„Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Kári Mímisson skrifar 4. janúar 2026 21:58 Borce Ilievski er þjálfari ÍR-inga en segir að liðið vanti meiri breidd. Vísir/Anton Brink Það var uppgefinn en ánægður Borce Ilievski sem mætti til viðtals strax að loknum dramatískum sigri ÍR gegn Keflavík nú í kvöld. Borce segist sannarlega vera ánægður með sigurinn en nefnir þó að lukkudísirnar hafi vakað yfir liðinu í kvöld. „Ég er þreyttur en á sama tíma er ég mjög ánægður með sigurinn. Þetta var ekki auðvelt og Keflavík er með gott lið jafnvel þó að Remy Martin hafi ekki verið með þeim í kvöld. Við vorum í miklum vandræðum með að dreifa mínútum milli leikmanna í dag sem gerði það að verkum að við vorum mjög þreyttir hér undir lokin,“ sagði Borce Ilievski. Ekki okka besti leikur Ég verð að viðurkenna að þetta var ekki okkar besti leikur en ég er mjög ánægður með Dimi (Dimitrios Klonaras) sem skoraði þessar mikilvægu þriggja stiga körfur sem við þurftum á að halda hér undir lok leiksins. Jafnvel þó að leikurinn hafi ekki verið fallegur þá var alvöru spenna í honum og Hilmar setur risa körfu fyrir þá hér undir lokin og við klúðrum í kjölfarið tveimur vítum, þannig að við vorum líka heppnir,“ sagði Borce. ÍR-ingar spiluðu mjög vel lengstan hluta leiksins eða allt þar til í fjórða leikhluta þar sem bensínið virtist hreinlega vera búið og taugarnar yfirspenntar. Liðið náði ekki að gera körfu í tæplega átta mínútur og þá skoraði liðið aðeins tíu stig á síðustu þrettán mínútum leiksins. Borce segir að álagið hafi verið mikið hjá sínum mönnum sem hafi heldur betur barist fyrir þessum tveimur stigum í kvöld. Berjumst og skiljum hjörtun eftir á vellinum „Þegar Tómas Orri meiðist þá er það alveg ljóst að við erum að fara að spila 40 mínútur á fimm leikmönnum og það segir sig sjálft að það er erfitt. Svo eru auðvitað aðrir hlutir eins og að þeir eru að koma úr pásu sem sást á báðum liðum í kvöld. Við berjumst og skiljum hjörtun eftir á vellinum og ég er hrikalega ánægður með strákana mína sem eiga algjöran heiður skilið fyrir þennan sigur,“ sagði Borce. Nú þegar deildin er hálfnuð er lið ÍR í sjöunda sæti með 10 stig. Spurður út í framhaldið og hversu sáttur hann sé með fyrri partinn af deildinni segir Borce að hann sé spenntur fyrir komandi tímum en í ljósi þess að hópurinn sem hann hefur úr að velja sé ekki stærri en raunin er þá taki hann í rauninni bara einn leik í einu. Ég vil vera jákvæður „Ég vil vera jákvæður núna og segja að við viljum gera atlögu að Íslandsmeistaratitlinum en því miður er það ekki raunhæft í ljósi þess hversu þunnskipaðir við erum. Vonandi eru meiðslin hjá Tomma ekki alvarleg og vonandi getur nýi króatíski leikmaðurinn okkar, Emilio, spilað næsta leik. Hann mun gefa okkur aukinn kraft svo að aðrir leikmenn geti hvílt sig aðeins á bekknum og sýnt sínar bestu frammistöður á vellinum,“ sagði Borce. Bónus-deild karla ÍR Keflavík ÍF Mest lesið Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Sport Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Enski boltinn Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Íslenski boltinn Ótrúleg óheppni Slóvena Handbolti „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Enski boltinn „Þegar maður spilar á móti karli er ákefðin allt önnur“ Sport Meira en fimm milljónir á dag fyrir að mæta ekki í vinnuna Sport Fleiri fréttir Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Ljóstrað upp um svindl eftir asna á Extraleikunum Sjáðu Grindavík klúðra viljandi til að vinna lygilegan sigur Tapað öllum án Sigurðar: „Ef hann er heill þá er hann bara í botni“ Uppfært: Þóttist mæta í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum „Eitt og annað sem við þurfum að vinna í“ „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Umfjöllun: ÍR-Keflavík 89-86 | ÍR-ingar byrja nýja árið vel Tryggvi allt í öllu á síðustu mínútunni í spennusigri Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 123-124 | Grindavík með ótrúlegan endurkomusigur Styrmir stigahæstur í fyrsta sigri ársins Hæsta konan í sögu bandaríska háskólaboltans bíður eftir leyfi „Toms mun færa okkur aukna vídd í sóknarleikinn“ „Þurfum að bæta varnarleikinn umtalsvert“ „Höldum áfram að berjast til að reyna að sleppa við fallið“ Umfjöllun: Tindastóll-Valur 99-108 | Fór illa með gömlu félagana í Síkinu „Ótrúlega dýrmætur sigur fyrir okkur“ Uppgjörið: Stjarnan - KR 98-96 | Stjarnan vann eftir háspennu Sjá meira
„Ég er þreyttur en á sama tíma er ég mjög ánægður með sigurinn. Þetta var ekki auðvelt og Keflavík er með gott lið jafnvel þó að Remy Martin hafi ekki verið með þeim í kvöld. Við vorum í miklum vandræðum með að dreifa mínútum milli leikmanna í dag sem gerði það að verkum að við vorum mjög þreyttir hér undir lokin,“ sagði Borce Ilievski. Ekki okka besti leikur Ég verð að viðurkenna að þetta var ekki okkar besti leikur en ég er mjög ánægður með Dimi (Dimitrios Klonaras) sem skoraði þessar mikilvægu þriggja stiga körfur sem við þurftum á að halda hér undir lok leiksins. Jafnvel þó að leikurinn hafi ekki verið fallegur þá var alvöru spenna í honum og Hilmar setur risa körfu fyrir þá hér undir lokin og við klúðrum í kjölfarið tveimur vítum, þannig að við vorum líka heppnir,“ sagði Borce. ÍR-ingar spiluðu mjög vel lengstan hluta leiksins eða allt þar til í fjórða leikhluta þar sem bensínið virtist hreinlega vera búið og taugarnar yfirspenntar. Liðið náði ekki að gera körfu í tæplega átta mínútur og þá skoraði liðið aðeins tíu stig á síðustu þrettán mínútum leiksins. Borce segir að álagið hafi verið mikið hjá sínum mönnum sem hafi heldur betur barist fyrir þessum tveimur stigum í kvöld. Berjumst og skiljum hjörtun eftir á vellinum „Þegar Tómas Orri meiðist þá er það alveg ljóst að við erum að fara að spila 40 mínútur á fimm leikmönnum og það segir sig sjálft að það er erfitt. Svo eru auðvitað aðrir hlutir eins og að þeir eru að koma úr pásu sem sást á báðum liðum í kvöld. Við berjumst og skiljum hjörtun eftir á vellinum og ég er hrikalega ánægður með strákana mína sem eiga algjöran heiður skilið fyrir þennan sigur,“ sagði Borce. Nú þegar deildin er hálfnuð er lið ÍR í sjöunda sæti með 10 stig. Spurður út í framhaldið og hversu sáttur hann sé með fyrri partinn af deildinni segir Borce að hann sé spenntur fyrir komandi tímum en í ljósi þess að hópurinn sem hann hefur úr að velja sé ekki stærri en raunin er þá taki hann í rauninni bara einn leik í einu. Ég vil vera jákvæður „Ég vil vera jákvæður núna og segja að við viljum gera atlögu að Íslandsmeistaratitlinum en því miður er það ekki raunhæft í ljósi þess hversu þunnskipaðir við erum. Vonandi eru meiðslin hjá Tomma ekki alvarleg og vonandi getur nýi króatíski leikmaðurinn okkar, Emilio, spilað næsta leik. Hann mun gefa okkur aukinn kraft svo að aðrir leikmenn geti hvílt sig aðeins á bekknum og sýnt sínar bestu frammistöður á vellinum,“ sagði Borce.
Bónus-deild karla ÍR Keflavík ÍF Mest lesið Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Sport Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Enski boltinn Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Íslenski boltinn Ótrúleg óheppni Slóvena Handbolti „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Enski boltinn „Þegar maður spilar á móti karli er ákefðin allt önnur“ Sport Meira en fimm milljónir á dag fyrir að mæta ekki í vinnuna Sport Fleiri fréttir Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Ljóstrað upp um svindl eftir asna á Extraleikunum Sjáðu Grindavík klúðra viljandi til að vinna lygilegan sigur Tapað öllum án Sigurðar: „Ef hann er heill þá er hann bara í botni“ Uppfært: Þóttist mæta í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum „Eitt og annað sem við þurfum að vinna í“ „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Umfjöllun: ÍR-Keflavík 89-86 | ÍR-ingar byrja nýja árið vel Tryggvi allt í öllu á síðustu mínútunni í spennusigri Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 123-124 | Grindavík með ótrúlegan endurkomusigur Styrmir stigahæstur í fyrsta sigri ársins Hæsta konan í sögu bandaríska háskólaboltans bíður eftir leyfi „Toms mun færa okkur aukna vídd í sóknarleikinn“ „Þurfum að bæta varnarleikinn umtalsvert“ „Höldum áfram að berjast til að reyna að sleppa við fallið“ Umfjöllun: Tindastóll-Valur 99-108 | Fór illa með gömlu félagana í Síkinu „Ótrúlega dýrmætur sigur fyrir okkur“ Uppgjörið: Stjarnan - KR 98-96 | Stjarnan vann eftir háspennu Sjá meira