Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson skrifar 1. janúar 2026 12:01 Alþjóða Hafrannsóknarráðið (ICES), hefur nýlega endurmetið stofnstærð makríls á Norður Atlantshafi. Endurmatið nær áratugi aftur í tímann eins og meðfylgjandi mynd nr. 1 sýnir. Það er skemmst frá því að segja að stofninn hefur verið miklu stærri en áður var talið. Munar mörgum milljónum tonna annars vegar á mati sem gert var árið 2023 og leiðréttingu frá því í ár hins vegar. Þetta kemur þeim sem hafa fylgst með ráðgjöfinni á síðast liðnum árum ekki beint á óvart. Stofnstærðarmatið hvílir á veikum grunni meðal annars talningum á nokkurra ára fresti. Matið hefur verið harðlega gagnrýnt um áratuga skeið af virtum vísindamönnum eins og Jens Christian Holst í Noregi. Endurmatið leiðir tvennt í ljós: 1) Makríllinn var aldrei ofveiddur eins og haldið hefur verið fram. Ef miðað er við forsendur ráðgjafarinnar og tekið tillit til endurmatsins liggur þvert á móti fyrir að stofninn hefur verið vannýttur um allt að ríflega 1,4 milljónir tonna þegar mest var, sjá mynd 2. 2) Stofninn dregst hratt saman upp úr 2014 þrátt fyrir vannýtingu sem bendir eindregið til að áhrif veiða á makrílstofninn séu stórlega ofmetin. Nú þegar verið er að ganga frá samningum um veiðar á makríl hljóta að verða settir inn fyrirvarar um ráðgjöfina sem er forsenda úthlutaðs aflamagns. Hún er greinilega byggð á ágiskunum og forsendum sem eru í stöðugri endurskoðun. Það er mikilvægt að stjórnvöld dragi lærdóm af þessu gríðarlega vanmati og reglulegum „endurútreikningum“ á stofnstærðarmati botnfiska langt aftur í tímann. Stjórnvöld verða að horfa til þessara aðferða með gagnrýnum hætti. Líta í meira mæli til ástands fisksins, meðal annars til holdafars, þegar verið er að veita fiskveiðiráðgjöf í stað þess að líta nær eingöngu til talningar á fiskum í hafinu. Slíkar talningar eru háðar gríðarlegri óvissu og byggja að stórum hluta á ágiskunum. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins og formaður atvinnuveganefndar Alþingis Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurjón Þórðarson Mest lesið Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson skrifar Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp skrifar Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af þessu tvennu, er mikilvægast að gera réttu hlutina Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Leghálsskimun – lítið mál! Vala Smáradóttir skrifar Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson skrifar Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Endurræsum fyrir börnin okkar og kennarana Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Alþjóða Hafrannsóknarráðið (ICES), hefur nýlega endurmetið stofnstærð makríls á Norður Atlantshafi. Endurmatið nær áratugi aftur í tímann eins og meðfylgjandi mynd nr. 1 sýnir. Það er skemmst frá því að segja að stofninn hefur verið miklu stærri en áður var talið. Munar mörgum milljónum tonna annars vegar á mati sem gert var árið 2023 og leiðréttingu frá því í ár hins vegar. Þetta kemur þeim sem hafa fylgst með ráðgjöfinni á síðast liðnum árum ekki beint á óvart. Stofnstærðarmatið hvílir á veikum grunni meðal annars talningum á nokkurra ára fresti. Matið hefur verið harðlega gagnrýnt um áratuga skeið af virtum vísindamönnum eins og Jens Christian Holst í Noregi. Endurmatið leiðir tvennt í ljós: 1) Makríllinn var aldrei ofveiddur eins og haldið hefur verið fram. Ef miðað er við forsendur ráðgjafarinnar og tekið tillit til endurmatsins liggur þvert á móti fyrir að stofninn hefur verið vannýttur um allt að ríflega 1,4 milljónir tonna þegar mest var, sjá mynd 2. 2) Stofninn dregst hratt saman upp úr 2014 þrátt fyrir vannýtingu sem bendir eindregið til að áhrif veiða á makrílstofninn séu stórlega ofmetin. Nú þegar verið er að ganga frá samningum um veiðar á makríl hljóta að verða settir inn fyrirvarar um ráðgjöfina sem er forsenda úthlutaðs aflamagns. Hún er greinilega byggð á ágiskunum og forsendum sem eru í stöðugri endurskoðun. Það er mikilvægt að stjórnvöld dragi lærdóm af þessu gríðarlega vanmati og reglulegum „endurútreikningum“ á stofnstærðarmati botnfiska langt aftur í tímann. Stjórnvöld verða að horfa til þessara aðferða með gagnrýnum hætti. Líta í meira mæli til ástands fisksins, meðal annars til holdafars, þegar verið er að veita fiskveiðiráðgjöf í stað þess að líta nær eingöngu til talningar á fiskum í hafinu. Slíkar talningar eru háðar gríðarlegri óvissu og byggja að stórum hluta á ágiskunum. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins og formaður atvinnuveganefndar Alþingis
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar
Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun