senda hann til Bob Cratchit skrifara hans í jólagjöf. Á yfirborðinu virðist sagan fyrst og fremst snúast um hefðbundinn jólaboðskap: verið góð við hvort annað og hjálpið hvor öðrum. En þegar betur er að gáð er boðskapurinn kannski mun dýpri: saga Skröggs minnir okkur á að það er í eðli mannsins að láta stjórnast af skammtímahagsmunum, oft á kosnað langtímahagsmuna. Skröggur er ekki eingöngu fjandsamlegur öðrum, heldur fyrst og fremst sjálfum sér: með nísku sinni er hann að fórna eitt af því sem er okkur dýrmætast: álit annara í nútíð og orðspor okkar um ókomna tíð. Hann er fastur í því að hámarka „lífsgæði“ í nútíð á kostnað framtíðarsjálfs síns, og þessi nirfilsháttur hans gæti orðið dýru verði keypt: að deyja einmana og hataður af öllum er ekki uppörvandi framtíðarsýn. Ein merkilegasta uppgötvun taugavísinda á síðari árum er að við upplifum framtíðarsjálfið okkar allt öðruvísi en nútíðarsjálfið. Í ítrekuðum tilraunum hafa vísindamenn komist að því að þegar við hugsum um okkur sjálf í nútíð er ákveðinn hluti heilans mjög virkur. Þegar við hugsum hins vegar um okkur sjálf í fjarlægri framtíð, segjum 10-20 ár, verður virknin á sama svæði heilans mjög lítið, eins og við værum í raun að hugsa um ókunnuga manneskju, sem við höfum mjög takmarkaða samúð með. Þetta útskýrir þá skammtímahugsun sem einkennir margt að því sem við gerum og gerir okkur erfitt fyrir að samræma hegðun við langtímahagsmuni okkar. Nútíðarskekkjan birgir okkur sýn. Sagan um Skrögg er kannski áminning um það sem getur hjálpað okkur til við að komast út úr þessari nútíðarskekkju: sögur. Með því að taka okkur smá hlé frá nútíðinni og gefa okkur tíma til að velta fyrir okkur hvernig framtíðin gæti litið út, fáum við aðra sýn á því sem mestu máli skiptir: hvert er heimurinn að stefna? Hvar verðum við eftir 10, 20, 30 ár og hvert verður okkar hlutverk í þeirri framtíða? Hvernig munum við og komandi kynslóðir líta til baka á okkar athæfi og ákvarðanir? Hverjir verða hetjurnar og hverjir skúrkarnir í sögubókum framtíðarinnar? Þannig byrjum við að finna til með framtíðarsjálfið okkar og sjáum hlutina í stærra samhengi, eins og Skröggur gerði þegar Andi hins ókomna sýndi honum þau örlög sem biðu hans. Þegar hætturnar sem við stöndum frammi fyrir eru nýstárlegar, óáþreifanlegar og virðast fjarlægar í tíma og rúmi er enn meiri hætta á að við festumst í nútíðarskekkjunni. Hnattræna umhverfisváin sem hefur verið að byggjast upp á undanförnum áratugum er einmitt af þessum toga: hún er framandi og virðist varla raunveruleg. Við höfum aldrei upplifað breytingar á loftslagi á þeim skala og hraða sem um ræðir, og getum því ekki lært af reynslunni. Það er erfitt að kenna barni sem hefur aldrei brennt sig að hræðast eldinum. En þar hafa rithöfundar og aðrir listamenn kannski mikilvægu hlutverki að gegna: með því að bregða sér í gervi Andans hins ókomna geta þeir hjálpað okkur við að komast andartak frá nútíðinni, og leitt okkur í ferðalag á ókunnum slóðum framtíðarinnar. Við getum séð okkur sem hluti af henni og upplifað samúð með framtíðarsjálfum okkar. Þannig vöknum við kannski allt í einu á jóladag eins og Skröggur og sjáum hlutina í stærra samhengi: kannski eru efnisleg „lífsgæði“ okkar í nútíð ekki aðalatriðið í stóra samhenginu. Að eignast stærri íbúð en nágraninn, flottari bíl en vinnufélagarnir, að fara í enn eina utanlandsferðin hinum megin á hnettinum, með tilheyrandi mont-færslu á Facebook: er þetta líklegt til að vekja aðdáun hjá kviðdómi framtíðarinnar? Verður okkur minnst sem kynslóðin sem sagaði greinina sem hún sat á af fullkomnu kæruleysi? Sú sem slátraði gullgæsinni í von um skammtíma gróða? Eða mun okkur takast, eins og Skrögg, að bjarga andlitinu á síðustu stundu? Helsta forgangsmál núverandi ríkisstjórnar virðist vera það að „skapa verðmæti“ til skamms tíma, sama hvað það kostar. Það virðist litlu máli skipta hvort sú „verðmætasköpun“ kalli á aukna notkun á jarðefnaeldsneyti og aukna losun gróðurhúsalofttegunda, og verði þannig á kostnað framtíðarhagsmuna og orðspor núverandi kynslóða. Flest bendir til þess að skammsýnin fái að vera áfram við stýrið. Andi hins ókomna hefur greinilega aldrei komið í heimsókn á stjórnarheimilinu… Greinarhöfundur er sjálfstætt starfandi blaðamaður og meðlimur í loftslagshópnum París 1,5, sem vinnur að því að Ísland leggi sitt af mörkum til að leysa loftslagsvandann.
Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun