Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar 28. desember 2025 10:01 Ég er annar af ritstjórum loftslag.is ásamt Sveini Atla Gunnarssyni, en heimasíðan var stofnuð árið 2009 og hefur í gegnum tíðina safnað saman helstu mýtum um loftslagsbreytingar, þ.e. þær breytingar sem verða vegna aukins styrks gróðurhúsalofttegunda (mest koldíoxíð - CO2) af mannavöldum. Loftslagsbreytingar vegna aukinnar losunar mannsins á gróðurhúsalofttegundum er risavaxið vandamál sem engum hefur tekist að hrekja með haldbærum rökum eða mælingum. Aðferðir þeirra sem halda öðru fram hafa að sumu leyti breyst úr því að vera hrein og bein afneitun og yfir í blekkingar og afvegaleiðingu umræðunnar sem tefur fyrir nauðsynlegum aðgerðum aðgerðum.[i] Hitamál Nú er komin út bók sem virðist höggva í sama knérunn og aðrar bækur þeirra sem vilja draga úr trausti á loftslagsvísindi, þ.e. með því að birta sérvaldar og rangtúlkaðar niðurstöður vísindagagna. Þetta er bókin Hitamál sem skrifuð er af Frosta Sigurjónssyni, en hann er rekstrarráðgjafi og fyrrverandi alþingismaður. Í viðtölum og umfjöllunum um bókina kom strax fram að þar mætti finna rök fyrir því að hætta áformum um að draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda hér á landi. Ritdómur sem gaf bókinni falleinkunn kom mér því ekki á óvart (Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta), en að auki hafa nokkrar skoðanagreinar birst á visir.is um rangfærslur í bók Frosta. Hér verður rýndur fyrsti vísinda kaflinn, þ.e. blaðsíður 5-9, nokkur atriði nefnd sem standast ekki skoðun vísindalega eða eru villandi að mínu mati. Hnattrænt eða staðbundið Í kaflanum Saga loftslagsins fer Frosti lauslega yfir sögu loftslagsins í gegnum jarðsöguna og virðist í upphafi ætla að fara rétt með er hann segir… „En með loftslagi er átt við meðaltal helstu veðurþátta á ákveðnu svæði yfir lengri tímabil, yfirleitt um 30 ár eða meira“ (bls. 5). Það sem á eftir kemur er samt ekki alveg eftir þessari formúlu og stundum er hann að bera saman loftslag hnattrænt og staðbundið. Á bls. 7 eru til dæmis tekin mýmörg dæmi um loftslagsbreytingar sem voru að mestu bundnar við norður Evrópu en í samhengi textans og sérstaklega í samantekt í lok kaflans er eins og verið sé að fjalla um hnattrænt loftslag. Þó áhugavert sé að sjá hitastig jarðar í gegnum jarðsöguna (línurit bls. 5), þá eru það breytingar síðustu árþúsundir og sérstaklega síðustu hundrað ár sem skipta okkur kannski mestu máli. Frosti nefnir sem dæmi að fyrr í jarðsögunni hafi verið 14°C heitara en nú. Síðast þegar slíkur hiti var á jörðu, fyrir um 55 milljónum ára (e. Paleocene-Eocene thermal maximum -PETM) var það einmitt vegna óvenjulegrar innspýtingar á CO2 út í andrúmsloftið af náttúrulegum völdum og afleiðing þess var mikill hiti, auk súrnunar sjávar sem olli fjöldaútdauða lífvera, sérstaklega í sjó (og ætti það að vera víti til varnaðar en ekki dæmi um að það sé í lagi þegar jörðin hitnar og sjórinn súrnar). Á þeim tíma voru fá spendýr á jörðu og það var ekki fyrr en rúmlega 54 milljónum árum síðar sem maðurinn (homo sapiens) fór að láta á sér kræla og er hann núna síðustu áratugi að dæla út í andrúmsloftið CO2 og eykst styrkur þess um tíu sinnum hraðar nú af völdum manna, en af náttúrulegum ástæðum fyrir 55 milljónum ára.