Körfubolti

Gerir grín að klæða­burði liðsfélaga síns

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Cedrick Bowen leyfði sér að grínast aðeins með klæðaburð liðsfélaga síns Braga Guðmundssonar.
Cedrick Bowen leyfði sér að grínast aðeins með klæðaburð liðsfélaga síns Braga Guðmundssonar. @itsceddieb05

Cedrick Bowen er ekki bara leikmaður Ármanns í Bónus-deild karla í körfubolta heldur er hann einnig mikill samfélagsrýnir sem aðfluttur Bandaríkjamaður á Íslandi.

Bowen hefur ekki spilað með Ármannsliðinu síðan í byrjun nóvember en hann er að glíma við meiðsli í baki. Bowen hefur því haft meiri tíma til að fylgjast með liðsfélögum sínum í Ármannsliðinu.

Bowen gerir grín að besta íslenska leikmanni Ármanns í nýrri færslu sinni á samfélagsmiðlum.

Þar er um að ræða hinn 22 ára gamla Braga Guðmundsson sem hefur skorað 22,3 stig og gefið 4,0 stoðsendingar að meðatali í fyrstu ellefu leikjum tímabilsins. Bragi hefur farið á kostum innan vallar og samkvæmt þessu utan vallar líka.

Bragi er greinilega mikill tískumaður í klæðaburði ef marka má grínmyndband Bowen og hefur boðið upp á alls konar klæðaburð þegar hann mætir í leiki með Ármanni.

Það má sjá dæmi um það í myndbandi Bowen hér fyrir neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×