„Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Aron Guðmundsson skrifar 9. janúar 2026 12:31 Ivan Gavrilovic, leikmaður Tindastóls, þurfti að fara löngu leiðina heim til Íslands eftir að hafa verið meinað að fara inn í Kósovó þar sem Tindastóll átti leik í ENBL deildinni í körfubolta. Stólunum hefur gengið frábærlega í deildinni til þessa. Vísir/Samsett Tindastóll varð á dögunum fyrsta íslenska körfuboltaliðið í tuttugu ár til þess að komast áfram í sextán liða úrslit í Evrópukeppni félagsliða. Arnar Guðjónsson, þjálfari liðsins, segir gengi þess betra en reiknað var með. „Skita“ í aðdraganda síðasta leiks í Kósovó dregur ekki úr þeirri góðu upplifun sem leikmenn og þjálfarar hafa af ENBL deildinni. Endurkomusigur gegn Sigal Pristhina frá Kósovó í framlengdum leik í deildarkeppni ENBL deildarinnar sá til þess að Tindastóll tryggði sér sæti í útsláttarkeppni deildarinnar þegar enn eru tvær umferðir eftir þar. Stólarnir eru öruggir með að enda í einu af sextán efstu sætum deildarinnar sem tryggir þátttökurétt í útsláttarkeppninni en hafa enn að miklu að keppa í deildarkeppninni. Gengi liðsins hefur verið betra en búist var við fyrir mót. „Ótrúlega skemmtileg upplifun og betri en við kannski reiknuðum með,“ segir Arnar, þjálfari Tindastóls í samtali við Vísi. „Við vorum að láta okkur dreyma um þrjá sigra, vissum að við værum með betra lið en lið Keila frá Eistlandi og Gimle BK frá Noregi en árangurinn á móti hinum liðunum er betri en við reiknuðum með. Upprunalega markmiðið var að tryggja okkur sæti á meðal efstu sextán liðanna, nú er það komið og næsta skref að reyna enda í einu af efstu átta sætum deildarinnar þannig að við fáum heimavallarrétt í útsláttarkeppninni. Við eigum tvo leiki eftir í deildarkeppninni, einn sigurleikur til viðbótar mun líklega tryggja okkur eitt af efstu átta sætunum, einbeiting okkar liggur þar.“ Þakklátur keppinautunum hér heima Það að taka þátt í þessu ævintýri hlýtur að vera ótrúlega góð reynsla fyrir þjálfarateymi, leikmenn og félagið í heild sinni? „Þetta er bara ótrúlega gaman og ég held að strákarnir séu mjög hrifnir af þessu. Þessi ferð okkar til Kósovó núna í síðustu umferð var alveg æðisleg. Hún var rosa vel skipulögð, svona fyrir utan að missa Ivan þá gekk gekk skipulagið upp á tíu. Þægilegt ferðalag svona miðað við hvað það var langt. Ég vil líka koma þökkum á framfæri til Keflavíkur sem samþykktu að færa deildarleik sinn við okkur sem átti að fara fram í gær. Ég vil þakka þeim fyrir það því það er ekkert sjálfgefið að lið séu tilbúin í svoleiðis hluti en bæði Keflavík og svo Valur fyrr á tímabilinu voru til í að aðstoða okkur með þessum hætti. Þó maður sé á endanum að keppa við þessi lið þá er allt í lagi að þakka þeim fyrir tillitssemina því ég held það sé gott fyrir íslenskan körfubolta að við séum að þessu.“ Eins og Tom Hanks í The Terminal Arnar snertir þarna á máli Ivan Gavrilovic, Serbans í leikmannahópi Tindastóls sem fékk ekki leyfi til að koma inn í Kósovó en það andar köldu milli Kósovó og Serbíu. Kósóvó lýsti yfir einhliða sjálfstæði frá Serbíu 17. febrúar 2008. Meirihluti ríkja heims hefur viðurkennt sjálfstæði Kósóva en Serbar telja landið áfram vera sitt landsvæði. Það eru hins vegar mistök af hálfu Tindastóls sem ollu því að Ivan fékk ekki inngöngu í landið. „Það er samkomulag á milli Kósovó og Serbíu varðandi það að Serbar og Kósóvar þurfi að vera með ákveðin leyfi og persónuskilríki til þess að komast inn í land hvors annars. Hvorki við né Ivan vorum nægilega vakandi varðandi þetta ferli. Þetta var bara skita af okkar hálfu, við hefðum geta komið honum inn í landið hefðum við verið meira á tánum.