[ii] Í þessu samhengi er áhugaverður undirkaflinn Stóra myndin: 500 milljóna ára saga (bls 6) en þar fer mikið púður í að segja frá því að CO2 hafi verið hærra í jarðsögunni og að þá hafi verið mikill hiti. Þessi fylgni kemur okkur kannski ekki á óvart, en síðar í bókinni virðist hann ekki lengur sjá fylgnina á milli styrkbreytingar CO2 og hnattræns hita. Endurteknar hrakningar Í undirkaflanum Hlýnun frá 1850 til okkar tíma segir hann „…eftir 1850 hófst hlýskeið sem hefur staðið fram á okkar daga…“(bls 8). Þetta er röng skilgreining, en skiptir kannski ekki öllu máli í samhenginu, en eðlilegra er að tala um samfellda og stöðuga hlýnun vegna styrkaukningar CO2 en ekki hlýskeið og svo bætir hann við dæmigerðri mýtu um svokölluð þéttbýlisáhrif (e. urban heat island effect) og segir þau „…geta valdið ofmati á hlýnun“. Þau áhrif hafa vísindamenn skoðað og hrakið fyrir löngu. Í síðasta undirkaflanum Samantekt, leggur hann ríka áherslu á að loftslagsbreytingar séu náttúruleg fyrirbæri og að loftslag jarðar hafi „…í gegnum söguna sýnt endurteknar náttúrulegar sveiflur milli hlýrra og kaldra tímabila, löngu áður en mannleg starfsemi hafði teljandi áhrif…“ (bls 9). Hann vísar í grein eftir mann sem heitir Leszek Marks sem skrifar um náttúrulegar sveiflur og gagnrýnir niðurstöðu IPCC að „…síðasti áratugur sé hlýrri en öll aldalöng hlýskeið undanfarin 125 þúsund ár, er í mótsógn við þekkingu vísindanna á hitafari síðustu tíu þúsund ára…“ (bls 9). Sú grein hefur að vísu verið hrakin.[iii] Fleiri villur og mistúlkanir eru á þessum blaðsíðum um sögu loftslagsins, en ég læt staðar numið að sinni. Höfundur er meðlimur í loftslagshópnum París 1,5, sem vinnur að því að Ísland leggi sitt af mörkum til að leysa loftslagsvandann. [i] Michael Mann 2021: The New Climate War. [ii] Ridgwell og Schmidt 2010: Past constraints on the vulnerability of marine calcifiers to massive carbon dioxide release [iii] Response to Marks (2025): Contemporary global warming versus climate change in the Holocene Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Mest lesið Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson skrifar Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp skrifar Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af þessu tvennu, er mikilvægast að gera réttu hlutina Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Leghálsskimun – lítið mál! Vala Smáradóttir skrifar Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson skrifar Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson skrifar Sjá meira
Ég er annar af ritstjórum loftslag.is ásamt Sveini Atla Gunnarssyni, en heimasíðan var stofnuð árið 2009 og hefur í gegnum tíðina safnað saman helstu mýtum um loftslagsbreytingar, þ.e. þær breytingar sem verða vegna aukins styrks gróðurhúsalofttegunda (mest koldíoxíð - CO2) af mannavöldum. Loftslagsbreytingar vegna aukinnar losunar mannsins á gróðurhúsalofttegundum er risavaxið vandamál sem engum hefur tekist að hrekja með haldbærum rökum eða mælingum. Aðferðir þeirra sem halda öðru fram hafa að sumu leyti breyst úr því að vera hrein og bein afneitun og yfir í blekkingar og afvegaleiðingu umræðunnar sem tefur fyrir nauðsynlegum aðgerðum aðgerðum.[i] Hitamál Nú er komin út bók sem virðist höggva í sama knérunn og aðrar bækur þeirra sem vilja draga úr trausti á loftslagsvísindi, þ.e. með því að birta sérvaldar og rangtúlkaðar niðurstöður vísindagagna. Þetta er bókin Hitamál sem skrifuð er af Frosta Sigurjónssyni, en hann er rekstrarráðgjafi og fyrrverandi alþingismaður. Í viðtölum og umfjöllunum um bókina kom strax fram að þar mætti finna rök fyrir því að hætta áformum um að draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda hér á landi. Ritdómur sem gaf bókinni falleinkunn kom mér því ekki á óvart (Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta), en að auki hafa nokkrar skoðanagreinar birst á visir.is um rangfærslur í bók Frosta. Hér verður rýndur fyrsti vísinda kaflinn, þ.e. blaðsíður 5-9, nokkur atriði nefnd sem standast ekki skoðun vísindalega eða eru villandi að mínu mati. Hnattrænt eða staðbundið Í kaflanum Saga loftslagsins fer Frosti lauslega yfir sögu loftslagsins í gegnum jarðsöguna og virðist í upphafi ætla að fara rétt með er hann segir… „En með loftslagi er átt við meðaltal helstu veðurþátta á ákveðnu svæði yfir lengri tímabil, yfirleitt um 30 ár eða meira“ (bls. 5). Það sem á eftir kemur er samt ekki alveg eftir þessari formúlu og stundum er hann að bera saman loftslag hnattrænt og staðbundið. Á bls. 7 eru til dæmis tekin mýmörg dæmi um loftslagsbreytingar sem voru að mestu bundnar við norður Evrópu en í samhengi textans og sérstaklega í samantekt í lok kaflans er eins og verið sé að fjalla um hnattrænt loftslag. Þó áhugavert sé að sjá hitastig jarðar í gegnum jarðsöguna (línurit bls. 5), þá eru það breytingar síðustu árþúsundir og sérstaklega síðustu hundrað ár sem skipta okkur kannski mestu máli. Frosti nefnir sem dæmi að fyrr í jarðsögunni hafi verið 14°C heitara en nú. Síðast þegar slíkur hiti var á jörðu, fyrir um 55 milljónum ára (e. Paleocene-Eocene thermal maximum -PETM) var það einmitt vegna óvenjulegrar innspýtingar á CO2 út í andrúmsloftið af náttúrulegum völdum og afleiðing þess var mikill hiti, auk súrnunar sjávar sem olli fjöldaútdauða lífvera, sérstaklega í sjó (og ætti það að vera víti til varnaðar en ekki dæmi um að það sé í lagi þegar jörðin hitnar og sjórinn súrnar). Á þeim tíma voru fá spendýr á jörðu og það var ekki fyrr en rúmlega 54 milljónum árum síðar sem maðurinn (homo sapiens) fór að láta á sér kræla og er hann núna síðustu áratugi að dæla út í andrúmsloftið CO2 og eykst styrkur þess um tíu sinnum hraðar nú af völdum manna, en af náttúrulegum ástæðum fyrir 55 milljónum ára.[ii] Í þessu samhengi er áhugaverður undirkaflinn Stóra myndin: 500 milljóna ára saga (bls 6) en þar fer mikið púður í að segja frá því að CO2 hafi verið hærra í jarðsögunni og að þá hafi verið mikill hiti. Þessi fylgni kemur okkur kannski ekki á óvart, en síðar í bókinni virðist hann ekki lengur sjá fylgnina á milli styrkbreytingar CO2 og hnattræns hita. Endurteknar hrakningar Í undirkaflanum Hlýnun frá 1850 til okkar tíma segir hann „…eftir 1850 hófst hlýskeið sem hefur staðið fram á okkar daga…“(bls 8). Þetta er röng skilgreining, en skiptir kannski ekki öllu máli í samhenginu, en eðlilegra er að tala um samfellda og stöðuga hlýnun vegna styrkaukningar CO2 en ekki hlýskeið og svo bætir hann við dæmigerðri mýtu um svokölluð þéttbýlisáhrif (e. urban heat island effect) og segir þau „…geta valdið ofmati á hlýnun“. Þau áhrif hafa vísindamenn skoðað og hrakið fyrir löngu. Í síðasta undirkaflanum Samantekt, leggur hann ríka áherslu á að loftslagsbreytingar séu náttúruleg fyrirbæri og að loftslag jarðar hafi „…í gegnum söguna sýnt endurteknar náttúrulegar sveiflur milli hlýrra og kaldra tímabila, löngu áður en mannleg starfsemi hafði teljandi áhrif…“ (bls 9). Hann vísar í grein eftir mann sem heitir Leszek Marks sem skrifar um náttúrulegar sveiflur og gagnrýnir niðurstöðu IPCC að „…síðasti áratugur sé hlýrri en öll aldalöng hlýskeið undanfarin 125 þúsund ár, er í mótsógn við þekkingu vísindanna á hitafari síðustu tíu þúsund ára…“ (bls 9). Sú grein hefur að vísu verið hrakin.[iii] Fleiri villur og mistúlkanir eru á þessum blaðsíðum um sögu loftslagsins, en ég læt staðar numið að sinni. Höfundur er meðlimur í loftslagshópnum París 1,5, sem vinnur að því að Ísland leggi sitt af mörkum til að leysa loftslagsvandann. [i] Michael Mann 2021: The New Climate War. [ii] Ridgwell og Schmidt 2010: Past constraints on the vulnerability of marine calcifiers to massive carbon dioxide release [iii] Response to Marks (2025): Contemporary global warming versus climate change in the Holocene
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar
Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun