Erlent

Átti gott sam­tal við Pútín

Jón Þór Stefánsson skrifar
Pútín og Trump
Pútín og Trump AP

Donald Trump Bandaríkjaforseti segist hafa átt gott og mjög áhrifaríkt samtal við Vladímír Pútín Rússlandsforseta á símafundi þeirra í dag.

Frá þessu greinir hann í færslu á eigin samfélagsmiðli, Truth Social.

Símtal Pútíns og Trumps átti sér stað nú í aðdraganda fundar Trumps og Vólódímírs Selenskíjs Úkraínuforseta sem fram fer í Mar-a-Lago, húsi Trumps í Flórída í dag.

Um er að ræða þriðja fund Selenskíjs og Trumps á þessu ári. Sá fyrsti vakti líklega mesta athygli, en hann fór fram í febrúar, þegar upp úr sauð þeirra á milli. Aftur funduðu þeir í ágúst og þá fór betur á með þeim.

Efni fundarins er líkt og áður möguleg stríðslok milli Rússa og Úkraínumanna. Leiðtogarnir munu ræða friðaráætlun sem Bandaríkjamenn hafa lagt fram.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×