Innlent

Bana­slys í Rang­ár­þingi

Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar
Einn lést í vinnuslysi.
Einn lést í vinnuslysi.

Einn lést í vinnuslysi í Rangárþingi í gær.

Lögreglan á Suðurlandi greinir frá á Facebook. Þeim barst tilkynning upp úr klukkan þrjú í gær og fóru lögreglumenn auk sjúkraflutningamanna og slökkviliðsmanna á vettvang.

„Um var að ræða vinnuslys. Einn einstaklingur var í slysinu og var hann úrskurðaður látinn á vettvangi,“ segir í tilkynningunni.

Samkvæmt umfjöllun Rúv varð slysið á Hvolsvelli.

Rannsóknardeild lögreglunnar á Suðurlandi rannsakar slysið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×