“ Ivan hafði flogið alla leið með liði Tindastóls til Pristína, höfuðborgar Kósovó, þegar að þetta komst upp. „Við vorum bara á flugvellinum í Kósovó þegar að honum er meinaður aðgangur inn í landið og þess í stað flogið til Tyrklands þaðan sem við höfðum komið á leið okkar til Kósovó frá Íslandi. Honum er flogið þangað, síðan til Póllands, svo Þýskalands og á endanum til Íslands. Hann var kominn heim rétt á undan okkur. Hann var eins og Tom Hanks í myndinni The Terminal, bjó á flugvöllum í fjóra daga blessaður. Þetta var bara skita hjá okkur, það eru bara öðruvísi reglur í gildi milli Serbíu og Kósovó. Þetta eru ekki nánustu samfélögin.“ Tom Hanks átti stjörnuleik í kvikmyndinni The Terminal þar sem að hann lék mann frá ríki í Austur-Evrópu sem varð strandaglópur á JFK flugvellinum í Bandaríkjunum. En mun gott gengi Tindastóls í ENBL deildinni til þessa verða til þess að önnur íslensk lið horfi til þess að gera sig gildandi í keppninni á næstu árum? „Ég veit það ekki og erfitt að svara fyrir það hvað hentar öðrum liðum að gera. Þessi keppni hentar íslenskum liðum vel. Sérstaklega þegar kemur að því að spila sína heimaleiki, við erum ekki fastir í því að þurfa leigja íþróttahús í Reykjavík til þess að fá leyfi til þess að keppa. Heldur fáum við leyfi til þess að spila okkar Evrópuleiki í Síkinu á Sauðárkróki. Það er kannski helsta ástæðan fyrir því að ENBL deildin er góð keppni fyrir okkur.“ Leitaði í reynslubanka bróður síns Úrslitin innan vallar í Evrópu hafa verið góð en álagið er sömuleiðis mikið á liði Tindastóls sem berst á öllum vígstöðvum bæði hér heima og í Evrópu, ferðalögin mörg og sum hver löng og ströng. Arnar hefur leitað í reynslubanka kollega sinna í Evrópu sem og bróður síns sem hafa verið í svipaðri stöðu. „Það hefur verið bara skemmtileg áskorun. Ég bý aðeins að því að bróðir minn hefur gengið í gegnum svipaðan pakka sem leikmaður Víkings Reykjavíkur í fótboltanum og þeirra Evrópubrölti. Ég hef aðeins talað við hann um það hvernig þeir gera þetta. Svo hef ég leitað í reynslubanka annarra þjálfara sem maður þekkir til í Evrópuboltanum og hafa verið með sín lið í svona þéttu leikjaprógrami.“ Helgi Guðjónsson, leikmaður Víkings Reykjavíkur er bróðir Arnars Guðjónssonar, þjálfara Tindastóls.vísir/Hulda Margrét „Þá hefur fólkið hér hjá félaginu gert vel sem og Grindvíkingar með því að hýsa okkur. Þar af leiðandi hefur okkur tekist að fækka ferðalögunum og ekki þurft að fara heim á Sauðárkrók eftir Evrópuleik þegar að stutt er í næsta útileik fyrir sunnan í Bónus deildinni. Í svoleiðis aðstæðum höfum við fengið að halda til í Grindavík. Það hefur hjálpað mikið. Svo erum við með mjög góðan styrktarþjálfara sem hefur frætt sig mjög vel í því hvernig sé best að stýra álaginu í svona aðstæðum. Þetta er bara skemmtileg áskorun sem krefst öðruvísi undirbúnings.“ Tindastóll tekur á móti Dinamo Zagreb í Síkinu í næstu umferð ENBL deildarinnar þann 20.janúar næstkomandi. Þátttöku liðsins í deildarkeppninni lýkur svo með heimaleik gegn liði Brussels frá Belgíu þann 10.febrúar. Tindastóll Körfubolti Bónus-deild karla Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sport Fleiri fréttir Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Sjá meira
Endurkomusigur gegn Sigal Pristhina frá Kósovó í framlengdum leik í deildarkeppni ENBL deildarinnar sá til þess að Tindastóll tryggði sér sæti í útsláttarkeppni deildarinnar þegar enn eru tvær umferðir eftir þar. Stólarnir eru öruggir með að enda í einu af sextán efstu sætum deildarinnar sem tryggir þátttökurétt í útsláttarkeppninni en hafa enn að miklu að keppa í deildarkeppninni. Gengi liðsins hefur verið betra en búist var við fyrir mót. „Ótrúlega skemmtileg upplifun og betri en við kannski reiknuðum með,“ segir Arnar, þjálfari Tindastóls í samtali við Vísi. „Við vorum að láta okkur dreyma um þrjá sigra, vissum að við værum með betra lið en lið Keila frá Eistlandi og Gimle BK frá Noregi en árangurinn á móti hinum liðunum er betri en við reiknuðum með. Upprunalega markmiðið var að tryggja okkur sæti á meðal efstu sextán liðanna, nú er það komið og næsta skref að reyna enda í einu af efstu átta sætum deildarinnar þannig að við fáum heimavallarrétt í útsláttarkeppninni. Við eigum tvo leiki eftir í deildarkeppninni, einn sigurleikur til viðbótar mun líklega tryggja okkur eitt af efstu átta sætunum, einbeiting okkar liggur þar.“ Þakklátur keppinautunum hér heima Það að taka þátt í þessu ævintýri hlýtur að vera ótrúlega góð reynsla fyrir þjálfarateymi, leikmenn og félagið í heild sinni? „Þetta er bara ótrúlega gaman og ég held að strákarnir séu mjög hrifnir af þessu. Þessi ferð okkar til Kósovó núna í síðustu umferð var alveg æðisleg. Hún var rosa vel skipulögð, svona fyrir utan að missa Ivan þá gekk gekk skipulagið upp á tíu. Þægilegt ferðalag svona miðað við hvað það var langt. Ég vil líka koma þökkum á framfæri til Keflavíkur sem samþykktu að færa deildarleik sinn við okkur sem átti að fara fram í gær. Ég vil þakka þeim fyrir það því það er ekkert sjálfgefið að lið séu tilbúin í svoleiðis hluti en bæði Keflavík og svo Valur fyrr á tímabilinu voru til í að aðstoða okkur með þessum hætti. Þó maður sé á endanum að keppa við þessi lið þá er allt í lagi að þakka þeim fyrir tillitssemina því ég held það sé gott fyrir íslenskan körfubolta að við séum að þessu.“ Eins og Tom Hanks í The Terminal Arnar snertir þarna á máli Ivan Gavrilovic, Serbans í leikmannahópi Tindastóls sem fékk ekki leyfi til að koma inn í Kósovó en það andar köldu milli Kósovó og Serbíu. Kósóvó lýsti yfir einhliða sjálfstæði frá Serbíu 17. febrúar 2008. Meirihluti ríkja heims hefur viðurkennt sjálfstæði Kósóva en Serbar telja landið áfram vera sitt landsvæði. Það eru hins vegar mistök af hálfu Tindastóls sem ollu því að Ivan fékk ekki inngöngu í landið. „Það er samkomulag á milli Kósovó og Serbíu varðandi það að Serbar og Kósóvar þurfi að vera með ákveðin leyfi og persónuskilríki til þess að komast inn í land hvors annars. Hvorki við né Ivan vorum nægilega vakandi varðandi þetta ferli. Þetta var bara skita af okkar hálfu, við hefðum geta komið honum inn í landið hefðum við verið meira á tánum.“ Ivan hafði flogið alla leið með liði Tindastóls til Pristína, höfuðborgar Kósovó, þegar að þetta komst upp. „Við vorum bara á flugvellinum í Kósovó þegar að honum er meinaður aðgangur inn í landið og þess í stað flogið til Tyrklands þaðan sem við höfðum komið á leið okkar til Kósovó frá Íslandi. Honum er flogið þangað, síðan til Póllands, svo Þýskalands og á endanum til Íslands. Hann var kominn heim rétt á undan okkur. Hann var eins og Tom Hanks í myndinni The Terminal, bjó á flugvöllum í fjóra daga blessaður. Þetta var bara skita hjá okkur, það eru bara öðruvísi reglur í gildi milli Serbíu og Kósovó. Þetta eru ekki nánustu samfélögin.“ Tom Hanks átti stjörnuleik í kvikmyndinni The Terminal þar sem að hann lék mann frá ríki í Austur-Evrópu sem varð strandaglópur á JFK flugvellinum í Bandaríkjunum. En mun gott gengi Tindastóls í ENBL deildinni til þessa verða til þess að önnur íslensk lið horfi til þess að gera sig gildandi í keppninni á næstu árum? „Ég veit það ekki og erfitt að svara fyrir það hvað hentar öðrum liðum að gera. Þessi keppni hentar íslenskum liðum vel. Sérstaklega þegar kemur að því að spila sína heimaleiki, við erum ekki fastir í því að þurfa leigja íþróttahús í Reykjavík til þess að fá leyfi til þess að keppa. Heldur fáum við leyfi til þess að spila okkar Evrópuleiki í Síkinu á Sauðárkróki. Það er kannski helsta ástæðan fyrir því að ENBL deildin er góð keppni fyrir okkur.“ Leitaði í reynslubanka bróður síns Úrslitin innan vallar í Evrópu hafa verið góð en álagið er sömuleiðis mikið á liði Tindastóls sem berst á öllum vígstöðvum bæði hér heima og í Evrópu, ferðalögin mörg og sum hver löng og ströng. Arnar hefur leitað í reynslubanka kollega sinna í Evrópu sem og bróður síns sem hafa verið í svipaðri stöðu. „Það hefur verið bara skemmtileg áskorun. Ég bý aðeins að því að bróðir minn hefur gengið í gegnum svipaðan pakka sem leikmaður Víkings Reykjavíkur í fótboltanum og þeirra Evrópubrölti. Ég hef aðeins talað við hann um það hvernig þeir gera þetta. Svo hef ég leitað í reynslubanka annarra þjálfara sem maður þekkir til í Evrópuboltanum og hafa verið með sín lið í svona þéttu leikjaprógrami.“ Helgi Guðjónsson, leikmaður Víkings Reykjavíkur er bróðir Arnars Guðjónssonar, þjálfara Tindastóls.vísir/Hulda Margrét „Þá hefur fólkið hér hjá félaginu gert vel sem og Grindvíkingar með því að hýsa okkur. Þar af leiðandi hefur okkur tekist að fækka ferðalögunum og ekki þurft að fara heim á Sauðárkrók eftir Evrópuleik þegar að stutt er í næsta útileik fyrir sunnan í Bónus deildinni. Í svoleiðis aðstæðum höfum við fengið að halda til í Grindavík. Það hefur hjálpað mikið. Svo erum við með mjög góðan styrktarþjálfara sem hefur frætt sig mjög vel í því hvernig sé best að stýra álaginu í svona aðstæðum. Þetta er bara skemmtileg áskorun sem krefst öðruvísi undirbúnings.“ Tindastóll tekur á móti Dinamo Zagreb í Síkinu í næstu umferð ENBL deildarinnar þann 20.janúar næstkomandi. Þátttöku liðsins í deildarkeppninni lýkur svo með heimaleik gegn liði Brussels frá Belgíu þann 10.febrúar.
Tindastóll Körfubolti Bónus-deild karla Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sport Fleiri fréttir Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum