Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar 28. desember 2025 08:02 Við áramót er eðlilegt að líta bæði til baka og fram á veginn. Árið sem er að líða hefur, líkt og mörg undanfarin ár, minnt okkur á hversu viðkvæmt lífið er og hversu mikilvægt það er að ræða dauðann af heiðarleika, virðingu og mannúð. Dauðinn er óhjákvæmilegur hluti lífsins, en samt er hann oft hulinn þögn, ótta og forðun. Sú þögn er ekki hlutlaus – hún getur haft raunverulegar afleiðingar fyrir fólk sem stendur frammi fyrir alvarlegum veikindum þegar lífslokin nálgast. Fyrir mig er þetta ekki aðeins fræðilegt eða pólitískt álitaefni. Á undanförnum árum hef ég ítrekað orðið vitni að því hversu flókin, sársaukafull og ófyrirsjáanleg lífslok geta verið, bæði sem aðstandandi og í samtölum við fólk sem sjálft stendur frammi fyrir alvarlegum veikindum eða styður nákomna í slíkum aðstæðum. Sú reynsla hefur styrkt sannfæringu mína um mikilvægi þess að fólk fái að vera virkir þátttakendur í ákvörðunum sem varða eigin lífslok. Hjá Lífsvirðingu, félagi um dánaraðstoð, höldum við fast í þá trú að í ekki alltof fjarlægri framtíð verði sett löggjöf um þann mannúðlega valkost sem dánaraðstoð er. Sú trú sprettur af djúpri sannfæringu um að mannleg reisn, sjálfsákvörðunarréttur og mannúð eigi að vera leiðarljós í stefnumótun um lífslok. Mannúðleg löggjöf er möguleg Þessi trú byggir ekki á óskhyggju heldur á reynslu, samtölum og vaxandi þekkingu. Sífellt fleiri þjóðir hafa sýnt að mögulegt er að setja skýra, varfærna og mannúðlega löggjöf sem virðir sjálfsákvörðunarrétt einstaklinga við lífslok, án þess að grafa undan heilbrigðiskerfinu eða líknarþjónustu. Þvert á móti bendir reynslan til þess að þegar umræðan er opin og heiðarleg, eflist fagmennska, traust og gæði þjónustu við fólk sem er alvarlega veikt eða deyjandi. Opnari umræða um dauðann, valkosti við lok lífs og réttindi sjúklinga getur einnig dregið úr ótta og einangrun. Hún skapar rými fyrir samtal um óskir, gildi og mörk - samtal sem margir upplifa sem létti, jafnvel þótt niðurstaðan sé ekki sú sama fyrir alla. Hagsmunagæsla við lok lífs felst í því að tala máli einstaklinga og vernda vilja þeirra, vellíðan, reisn og réttindi þegar þeir eru alvarlega veikir eða nálgast lífslok. Í einföldu máli snýst þetta um að tryggja að rödd viðkomandi heyrist og sé virt. Of oft heyrum við sögur af fólki sem upplifir að ákvarðanir séu teknar án raunverulegrar þátttöku þess, að ótti við umræðuna um dauðann loki á samtal, eða að kerfið hafi ekki rými fyrir óskir sem falla utan hins hefðbundna. Virðing fyrir hinstu ósk krefst hugrekkis Að virða og heiðra skýrt tjáðan vilja ástkærs ættingja eða vinar er afar mikilvægt. Slík virðing er ekki merki um uppgjöf heldur um kærleika, traust og ábyrgð. Hún krefst hugrekkis – hugrekkis til að hlusta, hugrekkis til að samþykkja að upplifun annarra geti verið ólík okkar eigin, og hugrekkis til að setja mannlega reisn í forgang, jafnvel þegar ákvarðanir eru erfiðar og sársaukafullar. Þetta snýst um gæði lífs Umræðan um dánaraðstoð snýst ekki um að flýta dauðanum heldur um hvernig við viljum lifa fram á síðustu stund. Hún snýst um gæði lífs, ekki aðeins lengd þess. Hún snýst um að bjóða fólki raunverulegt val, þar sem enginn er þvingaður, hvorki til að nýta sér dánaraðstoð né til að lifa gegn eigin vilja við aðstæður sem hann upplifir sem óbærilegar. Við vitum að þetta er viðkvæmt mál sem kallar á vandaða umræðu, gagnrýna hugsun og virðingu fyrir ólíkum sjónarmiðum. Lífsvirðing vill leggja sitt af mörkum til slíkrar umræðu með því að miðla upplýsingum, skapa vettvang fyrir samtal og halda á lofti röddum þeirra sem of oft heyrast ekki. Það er okkar trú að stefnumótun og löggjöf eigi að byggja á mannréttindum, reynslu sjúklinga og aðstandenda, faglegri þekkingu og mannúð. Von og hugrekki inn í nýtt ár Við viljum á þessum tímamótum senda öllum þeim sem hafa stutt okkur á einn eða annan hátt hugheilar þakkir. Þökkum félagsmönnum, stuðningsaðilum og öllum þeim sem hafa tekið þátt í samtalinu, hvort sem það er af sannfæringu, forvitni eða jafnvel efasemdum. Sérstakar þakkir til þeirra sem, jafnvel þótt dánaraðstoð sé ekki valkostur sem þeir myndu sjálfir velja, standa vörð um rétt annarra til að hafa val. Inn í nýtt ár göngum við með von og hugrekki að leiðarljósi. Von um opnara samfélag sem þorir að ræða dauðann af hreinskilni og einlægni. Hugrekki til að setja mannlega reisn í öndvegi. Og trú á að með virðingu, hlustun og samkennd sé hægt að móta framtíð þar fólk fær að deyja á eigin forsendum. Höfundur er formaður Lífsvirðingar, félags um dánaraðstoð, sem berst fyrir lögleiðingu dánaraðstoðar á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingrid Kuhlman Mest lesið Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evrópa lætur ekki undan hótunum Trumps um Grænland Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Rödd ungs fólks Nanna Björt Ívarsdóttir skrifar Skoðun Eflingarfólk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Lesblindir sigurvegarar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Steinunn er frábær! Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar Skoðun Þegar fullveldi smáríkja er ekki lengur sjálfsagt Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson skrifar Skoðun Byggjum fyrir fólk Hafdís Hanna Ægisdóttir,Hjördís Sveinsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Hvalveiðar í sviðsljósinu Elissa Phillips skrifar Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Frítt í Strætó og sund – Með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hver spurði þig? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Að byggja upp flæði og traust í heilbrigðiskerfinu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Ég elska strætó Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Þúsund klifurbörn í frjálsu falli Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Sjá meira
Við áramót er eðlilegt að líta bæði til baka og fram á veginn. Árið sem er að líða hefur, líkt og mörg undanfarin ár, minnt okkur á hversu viðkvæmt lífið er og hversu mikilvægt það er að ræða dauðann af heiðarleika, virðingu og mannúð. Dauðinn er óhjákvæmilegur hluti lífsins, en samt er hann oft hulinn þögn, ótta og forðun. Sú þögn er ekki hlutlaus – hún getur haft raunverulegar afleiðingar fyrir fólk sem stendur frammi fyrir alvarlegum veikindum þegar lífslokin nálgast. Fyrir mig er þetta ekki aðeins fræðilegt eða pólitískt álitaefni. Á undanförnum árum hef ég ítrekað orðið vitni að því hversu flókin, sársaukafull og ófyrirsjáanleg lífslok geta verið, bæði sem aðstandandi og í samtölum við fólk sem sjálft stendur frammi fyrir alvarlegum veikindum eða styður nákomna í slíkum aðstæðum. Sú reynsla hefur styrkt sannfæringu mína um mikilvægi þess að fólk fái að vera virkir þátttakendur í ákvörðunum sem varða eigin lífslok. Hjá Lífsvirðingu, félagi um dánaraðstoð, höldum við fast í þá trú að í ekki alltof fjarlægri framtíð verði sett löggjöf um þann mannúðlega valkost sem dánaraðstoð er. Sú trú sprettur af djúpri sannfæringu um að mannleg reisn, sjálfsákvörðunarréttur og mannúð eigi að vera leiðarljós í stefnumótun um lífslok. Mannúðleg löggjöf er möguleg Þessi trú byggir ekki á óskhyggju heldur á reynslu, samtölum og vaxandi þekkingu. Sífellt fleiri þjóðir hafa sýnt að mögulegt er að setja skýra, varfærna og mannúðlega löggjöf sem virðir sjálfsákvörðunarrétt einstaklinga við lífslok, án þess að grafa undan heilbrigðiskerfinu eða líknarþjónustu. Þvert á móti bendir reynslan til þess að þegar umræðan er opin og heiðarleg, eflist fagmennska, traust og gæði þjónustu við fólk sem er alvarlega veikt eða deyjandi. Opnari umræða um dauðann, valkosti við lok lífs og réttindi sjúklinga getur einnig dregið úr ótta og einangrun. Hún skapar rými fyrir samtal um óskir, gildi og mörk - samtal sem margir upplifa sem létti, jafnvel þótt niðurstaðan sé ekki sú sama fyrir alla. Hagsmunagæsla við lok lífs felst í því að tala máli einstaklinga og vernda vilja þeirra, vellíðan, reisn og réttindi þegar þeir eru alvarlega veikir eða nálgast lífslok. Í einföldu máli snýst þetta um að tryggja að rödd viðkomandi heyrist og sé virt. Of oft heyrum við sögur af fólki sem upplifir að ákvarðanir séu teknar án raunverulegrar þátttöku þess, að ótti við umræðuna um dauðann loki á samtal, eða að kerfið hafi ekki rými fyrir óskir sem falla utan hins hefðbundna. Virðing fyrir hinstu ósk krefst hugrekkis Að virða og heiðra skýrt tjáðan vilja ástkærs ættingja eða vinar er afar mikilvægt. Slík virðing er ekki merki um uppgjöf heldur um kærleika, traust og ábyrgð. Hún krefst hugrekkis – hugrekkis til að hlusta, hugrekkis til að samþykkja að upplifun annarra geti verið ólík okkar eigin, og hugrekkis til að setja mannlega reisn í forgang, jafnvel þegar ákvarðanir eru erfiðar og sársaukafullar. Þetta snýst um gæði lífs Umræðan um dánaraðstoð snýst ekki um að flýta dauðanum heldur um hvernig við viljum lifa fram á síðustu stund. Hún snýst um gæði lífs, ekki aðeins lengd þess. Hún snýst um að bjóða fólki raunverulegt val, þar sem enginn er þvingaður, hvorki til að nýta sér dánaraðstoð né til að lifa gegn eigin vilja við aðstæður sem hann upplifir sem óbærilegar. Við vitum að þetta er viðkvæmt mál sem kallar á vandaða umræðu, gagnrýna hugsun og virðingu fyrir ólíkum sjónarmiðum. Lífsvirðing vill leggja sitt af mörkum til slíkrar umræðu með því að miðla upplýsingum, skapa vettvang fyrir samtal og halda á lofti röddum þeirra sem of oft heyrast ekki. Það er okkar trú að stefnumótun og löggjöf eigi að byggja á mannréttindum, reynslu sjúklinga og aðstandenda, faglegri þekkingu og mannúð. Von og hugrekki inn í nýtt ár Við viljum á þessum tímamótum senda öllum þeim sem hafa stutt okkur á einn eða annan hátt hugheilar þakkir. Þökkum félagsmönnum, stuðningsaðilum og öllum þeim sem hafa tekið þátt í samtalinu, hvort sem það er af sannfæringu, forvitni eða jafnvel efasemdum. Sérstakar þakkir til þeirra sem, jafnvel þótt dánaraðstoð sé ekki valkostur sem þeir myndu sjálfir velja, standa vörð um rétt annarra til að hafa val. Inn í nýtt ár göngum við með von og hugrekki að leiðarljósi. Von um opnara samfélag sem þorir að ræða dauðann af hreinskilni og einlægni. Hugrekki til að setja mannlega reisn í öndvegi. Og trú á að með virðingu, hlustun og samkennd sé hægt að móta framtíð þar fólk fær að deyja á eigin forsendum. Höfundur er formaður Lífsvirðingar, félags um dánaraðstoð, sem berst fyrir lögleiðingu dánaraðstoðar á Íslandi.
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar
Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar
Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun